Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í byrjun apríl fékk ég símtal frávinum mínum í Sviss. „Langarþig að koma með okkur í 10daga ferð til Írans?“ Ég misstimálið – en svo náði ég strax jafnvægi og gat ekki svarað öðru en „Jú, jú, ég kem með ykkur!“ Ég vissi að þarna væri tækifæri sem gæfist ekki aftur. Síðan hófst undirbúningurinn. Erfiðast reyndist að fá ferðaleyfi til Írans. Sækja þurfti um vegabréfs- áritun í sendiráði Íslamska lýðveld- isins Írans í Ósló. Ég var lent í tíma- þröng, en ferðaleyfið til Írans fékkst þó í tæka tíð. Viku seinna hitti ég ferðafélaga mína í Zürich. Þetta voru 14 konur og karlmenn sem allir voru Sviss- lendingar í húð og hár. Þessi ferð var skipulögð af sviss- neskri ferðaskrifstofu og bar heitið: Klassíska Persía – Hringferð frá Teheran yfir Schiraz, Persepol- is,Yazd, og að lokum Isfahan. Að heyra þessa staði nefnda kallar fram í hugann ímyndir og ævintýri úr Þúsund og einni nótt. En auðvitað vissi ég að veruleikinn er nú annar. Eftir að Ayatollah Khomeini tók við völdum árið 1979 gerbreyttist líf alþýðunnar í Íran. Stríðið milli Íraka og Írana leiddi af sér gífurlegar hörmungar og væntingar fólks, sem loforð Khomeinis höfðu vakið, urðu að engu. Hefðinni ögrað En nú víkur sögunni aftur að ferðalaginu „Klassíska Persía“ og við erum í aðflugi að Teheran. Við konurnar í hópnum göldruðum nú fram slæður og kápur sem okkur hafði verið ráðlagt að klæðast. Enda kom í ljós að götumyndin í Teheran einkennist af konum huldum svört- um kuflum sem fela allt nema andlit- ið – það var dapurleg sjón. Okkur bar að virða þá hefð og þær siðferðisreglur að hylja hár okkar á götum úti og á veitingastöðum, raun- ar alls staðar nema á hótelherberg- inu. Þó sáum við ungar konur sem storkuðu hefðinni með því að klæða sig í gallabuxur, stuttar kápur og hylja hárið minna en eldri konurnar gerðu. Með þessu athæfi unnu þær nokkurs konar sigur á hinum rót- tæku trúarlegu siðferðisreglum klerkastéttarinnar. Teheran liggur við rætur Elburz- fjalls sem er 5.600 m hátt og íbúa- fjöldi nær 14 milljónum. Þrátt fyrir gott umferðarskipulag með 12 hraðbrautum í gegnum borg- ina er umferðin ótrúleg og auðvelt að lenda í öngþveiti. En svo er snilld- arlegri akstursleikni bílstjóranna fyrir að þakka að slys virtust vera fá- tíð. Hér í höfuðborginni er að finna stærstu söfn landsins. Við skoðuðum undurfagrar gersemar: gömul pers- nesk teppi, fornar útgáfur af kór- aninum og skrautrit, glermuni og keramik, allt skapað fyrir mörg hundruð árum, jafnvel þúsundum ára. Bera virðingu fyrir skáldunum Dvöl okkar í Teheran var ekki löng, leiðin lá til Schiraz sem kölluð er borg rósa og skálda. Skáldskapur er Írönum ákaflega hugleikinn og þeir bera mikla virðingu fyrir skáld- um sínum. T.d. vitna þeir oft í Ferd- owsi sem skrifaði konungsbókina þar sem er að finna hetju- og söguljóð, skrifuð á 10. öld og í þessari kon- ungsbók eru hvorki meira né minna en 50.000 vísur! Einnig má nefna skáldin Saadi og Hafiz. Hafiz er skáld elskenda, hann er jarðsettur í steinkistu í