Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR anna. Villibráð eða svissnesk osta- veisla í húsinu sem hýsti þrjár kyn- slóðir sem mat hlýju samlífsins ofar öllu. Matarást Einars, fegurðarskyn, hæfilega kærulaus afstaða hans gagn- vart tímanum og næmi fyrir mikil- vægi andartaksins gerði Einar að lífs- ins hagleiksmanni. Fyrir mér náði fegurðarskyn og óhversdagleiki Ein- ars hámarki í Guðrúnu Eggertsdótt- ur vinkonu minni. Hann var svo sann- arlega smekkmaður sem hafði auga fyrir því óvenjulega. Sjarmadrottn- ingin hrifnæma með suðræna blæinn átti hug hans og hjarta. Saman voru þau eitt og það sama. Það skyldi alltaf vera gleði og gaman í návist þeirra. Kannski var lífsgleði Einars eilítið angurvær en þannig þarf líf hetja oft að vera. Líf hans var frá barnsaldri bundið þjáningu sem Einar í þrjósku sinni reyndi að líta fram hjá og fela. Enda var hann líka maður fjalla og heiða, haustlyngsins og mosans, lygnra áa, kyrra vatna og stundum hafsins. Einar var nefnilega veiðimað- ur sem eltist við fugla og fiska og kannski eitthvað meira. Augun hans og rólyndislegt fasið hélst í hendur við fegurð og kyrrð náttúrunnar. Í henni fann hann ef til vill sátt og frið svona þegar fegurðin gerir okkur óttalaus og sæl. Eitt andartak verður að eilífð þar sem dauðinn er ekki til. Svo vitjar hún okkar aftur og aftur, löngunin um upplifunina sem gaf okkur frið. Þess vegna er náttúran griðastaður og minning um hvíld. Nú er sorgin stærri en veröldin. Guðrún mín, Auður og Eggert sakna og syrgja. Líf þeirra verður aldrei samt. Megi tilvist Einars Sveinsson- ar, ljómi hans og líf verða að eilífu um- vafið ljósi og yl. Það er í höndum okk- ar sem eftir lifum. Erna Sverrisdóttir. „Þú sleppur nú ekki við að kyssa mig,“ sagði Einar og benti á hægri kinnina. Ég var í að heimsækja hann í fyrsta sinn á spítalann, hann búinn að vera mikið veikur og var rúmfastur. Ég hafði í einhverjum vandræða- gangi heilsað með handabandi þar sem ég stóð við rúmstokkinn. Gott að þú ert alltaf eins hugsaði ég og smellti einum á fölan vangann. Við ótímabært fráfall Einars Sveinssonar, bekkjarbróður míns úr Kennaraskólanum, rifjast upp minn- ingar frá liðnum dögum, þegar við horfðum til framtíðar og dauðans óvissi tími var víðsfjarri. Minningar um góðan mann og mikinn ljúfling. Hlýjan húmorista. Frábæran félaga. Manninn sem alltaf mætti er við skólasystkinin hittumst eftir að leiðir skildu 1973. Alltaf samur við sig. Þegar gömlum myndum er flett rifjast ýmislegt upp. Samkvæmin í Langagerðinu, Einar í dæmalaust góðri sveiflu á leið á árshátíð, Einar í skólastofunni með arminn yfir axlir félaga síns, þeir kafskeggjaðir og síð- hærðir að þeirra tíðar hætti, Einar með listræna handbragðið sem við dáðumst að. Einar mættur einn dag- inn með fallega stúlku, konuefnið sitt. Vænst þykir mér um nokkrar litlar grátóna myndir. Við höfðum sjö bekkjarsystkini róið út í Viðey. Stöndum í fjörunni og í fjarska mótar fyrir borginni sem síðar varð starfs- vettvangur Einars er hann hafði lokið námi í arkitektúr. Á milli okkar Einars ríkti ætíð það vinarþel er oft skapast á skólaárun- um. Á erfiðleikatíma í lífi mínu var hann maður til að víkja að mér hlýjum og uppörvandi orðum. Fyrir það og allt annað þakka ég. Elskaðri fjöl- skyldu Einars bið ég allrar blessunar. Vertu í guðs hendur falinn vinur minn. Ásdís Einarsdóttir. Elskulegur bekkjarbróðir okkar, Einar Sveinsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við bekkjarsystkini hans úr Kennaraskóla Íslands minn- umst hans með söknuði og virðingu. Það var litríkur hópur ungmenna sem settist í fyrsta bekk A í Kenn- araskólanum haustið 1969. Það sem EINAR SVEINSSON Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR TRYGGVASON, hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7, áður til heimilis á Miklubraut 60, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Þórir Kristmundsson, Björn Tryggvi Guðmundsson, Steinunn Elínborg Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Jóhannesson, Kristín Guðmundsdóttir, Gísli Viggósson, Kolbeinn Guðmundsson, Árný Valgerður Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN MAGNÚSSON vélstjóri og húsasmíðameistari frá Friðheimi í Mjóafirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánu- daginn 14. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Sigurjónsson, Jón Hermann Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson, tengdadætur og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis Jaðri, Hellissandi, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánu- daginn 14. febrúar kl. 13.00. Þórir Ágúst Þorvarðarson, Hjördís Harðardóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson, Eggert Þorvarðarson, Vilborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR TRYGGVI SIGTRYGGSSON frá Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Guðrún Gunnarsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Jón Óskar Carlsson, Gunnar Gunnarsson, Gunvor Assergård, barnabörn og barnabarnabörn. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS E. STEFÁNSSONAR, fer fram frá Bessastaðakirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Þórunn Árnadóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ari Sigurðsson, Jóhanna Aradóttir, Ólafur Arason. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, JÓNA J. GUÐJÓNSDÓTTIR, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, að morgni mið- vikudagsins 2. febrúar. Útför hennar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00 Hulda Magnúsdóttir, Hinrik V. Jónsson. Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og langamma, BENEDIKTA ÞORLÁKSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Kirkjulundi 8, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð KFUM og K, sími 588 8899. Ólafía Hrönn Ólafsdóttir, Sigurbjörn Valdemarsson, Benedikt Sigurbjörnsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Helga Hrönn Sigurbjörnsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Mustapha Moussaoui, Ólafur Jón Ásgeirsson, María Pílar Gómez, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Sigurður Heiðar S. Wiium og langömmubörn. Bróðir minn, SIGURÐUR INGVARSSON, sem lést fimmtudaginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Kristbjörg Ingvarsdóttir. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR ráðskonu, Akureyri, fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri þriðju- daginn 15. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Grenivíkurkirkjugarði að athöfn lokinni. Eydís Sigursteinsdóttir, Þór Þorvaldsson, Jón Sigursteinsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, TRAUSTI BERGSSON, lést á Københavns Amts Sygehus í Glostrup fimmtudaginn 20. janúar. Útförin, ásamt minningarathöfn um SMÁRA BERGSSON, bróður hans, sem lést síðastliðið sumar, fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Elsa Bára Traustadóttir, Þór Traustason, Marta Rut Traustadóttir, Mike Lynge. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KJARTAN R. JÓHANNSSON, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 31. janúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Jóna Ingimarsdóttir, Kjartan Örn Kjartansson, Gyða Guðmundsdóttir, Elín Kjartansdóttir, Páll Halldór Dungal, Jóhann Ólafur Kjartansson, Kjartan Örn Kjartansson jr., Baldvin Pálsson Dungal, Alexander Dungal, Anna Jóna Dungal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.