Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 47
DAGBÓK
• Heildverslun með tæknivörur, „business to business“. Ársvelta 160 m. kr.
• Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingaiðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill
breyta til.
• Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 m. kr. á mánuði.
• Útgerðarfélag á Reykjavíkursvæðinu með tvo netabáta.
• Lítið kaffihús í Kringlunni.
• Þekkt veitingahúsakeðja með austurlenskan mat.
• Innflutningsfyrirtæki með fatnað. 100 m. kr. ársvelta. Góður hagnaður.
• Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu.
• Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingaiðnaði. Ársvelta 250 m. kr.
• Sérvöruverslun með 220 m. kr. ársveltu. EBIDTA 25 m. kr.
• Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki.
• Stór fiskvinnsla í eigin húsnæði í nágrenni Reykjavíkur.
• Markaðsstjóri/meðeigandi óskast að rótgrónu þjónustufyrirtæki sem hefur mikla
sérstöðu. Hugmyndin er að viðkomandi taki smám saman við af núverandi eiganda og
eignist fyrirtækið á nokkrum árum.
• Sérverslun með fatnað.
• Meðeigandi óskast að góðu jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil
verkefni. Viðkomandi þarf að vera traustur og heiðarlegur, gjarnan tæknimenntaður
og fær um að annast fjármálastjórn.
• Fiskbúð í rótgrónu hverfi.
• Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig.
• Þekkt sérverslun með 300 m. kr. ársveltu.
• Vel staðsett hótel í austurhluta Reykjavíkur.
• Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta.
• Húsgagnaverslun í góðum rekstri.
• Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land.
• Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan.
• Íþróttavöruverslun með þekkt golfmerki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd.
Hagstætt verð.
• Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting.
• Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd.
Mikil verkefni og góð afkoma.
• Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu.
• Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð.
• Sérverslun með tæknivörur. 200 m. kr. ársvelta.
• Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.
• Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin
húsnæði á góðum stað.
• Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum
fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Sigga Dögg,
nagla- og förðunarfræðingur
hefur hafið störf á Snyrti- og nuddstofunni Paradís
20% afsláttur af nöglum
PARADÍS
Laugarnesvegi 82, sími 553 1330
Skemmtileg sýning
um ódauðleikann
ÉG SÁ að Leikfélag Kópavogs
hefur nú aftur tekið upp sýningar
á leikverkinu Memento Mori. Mig
langar af því tilefni að vekja at-
hygli áhugafólks um skemmtilega
leiklist á þessari sýningu.
Hér hafa tekið höndum saman
félagar úr Leikfélagi Kópavogs og
Hugleik undir stjórn Ágústu
Skúladóttur og sett saman eft-
irminnilegt verk um hóp fólks sem
er með þeim ósköpum gert að geta
ekki dáið. Útkoman er kvöldstund
sem er ýmist átakanleg og fyndin
og vekur mann til umhugsunar um
hlutskipti manneskjunnar. En
þess utan er sýningin hrein
skemmtun og full af hugmynda-
flugi. Og það var óneitanlega ný-
stárleg reynsla að ganga út úr
leikhúsinu í lokin og vera heils-
hugar feginn yfir því að vera
dauðlegur eftir allt saman.
Takk fyrir mig,
Sigríður Kristinsdóttir.
Hættulega fyndnar
auglýsingar FM 957
HJÁ Stöð 2 eru sendar út auglýs-
ingar á vegum zúber á FM 957.
Þessar auglýsingar eiga ekkert er-
indi í sjónvarp og allra síst á besta
útsendingartíma. Börn og ungling-
ar hlusta mikið á FM 957 og finnst
þáttarstjórnendur þar sniðugir og
fyndnir, en er bíll sem springur í
loft upp með konu innanborðs útaf
gúrku í pústinu fyndið, nú eða
maður sem brennur með tilheyr-
andi sársaukaveinum útaf brenn-
andi pappírspoka með hundaskít,
er það fyndið?
Börn eru auðtrúa og eru vís til
að prófa allt sem þeim finnst snið-
ugt og fyndið.
Stöð 2 er í ábyrgðarstöðu gagn-
vart börnum, að sýna ekki var-
hugavert efni/auglýsingar á aðal
útsendingartíma eða þegar börn
hafa greiðan aðgang að.
Þessar auglýsingar sýna ekki
heilbrigða hugsun fullorðins fólks
sem bjó þær til og á að taka þær
út strax, þetta er ekkert fyndið,
bara hættulegt.
Áslaug Elín Þorsteinsdóttir,
Grýtubakka 4, Rvík.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is Tónlist
Gerðuberg | Strengjaleikhúsið sýnir ís-
lenska óperu fyrir börn á aldrinum 2–8
ára í Gerðubergi.