opnum lauf- skála í Schiraz, en þangað eru farnar pílagrímsferðir. Fólk snertir stein- kistuna í upphafningu, fer í hljóði með línur úr ljóðum skáldsins og ber fram óskir sínar. Það gerðum við reyndar líka og urðum fyrir sterkum áhrifum af þessum helgistað fólks- ins. Frá Schiraz lá leið okkar til Perse- polis sem er söguleg höfuðborg Achæmenida frá fornri tíð. Nöfn eins og Daríus, Xerxes og Alexander mikli tengjast þessum stað og end- urvekja sögulega viðburði. Hér má enn sjá fyrir sér höllina sem Darius mikli reisti og Xerxes og synir þeirra héldu áfram að endurbæta. Þar eru glæsilegar lágmyndir sem eru höggnar í marmara og sýna myndraðir af 28 ólíkum þjóðum. Hver þjóð færir konungi gjafir, en konungar þessir ríktu yfir stórveldi á svæði sem er núna Íran, Írak, Egyptaland, Sýrland, Palestína, Afganistan, Armenía og hluti af Ind- landi. Í fornum rústum Persepolis Hér í Persepolis fagnaði Shah Reza Pahlewi 2500 ára afmæli Pers- íuríkis árið 1971. Þennan stað valdi hann með það í huga að tengja eigin tign tímum Daríusar og stórveldi hans. Reza Pahlewi bauð til veislu mörg hundruð gestum og tignarmönnum, en veislan kostaði 300 milljón doll- ara. Þetta háttalag vakti í landinu mikla óánægju almúgans sem leið skort. Frá hinum fornu áhrifamiklu rúst- um Persepolis héldum við að gröf Daríusar. Hann á sér glæsilegan dvalarstað í gröf sem höggvin er í stein hátt uppi í lóðréttum kletta- vegg. Næsti áfangastaður var borgin Yazd sem er gömul eyðimerkurborg. Það fyrsta sem bar fyrir augu voru sérkennilegir strompar. Síðar kom í ljós, að þarna var um vindturna að ræða. Þessir vindturnar þjóna mik- ilvægum tilgangi í heitu loftslaginu. Þeir leiða svalt loft inn í byggingar og vatnsgeyma og hleypa heitu lofti út í nokkurs konar hringrás. Þarna er að finna vatnsleiðslur djúpt undir yfirborði jarðar, allt niður á 50 metra dýpi. Þetta eru forn mannvirki frá því fyrir Krist, sem ennþá eru í notk- un og leiða vatn frá fjarlægum fjöll- um tugi kílómetra til borgarinnar. Vatnið úr leiðslunum gerir íbúum jafnvel kleift að stunda blómlegan landbúnað á þessu eyðimerkursvæði. En það er fleira merkilegt að finna í Yazd. Hér búa fylgismenn Zara- þústra sem er trúarsöfnuður frá tím- um Achamenida. Þessir fylgismenn, Á slóðum 1001 nætur Persíuríki var stofnað fyrir rúmlega 2.500 ár- um. Nú er ekki lengur talað um Persíu, en ferð til Írans ber langri menn- ingarsögu glöggt vitni. Sigrid Valtingojer var í hópi ferðamanna sem fóru til Íslamska lýðveldisins Írans. Ljósmynd/Sigrid Valtingojer Súfisti leikur á handbumbu í gistihúsi í litlu eyðimerkurþorpi í Íran. Turn þagnarinnar í Yazd þar sem fylgismenn Zaraþústra búa. Á torginu í Isfahan var hópur krakka með leikskólakennurum. Konur á markaði í Isfahan. Svartur klæðnaður er dæmigerður fyrir konur í Íran. Föstudagsmoskan í Isfahan. Slík moska er í hverri stórri borg í Íran. Amir Chaqmaq-torgið í Yazd. Byggingin er tákn borgarinnar og þar safnast fólk saman, en hún hefur aldrei verið kláruð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.