Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ TÍMABILIÐ sem þessi bók tekur til afmarkast af tveimur merkis- atburðum í sögu póstþjónustu á Ís- landi, stofnun embættis póst- meistara og sextíu póststöðva víða um land árið 1873 og sameiningu póst- og síma- þjónustu árið 1935. Þetta var tímabil sjálf- stæðrar póstþjón- ustu (eða kannski er réttara að segja fyrra tímabil) og á þessu skeiði urðu miklar framfarir og breytingar á þessu sviði, sem héldust mjög í hendur við þróun í samgöngu- málum, innanlands og á milli landa. Í upphafi tímabilsins var póstur fluttur á hestum og með strand- ferðaskipum á milli staða innanlands, en til og frá landinu með dönskum herskipum, sem fóru sex til sjö ferðir á ári á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Árið 1935 voru póst- ferðir á milli Íslands og annarra landa vikulegar og stundum tíðari og þá pósti ekki með bílum til flestra póst- stöðva, og jafnvel farið að flytja hann flugleiðis til sumra staða. Heimir Þorleifsson rekur þessa sögu alla af mikilli alúð og nákvæmni. Bókin skiptist í átta meginkafla og flestir þeirra í marga undirkafla. Í fyrstu þremur köflunum greinir frá stjórn og fyrirkomulagi póstþjónust- unnar í upphafi og á fyrri hluta tíma- bilsins og í 4. kafla er sagt frá póst- flutningum á landi á tímabilinu 1873–1931. Í 5. kafla er rækileg grein gerð fyrir póstflutningum til og frá landinu og í hinum 6. segir frá sigl- ingum flóabáta í öllum landshlutum. Efni 7. kafla er póstútburður í þétt- býli á tímabilinu 1882–1935 og í 8. kafla greinir frá póststjórn og póst- flutningum á árunum 1920–1935. Í bókarlok eru allar nauðsynlegar skrár og greinagóður efnisútdráttur á ensku. Öll er sagan sem sögð er á þessari bók einkar rækileg og stórfróðleg. Hún byggist á ýtarlegri rannsókn frumheimilda, bregður upp skemmti- legum þjóðlífsmyndum og bætir að minni hyggju miklu við þekkingu okkar á mikilsverðum en vanræktum þætti í sögu okkar. Sjálfum þótti mér fróðlegastur kaflinn um póstsiglingar á milli landa en þar hrekur Heimir þá hégilju, sem lengi hefur verið á lofti haldið, að samgöngur við Ísland hafi verið stopular fyrir daga Eimskipa- félags Íslands. Svo var hreint ekki og reyndar dró nokkuð úr tíðni ferða eft- ir stofnun félagsins, þótt ekki verði fullyrt að hún hafi valdið þar mestu. Kaflinn um siglingar flóabáta er einn- ig einkar fróðlegur og veit ég ekki til þess að sú saga hafi áður verið sögð svo rækilega. Allur frágangur þessarar bókar er með ágætum. Hún er prýdd fjölda mynda sem margar eru fágætar og segja mikla sögu. Af einhverjum or- sökum fór fremur lítið fyrir Póstsögu Íslands 1873–1935 í flóðinu fyrir jól. Það var miður því þetta er tvímæla- laust eitt gagnlegasta ritið sem út kom um íslenska sögu á því herrans ári 2004. Fróðleg póstsaga BÆKUR Sagnfræði Íslandspóstur, Reykjavík 2004. 424 bls., myndir. Höfundur: Heimir Þorleifsson. Póstsaga Íslands 1873–1935 Jón Þ. Þór Heimir Þorleifsson Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Su 13/3 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fö 18/2 kl 20 Fö 25/2 kl 20 Mi 273 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Su 20/2 kl 20, Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Aðalæfing mi 16/2 kl 20 - kr. 1.000 Forsýning fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 16/2 - Helga Ögmundardóttir Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “SNILLDARLEIKUR” • Föstudag 18/2 kl 20 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 VS Fréttablaðið 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Áfram LA!“ S.A. Viðskiptablaðið Óliver! Eftir Lionel Bart Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 04.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Rauð tónleikaröð #4 Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Sími 545 2500 I www.sinfonia.is Bruckner og Sakari Petri Sakari stýrir frumflutningi á 8. sinfóníu Bruckners hér á landi. Bruckn- er kallaði verkið „leyndardóm- inn“ sinn enda verkið töfrandi og stórfenglegt. HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR KL. 19.30 Samverustund Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið.                                                !   "   #     $%  $#   Sun. 13. feb. kl. 20.30 Fös. 18. feb. kl. 20.30 Sun. 20.feb. kl. 20.30 2. sýn. 13. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 3. sýn 18.feb. kl 20 - uppselt 4. sýn. 20. feb. kl. 19 - örfá sæti laus • 5. sýn. 25. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus 6. sýn. 27. feb. kl. 19 - nokkur sæti laus • 7. sýn. 4. mars kl. 20 8. sýn. 6. mars kl. 19 • 9. sýn.12. mars kl. 19. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15.febrúar kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, semball flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.