Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 22

Morgunblaðið - 13.02.2005, Page 22
22 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt námskeið hefst 21. febrúar nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu. Athugið að síðast komust færri að en vildu! Þjálfari er Goran Micic íþróttafræðingur Súperform á fjórum vikum! Fimm tímar í viku kl. 6:30 eða 19:30 Brennsla og styrking Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Matardagbók Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – þrír fyrirlestrar Strangt aðhald – mikill árangur Nýr lífsstíll Slökun og herðanudd í pottunum að æfingu lokinni Protein shake eftir hverja æfingu 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. Í lok vikunnar ættir þú að finna fyrir aukinni orku og vellíðan sem er upphafið að breyttum lífstíl. 2. vika – Öflug melting Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – ónæmiskerfið eflt Hvort sem þú ert karl eða kona og óháð aldri þá mun þriðja vikan koma jafnvægi á hormónaflæði líkamans sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. Einnig byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamannn á náttúrulegan hátt. 4. vika – Hreinsun Þegar líður að viku fjögur er líkaminn tilbúinn í úrgangs- og eiturefnahreinsun. Lifrin er byggð upp og á auðveldara með að hreinsa út skaðleg efni úr líkamanum. Til að komast að því hversu heilbrigður þú ert þarft þú að fylla út spurningalista og fara í heilsufarsmælingu. Nýtt námskeið fyrir karla hafði farið í gegnum húsið og lent í garðinum. Meðal þess óskemmda var einmitt skenkurinn sem enn stendur í stofu Mörthu og húsgögn sem nú eru á heimilum dætra hennar. „Þegar þetta gerðist voru liðin níu ár frá því við Einar hófum búskap og við höfðum misst mestallt af því sem við áttum. En Einar sagði að mestu máli skipti að við hefðum öll lifað af og við værum ennþá ung og ættum framtíðina fyrir okkur. Við vorum samt mjög skekin, við áttum eina flösku af fínu hvítvíni, sem kostaði 100 mörk, sem Einar geymdi og ætl- aði að opna þegar stríðinu væri lokið. En nú greip hann hana og við drukk- um úr henni til að fagna því að við hefðum sloppið lifandi úr þessari árás. Það sem eftir var samningstímans í Hamborg starfaði Einar á vegum bresku herstjórnarinnar. Lúðvig Guðmundsson og fleiri sendu Íslend- ingum pakka til Þýskalands með Rauða krossinum þegar ástandið var sem verst, við fengum af þeim mat- argjöfum. Þýskaland yfirgefið og flutt til Danmerkur Hinn 31. júlí 1946 rann samning- urinn út og daginn eftir yfirgáfum við Þýskaland fyrir fullt og allt. Við áttum fyrrnefnd húsgögn en vorum peningalaus með öllu því verðbólgan var ægileg. Við fórum til Danmerkur og þaðan til Íslands. Stelpurnar kunnu lítið í íslensku svo Einar vildi að þær færu til ættingja. Vala fór fyrst til prestsins í Reykholti og síðar til Braga föðurbróður síns en Brynja til Gústafs föðurbróður þeirra. Við höfum ekki komið til Íslands síðan í brúðkaupsferðinni tíu árum áður og mér fannst margt hafa breyst. Tengdafólk mitt tók okkur eins vel og í fyrri heimsókninni en tengdafor- eldrar mínir voru nýlega látnir. Einar söng á mörgum konsertum hér og svo fórum við til Svíþjóðar. Nokkru áður hafði Einar prufusung- ið í Kaupmannahöfn og þar fékk hann samning. Hann söng þar öll helstu tenórhlutverk tónbók- menntanna. Við vorum fjórtán ár í Kaup- mannahöfn og það var verulega góður tími, Við höfðum mikið samband við Íslendinga, Stefán Ís- landi og Magnús Jónsson, einnig danskt listafólk, t.d. Paul Reumert og konu hans Önnu Borg, sem var ís- lensk. Við bjuggum ágætlega og stelp- urnar okkar tóku landspróf og stúd- entspróf í dönskum skólum. Veröldin hrynur Einar hafði keypt íbúð við Ný- lendugötu meðan við vorum í Dan- mörku því hann ætlaði alltaf að fara heim til Íslands. Þegar samningur við hann rann út í Kaupmannahöfn fluttum við í íbúðina okkar árið 1962. „Við erum búin að flytja svo oft, nú flytjum við ekki meira,“ sagði Einar. Hann fór að kenna við Tónlistarskól- ann og tók auk þess nemendur heim. Barnabörnin okkar fæddust og allt var gott. En það stóð ekki lengi. Einar veiktist alvarlega árið 1966. Heimil- islæknirinn okkar var ekki við en mér tókst að ná í annan lækni sem kom. Hann skoðaði Einar og sagði að hann þyrfti að fara á sjúkrahús. Hann skorinn upp vegna magablæð- ingar. Daginn eftir fór ég að heim- sækja hann og fannst hann líta illa út. „Fer honum ekki að batna?“ sagði ég. „Ég vona það,“ sagði hjúkrunar- konan. En honum batnaði ekki, hann dó síðar þennan sama dag. Þá fannst mér öllu lokið úr því Einar væri horfinn mér. Ég grét svo hátt að ég hélt að húsið myndi hrynja eins og veröld mín hafði hrunið. Ég vildi ekki vera í íbúðinni við Nýlendugötu heldur flutti til Brynju dóttur minnar. Hún og mað- ur hennar voru að byggja hér við Brúnastekk, við fluttum inn í húsið hálfklárað, það hafði ég aldrei á æv- inni upplifað áður. Mér fannst skrít- ið að tipla eftir plönkum til þess að komast inn. Á neðri hæð þessa húss fékk ég íbúð. Upphaflega átti að vera þar billjardborð en nú settist ég þar að með hluta af minni gömlu búslóð og hér hef ég verið síðan. Ég er lán- söm, á góða fjölskyldu hér sem sinn- ir mér vel og í Vínarborg býr Hedy systir mín, sem er að verða 95 ára gömul, við tölum stundum saman í síma en ég er hætt að heimsækja hana.“ Samtal okkar Mörthu hefur staðið langa stund og ég fer að tygja mig til farar, tek upp töskuna mína sem liggur á fallegu, persnesku gólfteppi. Ég tek upp töskuna og hef um leið orð á að teppið sé greinilega komið til ára sinna. „Já, foreldrar mínir áttu það, ég fékk það hjá þeim – það hafa æði margir gengið á þessu teppi,“ segir Martha og brosir. Og í brosi hennar felst allt það ósegjanlega – allt það sem dagarnir hafa borið með sér og manneskjan meðtekur á löngu lífs- hlaupi – gleði, sorg og viska. Brúðhjónin Martha og Einar Krist- jánsson nýgift 1936. Martha og Einar Kristjánsson nýflutt til Íslands. Systurnar Martha og Hedwig í Grikklandi með ungan frænda sinn. Fjölskyldan á Íslandi 1946 og á leið til Kaupmannahafnar. Nýtrúlofuð á götu í Dresden, Einar fékk sér þennan glæsilega alklæðnað áður en hann gekk á fund tengdaforeldranna. F.v. Vala með Árna son sinn, Einar með nafna sinn Örn Benediktsson, Martha með nöfnu sína í fanginu og Brynja með Ástu. Sonur Brynju, Einar Júlíus, var ekki fæddur er þessi mynd var tekin, skömmu fyrir andlát Einars Kristjánssonar. gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.