Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 29 Dagskrá: Stjórn Símans Aðalfundur 2005 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál löglega fram borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins liggja frammi á skrifstofu Símans, Ármúla 25, hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Ársreikning Símans verður einnig að finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.siminn.is Fundargögn verða afhent á fundarstað. Aðalfundur Landssíma Íslands hf. verður haldinn miðvikudaginn 23. febrúar 2005 kl. 17.00 í húsnæði félagsins að Ármúla 25, Reykjavík. Í septembermánuði 1963 varskráð hér Douglas Skymasterc-54b-10-do, eigandi FlugfélagÍslands, og hlaut hún nafnið Snarfaxi. Flugvél þessi flaug í fyrsta sinn 17. ágúst 1944, hjá bandaríska flug- hernum, sem 43-17153. Ekki liggja fyrir gögn um hvar vélin var staðsett þá, en 15. nóvem- ber 1955, er hún skráð sem n-88818, hjá Braniff International Airways, og létu þeir innrétta hana til far- þegaflutninga. 10. júní 1946 er vélin skráð hjá Northwest Airlines, og er svo skilað aftur til Braniff 15. júní 1947. Eftir það lá leið vélarinnar til Chicago & Southern Airlines, og er hún þar til 10. febrúar 1951, en þá fer hún aftur til Northwest Airlines. 1. mars 1961 hafði vélin 39.215 flugtíma að baki. 11. apríl 1961 er vélin skráð hjá Aircraft Holdin Inc., síðan eignast First National City Bank hana, þann 14. apríl 1961. Sama dag er hún skráð hjá Air New-Mex Inc, og er hún hjá þeim til 3. september 1961. 19. september 1963 fær hún skráninguna TF-AKB, hjá Flug- félagi Íslands og nafnið Snarfaxi. 11. október 1963 er vélin seld til Greenland Air, og verður OY-FAJ, og er þetta fyrsta fjögurra hreyfla flugvél þess flugfélags. 4. október 1970 lendir vélin í mik- illi loftókyrrð yfir Grænlandsjökli, og þótti mönnum það kraftaverki lík- ast, að vélin skyldi lenda í heilu lagi. Vélin var úrskurðuð ónýt eftir þessa ferð. Henni var lagt í syðri Straumfirði 10. desember 1970. Eitthvað er á reiki með vélina eftir þann tíma, en meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir margt löngu á Grænlandi, og er höfundur þeirra ekki kunnur. Sumir segja, að vélin hafi verið rif- in í júní 1980, aðrar sögur segja, að slökkvilið staðarins hafi notað hana við æfingar, og þriðja sagan segir, að flak vélarinnar hafi verið heillegt á Grænlandi í júní 2002. Frá árinu 1947 til 1971 hafa 10 Douglas Skymaster vélar verið skráðar hér á landi. Gaman væri ef einhver ætti hugs- anlega mynd af vélinni sem var skilin eftir á Grænlandi, í litum Flugfélags Íslands. Ef einhver á mynd, er sá sami beð- inn um að hafa samband við höfund þessarar greinar. ssair@isl.is/www.cl44.com Snarfaxi kominn til Grönlandsfly. Myndin var tekin eftir að vélin hafði verið yfirfarin í Danmörku. Ljósmynd/E.G. Christiansen Flakið af Snarfaxa á Grænlandi í kringum 1980. Snarfaxi vængjum þöndum Í flugsögu Íslands kennir ýmissa grasa og eiga margar flugvélar, sem hér hafa haft viðkomu, forvitnilega sögu. Sigurbjörn Sigurðsson rekur sögu Snarfaxa. Höfundur er flugáhugamaður. Um 60 fjöl- miðlamenn á „Food and fun“ MATARHÁTÍÐIN „Food and fun“ verður haldin í fjórða sinn á Íslandi 16. til 20. febrúar. Hátíðin er liður í markaðsstarfi Icelandair í sam- vinnu við íslenskan landbúnað og samtökin Iceland Naturally. Er með hátíðinni stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingastaði hérlendis í því skyni að laða hingað erlenda ferðamenn á líkan hátt og fyrirtækið hefur gert með stuðningi sínum við Iceland Airwawes-tónlistarhátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsinga- fulltrúa Icelandair, er von á um 60 erlendum fjölmiðlamönnum til landsins til að fylgjast með hátíð- inni. Flestir eru frá Bandaríkjunum en einnig koma fjölmiðlamenn frá Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Norðurlöndunum. Nokkur veitingahús borgarinnar bjóða rétti sem erlendir mat- reiðslumeistarar reiða fram með ís- lenskum starfsbræðrum. Staðirnir eru Grillið, Siggi Hall, Rauðará, Þrír frakkar, Hótel Holt, La Prima- vera, Einar Ben., Argentína, Apó- tekið, Sjávarkjallarinn og Vox. FORSETI Finnlands, Tarja Halonen, hefur sæmt Jón Sigurðsson, forstjóra Norræna fjárfestingabankans (NIB), ljónsorðu Finnska lýðveldisins af fyrstu gráðu. Aðstoðarfjármálaráðherra Finnlands, Ulla-Maj Wideroos, af- henti Jóni orðuna við hátíðlega athöfn í Helsingfors í vikunni. Jón varð bankastjóri hjá NIB árið 1994 en var áður bankastjóri Seðla- banka Íslands og ráðherra. Ljósmynd/Minna Takaloeskola Sæmdur ljónsorðunni ALÞJÓÐLEG ráðstefna á sviði há- tækni og nýjunga verður haldin í Moskvu 18.–22. apríl nk. Þátttakan er boðuð fyrirtækjum, ríkisstofn- unum, háskólum, vísinda- og rann- sóknarráðum, sjóðum og fjárfest- ingaraðilum. Allir þeir sem áhuga hafa geta skoðað nánari upplýs- ingar um ráðstefnuna á ensku á vefsíðu, http://www.engl.vt21.ru/ index.php, segir í frétt frá sendi- ráði Rússlands á Íslandi. Alþjóðleg ráðstefna á sviði hátækni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.