Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 18
18 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
V
opnahlé milli
stjórnarhersins á
Sri Lanka og upp-
reisnarsveita
Tamíla, LTTE
(Liberation Tig-
ers of Talim Eel-
am) hefur nú
staðið í þrjú ár og eftirlit með því hef-
ur verið í höndum friðargæslusveitar
Norðurlanda SLMM (Sri Lanka
Monitoring Mission). Sveitinni var
komið á fót samkvæmt sérstöku
ákvæði í vopnahléssamkomulaginu
sem undirritað var í febrúar 2002, en
sveitina skipa liðsmenn frá Norður-
löndunum undir forystu Norðmanna
sem hafa gegnt hlutverki sáttasemj-
ara á Sri Lanka um árabil. Segja má
að starf sveitarinnar hafi tekist með
talsverðum ágætum enda hafa ekki
brotist út skipulögð vopnuð átök milli
hersveita beggja stríðsaðila síðan
vopnahléinu var komið á. Hins vegar
hafa pólitísk morð, minniháttar skær-
ur og mannrán verið tíð allan þann
tíma sem heita á að vopnhléið hafi
staðið. Þessi átök sem gjarnan eru
fylgifiskur hatrammrar borgarastyrj-
aldar jukust mjög á þessu ári, þegar
til innri deilna kom meðal Tamíltígra
sem leiddi til uppgjörs meginfylkinga
í austurhluta Sri Lanka. Í lok árs
gjörbreyttist hin flókna staða á Sri
Lanka hins vegar tímabundið í kjölfar
hinna ægilegu náttúruhamfara sem
áttu sér stað þegar flóðbylgjan sem
reið yfir strandhéruð í Asíu grandaði
tugþúsundum. Á Sri Lanka er talið að
á fjórða tug manns hafi farist, lang-
flestir á þeim svæðum sem Tamíltígr-
ar gera tilkall til eða ráða yfir. Um
nokkurra vikna skeið beindist athygli
umheimsins meðal annars að Sri
Lanka og borgarastríðinu þar sem
hafði legið í þagnargildi helstu heims-
fjölmiðla um nokkurra ára skeið.
Vonir vöknuðu um að hörmungarnar
kynnu að koma vitinu fyrir stríðsaðil-
um og að þeir myndu jafnvel reyna að
setja niður deilur og einbeita sér að
því að rétta þeim sem um sárt áttu að
binda hjálparhönd og reyna að stilla
saman strengi sína í því uppbygging-
arstarfi sem framundan er. Flestir
þeir sem fylgst hafa með framvindu
mála í kjölfar hamfaranna telja nú að
þetta hafi verið tálvonir einar. Þannig
eru í upphafi árs enn blikur á lofti og
ekki talið útilokað að formleg stríðs-
átök kunni að hefjast á nýjan leik. Fá-
ir á Sri Lanka gera sér vonir um að
vopnahléið haldi í önnur þrjú ár.
Langvinn átök
Í kjölfar þess að Sri Lanka (þá
Ceylon) hlaut sjálfstæði árið 1948 frá
Bretum má segja að sambúð Sinhala
(74% íbúa) og Tamíla (17%) hafi verið
afar stirð. Sinhalar sem eru
búddatrúar sýndu menningu og
tungu Tamíla fádæma óvirðingu og
gerðu allt til að festa eigið tungumál í
sessi og lögfestu það reyndar tíma-
bundið sem slíkt. Tamílar, sem eru
hindúatrúar, urðu að lúta þessu vald-
boði en mótmæltu friðsamlega yfir-
ganginum í áratugi. Á áttunda ára-
tugnum kom svo til vopnaðra átaka
milli Tamíla og stjórnarhersins sem
leiddu til ofsókna á hendur Tamílum í
suðurhluta landsins og einkum í höf-
uðborginni Colombo. Steininn tók þó
úr þegar ungir Tamílar höfðu komið
sér upp þjálfuðum vígasveitum í
norðurhluta landsins sem hófu skipu-
lögð morð á her og lögreglu. Þetta var
árið 1983 og kallaði fram fádæma
villimannsleg viðbrögð Sinhala sem
eltu uppi Tamíla af handahófi, nauðg-
uðu, myrtu og brenndu. Upp frá
þeirri stundu varð ekki aftur snúið og
hófst stríð sem staðið hefur allar göt-
ur síðan.
Mannfall hefur verið mikið á þess-
um árum en þótt ógjörningur sé að
segja af mikilli vissu til um hversu
margir hafa týnt lífi þá er alla jafna
miðað við að eigi færri en 65.000 hafi
farist í þessum hildarleik. Að vanda,
eins og í nútímahernaði, hafa þetta
mest verið konur, börn og aldraðir.
