Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 28
28 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
mbl.is Þriðjudagur 11. janúar 2005
Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið Fasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingarAtvinnaForsíða
Á Atvinnuvef mbl.is er nú hægt að bóka
atvinnuauglýsingar, til birtingar í Morgun-
blaðinu og á mbl.is, hvort sem þú ert að
leita að vinnu eða vantar starfskraft.
mbl.is
Birtingar einn dagur í Morgunblaðinu og 10 dagar á mbl.is
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétta starfið finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
...atvinna í boði
Yfirlit auglýsinga til að skoða og fjarlægja ef óskað er. Einnig
prenta út reikning.
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi og lykilorði Ný störf í dag
U
ndanfarið hafa
miklar umræður
farið fram um
hús, húsbygg-
ingar og skipulag
í fjölmiðlum höf-
uðborgarinnar,
og mikið vel. Þá eru í gangi tvær at-
hyglisverðar sýningar sem skara
samræðuna, önnur í Listasafni
Reykjavíkur Hafnarhúsi en hin að
Kjarvalsstöðum. Í fyrra fallinu eru
hugmyndir Þórðar Ben Sveinssonar
um Vatnsmýrina sem eins konar
manneskjulega útópíu húsagerð-
arlistar, enn einu sinni á dagskrá. Á
Kjarvalsstöðum er íslensk bygging-
arlist fortíðar meðal annars skil-
greind á yfirlitsýningu á lífsverki
Harðar Ágústssonar. Af gildum
ástæðum sem seinna verður vikið að
skal tekið fram að hvorugur þeirra er
arkitekt að
mennt en
báðir virkir
á vettvangi
sjónar-
heimsins.
Síst af öllu
eru slíkar umræður um húsagerð-
arlist og borgarskipulag séríslenskt
fyrirbæri, mun frekar má fullyrða að
landinn hafi fram að þessu verið um-
talsverður eftirbátur annarra þjóða
norðan Alpafjalla. Satt að segja mjög
aftarlega á merinni ekki síður en í
myndlistarumræðunni. Margur hef-
ur litið þá hornauga sem tekið hafa til
máls.
Húsfriðun sem á síðari árum hefur
þróast í að vera það sem menn í út-
landinu skilgreina sem „Boom“, upp-
gangssprengju, er einnig fjarri því að
vera nýtt og sértækt fyrirbæri. Hún
er jafnt gömul iðnbyltingunni, fylgi-
fiskur stærri þéttbýliskjarna, rótið
og umbyltingarnar í kjölfarið tóku
sinn toll. Um aldamótin 1900 voru
menn þannig uppteknir við að rífa
niður byggingar frá blómaskeiði
Danmerkur 1536–1660, er flest gekk
þjóðinni í haginn í efnahagsmálum. Á
því tímaskeiði voru menn hins vegar
uppteknir við að rífa niður gömul hús
frá miðöldum eða um 1050–1535.
Sagan endurtók sig í þá veru að ára-
tugina eftir miðbik síðustu aldar voru
Danir í óða önn að rífa niður bygg-
ingar frá aldamótunum 1900, rýma
fyrir þéttari byggð verslunarkjörn-
um háhýsum og nýjum umferð-
aræðum. Módernisminn með sitt
snjalla kjörorð sem heilaþvoði svo
marga: „í listum liggur engin leið til
baka“ hér leiðarljósið. Allt er þetta
að vissu marki í anda framsóknar og
framfara eins og borðleggjandi má
vera að menn orði það og réttlæti. En
um leið leyfist að spyrja af hverju
þetta var ekki einnig gert sunnar í
Evrópu og hús frá tímaskeiði mið-
alda og endurreisnar burtkústuð? En
þá ætti Evrópa ekki Róm, Flórenz,
Feneyjar, París, Prag, og Dresden í
núverandi mynd né aðrar dýrlegar
perlur borgarmenningar, tákn heil-
brigðrar íhaldssemi. Skondið nokk
einnig framfara, meður því að arki-
tektar síðmódernismans leita einmitt
nýjunga í smiðju fortíðar, mikið til
hinnar forsmáðu barrokk; fjölbreytni
útbrot ávöl form og bogalínur.
