Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sem kunnugt er komst útvarps-réttarnefnd að þeirri niðurstöðunýverið að beinar útsendingarSkjás eins á knattspyrnuleikj-um í ensku úrvalsdeildinni með
lýsingum enskra þula brytu í bága við út-
varpslög. Beindi nefndin þeim tilmælum
til sjónvarpsstöðvarinnar að taka leikina
af dagskrá ef ekki fylgdi þeim tal eða texti
á íslensku.
Útvarpsréttarnefnd tók málið til skoð-
unar vegna kæru frá Þorsteini Gunnars-
syni, íþróttafréttamanni á Stöð 2 og Sýn.
Þorsteinn sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tilvist íslenskra fjölmiðla
byggðist á móðurmálinu og sér hefði
fundist vegið að starfi íslenskra íþrótta-
fréttamanna með útsendingunum. Skjár
einn náði útsendingarréttinum á leikjum
ensku úrvalsdeildarinnar af Sýn í fyrra.
Margir telja því málið fremur snúast um
viðskiptahagsmuni en verndun íslenskr-
ar tungu, en það vekur engu að síður
spurningar um stöðu íslenskunnar í
breyttum fjölmiðlaheimi.
Núgildandi útvarpslög, sem eru frá
árinu 2000, kveða á um að efni á erlendu
máli, sem sýnt er á íslenskri sjónvarps-
stöð, skuli jafnan fylgja íslenskt tal eða
texti á íslensku. Það á þó ekki við þegar
fluttir eru erlendir söngtextar eða dreift
er viðstöðulaust um gervitungl og mót-
tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni
sem sýnir að verulegu leyti atburði sem
gerast í sömu andrá.
Sigurður Kári Kristjánsson hefur
ásamt fleiri alþingismönnum Sjálfstæð-
isflokksins lagt fram frumvarp til breyt-
inga á lögunum, þar sem gert er ráð fyrir
að beinar útsendingar frá íþróttaviðburð-
um verði einnig undanþegnar þýðingar-
skyldunni. Guðrún Kvaran, formaður Ís-
lenskrar málnefndar, segir að lögum
samkvæmt eigi að senda frumvörp sem
snerta íslenska tungu til nefndarinnar.
„Við gerum ráð fyrir því að fá þetta frum-
varp til umfjöllunar og þá mun ég boða til
fundar í nefndinni, en það er mín skoðun
að lýsingar íslenskra þula eigi að fylgja
þessum útsendingum og mér heyrist það
vera skoðun meðstjórnenda minna, þó
ekki hafi enn verið haldinn formlegur
fundur um málið. Ég tel að knattspyrnu-
leikir séu ekki sambærilegir fréttum af
heimsviðburðum, sem undanþága var
veitt fyrir í útvarpslögum.“
Hvar á að draga mörkin?
Guðrún, sem jafnframt er prófessor í
íslensku við Háskóla Íslands og forstöðu-
maður Orðabókar Háskólans, segir út-
sendingar á knattspyrnuleikjum með
lýsingum enskra þula vissulega geta ver-
ið ógn við íslenska tungu, sérstaklega þar
sem leikir eru sýndir nokkrum sinnum í
viku og börn eru meðal áhorfenda.
„Það sjónarmið hefur komið fram að
gera eigi greinarmun á ríkisfjölmiðlum
og öðrum fjölmiðlum hvað þetta varðar,
en ég tel að það sama eigi yfir alla fjöl-
miðla að ganga,“ segir Guðrún. „Ekki er
hægt að skylda ríkissjónvarpsstöð til að
standa vörð um íslenska tungu ef frjálsu
stöðvarnar fá að leika lausum hala.
Hvaða sanngirni er í því? Ríkisfjölmiðill
þarf jafnt sem hinir að halda sig innan
fjárheimilda og allt snýst þetta um pen-
inga. Við getum ekkert gert við útsend-
ingum erlendra sjónvarpsstöðva, en það
efni sem sýnt er á íslenskum sjónvarps-
stöðvum á að vera á íslensku.“
Hún bendir á að ýmsir aðilar hafi farið
fram á undanþágur frá þýðingarskyld-
unni til að spara sér kostnað og spyr hvar
draga eigi mörkin ef gefa á einum eftir
fremur en öðrum.
