Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 48
Reuters
Rússar minntust þess á dögun-
um að 61 ár er síðan umsátr-
inu um Leníngrad var aflétt.
Sovésk
stríðsheim-
ildamynd
í MÍR
Sýning myndarinnar hefst kl.
15. Myndin er með skýring-
um á ensku. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimil.
KVIKMYNDIN „Föðurlands-
styrjöldin mikla“ verður sýnd
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í
dag kl. 15.
Hér er um að ræða sovéska
heimildakvikmynd sem hinn
kunni leikstjóri Roman
Karmen setti saman um inn-
rás herja Þýskalands og lepp-
ríkja þess í Sovétríkin sum-
arið 1941 og baráttu
Sovétþjóðanna við innrásar-
herina.
Myndin er sett saman úr
gömlum fréttamyndum, sem
teknar voru á austurvígstöðv-
unum og annarstaðar þar
sem atburðir gerðust, mynd-
skeiðum sem tekin voru
beggja vegna víglínunnar,
bæði af sovéskum kvik-
myndatökumönnum og þýsk-
um.
Fjallað er um hraða fram-
rás fasistaherjanna á fyrstu
vikum og mánuðum stríðsins,
hetjulega vörn Sovétmanna
við Moskvu, baráttuna um
Leningrad sem var í herkví
innrásarherjanna í 900 daga,
sókn Þjóðverja suður á bóg-
inn, allt til Kákasuslanda, og
orrustuna um Stalingrad sem
olli straumhvörfum í styrjöld-
inni.
Þá fylgir myndin gagnsókn
Rauða hersins vestur á bóg-
inn og er ekki staðnæmst
fyrr en í Berlín, þegar Þjóð-
verjar gáfust upp fyrir herj-
um bandamanna í maí 1945.
48 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Samræður við náungann eru einstaklega
beinskeyttar og gagnlegar í dag. Þú vilt
komast til botns í viðfangsefnum þínum.
Kannski nærð þú að vinna einhvern á
þitt band.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Dagurinn í dag er einstaklega jákvæður
fyrir nautið. Þú ert við stjórnvölinn og
gefur fyrirmæli í allar áttir. Kannski að
einhver skipi þér fyrir líka.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur hjá þér hvöt til þess að komast
til botns í framandi trúarbrögðum, heim-
speki og gamalreyndum kenningum í
dag. Þú vilt ná tökum á grundvall-
aratriðum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn í dag er kjörinn til rannsókna
af einhverju tagi. Þú ert óþreytandi við
að reyna að ná settu marki og vilt öðlast
dýpri skilning á tilverunni en ella.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú vilt tjá þínar innstu hugrenningar um
tiltekið efni við einhvern nákominn í dag.
Samræður við maka eru ákafar og inni-
legar. Þú segir það sem þú meinar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér tekst að koma gífurlega miklu í verk
í vinnunni í dag. Rannsóknir bera góðan
árangur og þér lukkast að koma umbót-
um og nýjum aðferðum til leiðar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú kemst hugsanlega á snoðir um eitt-
hvað mikilvægt sem hjálpar þér í sam-
skiptum við börn í dag. Þú áttar þig á því
hvað býr undir niðri.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hulunni verður svipt af fjölskylduleynd-
armálum í dag. Samræður innan fjöl-
skyldunnar eru ákafar og innilegar og
snúast um grundvallaratriði. Dyttaðu að
heima.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sannfæringarkraftur þinn er mikill í
dag. Þér er lagið að selja, sannfæra,
kenna, skrifa og markaðssetja sem aldr-
ei fyrr. Þú átt leik.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Treystu hugboðum sem þú færð á fjár-
málasviðinu í dag. Hugur þinn er skarp-
ur og skýr og þú kemur auga á hug-
myndir og aðferðir sem hvörfluðu aldrei
að þér áður.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dálæti þitt á dularfullum fyrirbærum
vaknar í dag. Þig langar til þess að leysa
ráðgátur og finna lausnir á gömlum
vandamálum. Þú grandskoðar það sem
verður á vegi þínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ættir að nota daginn til þess að
gaumgæfa leyndarmál og dulda vitn-
eskju. Þú vilt vita hvers vegna atburðir
eiga sér stað í veröldinni. Hver er ástæð-
an að baki?
