Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 57
VÍKINGUR-KA
Gámaþjónustan býður öllum eldri
leikmönnum meistaraflokks karla í
handknattleik á stórleik Víkings og KA
sem fram fer í Víkinni í dag kl. 16
Vinsamlegast látið vita af ykkur við innganginn
Áfram Víkingur!
BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTÍÐ
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
V.G. DV.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15. B.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Nýjasta snilldarverkið frá
Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood.
Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk.
Besta mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10. B.i. 14 ára.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
J.H.H. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
YFIR 38.000 ÁHORFENDURI .
H.L. Mbl.
DV
Rás 2
Kvikmyndir.com
ÁLFABAKKI
Kl. 1.30, 3.45 og 6. Ísl.tal. /
kl. 1.30 og 3.45. Enskt tal.
Kvikmyndir.is
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30.
Tilnefningar til
óskarsverðlauna4
ÁLFABAKKI
Kl. 6, 8.15 og 10.30. B.i. 16.
AKUREYRI
Kl. 8 og 10. B.i. 16.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 3.45 og 6.20.
KRINGLAN
kl. 12, 2, 4, 5 og 6.30. Ísl.tal. /
Sýnd kl. 4,30. Enskt tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Ísl.tal.
AKUREYRI
Kl. 2 og 4.
Ísl.tal.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
Ó.S.V. Mbl.
FRUMSÝND Í DAG FRUMSÝND Í DAG
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og
félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri!
KRINGLAN
Sýnd kl. 12 og 2.15.
KRINGLAN
Kl. 12 og 2.15.
Ísl.tal.
4
KEFLAVÍK
Kl. 2.
Ísl.tal.
Brúðarbandið er nú orðiðrúmlega ársgamalt og hef-ur vakið þó nokkra eftirtekt
hér innanlands á starfstíma sínum.
Er nú nýlokið tveggja vikna tón-
leikaferðalagi um Bandaríkin þar
sem bandið vakti ekki síður mikla
eftirtekt. Sveitin, sem leikur frísk-
legt og hress-
andi pönkrokk,
hefur á að
skipa sjö stúlk-
um sem hafa
það fyrir sið að
troða ávallt upp í brúðarkjólum.
Þetta hefur vakið töluverða athygli
á sveitinni sem góðu heilli hefur í
fórum sínum tónlist til að bakka
það allt saman upp. Fyrsti hljóm-
diskur Brúðarbandsins, Meira!,
kom út síðasta sumar, og er þeirri
staðhæfingu til sönnunnar.
Brúðarbandið var býsna iðið við
hljómleikahald á síðasta ári og hélt
m.a. tónleika á síðustu Airwaves
hátíð. Þar heillaðist bandarískur
plötusnúður að nafni Jordan svo af
leik sveitarinnar að hann skipu-
lagði fyrir hana tónleikaferðalag
um suðaustur Bandaríkin. Brúð-
arbandið hélt svo utan 17. janúar
og sneri heim 1. febrúar.
Ferðalagið gekk í alla staði frá-
bærlega, eins og fram kemur í frá-
sögn Sigríðar Árnadóttur, sem er
annar gítarleikari sveitarinnar. Út
frá hreinni menningarpólitík mætti
segja að þessi ferð Brúðarbandsins
renni styrkum stoðum undir mik-
ilvægi tónlistarhátíðarinnar Ice-
land Airwaves og sjóðsins Reykja-
vík Loftbrú en án þessa fyrirbæra
hefði ferðin ekki orðið að veru-
leika, staðfestir Sigríður. Þolgæði
og dugnaður stúlknanna sá síðan
um rest og meðfram rokki og róli
varð til hin ágætasta landkynning.
Það þarf engan reiknissnilling til
að sjá að svona starfssemi skilar,
hvort heldur í aurum eða andans
ríkidæmi.
Þetta gekk alveg ótrúlega vel,“segir Sigríður þegar hún er
beðin um að rifja upp ferðasöguna.
Hún viðurkennir að þegar þær
lentu í Baltimore 17. vissu þær lítið
um framhaldið.
„Við vissum að við áttum að spila
í ákveðnum borgum en hins vegar
lítið um hvernig við ættum að koma
okkur þangað.“
Meðlimir brugðu þá á það ráð að
leigja tvo bíla á flugvellinum og
fjárfestu auk þess í tal-
stöðvum sem nýttust til
skilaboða og uppbyggjandi
söngs. Svo var brunað með
það sama niður til Nashville
þar sem fyrstu tónleikarnir
fóru fram.
