Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI Shinawatra hélt völdum Thaksin Shinawatra verður áfram forsætis-ráðherra Taílands. Hann vann stóran sigur í kosningum í vikunni. Hann hefur verið forsætis- ráðherra frá árinu 2001 og er mjög vinsæll, t.d. vegna baráttunnar gegn fátækt. 5 verslanir rændar Nokkur rán voru framin í verslunum í Reykjavík í vikunni. 5 verslanir voru rændar. Í 2 tilvikum var ræninginn vopnaður riffli. Lög- reglan hefur hand-tekið mann sem er grunaður um aðild. Fulltrúar Íslands valdir Selma Björnsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fara til Úkraínu til að keppa í Evróvisjón. Sjónvarpið ákvað að hafa ekki for-keppni í ár. Þorvaldur mun semja lagið en Selma syngja það. Alveg eins og árið 1999 þegar Ísland lenti í 2. sæti. Háskóla-listinn í odda-stöðu Röskva og Vaka fengu jafn-marga menn kjörna í Stúdenta-ráð. Kosningarnar fóru fram sl. miðvikudag. Nú eru Röskva og Vaka með 9 manns hvor í ráðinu. Háskóla-listinn hefur tvo og er því í odda-stöðu. Neita að ræða kjarn-orku-vopn Norður-Kóreumenn ætla ekki að ræða meira um kjarnorku-áform sín. Þeir segjast hafa smíðað kjarn- orku-vopn til að geta varist. N- Kóreumenn segja að þeir geti ekki rætt um að hætta þróun vopnanna meðan Banda-ríkin reka fjandsam-lega stefnu gegn ríki þeirra. Blái hnötturinn vinsæll Leikritið um Söguna af bláa hnettinum er mjög vinsælt í Kanada. Það var frumsýnt í Toronto fyrir nokkru. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma. Andri Snær Magnason, höfundur sögunnar, vonast til að bókin komi út þar í landi fljótlega. Hún hefur þegar komið út í 14 löndum. Stutt ARIEL SHARON og Mahmoud Abbas lýstu því yfir í vikunni að átökum milli Ísraels og Palesínu væri lokið. Sharon er forsætis-ráðherra Ísraels en Abbas er leið-togi Palestínu. Átökin hafa staðið í 4 ár. 4.700 manns hafa dáið. Sharon hefur lýst yfir að ísraelski herinn fari frá 5 borgum á Vestur-bakkanum á næstunni. Allar gyðinga-byggðir verða lagðar af á Gaza og 4 á Vestur-bakkanum. Þetta var sam-þykkt á fyrsta leiðtoga-fundi Ísraela og Palestínu-manna í meira en 4 ár. Margs konar vanda-mál blasa þó við leið-togunum. Það þarf t.d. að ákveða landa-mæri Palestínu. Abbas æfur út í Hamas Hamas eru herská sam-tök í Palestínu. Þau hafa lýst því yfir að þau séu ekki bundin þessum yfir-lýsingum um vopna-hlé. Þau og fleiri hreyfingar vilja að Ísraelar sleppi nú þegar 7.000 palestínskum fögnum. Ísraelar hafa fallist á að sleppa 900. Hamas skutu á fimmtudag sprengjum og flug-skeytum á gyðinga-byggð á Gaza. Það varð til þess að Ísraelar frestuðu fundi um vopna-hléið. Abbas varð æfur og rak 3 yfir-menn öryggis-mála. Von um frið í Ísrael og Palestínu Vel fór á með Abbas og Sharon á fundi þeirra. DANIR gengur til kosninga í vikunni. Ríkis-stjórnin hélt velli. Hinn hægri-sinnaði flokkur Venstre hefur enn meiri-hluta þing-sæta. Jafnaðar-menn töpuðu stórt. Formenn 4 flokka sögðu af sér í kjöl-farið. Danski þjóðar-flokkurinn bætti við sig tveimur þing-sætum. Sá flokkur er helst þekktur fyrir harða af-stöðu gagnvart inn-flytjendum. Talið er að hann muni nú hafa meiri áhrif á stjórnina. Stjórnin hélt velli í Danmörku Anders Fogh Rasmussen kom vel út úr kosningunum í Danmörku. SPÁNVERJAR eru heims-meistarar í handbolta. Þeir sigruðu Króatíu 40:34 í úrslita-leiknum. Króatía varð heims-meistari síðast. Spánn hafði yfir-burði í leiknum og var 8 mörkum yfir í hálf-leik. Heims-meistara-mótið (HM) fór fram í Túnis. Íslendingar stóðu sig ekki sérlega vel og fóru snemma heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Spán-verjar verða heims-meistarar. Þeir hafa tvisvar tapað úrslita-leik á HM og einu sinni lent í 3. sæti á Ólympíu-leikunum. Spánverjar urðu heims-meistarar Morgunblaðið/Golli Íslendingum gekk ekki nógu vel á HM og töp- uðu meðal annars fyrir Spáni. M/S JÖKUL-FELL sökk í vikunni. Sam-skip hafa verið með skipið á leigu í 1 ár. Jökul-fellið var á leið frá Lett-landi til Reyðar-fjarðar og Reykja-víkur. Það fékk brot aftan á sig og endaði með því að skipinu hvolfdi. Fimm menn lifðu af 11 menn voru um borð, allir búsettir í Eist-landi. 5 þeirra komust af. Þeir voru allir í flot-göllum. Lík 4 manna fundust en 2ja er enn saknað. 2.000 tonn af stáli voru í skipinu. Stálið átti að nota við fram-kvæmdir á Aust-fjörðum. Skipið sjálft er 3.000 tonn og getur flutt 140 gáma. Jökul-fell sökk með 11 menn um borð STÓR-BRUNI varð í Grinda-vík síðasta miðvikudag. Verk-smiðja Sam-herja brann. Hún heitir Fiski-mjöl og lýsi. 9 manns voru í húsinu þegar eldurinn braust út. Þá varð mikil sprenging. Enginn slasaðist. Talið er að þurrkari hafi hitnað of mikið og sprungið. Ekki meiri bræðsla í vetur Húsið er mjög illa farið. Ljóst er að ekki verður meiri loðnu-bræðsla í vetur. Það kemur sér mjög illa fyrir Grinda-vík. 15–20 manns unnu í verk-smiðjunni. Nú er verið að reyna að finna leið til að landa hluta af loðnunni sem átti að fara í bræðslu. Annars gæti verk-smiðjan orðið af 700 milljónum króna. Morgunblaðið/Júlíus Allt tiltækt slökkvi-lið var kallað út. Stór- bruni í Grinda- vík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.