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert frjálsleg, opin og atkvæðamikil
manneskja sem hikar ekki við að láta
kylfu ráða kasti. Krafturinn dylst engum í
kringum þig. Þú sækir í spennu og æv-
intýri og færð jafnan mikla athygli í hópi.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 tilkynnir, 8 af-
komandi, 9 ílát, 10 blása,
11 merkilega, 13 hvala-
afurð, 15 deilu, 18 fornrit,
21 nægileg, 22 aurinn, 23
farsæld, 24 sannleikurinn.
Lóðrétt | 2 alda, 3 híma,
4 spottar, 5 blóðsugan,
6 espum, 7 skott, 12 ráð-
snjöll, 14 loga, 15 fjár-
hjörð, 16 galdrakerlinga,
17 sigruð, 18 fjallsbrúnin,
19 klappi egg í ljá, 20 ill.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sænsk, 4 flesk, 7 pútur, 8 æsing, 9 nær, 11 rúmt,
13 espi, 14 ásinn, 15 fálm, 17 naut, 20 ána, 22 geymt,
23 gátur, 24 rotin, 25 afana.
Lóðrétt |1 sýpur, 2 nótum, 3 korn, 4 flær, 5 efins, 6 kaggi,
10 ærinn, 12 tám, 13 enn, 15 fagur, 16 leynt, 18 aftra,
19 terta, 20 átan, 21 agga.
Nýlega kom út annað hefti tímaritsinsMerki krossins fyrir árið 2004, entímaritið er gefið út á vegum kaþ-ólsku kirkjunnar. Meðal efnis í
þessu nýjasta hefti er grein um Jobsbók eftir
Árna Þ. Árnason, og önnur um kristinn heim
miðalda og Hrafn Sveinbjarnarson eftir Örn
Bjarnason. Þá er þar sagt frá heimsókn þýska
heimspekingsins Josefs Piper til Íslands 1923,
danski fræðimaðurinn Sebastian Olden-
Jørgensen fjallar um þá Fróða, Potter og Aslan
í sögum J.R.R. Tolkien, J.K. Rowling og C.S.
Lewis, Bjarki Bjarnason greinir frá Heilagra
meyja sögum sem nýlega voru gefnar út, og
enn fremur er þar birt yfirlit um allar helstu
stjórnarstofnanir Vatíkansins.
„Merki krossins var stofnað 1926 að frum-
kvæði Meulenbergs, hins postullega prefekts
kaþólsku kirkjunnar á Íslandi,“ segir Þorkell
Örn Ólason, ritstjóri Merkis krossins. „Mark-
mið þess á þeim tíma var að kynna kaþólska
trú. Í fyrsta hefti ritsins birtist m.a ljóð eftir
Stefán frá Hvítadal, grein eftir Halldór Lax-
ness og heimsbréf Píusar páfa XI. Merki kross-
ins hefur komið nokkuð reglubundið út síðan.
Lengst af var megináhersla lögð á kynningu og
fræðslu um kaþólska trú og sögu en á síðari ár-
um hefur sú stefna verið tekin að gera tímaritið
að alhliða menningarriti með sérstakri áherslu
á kaþólsk viðhorf. Fyrr á árum kom Merki
krossins út tvisvar til fjórum sinnum á ári en
nú birtist það tvisvar á ári, stærra í sniðum og
til muna efnismeira.“
Hvert er hlutverk Merkis krossins í dag?
„Tímarit sem helga sig kristinni trú og
menningu eru ekki mörg á Íslandi og oft gætir
misskilnings þegar um þau efni er fjallað. Það
er því ekki vanþörf á að færa íslenskum les-
endum fræðandi og vandaðar greinar um þessi
mál.
Hversu mikilvægt er að skoða bæði söguna
og málefni líðandi stundar út frá trúnni?