Eyðileggingin sem stríðinu fylgdi er
gífurleg og blasir hún hvarvetna við,
einkum í norður- og austurhluta Sri
Lanka. Endurreisnarstarf hefur ver-
ið takmarkað, enda halda erlendir
fjárfestar að sér höndum meðan
ennþá ríkir stríð. Og því má ekki
gleyma að þótt hlé hafi verið gert á
ófriði frá því í ársbyrjun 2002 ríkir
enn formlegt stríð, en vopnahlé er
aðeins tímabundin birtingarmynd
þess. Það er kaldhæðnislegt að flóð-
bylgjan semgekk yfir Sri Lanka í lok
síðasta árs lagði í rúst mest af þeirri
uppbyggingu semþó hafði átt sér stað
á austurströnd eyjarinnar í kjölfar
hinna langvinnu stríðsátaka.
Tamílar eru í miklum meirihluta
nyrst á Sri Lanka og gera einnig til-
kall til austurhlutans þar sem þeirra
staða hefur verið sterk um aldir.
Nokkur brögð hafa verið að því að
Sinhala-flóttamenn frá átakasvæðum
í norðri hafi verið aðstoðaðir við að
taka sér búsetu í austurhlutanum við
lítinn fögnuð Tamíla sem sjá í þessum
aðgerðum stjórnvalda dulda leið til að
grafa þar undan Tamílum. Fyrir vikið
eru skærur langalgengastar í austr-
inu og þar voru framin hátt á annað
hundrað pólitísk morð á liðnu ári.
Fyrir vikið ríkir þar óhemju mikil tor-
tryggni meðal forystumanna Tamíla
og Sinhala sem hefur orðið til að tor-
velda enn allt það hjálparstarf sem al-
þjóðasamfélagið hefur reynt að
stunda þar frá því náttúruhamfarirn-
ar áttu sér stað.
Meiri ró er í norðri þar sem um
50.000 manna stjórnarher situr vörð
um Jaffnaskaga en þar eru um 99%
íbúa Tamílar. Líta þeir margir hverjir
á stjórnarherinn sem hreinan
innrásarher, en hann samanstendur
nánast einvörðungu af Sinhölum sem
skilja ekki tamílsku heimamanna.
Þessir tungumálaörðugleikar hafa oft
leitt til misskilnings sem kynt hefur
ófriðarbál af litlu tilefni. Suður af
Jaffnaskaga er svo risavaxið svæði,
að mestu vaxið frumskógi, sem er
algerlega á valdi LTTE. Stjórnar-
setur Tamíltígra er í bænum Kil-
inochchi og er talið að leiðtogi þeirra,
V. Prabhakharan, hafist við í
frumskóginum talsvert austur af
bænum.
Harðsvíraður leiðtogi
Prabhakaran fæddist í bænum
Valvedditturai nyrst á Jaffnaskaga
fyrir réttum fimmtíu árum. Hann er
óskoraður leiðtogi LTTE enda stofn-
aði hann samtökin snemma á áttunda
áratugnum, þá óharðnaður ungling-
ur. Hann gat sér snemma orð sem
harðsvíraður hryðjuverkamaður en
frægasta hryðjuverk sem hann er tal-
inn ábyrgur fyrir er morðið á Rajiv
Gandhi, fyrrverandi forsætisráð-
herra Indlands, árið 1991. Sjálfs-
morðssveit LTTE var gerð út af örk-
inni til suðurhluta Indlands þar sem
Gandhi var myrtur á kosningaferða-
lagi. Þannig launaði Prabhakharan
Indverjum þann greiða að hafa reynt
að stilla til friðar á Sri Lanka, raunar
með óhemju klunnalegum og lang-
sóttum hætti.
Hlutur Indlands í átökunum á Sri
Lanka hefur verið stór og verður
seint fullsannaður. Það liggur ljóst
fyrir að Tamílar á Sri Lanka fengu
mikinn stuðning frá frændum sínum
sömu menningar handan við Adams-
sund í Tamil Nadu-fylki á Indlandi,
en þar búa ríflega fimmtíu milljónir
Tamíla sem tala nánast sama tungu-
mál og Tamílar á Sri Lanka. Seint á
áttunda áratugnum áður en formlegt
stríð hófst á Sri Lanka töldu indversk
stjórnvöld Tamíla standa svo höllum
fæti gagnvart Sinhala-meirihlutanum
að indverska leyniþjónustan var látin
skipuleggja her- og þjálfunarbúðir
fyrir margvíslega skæruliðahópa
Tamíla frá Sri Lanka víðs vegar á
sunnanverðu Indlandi. Engin einhlít
skýring er til á þessu uppátæki Ind-
verja, en það átti eftir að koma þeim
sjálfum í koll nokkrum árum síðar.