Nashville er sannkölluð
höfuðborg kántrítónlist-
arinnar. Þegar keyrt er inn
fyrir borgarmörkin hljómar
einungis kántrí í útvarpinu
og borgin gerir markvisst út
á ímyndina, kúrekahattar
og kántríbarir út um allt.
„Okkur leist ekkert á
þetta í fyrstu. Fólk labbar
bísperrt um með hvíta kú-
rekahatta á höfði og það er
ekki vottur af kaldhæðni í
fasi þeirra.“
Í Nashville rúmast engu
að síður önnur tónlist þótt
lágt fari og Brúðarbandið
lék í kjallara plötubúðar
sem maður að nafni Grimey
á.
„Þetta var einkar svöl
neðanjarðarbúð og -búlla. Meðlimir
úr Lambchop kíktu á tónleikana
(ein umtalaðasta nýrokk/
„alt.kántrí“- sveit síðustu ára en
hún er einmitt frá Nashville).“
Sigríður segir í framhaldinu frá
því að hljómborð Brúðarbandsins
hafi klikkaði fyrir tónleikana.
Gerði téður Grimey sér þá lítið fyr-
ir og hringdi í hljómborðsleikara
Dixie Chicks sem kom óðar með
hljómborðið sitt og lánaði þeim það
– og notuðu brúðirnar hljómborðið
út ferðina.
Eftir þetta var haldið til Norður
Karólinu – til bæjarins Ashville, því
næst til Winston-Salem í sama fylki,
þá niður til Savannah í Georgíu,
aftur til Norður-Karólínu þar sem
leikið var í Chapel Hill og loks aft-
ur til Nashville. Brúðarbandið
brunaði fram og aftur um þessi
Suðurríki með óteljandi pissu- og
matarstoppum að sögn Sigríðar.
„Það kom síðan í ljós að skipu-
lagið var tipp topp. Þegar við kom-
um inn í borgirnar hringdum við í
eitthvað númer og þá kom mann-
eskja og tók á móti okkur. Hún gaf
okkur svo bjór og pitsu, sýndi okk-
ur tónleikastaðinn og svoleiðis.“
Tónleikaferðalög sem þessi getahæglega orðið að stórslysum.
Tónleikar falla niður, enginn mæt-
ir, það springur á bílnum, allir
blankir o.s.frv. Með þetta í huga
var innreið Brúðarbandsins til
Bandaríkjanna yfirmáta vel heppn-
uð. Sigríður lýsir því að fullt hafi
verið á alla staðina og meira að
segja bættust við einir tónleikar.
För sveitarinnar var vel kynnt og
dagblöð og útvarpsstöðvar í ein-
stökum borgum dekkuðu tónleika
með umfjöllunum og viðtölum og
stemningin og forvitnin var einatt
mikil. Plata Brúðarbandsins var að
sjálfsögðu með í för og seldist vel
af henni á tónleikunum, svo vel að
vasapeningar voru iðulega nægir.
Hljómsveitir hafa líka hreinlega
gliðnað í sundur eftir svona ferða-
lög en þveröfug þróun varð hjá
Brúðarbandinu, vinátta meðlim-
anna sjö styrktist enn frekar enda
ferðalagið „óendanlega skemmti-
legt“ að sögn Sigríðar. Hún segir
að þær stöllur hafi verið viðbúnar
hinu versta enda orðnar ágætlega
skólaðar í rokkfræðunum en um
leið hafi þær verið býsna ákveðnar
í að láta þetta ganga upp.
„Flestar vorum við að koma til
Bandaríkjanna í fyrsta skipti. Í ljósi
þróunar síðustu ára fór maður
frekar tortrygginn út og því kom
það manni þægileg á óvart þessi
ótrúlega góðsemi sem við kynnt-
umst þarna. Það vildu allir bók-
staflega allt fyrir okkur gera og við
eignuðumst fullt af nýjum vinum
þarna úti.“
Það er svo ýmislegt á döfinni
næstu vikur hjá Brúðarbandinu.
Skipulagning á stelpubandakvöldi
stendur yfir og í apríl fer sveitin til
Svíþjóðar og jafnvel til Danmerkur
líka.
Fleiri sögur af ferðalaginu er
hægt að nálgast á heimasíðu Brúð-
arbandsins (www.brudarband-
id.biz).
Bandaríkin segja „já“
við Brúðarbandinu
’Nashville er sannkölluðhöfuðborg kántrítónlist-
arinnar. Þegar keyrt er
inn fyrir borgarmörkin
hljómar einungis kántrí í
útvarpinu og borgin ger-
ir markvisst út á ímynd-
ina, kúrekahattar og
kántríbarir út um allt.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Brúðarbandið stillir sér upp í Nashville.