Nú er það óumdeilt að kirkja og trú hafa
mótað bæði sögu, menningu og hugsunarhátt
manna á Vesturlöndum, ekki síst hér á landi,
og mikilvægt að þau tengsl verði ekki rofin. Í
fjölþættum samfélögum nútímans er mikilvægt
að ein „rétt“ hugsun ráði ekki ferðinni og móti
skoðanir fólks. Fleiri sjónarhorn þurfa að kom-
ast að og er þess vænst að Merki krossins geti
að sínu leyti haft þar nokkru hlutverki að
gegna.“
Merki krossins fæst í nokkrum bókabúðum
og einnig er hægt að fá það í áskrift í síma 552
7991.
Trúmál | Merki krossins, tímarit kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, komið út
Þorkell Örn Ólason er
fæddur á Hólmavík árið
1953. Hann lauk kenn-
araprófi frá Kenn-
araskólanum 1973 og
stúdentsprófi frá sama
skóla 1974. Þá stund-
aði hann nám í þýsku,
sögu og heimspeki við
háskólann í Heidelberg í
Þýskalandi 1974–1977.
Þorkell vann ýmis störf
til 1984 að hann hóf kennslu við Landakots-
skóla þar sem hann kenndi til 2002. Hann hef-
ur síðan verið starfsmaður kaþólsku kirkj-
unnar á Íslandi, sem bókavörður og þýðandi en
sinnir einnig ýmsum útgáfustörfum fyrir
kirkjuna, m.a. sem ritstjóri tímaritsins Merkis
krossins.
Fjölbreyttari sjónarhorn á trúmál
Félagsstarf
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í
Breiðfirðingabúð sunnudaginn 13.
febrúar kl. 14. Annar dagur í fjögurra
daga keppni. Kaffiveitingar, allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Leikfélagið Snúður og Snælda frum-
sýna leikritið Ástandið sunnudag 13.
febrúar kl. 14 í Iðnó. Næsta sýning
verður miðvikudag 16. febrúar kl. 14,
miðasala í Iðnó og skrifstofu FEB.
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20,
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir
dansi.
Félagsstarf Gerðubergs | Fimmtu-
daginn 17. febrúar kl. 13.15 „Kynslóðir
saman í Breiðholti“ félagsvist í sam-
starfi við Fellaskóla, Esso veitir verð-
laun, allir velkomnir.
Hraunsel | Félagsstarfsemi í gangi
samkvæmt dagskrá alla virka daga
frá kl. 9–17.
Hæðargarður 31 | Félagstarfið er öll-
um opið. Fjölbreytt starfsemi í Betri
stofu og Listasmiðju virka daga 9–16.
Dagblöð og morgunkaffi. Hádegis-
matur og síðdegiskaffi. Á mánudög-
um er framsögn og framkoma í Lista-
smiðju. Kennari Soffía Jakobsdóttir
leikari. Upplýsingar í s. 568–3132.
Vesturgata 7 | Góubingó verður
þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.
Pönnukökur með rjóma í kaffitím-
anum, allir velkomnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Fundur í Æsku-
lýðsfélaginu kl. 20.
Bessastaðasókn | Sunnudagaskólinn
er í sal Álftanesskóla kl. 11.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
smáauglýsingar
mbl.is
HVAÐ er svona merkilegt við það að vera karlmaður? Langar
ykkur til að prófa? Ekkert mál! Nú gefst tækifærið. Námskeið í
karlmennsku verður nefnilega haldið í Borgarleikhúsinu helgina
19.–20. febrúar frá 10–16 báða dagana. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður. Kostnaður 5.000 kr.
María Pálsdóttir leikkona og meðlimur norræna leikhópsins
subfrau (www.subfrau.com ) heldur námskeið í dragi. María hefur
haldið dragnámskeið í leiklistardeild LHÍ og á ráðstefnunni Køn i
spil sem haldin var í Kaupmannahöfn í haust. „Þátttakendum ber
saman um að þessi innsýn inní líf karlmannsins sé sérstök og
ógleymanleg upplifun.
Hvað er þetta með kynin? Erum við ólík frá náttúrunnar hendi
eða er þetta bara áunnið? Getum við tileinkað okkur karlmanns-
eðli? Er til eitthvað sem heitir karlmannseðli? Hvað er eðlilegt?
Með skegghári, sminki, fötum, líkamsbeitingu og rannsóknar-
vinnu breytum við okkur í karlmenn yfir eina helgi,“ segir María.
Kóngur einn dag!
Morgunblaðið/ÞÖK