Salurinn | KaSa & Eivør Pálsdóttir leika
kl. 20 frumsamin lög e. Eivør Pálsdóttur
sem Hilmar Örn Hilmarsson, Árni Harð-
arson, Pétur Grétarsson og Kjartan Valdi-
marsson hafa útsett sérstaklega fyrir
söngkonuna og KaSa hópinn. Einnig flytur
KaSa hópurinn píanókvintett e. Jón Ás-
geirsson.
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu-
mót lista og minja.
Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland.
Gallerí I8 | Finnur Arnar – ýmis mynd-
verk.
Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós-
myndir, skúlptúra, teikningar og mynd-
bönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir
listaverk úr mannshári í Boganum.
Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir
vatnslita- og olíumálverk.
Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og
Haraldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari
febrúarmánaðar í Hafnarborg.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol-
íumálverk í forkirkju.
Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvars-
son, rafvirkjameistari og heimilismaður á
Hrafnistu, sýnir útsaum og málaða dúka í
Menningarsal.
Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir
óhlutlæg verk.
Kling og Bang gallerí | Magnús Árnason
– Sjúkleiki Benedikts.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930
1945 og Rúrí – Archive–endangered
waters. Leiðsögn um sýningarnar í dag,
sunnudag, kl. 15-16. Rakel Pétursdóttir
safnfræðingur.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín
Gunnlaugsdóttir – mátturinn og dýrðin,
að eilífu.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verk-
um Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunn-
ar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt
útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur.
Brian Griffin – Áhrifavaldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verk-
um Kjarvals í austursal.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng,
gjafir og önnur verk eftir Sigurjón.
Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles
de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd.
Grams – Sýning á vídeóverkum úr eigu
safnsins.
Safn | Stephan Stephensen – AirCondi-
tion. Jóhann Jóhannsson – Innsetning
tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á
hæðunum þremur eru að auki ýmis verk
úr safneigninni, þ.á m. ný verk eftir Roni
Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander.
Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir
sýnir samspil steina, ljóss og skugga.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson
er myndlistarmaður mánaðarins. Sýning
á verkum Braga, bæði í veitingastofu og í
kjallara.
Listasýning
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir. Stendur til 22.
maí.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís-
lendinga, Handritin, Þjóðminjasafnið
–Svona var það, Heimastjórnin 1904.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895–
1964) er skáld mánaðarins.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til–
menning og samfélag í 1200 ár. Ómur
Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján
vóru synir mínir í álfheimum... Opið alla
daga nema mánudaga frá kl 11–17. Fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar er opið til kl.
21.
Fundir
Kvenfélag Kópavogs | Matarfundur verð-
ur miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20 í
Hamraborg 10. Þátttaka tilkynnist fyrir
14. febrúar. Upplýsingar gefur Svana í s.
554 3299, Ása s. 554 1844 og Rannveig
s 554 3386. Vallargerðisbræður syngja.
Elín Ásta og Þuríður Helga leika á fiðlur.
Félagskonur velkomnar með gesti.
OA-samtökin | Árlegur kynningarfundur
OA-samtakanna verður sunnudaginn 20.
febrúar kl. 14–16, í Héðinshúsinu (Alanó)
Seljavegi 2, Reykjavík. Fjórir félagar
segja frá reynslu sinni af OA-samtök-
unum. Allir sem hafa áhuga á að kynna
sér starf samtakanna eru velkomnir. Nán-
ari upplýsingar á www.oa.is.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Námskeið fyrir fólk
með hryggikt hefst miðvikudaginn 16.
febrúar og eru það 3 kvölda námskeið.
Fagfólk fjallar um greiningu sjúkdómsins,
einkenni, meðferð, þjálfun, aðlögun að
daglegu lífi og tilfinningalega og fé-
lagslega þætti. Skráning á námskeiðið á
skrifstofu félagsins í síma 530-3600.
Hrossaræktarbúið Hestheimar | Reið-
námskeið dagana 11.–13. feb. Kennarar
Hallgrímur Birkisson og Ísleifur Jónas-
son. Uppl. í s. 864-2118, 487-6666.
Staðlaráð Íslands | Námskeið verður 18.
febrúar fyrir þá sem vilja læra á ISO
9000-gæðastjórnunarstaðlana. Markmið
er að þátttakendur geti gert grein fyrir
áherslum og uppbyggingu kjarnastaðl-
anna í ISO 9000-röðinni og þekki hvernig
þeim er beitt við að koma á og viðhalda
gæðastjórnunarkerfi. Nánar á www.stadl-
ar.is.
www.stafganga.is | Nýtt námskeið í staf-
göngu hefst þriðjudaginn 15. febrúar kl.
