Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 31 megi setja neinar reglur, sem máli skipta um við- skiptalífið, þótt það þyki sjálfsagt í öðrum lönd- um. Það þykir sjálfsagt í Bretlandi að skilgreina matvörumarkaðinn sérstaklega, þótt Bill Grims- ey sé ekki sammála því, hvernig sú skilgreining er. Í tilvitnuðum orðum hans felst gagnrýni á brezk stjórnvöld fyrir að skipta markaðnum í tvennt í stað þess að skilgreina hann, sem einn markað. Úr því slík skilgreining er að mati eins helzta forystumanns Baugs Group í Bretlandi sjálfsögð hlýtur hún að vera það líka á Íslandi og varla geta þeir eða Björgólfur Thor skilgreint slíka skilgreiningu, sem heimóttarskap úr því hún þykir sjálfsögð í Bretlandi. Aðstæður hér Aðstæður á matvöru- markaðnum hér eru nú á þann veg eins og allir vita, að Baugur er með langstærsta mark- aðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir því eru þau alvarlegu og afdrifaríku mistök Samkeppnis- stofnunar fyrir nokkrum árum að leyfa fyrirtæk- inu að kaupa 10-11 verzlanirnar. Þau mistök Samkeppnisstofnunar, (sem á að tryggja frjálsa samkeppni í landinu en ekki stuðla að einokun) ollu straumhvörfum á matvörumarkaðnum á Ís- landi. Auk Baugs er Kaupás með sterka stöðu á markaðnum svo og Samkaup. Þótt stærstu mat- vörukeðjurnar séu þrjár er ljóst að yfirburðir Baugs eru slíkir að erfitt er fyrir aðra aðila að ná nægilega sterkri fótfestu til þess að verzlunum Baugs verði veitt raunveruleg samkeppni. Þessi staða hefur auðvitað komið til umræðu á undanförnum árum og þá sérstaklega ef grun- semdir hafa vaknað um óeðlilega hátt verðlag á matvælum. Í þeim umræðum hefur hvað eftir annað komið fram sú skoðun, að ekki sé hægt að setja skorður við því að einstakir aðilar verði of stórir. Eðlilegt sé að hið fullkomna frelsi ríki á öllum sviðum og markaðurinn eigi að ráða því hverjir lifi af. Fólki kaupi mat, þar sem það telji sér hagkvæmast. Helztu talsmenn þessara sjón- armiða á Íslandi eru ungir sjálfstæðismenn, sem rísa upp í hvert sinn, sem til orða kemur að setja viðskiptalífinu einhvern starfsramma. En at- hyglisvert er að samfylkingarfólk og Vinstri grænir hafa lítið við þessi frjálshyggjusjónarmið ungra sjálfstæðismanna að athuga. Því hefur líka verið haldið fram, að það sé nán- ast ómögulegt að setja einhvers konar reglur, sem geti komið í veg fyrir, að einstaka aðilar verði mjög stórir á tilteknum markaði. Hins veg- ar talar almenningur á þann veg, að ekki megi til þess koma, að rekstur t.d. Iceland Express hætti vegna þess, að samkeppni félagsins við Flug- leiðir hafi tryggt Íslendingum lægri fargjöld til útlanda en landsmenn hafi áður kynnzt og er slíkt tal mannsins á götunni Pálma Haraldssyni, nýjum stjórnarformanni Iceland verzlunarkeðj- unnar, sem hefur verið hluti af Big Food sam- steypunni, áreiðanlega ekki á móti skapi en hann er einn þeirra fjárfesta, sem hafa komið til liðs við Iceland Express. Í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt sýnist eðlilegt að Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- ráðherra, hafi frumkvæði að því að kynna sér þær reglur, sem gilda um matvörumarkaðinn í Bretlandi og hvernig þeim er framfylgt. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt verk fyrir ráðherrann, sem getur áreiðanlega notið aðstoðar sendiráðs Íslands í London og brezka sendiráðsins hér í Reykjavík. Auk þess sem telja verður líklegt að forráðamenn Baugs Group verði tilbúnir til að veita ráðherranum allar þær upplýsingar, sem þeir hafa undir höndum og lýsa sinni sýn á mark- aðinn í Bretlandi með þeim hætti, sem Bill Grimsey gerði í samtali við Viðskiptablað Morg- unblaðsins sl. fimmtudag. Eðlilegar reglur sjálfsagðar Það er sjálfsagt að setja eðlilegar reglur um viðskiptalífið eins og um aðra þætti í samfélagi okkar. Þeirri