Enskan mesta ógnin
Guðrún segir ensku vera mestu ógnina
við íslensku, líkt og raunin sé í nágranna-
löndunum. „Rannsókn á áhrifum ensku á
Norðurlandamál er rétt ólokið og í ljós
hefur komið að þau eru umtalsverð. Við
Íslendingar höfum haldið vöku okkar
fram til þessa, en aðrar Norðurlanda-
þjóðir, sérstaklega Danir, hafa verið
frjálslyndari og þeir eru líka að súpa
seyðið af því í dag. Í Svíþjóð hafa verið
sett lög um sænska tungu og slík laga-
setning er í undirbúningi í Noregi og
Danmörku, vegna þeirra erlendu áhrifa
sem menn eru að vakna til vitundar um.
Engin lög eru til um íslenska tungu.“
Spurð hvort ekki sé eðlilegt að tungu-
mál þróist með tímanum svarar Guðrún
því að tungumál taki vissulega breyting-
um. „En við skulum ekki hengja okkur í
klisjur. Við tölum ekki fornmál, en við töl-
um íslensku, engan enskublending. Það er
allt annað hvort tungumál þróast eða
hvort það verður fyrir verulegum áhrifum
frá öðru máli. Málnefndir allra Evrópu-
sambandslandanna hafa myndað með sér
samtök til þess að læra hver af annarri
hvernig hægt sé að sporna við óæskileg-
um enskum áhrifum. Íslendingar eru því
ekki einir um að hafa áhyggjur af móð-
urmáli sínu. Við erum fámenn þjóð og það
er erfiðara að vernda tungumál sem 300
þúsund manns tala en 300 milljónir.“
Framleiðsla á innlendu efni verði efld
Þórunn Blöndal, lektor í íslenskri mál-
fræði við Kennaraháskóla Íslands, er
ekki jafn uggandi og Guðrún um áhrif
enskra knattspyrnulýsinga í sjónvarpi.
Hún bendir á að fjöldi fólks hafi áskrift
að erlendum sjónvarpsstöðvum með alls
ótextað efni og horfi mikið á þær. Mörg-
um finnist gott að halda þannig við
tungumálakunnáttu sinni og það sé ekki
nema jákvætt. Varðandi ensku knatt-
spyrnuna kveðst Þórunn trúa því að
sumum finnist skemmtilegra að hlusta á
enskar lýsingar en íslenskar. „Á hinn
bóginn hefur maður svolitlar áhyggjur af
málinu okkar, sem er auðvitað lítið miðað
við þetta stóra mál, enskuna. En enskan
er orðin alþjóðamál og ég held að hún sé
ekki bein ógn við íslenskuna, við erum
ekki svo nálægt henni nema í dægur-
menningu af ýmsu tagi, svo sem tölvu-
leikjum, kvikmyndum og núna e.t.v.
knattspyrnulýsingum. Það er ekkert við
því að gera, annað en að vera dugleg að
framleiða innlent efni á okkar tungu og
um okkar veruleika, sem fólki finnst
spennandi að horfa á, þannig að það hafi
raunverulega val á milli þess og erlenda
efnisins. Til að svo megi verða þarf auð-
vitað að leggja í það peninga.“ Þórunn
kveðst að vissu leyti geta tekið undir með
forsvarsmanni Skjás eins, sem sagðist
telja fjármunum stöðvarinnar betur var-
ið í innlenda dagskrárgerð en lýsingar á
knattspyrnuleikjum.
Staða íslenskunnar sterk
„Ég er ekki ein af þeim sem hafa sí-
felldar áhyggjur af stöðu íslenskrar
tungu, því mér finnst hún vera sterk,“
segir Þórunn. „Ég merki það náttúru-
lega fyrst og fremst á því hvað það er
mikið samið af skáldskap og fræðigrein-
um á íslensku. En vissulega þurfum við
alltaf að íhuga málin og athuga hvar við
stöndum gagnvart þessari voldugu
tungu, enskunni.“
Þórunn segir að dægurmenningin
byggist mikið á ensku og að því getum
við ekki breytt. „En ég dreg varnarlín-
una við skólana og menningarstofnanir
eins og Ríkisútvarpið, leikhúsin, útgáfu-
fyrirtæki og aðrar slíkar stofnanir. Og
auðvitað heimilin, sem þurfa að sinna
sínu hlutverki. Mér finnst mikilvægt að
íslenskir nemendur fái kennslu á ís-
lensku og kennsluefni sé alltaf til á ís-
lensku. Þar finnst mér mörkin greinilega
liggja. En ég hef aldrei haft áhyggjur af
einstaka orðaleppum, eins og ókei og bæ,
sem eru orðin alþjóðleg orð þótt upprun-
inn sé enskur. Mér finnst leitt ef börn
kunna engin önnur kveðjuorð, en það
heldur ekki vöku fyrir mér.“
Er Þórunn er spurð hver sé mesta ógni
við íslenska tungu í dag svarar hún að eina
ógnin við tungumál sé notkunarleysi, að
einhver svæði eða umdæmi glatist úr mál-
inu. „Hver menningarkimi hefur sitt mál.
