Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 19
istamunkum. Trincomalee er því
sannkölluð púðurtunna í þeirri para-
dís sem Sri Lanka gæti verið af nátt-
úrunnar hendi.
Ófriður ekki stöðvaður
með hervaldi
Heita má að sannreynt hafi verið
að ekki er hægt að binda enda á ófrið-
inn á Sri Lanka með hervaldi. Það
hefur verið reynt í tvo áratugi án ár-
angurs. Hins vegar eru því miður enn
of margir stjórnmálamenn á Sri
Lanka sem telja að hægt sé að kveða
niður uppreisn Tamíla með vopnum.
Þessi afstaða hefur verið dragbítur á
friðarviðræður sem legið hafa niðri í
hálft annað ár. Þótt Sri Lanka hafi
blóðmjólkað opinberan efnahag til að
fjármagna og efla heri landsins hefur
árangurinn látið á sér standa. Og fjöl-
mennasti her heims hafði ekki roð við
Tamíltígrum í frumskógunum á Sri
Lanka á níunda áratugnum. Þá sendu
Indverjar friðargæslusveit sem
reyndi að koma á friði með vopna-
valdi. Rúmlega hundrað þúsund ind-
verskir hermenn voru þegar mest lét
á árunum 1987–1990 í boði stjórn-
valda á Sri Lanka. Indverjar höfðu
með þessari aðgerð talið sig rétta
Tamíltígrum hjálparhönd í umleitun-
um þeirra til að koma upp sjálfsstjórn
í norður- og austurhlutanum. Prabh-
akharan, leiðtogi LTTE, sá hins veg-
ar aðgerð þessa í öðru ljósi og taldi
þarna vera á ferð innrásarlið til
stuðnings stjórnarhernum. Eftir að
Tamíltígrar höfðu drepið um 1.500
indverska hermenn var indverski
herinn kallaður heim. Skömmu síðar
var Gandhí myrtur og hafa LTTE síð-
an verið lýst opinberlega ólögleg
hryðjuverkasamtök á Indlandi, þar
sem fyrstu Tamíltígrarnir hlutu sína
þjálfun.
Tígrarnir og stjórnarherinn hafa
síðan borist á banaspjót og bæir og
landsvæði skipt um hendur í ógurleg-
um ófriði. Tígrarnir hafa einnig unnið
miklar skemmdir í Colombo með
sjálfsmorðsárásum sem meðal annars
hafa lagt fjármálahverfi borgarinnar í
rúst. Þá tókst þeim á sínum tíma að
granda flugflota Sri Lanka með árás
á alþjóðaflugvöll landsins sem er
skammt norður af höfuðborginni.
Þetta var skömmu fyrir hryðjuverka-
árásina á Tvíburaturnana í New York
árið 2001. Segja má að hryðjuverkin í
New York og breytt stefna Banda-
ríkjanna hafi haft talsverð áhrif á
átökin á Sri Lanka. LTTE voru sett á
lista yfir hryðjuverkasamtök vestra
sem talið er að hafi vakið Tamíltígra
til umhugsunar. Hversu mikil áhrif
þetta hefur haft er ógjörningur að
segja til um, en fyrir liggur að nokkr-
um mánuðum seinna hafði tekist að
koma á vopnahléi fyrir milligöngu
Norðmanna.
Frumkvæði Sameinuðu þjóðanna
og Bandaríkjanna
Engu að síður eru þeir afar tor-
tryggnir á Bandaríkjamenn og telja
þá leynt og ljóst vera að reyna að
brjótast til áhrifa á Sri Lanka í sam-
vinnu við stjórnvöld í Colombo. Bent
hefur og verið á að strategísk þörf
Bandaríkjamanna fyrir aðgang að
höfnum og flugvöllum á þessu slóðum
hefur stóraukist á undanförnum
tveimur árum. Þar kemur einkum
tvennt til. Hernaðurinn í Írak og auk-
in umsvif Bandaríkjahers við Persa-
flóa og í Afganistan, auk þeirrar
ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að
fækka verulega í fastaliði sínu í Kóreu
og á japönsku eyjunni Okinawa. Ný
hernaðarstefna Bandaríkjanna felst í
því að draga úr mannafla á föstum
herstöðvum í Asíu en þess í stað að
tryggja sér aðgang að höfnum og
flugvöllum til að flytja lið þangað ef
þörf krefur. Tamíltígrar telja þess
vegna, kannski réttilega, að Banda-
ríkjamenn renni nú hýru auga til að-
stöðu á Sri Lanka jafnt fyrir sjó og
loftflutninga. Í ljósi þessa verður
fróðlegt að fylgjast með umleitunum
Bills Clintons fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta sem skipaður hefur verið
sem sérlegur erindreki Sameinuðu
Þjóðanna til að liðka til fyrir friðar-
umleitunum bæði á Sri Lanka og í
Indónesíu. Hann var reyndar einnig
skipaður sérstakur erindreki Banda-
ríkjastjórnar til að fylgjast með hjálp-
arstarfi í kjölfar hamfaranna í Asíu
ásamt George Bush eldri einnig fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta. Þrátt fyr-
ir alkunna persónutöfra Bills Clint-
ons þarf varla spámann til að sjá fyrir
að Tamíltígrar hljóta að velta fyrir
sér á hvers vegum hann starfar fyrst
og fremst á Sri Lanka. En tortryggn-
in er á báða bóga á Sri Lanka,
skemmst er þess að minnast að
stjórnvöld á Sri Lanka neituðu að
flytja Kofi Annan til yfirráðasvæða
Tamíltígra þegar hann sótti eyjuna
heim á dögunum. Sögðust þeir ekki
geta tryggt öryggi hans þrátt fyrir að
Tamíltígrar höfðu heitið því að skerða
ekki hár að höfði hans.
