Morgunblaðið - 13.02.2005, Side 26
26 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fenjasvæði Mississippi-árinn-ar eru víðáttumikil með fjöl-breytt gróðurfar og dýralíf. Margvísleg og oft óræðtengsl vatns og jarðar vekja
spurningar um hvar sé fast land undir
fótum og ekki síður þegar hugað er að
umhverfisvanda þeim sem nú blasir
við á þessum slóðum. Land er að
sökkva og hverfa út í Mexíkóflóann
um 65 ferkílómetrar á ári eða 0,4
hektarar á mínútu þrátt fyrir aðgerð-
ir til að stemma stigu við landeyðing-
unni. Langmest er þessi landeyðing í
Louisiana-ríki eða á svæðinu vestan
og sunnan við New Orleans.
Hverfulleiki — sökkvandi land
Ástæðurnar eru ýmsar og þær af-
drifaríkustu eru blanda af fram-
kvæmdum mannanna og viðbrögðum
náttúrunnar: skipaskurðir, um 12.800
kílómetrar af olíuleiðsluskurðum,
gas- og olíunám. Þessi mannvirki hafa
valdið jarðsigi og landbroti ásamt
flóðvarnagörðum sem byggðir voru til
að verjast árlegum flóðum Miss-
issippi-árinnar. Síðar reyndust þeir
koma í veg fyrir jarðvegsframburð
sem var nauðsynlegur til viðhalds
jarðvegs á fenjasvæðinu en fram-
burðurinn fer í staðinn beint út í
Mexíkóflóa.
Ógnin frá stórum fellibyljum er
gríðarleg í New Orleans og segja sér-
fræðingar að það sé ekki spurning um
hvort heldur hvenær komi fellibylur
sem færi þar allt á kaf. Skemmst er að
minnast ógnarinnar sem vofði þar yfir
síðastliðið haust og rak stóran hluta
íbúanna á flótta frá heimilum sínum
um tíma.
List um fenjasvæði og regnskóga
Jaqueline Bishop er ein af þeim
listamönnum sem lifa og starfa í New
Orleans.
Verk hennar hafa farið víða og sýn-
ingar hennar og innsetningar verið á
ýmsum söfnum í Bandaríkjunum og
víðar. Verk hennar eru unnin út frá
nákvæmri náttúruskoðun og sterkri
innlifun og trú á mikilvægi tengsla
manns og náttúru. Í byrjun voru bak-
garðar Louisiana myndefni hennar og
ásamt gróðrinum urðu fuglar mjög
mikilvægir en þeir urðu tákn fyrir sál
mannsins og frelsi. Fjölbreytni teg-
unda og tengsl náttúrunnar við mann-
lega tilveru varð snemma mikilvægt
umfjöllunarefni í verkum Bishops.
Bishop hafði verið að vinna útfrá
gömlum fuglafræðibókum og upp-
götvaði þá að talsvert af fuglunum í
verkum hennar voru tegundir sem nú
var búið að útrýma.
Þar með voru tegundir frá Louis-
iana, Brasilíu og S-Afríku.
„Útrýming er sterkt orð og að horf-
ast í augu við það sem er að gerast,
tapið (the loss) og fáfræðina um það
hafði afgerandi áhrif á afstöðu mína
til listsköpunar,“ segir J. Bishop.
Innsetningin Jörð og heildarmyndin
„Jörð“ („Terra“) er innsetning með
ótal smáum málverkum af mismun-
andi fuglategundum sem í fyrstu var
unnin upp úr fuglabók hins sænska
Linnes frá 18. öld.
Bishop byrjaði að sýna „Jörð“ 1986
en síðan hefur hún verið sýnd víða á
söfnum og galleríum í síbreytilegri
mynd. Hún byggir innsetninguna upp
eins og heild eða eitt málverk og vill
þar leggja áherslu á samtengingu alls
og hættuna í því að eyðileggja eitt-
hvað dýrmætt. Inni í heildarmynd
verksins eru fuglategundir sem hefur
verið útrýmt og aðrar sem eru í út-
rýmingarhættu. Bishop hefur líka
unnið áhrifarík verk þar sem hún hef-
ur málað á mikið safn af notuðum
smábarnaskóm ljóðrænar myndir, oft
frá heimi náttúrunnar, og minnir þar
á ábyrgð okkar á lífi sem þarfnast
verndunar og vekur spurningar um
framtíðina.