Þannig mætti segja að það tapaðist eitt
umdæmi ef íslenskar lýsingar á knatt-
spyrnuleikjum legðust af. Þá myndi
yngsta kynslóðin bara alast upp við slíka
umræðu á ensku og það gæti farið svo að
við týndum niður hæfileikanum til að tala
um kappleiki á íslensku. En væntanlega
verður haldið áfram að sjónvarpa íslensk-
um kappleikjum með íslenskum þulum og
þá væri kannski ráð að vanda sérstaklega
vel til lýsinga á þeim.“
Þórunn nefnir jafnframt að þótt ís-
lenskar lýsingar með beinum útsending-
um á erlendum tungumálum séu góðra
gjalda verðar þyki mörgum þær geta
verið truflandi, þegar þær yfirgnæfi tal í
útsendingunni sjálfri. Kostir slíkra lýs-
inga séu því ekki einhlítir.
Íslensk tunga og
ensk knattspyrna
Sitt sýnist hverjum um þá niðurstöðu útvarpsréttarnefndar að Skjá einum sé óheimilt að sýna knattspyrnuleiki í ensku úrvalsdeildinni með
lýsingum enskra þula. Skoðanir eru einnig skiptar um þá ógn sem íslenskunni kann að stafa af sjónvarpsefni á erlendum tungumálum.
Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræðir við íslenskufræðinga og rekur deilur um erlent sjónvarp á Íslandi.
Varla þarf neinar þularlýsingar til að átta sig á því hvað þarna hefur gerst. Sam-
herjar fagna Roy Keane eftir að hann skoraði mark gegn Birmingham á Old
Trafford um síðustu helgi.
adalheidur@mbl.is
Guðrún Kvaran Þórunn Blöndal
Reuters
Deilur um útsendingar sjónvarpsefnis á erlendum tungumálumeru ekki nýjar af nálinni á Íslandi. Mest urðu átökin um Kanasjónvarpið svokallaða. Árið 1955
var varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli veitt leyfi til sjónvarpsútsendinga
innan herstöðvarinnar. Sendingar náðust í fyrstu lítt út fyrir vall-
arsvæðið, en eftir að sendistyrkurinn var aukinn árið 1963 gátu flestir
íbúar suðvesturhornsins náð dagskránni, sem byggðist á bandarískum
skemmtiþáttum og kvikmyndum. Féll þetta nýmæli í góðan jarðveg hjá
Íslendingum og festu þúsundir heimila kaup á sjónvarpstækjum.
En ýmsum sveið það sárt að bandarískt sjónvarpsefni væri aðgengi-
legt stórum hluta þjóðarinnar, en ekki innlend dagskrá á íslensku.
Stjórnarandstöðuflokkarnir og hópar menntamanna sáu Kana-
sjónvarpinu flest til foráttu og töldu það vettvang fyrir Bandaríkja-
menn til að koma áróðri á framfæri og ógn við íslenska menningu,
tungu og sjálfstæði. Sextíu áhrifamenn undirrituðu í mars 1964 áskor-
un um að sendingar skyldu takmarkaðar við Keflavíkurstöðina og tíu
sinnum fleiri háskólastúdentar gerðu slíkt hið sama í febrúar 1966.
Nærri því 15 þúsund stuðningsmenn Keflavíkursjónvarpsins skrifuðu
þá undir áskorun þar sem slíkum takmörkunum var mótmælt, og þeirri
skoðun lýst að íslensku þjóðerni væri engin hætta búin.