Vopnahlé hefur eins og áður segir
staðið í rétt þrjú ár og hefur hlutverk
Íslands í því að hlúa að friðnum hér
verið ómetanlegt rétt eins og hinna
Norðurlandaþjóðanna. Norðurlanda-
þjóðirnar fimm hafa hér starfrækt
friðargæslusveit tæplega sextíu
manna undir forystu Norðmanna frá
því í febrúar 2002. Íslendingar hafa
lagt sveitinni fjögurra manna lið, þar
af í eina af svonefndum lykilstjórnun-
arstöðum gæslusveitarinnar. Flestir
málsmetandi menn á Sri Lanka eru
sammála um að án SLMM væri
vopnahléið löngu farið út um þúfur.
En án friðarviðræðna halda fæst
vopnahlé til lengdar. Því er afar brýnt
að þær hefjist á ný en Tamíltígrar
saka stjórnvöld um að draga lappirn-
ar í þeim efnum. Nokkuð hafa þeir til
síns máls í því en á móti kemur að þeir
slitu sjálfir friðarviðræðum sem voru
vel á veg komnar fyrir hálfu öðru ári.
Í lok liðins árs hélt svo holdgerv-
ingur LTTE og leiðtogi þeirra Prabh-
akharan árlega stefnuræðu sína. Þar
sagði hann meðal annars að þolin-
mæði Tamíltígra væri á þrotum og að
til átaka kynni að koma á ný kæmu
stjórnvöld ekki til móts við kröfur
LTTE. Enn eru því blikur á lofti á Sri
Lanka. Og talsverðar róstur hafa ver-
ið á undanförnum mánuðum í norðri
og austri. En með hverjum degi sem
vopnahléið heldur tekst að bjarga
mannslífum. Einnig með framlagi
Friðargæslu Íslands.
Höfundur var opinber talsmaður SLMM
og starfaði þar á vegum Friðargæslu Ís-
lands.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 19
Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099
Stangarhyl 3
· 110 Reykj
avík · Sími:
591 9000 ·
www.terrano
va.is · Akur
eyri sími: 46
1 1099
Su
m
ar
2005
Barcelona
Frakkland
Kempervenn
en
Kýpur
Portoroz
Sérferðir
Skemmtisigl
ingar
Þýskaland
Salou frá kr. 45
.595
Portúgal frá k
r. 47.695
Lignano frá kr
. 47.395
Nú b
ókar
þú b
eint
á net
inu á
www
.terra
nova
.is
NÝT
T
Sp
en
na
nd
i v
al
ko
st
ur
í
yf
ir
25
á
r!
Terra Nova er stolt af að kynna
glæsilegt framboð ferða á nýju ári,
á lægra verði en nokkru sinni fyrr.
Um leið og við óskum þér ánægju-
legs og spennandi ferðaárs, erum
við stolt af að byggja á yfir aldar-
fjórðungs reynslu. Njóttu glæsileg-
asta ferðaúrvals okkar frá upphafi
sumarið 2005.
Portúgal
frá kr. 47.695
Salou
frá kr. 45.595
Lignano
frá kr. 47.395
10.000 kr.afsláttur ef þú bókar strax.Tryggðu þér lægsta verðið.
Nú bó
kar þ
ú bein
t
á neti
nu á
www
.terra
nova.
is
NÝTT
Barcelona
Frakkland
Kempervennen
Kýpur
Portoroz
Sérferðir
Skemmtisiglingar
Þýskaland
Aðrir áfangastaðir
FRÁBÆRT SUMARFRÍ - LÆGRA VERÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
15
19
2
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
heldur rabbfund á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins
þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 20
í Síðumúla 6 í húsakynnum SÍBS.
Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir, sérfræðingur í
nýburalækningum og aðstoðaryfirtryggingalæknir, fjallar
um almannatryggingar vegna barna með
astma, ofnæmi og exem og svarar fyrirspurnum.
Einnig verður María Jónsdóttir, félagsráðgjafi SÍBS,
með innlegg í lok fundarins
og svarar fyrirspurnum fundarmanna.
Astma- og
ofnæmisskólinn
Sjá nánari upplýsingar á www.ao.is
Þökkum AstraZeneca fyrir stuðningin.
Stjórnin.