17.30 við Laugardalslauginna. Hópar fyrir
byrjendur og framhaldshópar fyrir þá
sem hafa verið áður í stafgöngu. Skráning
á www.stafganga.is eða gsm: 8251365/
6943571. Guðný Aradóttir & Jóna Hildur
Bjarnadóttir stafgönguþjálfarar.
Ráðstefnur
Norræna húsið | SÍBS stendur fyrir ráð-
stefnu í Norræna húsinu þriðjudaginn 15.
febrúar sem ber heitið: Líf með lyfjum.
Fjallað verður um mikilvægi lyfja fyrir
einstaklinginn og þjóðfélagið í heild.
Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnvalda
flytja erindi. Ráðstefnan sem hefst kl. 14
er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Íþróttir
Hellisheimilið | Meistaramót Hellis hefst
mánudaginn 14. febrúar kl. 19.30. Mótið
er 7 umferða opið kappskákmót. Verð-
laun eru í boði en mótið er öllum opið.
Teflt er á mánu-, miðviku- og föstudög-
um. Skráningarform og upplýsingar má
finna á www.hellir.com.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer
frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum á
mánudögum kl. 18. Allir velkomnir ekkert
þátttökugjald.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. 0-0 Be7
9. Df3 Dc7 10. Dg3 Rc6 11. Rxc6 Dxc6
12. He1 Bb7 13. a3 Hd8 14. a4 0-0 15.
axb5 axb5 16. Bh6 Re8 17. Ha7 Ha8 18.
Hxa8 Bxa8 19. Bf4 Rf6 20. Bh6 Re8 21.
Bf4 b4 22. Ra2 Rf6 23. Bh6 Rh5 24.
Dg4 Db5 25. f3 Bf6 26. Hb1 Bd4+ 27.
Kh1 Bxb2 28. Bd2 Rf6 29. Dg3 d5 30.
Bxb4 dxe4 31. c4 Df5 32. Bxf8 Rh5 33.
Dg4.
Staðan kom upp á alþjóðlegu skák-
móti sem lauk fyrir skömmu á Gíbralt-
ar. Emil Sutovsky (2.669) hafði svart
gegn Daniel Gormally (2.472). 33. –
exf3! 34. Dxf5 fxg2+ 35. Kg1 Bd4+ 36.
Df2 Rf4! og hvítur gafst upp þar sem
hann yrði mát eftir 37. Dxd4 Rh3# og
stæði upp með gjörtapað tafl eftir 37.
h4 Re2+ 38. Kh2 Bxf2.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.
Norður
♠KG10
♥D862 N/Allir
♦Á95
♣DG8
Vestur Austur
♠6 ♠543
♥G10943 ♥K
♦64 ♦D1093
♣Á7654 ♣K1093
Suður
♠ÁD9872
♥Á75
♦KG2
♣3
Vestur Norður Austur Suður
Icelax Iceflux
– 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 tíglar *
Pass 2 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu
Pass 6 spaðar Allir pass
Friðjón Þórhallsson varð Reykja-
víkurmeistari í tvímenningi með Vil-
hjálmi Sigurðssyni um síðustu helgi,
en tveimur vikum áður hafði hann
fagnað sigri í Reykjavíkurmótinu í
sveitakeppi í liði með Símoni Sím-
onarsyni og félögum. Friðjón er raf-
virki og það kann að vera skýringin
á því að hann nefnir sig „Iceflux“ á
OK-bridge-vefnum, þar sem hann
spilar stundum (flux=segulflæði).
Spilið að ofan kom upp á OK.
Friðjón var í suður, en Þórarinn Sig-
þórsson tannlæknir í norður. Þór-
arinn heitir „Icelax“ á OK-vefnum,
enda laxveiðimaður mikill og þekkt-
ur. Þeir Ice-félagar melda sig upp í
afleita slemmu, en Friðjón nýtti sér
afar hagstæða legu og spilaði
slemmuna til vinnings.
Útspilið var hjartagosi og Friðjón
ákvað að láta smátt úr borði. Kóng-
urinn kom blankur úr austrinu og
Friðjón tók á ásinn. Hann tók þrisv-
ar tromp og spilaði svo laufi að
blindum. Augljóslega má vestur ekki
taka slaginn, því þá er hægt að
trompsvína fyrir kónginn í austri,
svo vestur dúkkaði og austur drap
drottningu blinds með kóng. Og spil-
aði aftur laufi. Friðjón trompaði, tók
þrjá slagi á tígul með svíningu og
spilaði síðan öllum trompunum til
enda. Sem hafði óæskileg áhrif á
vestur, því hann gat ekki bæði hang-
ið á laufás og valdað hjartað. Friðjón
fékk þannig tólfta slaginn á kast-
þröng og AV kvörtuðu sáran undan
legunni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111