Á öllum Norðurlöndum voru húsa-
meistarar í það heila uppteknir af að
þjóna yfirstéttinni og peningaaðl-
inum, þeir sem ekki gengu í takt svo
meira og minna utangarðs. Ef ein-
hverju var bjargað úr fortíð voru þar
yfirleitt áhugasamir leikmenn á ferð-
inni og má nefna dæmi frá hverri ein-
ustu höfuðborg Norðurlanda, ásamt
fleiri stærri borgum. Skeði jafnvel að
arkitektar og safnstjórar þjóðminja-
safna mæltu gegn varðveislu sögu-
frægra bygginga, en tækist að aftra
niðurbrotinu var það helst fyrir bar-
áttu áhugamanna með hjarta fyrir
varðveislu húsa. Óþarfi að bæta hér
við að nú eru mörg þeirra þau kenni-
mörk viðkomandi borga sem íbúarnir
eru hvað stoltastir af og vildu síst án
vera. Þá gefur auga leið að í borgum
sem voru ekki samstiga þessari
framvindu eða í sama mæli nutu pen-
ingaflæðis tímanna, varðveittust
eldri byggingar sjálfkrafa og þangað
liggur straumur forvitinna og þjóð-
hollra ferðalanga.
Í upphafi beini ég sjónum þess
sem les að Reykjavík, hvar alltof
seint var farið að huga að þessum
málum, borgin kiknar undan ofgnótt
módernismans og viðvarandi til-
hneigingar til niðurrifs eldri bygg-
inga. Hér skal sérstaklega vísað til
Skúlagötunnar hvar köld háhýsi eru
að ryðja burt vinalegri eldri byggð,
betur tókst með Höfða sem rétt lán-
aðist að forða frá niðurrifi á sínum
tíma. Enn frekar hvað snertir varð-
veislu Bernhöftstorfu, og mæra skal
vakninguna sem fylgdi í kjölfarið.
Enginn er hér að vanmeta módern-
ismann, síður en svo, hann er stór-
kostlegur í kjarna sínum en of mikið
má af öllu gera, eðalvín gott í hófi en
skal síður sulla með og misnota. Þá
var gagnrýni á staðsetningu nýbygg-
inga eins og Ráðhússins og Hæsta-
réttar engan veginn beint að húsa-
gerðarlistinni í sjálfri sér. Tilefni að
fram komi hér, að bæði Henning
Larsen, frægasti núlifandi arkitekt
Dana, og starfandi rektor arkitekta-
skólans, hafa harðlega gagnrýnt
staðsetningu hinnar í bak og fyrir lof-
sungnu Óperu í Kaupmannahöfn.
Jafnframt hafa menn velt vöngum yf-
ir hinum fyrirhuguðu sex risavöxnu
íbúðarblokkum í burstastíl á Krøy-
ers-plássi á Kristjánshöfn. Spurn
hvort þær myndu ekki gnæfa yfir
byggðina sem fyrir væri, svona líkt
og skrattinn úr sauðarleggnum, boða
endalok hennar, myrða heildarsýn.
Húsin eiga samkvæmt teikning-
unum að vera 18 hæðir, eða 2,5 sinn-
um hærri en pakkhúsin á Norður-
Atlantshafssvæðinu. Myndu í þá veru
hefja sig upp yfir gömlu fimm hæða
pakkhúsin að þau kæmu til með að
líta út eins og eldspýtustokkar í lík-
ingu við Norræna húsið í Vatnsmýr-
inni í nágrenni hinnar nýreistu bygg-
ingar Náttúrustofnunar. Hins vegar
ekki fráleitt að samstæðan myndi
sóma sér vel við Skúlagötuna, sem
risasvaxið minnismerki gömlu
byggðarinnar sem fyrir var. Að vissu
marki alveg rétt sem höfundurinn,
hollenski arkitektinn Erick Egeraat
segir; að manneskjan lifi raunveru-
legu lífi um leið og hana dreymir eins
og í ævintýrum H.C. Andersens, en
trúlega yrði húsasamstæðan frekar
martröð á Norðurbryggju en hitt. Og
þar sem svo heppilega vill til að við-
komandi aðilar virðast hafa séð að
sér og fallið frá framkvæmdunum
væri kannski ekki ónýtt að biðla til
húsanna í þeim tilgangi að reisa þau
eða eitthvað í líkingu þeirra á Skúla-
götunni. Nánast upplagt, svona til
mótvægis hinum framandi skýja-
kljúfum sem fyrir eru, þjóðleg ein-
kenni ótvíræð og jafnframt um að
ræða einn og lærdómsríkan anga síð-
módernismans með djúpar rætur í
fortíðinni, mun frekar íslenskri en
danskri eða hollenskri.
Á fyrstu áratugum tuttugustu ald-
ar dreymdi menn víða í Evrópu um
að setja á fót útivistarsöfn gamalla
borgarahúsa, en það var einungis í
Árósum að draumurinn rættist að
fullu. Svo komið stímir þangað fólk
úr öllum áttum og í þeim mæli að á
öllu landinu munu einungis Lousiana,
Þjóðminjasafnið og Glypotekið státa
af ívið meiri aðsókn í Danmörku.