Jacqueline Bishop hefur dvalið í
regnskógum Amazon í Brasilíu
nokkrar vikur á hverju ári síðastliðin
15 ár. Málverk hennar eru oft unnin
úr myndefni þaðan og endurspegla
vitneskju um hættuna sem vofir yfir
hinum fagra Edensgarði, ógnina um
útrýmingu óbætanlegra verðmæta
vegna mannlegra mistaka eða
skammsýni. Í málverkunum er farið
út á ystu nöf með ákalli um vakningu
til meðvitundar um raunveruleg verð-
mæti tilverunnar
Að leita sáttar milli margra heima
Listamenn víða að starfa í New
Orleans og þeir sem vinna með hug-
myndir um stöðu og ímynd manneskj-
unnar í fjölbreyttum menningarheimi
jarðarinnar finna oft góðan grundvöll
til að starfa þar. Þar minnir sífellt á
sig ögrunin til að takast á við sátt milli
tveggja heima eða jafnvel milli
margra heima.
The Southern University of New
Orleans, eða SUNO eins og hann kall-
ast venjulega þar um slóðir, hefur síð-
an hann var stofnaður árið 1956 gefið
efnalitlu fólki möguleika á að mennta
sig. Hann býður upp á opnara kerfi en
annars tíðkast með möguleikum á að
nema með annarri vinnu og ýmiss
konar stuðning til þeirra sem á þurfa
að halda.
Þar hefur verið mikið um nemend-
ur með afrískan bakgrunn og er því
sem víðar á menningarstofnunum á
svæðinu lögð áhersla á að kynna einn-
ig sögu og listir Afríku. Deild í SUNO
er helguð sögu og menningu Afríku
og þar er einnig gott safn listaverka
frá Afríku.
Straumar frá Mexíkó
og Suður-Ameríku
Cynthia Ramirez er myndlistar-
kona af mexíkönskum uppruna sem
jafnframt því að vinna að eigin list
kennir við listadeild SUNO. Þótt hún
sé fædd og uppalin í Bandaríkjunum
tengjast rætur hennar því stóra „lat-
ínó“-samfélagi sem þar er og menn-
ingarheimi Mexíkó.
Ramirez vinnur verk sem sýna
tengsl eða áhrif bæði frá vestrænni
hefð og arfleifð frá Mexíkó og Suður-
Ameríku. Málverk hennar eru skyn-
ræn og oft munúðarfull með lífrænum
formum sem gefa tilvísanir í konuna
eða frjómagn lífsins. Hún setur fram
spurningar um stöðu og hlutverk „lat-
ínó“-konu 21. aldarinnar í innsetning-
um og gjörningum og vinnur það með
kímni út frá goðsögnum og táknum úr
mexíkönsku mannlífi bæði frá fyrri
tímum og úr nútímanum.
Ástríðufullir gjörningar
Jose Torres Tama
Jose Torres Tama rýnir í „amer-
íska drauminn“ í gjörningnum „$Cas-
ino America$“ og hæðist þar að sam-
félagi sem upphefur græðgina og elur
á blindri þjóðernishyggju. Hann er
fæddur í Ekvador en hefur búið og
starfað í Bandaríkjunum og síðastlið-
inn áratug í New Orleans. Gjörningar
hans hafa verið settir upp víða á söfn-
um, í galleríum og í leikhúsum í
Bandaríkjunum en einnig í Evrópu og
víðar. Torres Tama hefur einnig
fjallað um stöðu hins þeldökka karl-
manns í bandarísku samfélagi og um
hið „anglo-ameríska“ vald þar.
Í Bandaríkjunum er ofarlega á
baugi spurningin um hvernig sé hægt
að sætta þær mismunandi stefnur í
menningarflokkun eða sjálfsskil-
greiningu sem annars vegar skipta
fólki í hópa eftir kynþætti, menning-
arbakgrunni, aldri og tekjum og hins
vegar leita sameiginlegrar amerískr-
ar sjálfsmyndar. Torres Tamas vinn-
ur með þessa spurningu og setur
meðal annars upp gjörninga um sam-
félagið með hópum fólks á mismun-
andi aldri. Hann reynir að styrkja
sjálfstraust þeirra sem verða fyrir
fordómum og að sætta og sameina
mismunandi leiðir að betra samfélagi.
Rauður blús –
myndlist í
New Orleans
Við ósa Mississippi er
margt að gerast í menn-
ingarlífi og náttúru.
Jóhanna Bogadóttir var á
ferð í New Orleans og
fjallar hér í þriðju greininni
um listir og mannlíf þar.
Höfundur er myndlistarkona.
Málverk á barnaskó eftir Jacqueline Bishop.
Hluti af innsetningunni Jörð ásamt Jacqueline Bishop.Frá sunnlenska opna háskólanum, f́.v. Sally Hollis,
Cynthia Ramirez og Romanus Ejiaga.
Málverk eftir J. Bishop.
Jose Torres Tama í gjörningnum
$Americana$.
Óskilgreindur
eldhlutur eftir
Cynthiu Ramirez.