Þessar deilur urðu til að flýta fyrir stofnun Ríkissjónvarpsins, sem
hóf útsendingar 30. september 1966. Yfirmenn varnarliðsins skáru þá
á hnútinn með því að tilkynna að hermannasjónvarpið yrði takmarkað
við Keflavíkurflugvöll, þar sem samningar þess um sýningar á ókeypis
sjónvarpsefni væru háðir því að engar aðrar sjónvarsstöðvar sendu út
á dreifisvæðinu. Þess má geta að á upphafsárum Ríkissjónvarpsins
voru enskir knattspyrnuleikir sýndir með lýsingum enskra þula, en það
mun hafa komið til af því að leikirnir bárust hingað til lands á filmum
þar sem lýsingarnar voru ekki á sérstakri hljóðrás. Kynning íslensks
þular á leikmönnunum fór þó á undan. Að sögn Bjarna Felixsonar, sem
lýsti ensku knattspyrnunni um árabil, var farið að tala inn á leikina jafn-
skjótt þeir tóku að berast með hljóðspólu.
Tímamót í Persaflóastríði
Þegar Persaflóastríðið braust út í janúar 1991 voru gervihnatta-
fréttastöðvar á borð við CNN tiltölulega nýkomnar til sögunnar og í
fyrsta sinn gátu áhorfendur um allan heim þá fylgst með sólar-
hringsumfjöllun um stríðsátök, þar sem gjarnan var sent út beint frá
átakasvæðum. Þykir stríðið að því leyti marka ákveðin tímamót, bæði í
fjölmiðlun og stríðsfræðum.
Stöð 2 brást skjótt við og samdi um endurgjaldslausar útsendingar í
tilraunaskyni á efni CNN utan venjulegrar dagskrár. Ríkissjónvarpið
fylgdi í kjölfarið og hóf tímabundnar útsendingar á efni bresku Sky-
fréttastöðvarinnar. Margir urðu til að fagna því að íslenskir áhorfendur
ættu þannig kost á að fylgjast með heimsfréttunum, en aðrir bentu á
að útsendingarnar gætu ekki samræmst reglugerð þar sem mælt var
fyrir um að efni á erlendu máli skyldi fylgja íslenskt tal eða texti, ell-
egar kynning eða endursögn þegar um væri að ræða beinar útsend-
ingar um gervihnött. Þótti sumum nóg um að meirihlutinn af útsend-
ingartíma stöðvanna færi með þessum hætti undir óþýtt erlent efni.
En svo fór að þáverandi menntamálaráðherra, Svavar Gestsson,
breytti reglugerð um útvarpsrekstur, á þann veg að þýðingarskylda
ætti ekki við þegar dreift væri viðstöðulaust um gervihnött og mót-
tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýndi að verulegu leyti at-
burði sem væru að gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skyldi sjón-
varpsstöð þó láta endursögn fylgja eftir því sem kostur væri.
Síðan hafa íslensku sjónvarpsstöðvarnar nokkrum sinnum sent út
slíkt fréttaefni frá erlendum stöðvum, meðal annars í kjölfar hryðju-
verkanna 11. september 2001 og í tengslum við forsetakosningar í
Bandaríkjunum.
Reglum breytt vegna EES
Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu varð nauðsynlegt
að breyta ákvæði útvarpslaganna um þýðingarskylduna, enda var til-
skipun Evrópubandalagsins sem miðaði að því að afnema höft á dreif-
ingu sjónvarpssendinga innan Evrópu tekin upp í reglusafn EES. Í maí
1993 samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á útvarpslögum þar
sem þýðingarskylda íslenskra sjónvarpsstöðva á erlendu efni var lög-
fest, en hún hafði áður verið reglugerðarbundin. Þýðingarskyldan
braut ekki í bága við EES-samninginn, þar sem aðildarríkjunum var
heimilt að setja sér strangari reglur um dagskrá sjónvarpsstöðva sem
þau hefðu lögsögu yfir, teldu þau það nauðsynlegt vegna tungu-
málastefnu sinnar. En vegna reglna EES var beint endurvarp óstyttrar
og óbreyttrar dagskrár erlendra sjónvarpsstöðva hins vegar und-
anþegið þýðingarskyldunni. Þannig var opnaður möguleiki á því að
bjóða upp á áskrift að erlendum sjónvarpsrásum hér á landi, sem bæði
Stöð 2 og Síminn gerðu innan fárra ára í gegnum fjölvarp og breið-
band.
Átök og deilur
um útsendingar
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Bandaríska varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, um þær mundir sem
deilur risu um Keflavíkursjónvarpið.