Safnið fær að auk þrjár stjörnur,
hæstu einkum í leiðsögubæklingi
Michelin. Það var áhugamaður Peter
Holm að nafni, sem fékk hugmyndina
að Gömlu borginni árið 1907, hann
bar ugg í brjósti, óttaðist að pen-
ingaflæði iðnrekstursins yrði til þess
að hinu gamla yrði einfaldlega rutt út
af borðinu. Byggingar frá endurreisn
og einvaldstímabilinu voru að hverfa
úr dönskum borgum, þær flestar fyr-
ir nýjabrumið. Á þrem árum flutti
hann sex byggingar á staðinn og
forðaði þeim frá þeim örlögum að
verða einfaldlega hoggnar í eldivið,
ein þeirra var býli frá dögum Krist-
jáns fjórða, selt til niðurrifs. Meðal
þeirra var einnig borgarstjórabýlið,
sem danska Þjóðminjasafnið barðist
gegn að yrði varðveitt (!), safnstjór-
inn kallaði það hreint brjálæði að
flytja gamalt útslitið býli frá sínum
upprunalega stað. Skilgreindi það
ígildi eftirlíkingar, jafnframt leikhús
Peters Holms, varð nú samt á end-
anum fyrsta húsið í Gömlu borginni.
Fagfólk tímanna hugsaði ekki á
heildstæðan hátt öðru fremur í hverj-
um einstökum hlut sem skyldi þá
vera 100% í sinni upprunalegu mynd,
síður eftirgerð, hvorki nýr múrsteinn
né fersk og ilmandi tréfjöl. Fagönn-
um leyfðist þannig ekki að skálda
fyrri tíma og endurskapa heildstætt
andrúm fortíðar, en það gerðu
áhugamennirnir einmitt.
Við opnun útivistarsafnsins 1909
var Gamla borgin í Árósum (Fri-
landsmuseet), fyrsta sögusafn eldri
bygginga í heiminum, aðrir höfðu
meiri áhuga á lífi bændanna húsa-
kosti þeirra og verkfærum, saga
dreifbýlisins hafði til að mynda al-
gera sérstöðu við Kaupmannahafn-
arháskóla. Hins vegar hlaut saga
borganna fyrst sömu virkt þegar
miðstöð borgarsögu var stofnuð með
aðsetur í Árósaháskóla árið 2000.
Í einu úthverfi Kaupmannahafnar,
er útivistarsafn en með allt öðru
sniði, sveitamenningunni fyrst og
fremst gerð skil, en engu síður í
hæsta máta áhugavert.
Stóru útivistarsöfnin í Evrópu
voru stofnuð af ófaglærðum áhuga-
mönnum um húsavernd, Peter Holm
var kennari og þýðandi en sá sem
stofnaði norska útivistarsafnið Mai-
haugen var tannlæknir og hug-
myndin að Skansinum í Stokkhólmi
mun komin frá einkaaðilum. Stað-
festir hve einkaframtakið er mik-
ilvægt til úrslita þegar varðveisla
gamalla húsa er annars vegar, jafn-
framt að nýskapendur ganga aðrar
leiðir en inni eru hverju sinni, leggja
yfirleitt áherslu á fjölþætt og vistvæn
borgarhverfi með manneskjuna í fyr-
irrúmi.
Húsagerðarlist í formi staðlaðs
samhæfðs skólafags er hættulegt
fyrirbæri sagði hollenski arkitektinn
Sjoerd Soeters í viðtali. Ennfremur,
skólar eru varhugaverðir og mið-
stöðvar hins illa. Kennari nokkur frá
Ameríku upplýsti Soeters, að allir
nemendur skólanna vestra hefðu
persónulegan stíl í teikningunni, hug-
myndir og væntingar um bygging-
arlist í upphafi náms, ynnu út frá eig-
in reynsluheimi. Eftir aðeins hálft
annað ár halda þeir að sig orðna
meiri einstaklingshyggjumenn, en
hafa í raun glatað persónueinkennum
sínum, hugsa eins, klæða sig eins.
Allir saman. Þeir sjá ekki sjálfir, upp-
lifa ekki sjálfir. Í öllum skólum á sér
stað nokkurs konar heilaþvottur,
slíkt ætti að banna…“
– Vonandi vekur þetta til umhugs-
unar, auglýsi eftir sterkari áherslum
í Reykjavík. Menn taka mið af,
brúsandi blóðflæði en síður einhæfri
reglustikuvinnu. Þetta á einnig við
um brýr sem margar eru að verða
jafnkræsilegar fyrir augað og jarð-
göng. Vísa til og minni á að þær eru
víða stolt og helstu kennileiti stór-
borga eins og margur veit.
Af sannri ást til húsa
Átján hæða húsasamstæða sem rísa skyldi á Krøyers Plads á Norður-Atlantshafssvæðinu, Kristjánshöfn. Innan
virkisveggjanna gömlu hvar ekki hefur til þessa mátt reisa hærri byggingar en fjórar hæðir ásamt risi.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is