Indverjar bera höfuð og herðar yfir
önnur ríki í þessum heimshluta og
telja vísast sjálfsagt, eins og önnur
svæðisbundin stórveldi, að þeirra
hagsmunir séu settir á oddinn jafnvel
í nágrannaríkjum. Og þeir hafa leynt
og ljóst ásamt öðrum stórveldum litið
hýru auga til bestu hafnarborgarinn-
ar í þessum hluta heims sem liggur á
austurströnd Sri Lanka, Trincomal-
ee.
Trincomalee er náttúruundur í
sjálfu sér, höfnin þar er svo stór og
djúp að um hana er hægt að sigla á
kafbátum. Þá myndar landslagið þar
náttúrlegt var gegn kraftmiklum
monsúnvindum sem eru skipum
skeinuhættir hálft árið á þessum slóð-
um. Auk þess liggur Trincomalee
miðja vegu milli Austur-Asíu, þar
sem stærsti neytendamarkaður
heims stækkar óðum, og Mið-Austur-
landa, þar sem helstu olíubirgðir
heims er að finna. Það skal því engan
undra að margir hafa sýnt Trincomal-
ee og þar með Sri Lanka óhemju
áhuga. Indversk herskip koma þar í
kurteisisheimsókn reglulega og
þarna eiga einnig leið um yfirmenn úr
Kyrrahafsflota Bandaríkjanna sem
heilsa upp á kollega sína úr flota Sri
Lanka. Tamíla Tígrar þekkja vel
áhuga erlendra stórríkja á höfninni í
Trincomalee sem þeir gera sjálfir til-
kall til og var það meðal annars
ástæðan fyrir að þeir tóku því afar fá-
lega þegar bandarískri sjóherinn
sendi birgðaskip og landgönguliða að
sögn til að sinna neyðaraðstoð í upp-
hafi árs. Þá er áberandi hversu marg-
ar hjálparstofnanir frá Japan eru að
störfum á þessu svæði og skammt er
síðan Sádí-Arabía lýsti yfir vilja til að
fjármagna uppbyggingu samgöngu-
mannvirkja á svæðinu.
Strategískt mikilvægi Trincomalee
er því óumdeilt, jafnvel á heimsvísu,
hvað þá hvað átökin á Sri Lanka varð-
ar. Þar hefur sjóherinn einnig sínar
bækistöðvar en hann er hvað her-
skáastur í afstöðu sinni til friðarvið-
ræðna við Tamíltígra. Og varla þarf
að koma á óvart að LTTE hefur gert
skilyrðislaust tilkall til borgarinnar
og nefnir hana gjarnan höfuðborg
Talim Eelam en svo heitir fram-
tíðarríki Tamíla á þeirra máli.
Hernaðarlega er staðan um Trincom-
alee afar flókin þar sem skiptast á
herstöðvar stjórnarhersins og
Tamíltígra í frumskógi sem er að
mestu ófær nema á tveimur jafn-
fljótum. Og það er alveg ljóst að
Trincomalee verður lengi flókið og
erfitt úrlausnarefni þegar til friðar-
viðræðna kemur að nýju. Ástandið
batnar ekki við það að á Trincomalee-
svæðinu býr mikill hópur múslíma
sem hefur stundum eldað grátt silfur
við Tamíla, sem aftur hafa átt í
stöðugum átökum við Sinhala sem
stjórnað er af herskáum búdd-
Púðurtunna í Paradís
Vopnahlé hefur nú staðið í
þrjú ár á Sri Lanka, en frið-
urinn er brothættur. Jón
Óskar Sólnes fjallar um
púðurtunnuna í Paradís og
segir að blikur séu á lofti.
Ljósmynd/Jón Óskar Sólnes
Oft koma upp vandamál milli tamílskra fiskimanna og sjóhers Sri Lanka. SLMM-sveitarmenn ræða við fiskimenn í
Mannar. Fremst á myndinni má sjá Magnús Nordahl frá Íslandi.
Í eftirlitsflugi yfir Batticaloa-héraði. Sinhala-krakkar í bílaleik.Götumynd frá Jaffna þar sem búa einvörðungu Tamílar.