Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 43
AUÐLESIÐ EFNI
Shinawatra hélt völdum
Thaksin Shinawatra verður
áfram forsætis-ráðherra
Taílands. Hann vann stóran
sigur í kosningum í vikunni.
Hann hefur verið forsætis-
ráðherra frá árinu 2001 og er
mjög vinsæll, t.d. vegna
baráttunnar gegn fátækt.
5 verslanir rændar
Nokkur rán voru framin í
verslunum í Reykjavík í
vikunni. 5 verslanir voru
rændar. Í 2 tilvikum var
ræninginn vopnaður riffli. Lög-
reglan hefur hand-tekið mann
sem er grunaður um aðild.
Fulltrúar Íslands valdir
Selma Björnsdóttir og
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
fara til Úkraínu til að keppa í
Evróvisjón. Sjónvarpið ákvað
að hafa ekki for-keppni í ár.
Þorvaldur mun semja lagið en
Selma syngja það. Alveg eins
og árið 1999 þegar Ísland
lenti í 2. sæti.
Háskóla-listinn í odda-stöðu
Röskva og Vaka fengu
jafn-marga menn kjörna í
Stúdenta-ráð. Kosningarnar
fóru fram sl. miðvikudag. Nú
eru Röskva og Vaka með 9
manns hvor í ráðinu.
Háskóla-listinn hefur tvo og er
því í odda-stöðu.
Neita að ræða kjarn-orku-vopn
Norður-Kóreumenn ætla
ekki að ræða meira um
kjarnorku-áform sín. Þeir
segjast hafa smíðað kjarn-
orku-vopn til að geta varist. N-
Kóreumenn segja að þeir geti
ekki rætt um að hætta þróun
vopnanna meðan Banda-ríkin
reka fjandsam-lega stefnu
gegn ríki þeirra.
Blái hnötturinn vinsæll
Leikritið um Söguna af bláa
hnettinum er mjög vinsælt í
Kanada. Það var frumsýnt í
Toronto fyrir nokkru. Sýningin
hefur fengið mjög góða dóma.
Andri Snær Magnason,
höfundur sögunnar, vonast til
að bókin komi út þar í landi
fljótlega. Hún hefur þegar
komið út í 14 löndum.
Stutt
ARIEL SHARON og
Mahmoud Abbas lýstu því yfir
í vikunni að átökum milli
Ísraels og Palesínu væri
lokið. Sharon er
forsætis-ráðherra Ísraels en
Abbas er leið-togi Palestínu.
Átökin hafa staðið í 4 ár.
4.700 manns hafa dáið.
Sharon hefur lýst yfir að
ísraelski herinn fari frá 5
borgum á Vestur-bakkanum á
næstunni. Allar
gyðinga-byggðir verða lagðar
af á Gaza og 4 á
Vestur-bakkanum.
Þetta var sam-þykkt á
fyrsta leiðtoga-fundi Ísraela
og Palestínu-manna í meira
en 4 ár.
Margs konar vanda-mál
blasa þó við leið-togunum.
Það þarf t.d. að ákveða
landa-mæri Palestínu.
Abbas æfur út í Hamas
Hamas eru herská sam-tök
í Palestínu. Þau hafa lýst því
yfir að þau séu ekki bundin
þessum yfir-lýsingum um
vopna-hlé. Þau og fleiri
hreyfingar vilja að Ísraelar
sleppi nú þegar 7.000
palestínskum fögnum.
Ísraelar hafa fallist á að
sleppa 900.
Hamas skutu á fimmtudag
sprengjum og flug-skeytum á
gyðinga-byggð á Gaza. Það
varð til þess að Ísraelar
frestuðu fundi um
vopna-hléið.
Abbas varð æfur og rak 3
yfir-menn öryggis-mála.
Von um frið í Ísrael og Palestínu
Vel fór á með Abbas og Sharon á fundi þeirra.
DANIR gengur til kosninga í
vikunni. Ríkis-stjórnin hélt
velli. Hinn hægri-sinnaði
flokkur Venstre hefur enn
meiri-hluta þing-sæta.
Jafnaðar-menn töpuðu stórt.
Formenn 4 flokka sögðu af
sér í kjöl-farið.
Danski þjóðar-flokkurinn
bætti við sig tveimur
þing-sætum. Sá flokkur er
helst þekktur fyrir harða
af-stöðu gagnvart
inn-flytjendum. Talið er að
hann muni nú hafa meiri áhrif
á stjórnina.
Stjórnin
hélt velli í
Danmörku
Anders Fogh Rasmussen
kom vel út úr kosningunum í
Danmörku.
SPÁNVERJAR eru heims-meistarar í handbolta.
Þeir sigruðu Króatíu 40:34 í úrslita-leiknum.
Króatía varð heims-meistari síðast.
Spánn hafði yfir-burði í leiknum og var 8
mörkum yfir í hálf-leik. Heims-meistara-mótið
(HM) fór fram í Túnis. Íslendingar stóðu sig
ekki sérlega vel og fóru snemma heim.
Þetta er í fyrsta sinn sem Spán-verjar verða
heims-meistarar. Þeir hafa tvisvar tapað
úrslita-leik á HM og einu sinni lent í 3. sæti á
Ólympíu-leikunum.
Spánverjar urðu
heims-meistarar
Morgunblaðið/Golli
Íslendingum gekk ekki nógu vel á HM og töp-
uðu meðal annars fyrir Spáni.
M/S JÖKUL-FELL sökk í
vikunni. Sam-skip hafa
verið með skipið á leigu í 1
ár. Jökul-fellið var á leið frá
Lett-landi til Reyðar-fjarðar
og Reykja-víkur. Það fékk
brot aftan á sig og endaði
með því að skipinu
hvolfdi.
Fimm menn lifðu af
11 menn voru um borð,
allir búsettir í Eist-landi. 5
þeirra komust af. Þeir voru
allir í flot-göllum. Lík 4
manna fundust en 2ja er
enn saknað.
2.000 tonn af stáli voru
í skipinu. Stálið átti að
nota við fram-kvæmdir á
Aust-fjörðum. Skipið sjálft
er 3.000 tonn og getur
flutt 140 gáma.
Jökul-fell sökk með
11 menn um borð
STÓR-BRUNI varð í Grinda-vík
síðasta miðvikudag.
Verk-smiðja Sam-herja brann.
Hún heitir Fiski-mjöl og lýsi.
9 manns voru í húsinu
þegar eldurinn braust út. Þá
varð mikil sprenging. Enginn
slasaðist. Talið er að þurrkari
hafi hitnað of mikið og
sprungið.
Ekki meiri bræðsla í vetur
Húsið er mjög illa farið.
Ljóst er að ekki verður meiri
loðnu-bræðsla í vetur.
Það kemur sér mjög illa fyrir
Grinda-vík. 15–20 manns
unnu í verk-smiðjunni. Nú er
verið að reyna að finna leið til
að landa hluta af loðnunni
sem átti að fara í bræðslu.
Annars gæti verk-smiðjan
orðið af 700 milljónum
króna.
Morgunblaðið/Júlíus
Allt tiltækt slökkvi-lið var kallað út.
Stór-
bruni í
Grinda-
vík