skoðun hefur hins vegar verið haldið stíft fram í umræðum hér að það sé óeðlilegt. Hverjir eru talsmenn þeirra sjónar- miða? Annars vegar ungir sjálfstæðismenn og hins vegar forystumenn í viðskiptalífinu, sem hafa hagsmuni af því, að engar leikreglur gildi á þessum markaði. Þó dregur enginn í efa, að nauðsynlegt sé að til sé stjórnvald, sem fylgist með viðskiptalífinu og hafi það hlutverk að tryggja samkeppni. Enginn dregur heldur í efa, að á Íslandi eins og í öðrum löndum eigi að vera til Fjármálaeftirlit, sem fylgist með störfum fjár- málafyrirtækja. Vissulega má halda því fram, að með Samkeppnisstofnun hafi verið sett á fót stjórnvald, sem eigi að tryggja samkeppni á mat- vörumarkaðnum. Og ekki verður fram hjá því horft að Samkeppnisstofnun upplýsti þjóðina um fundi í Öskjuhlíð og hefur gengið hart að bæði olíufélögum og tryggingafélögum vegna meints verðsamráðs. Það fer heldur ekki á milli mála í ljósi orða Bill Grimsey, að Baugur Group í Bretlandi telur sér ekki til vansæmdar að njóta verndar brezkra stjórnvalda gagnvart sterkari aðilum á markaðn- um. Raunar er ljóst af orðum hans, að hann kall- ar eftir ákveðnari aðgerðum stjórnvalda í þeim efnum. Hvað er þá á móti slíkum aðgerðum hér? Annars væri fróðlegt, ekki sízt fyrir unga sjálfstæðismenn að kanna, hvort þær reglur, sem Bill Grimsey gerir að umtalsefni hafi verið settar í tíð Margrétar Thatcher eða John Maj- ors! Morgunblaðið hefur ekki sett fram önnur sjón- armið í þessum umræðum en þau, að hér eigi að ríkja eðlilegar leikreglur en ekki lögmál frum- skógarins. Það er hins vegar eitthvað djúpt á frumvarpi frá ríkisstjórninni um viðskiptalífið. Því var haldið fram sl. haust, að það yrði orðið að lögum fyrir jól en það hefur enn ekki verið lagt fram á Alþingi. Hvað veldur? Er ágreiningur innan stjórnarflokkanna um málið? Ríkisstjórnarflokkarnir eiga ekki að láta unga sjálfstæðismenn og suma forystumenn við- skiptalífsins hræða sig frá því að grípa til að- gerða, sem þykja augljóslega sjálfsagðar í Bret- landi samkvæmt því, sem hér hefur komið fram. Ríkisstjórnarflokkarnir mega ekki gleyma því, að stærri hópur í viðskiptalífinu mundi fagna slíkum leikreglum. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur eiga heldur ekki að láta að því er virðist fullkomið áhugaleysi og skoðanaleysi Samfylkingar og Vinstri grænna hafa áhrif á sig. Þetta mál snýst um almannahagsmuni og hagsmuni neytenda sérstaklega. Og nú hefur einn af forystumönnum Baugs Group í Bretlandi lagt upp í hendur ríkisstjórn- arinnar nýjar röksemdir. Þeirri hreinskiptni ber að fagna. Hins vegar er það umhugsunarefni hvað lítið virðist til af upplýsingum hér á Íslandi um hvern- ig þessum málum er háttað í öðrum löndum. Býr Samkeppnisstofnun t.d. ekki yfir upplýsingum um hvaða reglur gilda um matvælamarkaðinn í Bretlandi? Ef stofnunin hefur þær undir hönd- um, hvers vegna er þeim ekki komið á framfæri við almenning? Ef stofnunin hefur þær ekki und- ir höndum hvað veldur? Hvers vegna þarf einn af helztu talsmönnum Baugs Group að tala til þess að svo mikilvægar upplýsingar berist til almennings á Íslandi? Það er ekki umhugsunarefni fyrir Baug heldur fyrir íslenzk stjórnvöld. Morgunblaðið/Þorkell Þess vegna verður að ætla, að taki stjórnvöld á Íslandi á sig rögg, undir forystu hins þrótt- mikla viðskiptaráð- herra, Valgerðar Sverrisdóttur, og taki upp skilgrein- ingu á matvöru- markaðnum hér, sem sé líkleg til að stuðla að aukinni samkeppni á þeim vettvangi, verði þeim ráðstöfunum vel tekið af for- ráðamönnum Baugs. Svo enn sé vitnað til orða Bill Grimsey telur hann með tilvísun til Tesco-keðjunnar í Bretlandi að „setja ætti þeim skorður út frá samkeppnis- ástæðum við að stækka enn frekar“. Laugardagur 12. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.