Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 39
öðling og biðjum góðan guð að blessa
konu hans Guðrúnu og börn þeirra,
Eggert og Auði Kömmu.
Hvíli hann í friði.
Bára og Óttar.
Kynni okkar hófust fyrir alvöru
þegar ég kvæntist systur þinni Sig-
ríði. Þróun þeirra kynna varð með
þeim hætti að til þín bar ég mikið
traust. Ég kalla ekki alla vini. Ein-
kenni skapgerðar þinnar voru æðru-
leysi og hógværð, svo mikil að mér
fannst nóg um. Þegar þú háðir bar-
áttu við sjúkdóm þann er lagði þig að
velli kvartaðir þú aldrei. Slíku hef ég
ekki kynnst fyrr. Ég fylgdist með hel-
stríði þínu að því marki sem ég gat
þar til yfir lauk. Á þessum tíma varð
mér oft hugsað til Flókagötufjöl-
skyldunnar, þín, Guðrúnar konu
þinnar og barna, Eggerts og Auðar
Kömmu.
Nú, þegar lífs er lokið teig, veit ég
að betri umönnun en þau veittu þér er
erfitt að hugsa sér. Ég get ekki stillt
mig um að koma inn á hluti sem öllum
mönnum eru sameiginlegir, þ.e.
dauðinn. Við hverja sólarupprás fær-
umst við einum degi nær dauðanum.
Á svona tímamótum sækja á mann
spurningar eins og: Hver er ég?
Hvaðan kem ég? Hvert fer ég?
Fyrir u.þ.b. hálfum mánuði var ég
á keyrslu með fimm ára dóttursyni
mínum. Hann sneri sér að mér og
spurði: Afi, er lífið bara draumur? Ég
sneri mér að honum og svaraði: Góð
spurning. Þegar stráknum var sagt
að þú værir allur heyrði ég hann tauta
um leið og hann gekk í burtu: Jæja,
þá er þetta búið með Einar. Ég fæ
víst ekki að tala við hann meir fyrr en
ég hitti hann hjá guði.
Að lokum sendi ég og fjölskylda
mín þér hugheila hetjukveðju, og
konu þinni og börnum innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Jóhannsson,
Ásmundarstöðum.
Mágur minn og vinur, Einar
Sveinsson, er allur. Hann lést á heim-
ili sínu umkringdur fjölskyldu sinni.
Það er þyngra en tárum taki að þurfa
að kveðja hann svona snemma.
Einar var óvenjulegur maður.
Hann var áræðinn og blíður. Ótrúlega
skemmtilegur, gestrisinn og mikill
fagurkeri. Lítillátur og hógvær.
Einar var mikill gæfumaður í
einkalífi. Hann var nærgætinn eigin-
maður og ástríkur pabbi. Hann var
vel kvæntur. Þau Guðrún voru sömu
sálar. Samtaka og glöð. Ferðuðust
um heiminn og nutu lífsins. Saman.
Guðrún sýndi ótrúlegan sálarstyrk í
erfiðum veikindum Einars. Hún og
börnin voru það mikilvægasta í lífi
hans. Það besta.
Einar var einstaklega barngóður
og því fengu börnin í fjölskyldunni að
kynnast, enda dýrkuðu þau hann öll.
Hann átti góð og skemmtileg systkini
sem hann ræktaði samband sitt við.
Hélt flott matarboð enda meistara-
kokkur. Nú er skarð fyrir skildi í
samheldnum systkinahópi.
Genginn er góður maður sem hafði
áhrif á líf samferðamanna sinna.
Hann elskaði og var elskaður. Ég get
ekki ímyndað mér lífið án hans. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt hann að.
Guðrúnu, Eggerti, Auði Kömmu,
Gerði og öðrum ástvinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir.
,,Ég er rólegur,“ sagði Einar og
það urðu hans andlátsorð. Hann lést
síðdegis laugardaginn 29. janúar á
heimili sínu, Flókagötu 57. Hann var
ekki einn, heldur umkringdur ástvin-
um sínum; konu sinni og börnum og
stóru systur, sem hafði verið viðstödd
fæðingu hans. Baráttu við illvígt
krabbamein sem greinst hafði hálfu
ári fyrr var lokið. Í þeirri baráttu
sýndi Einar ótrúlega einurð og jafn-
aðargeð svo menn undruðust, hann
var hetjan sem hvorki brá sér við sár
né bana.
Kynni mín af Einari voru fjöl-
skyldukynni en hann kvæntist Guð-
rúnu frænku minni. Þau höfðu kynnst
í Glaumbæ þegar Einar var í Kenn-
araskólanum.
Hann fékkst þó aldrei við kennslu
heldur hélt til náms í arkitektúr í
Danmörku og fylgdi Guðrún honum
þangað. Heim komin fluttu þau inn í
íbúð í sama húsi og foreldrar Guð-
rúnar á Flókagötu, þau Gerður Jón-
asdóttir og Eggert Steinþórsson
læknir. Svo fór að sú sambúð hélst
alla tíð og bar ekki skugga á. Þau
eignuðust tvö mannvænleg börn,
Eggert og Auði Kömmu. Einar hóf
störf hjá Húsameistara ríkisins en
eftir að sú stofnun var lögð niður vann
hann hjá Fasteignum ríkissjóðs. Það
var mat Einars að sú ráðstöfun að
leggja niður embætti húsameistara
hefði verið röng en hann flíkaði þó
ekki mjög skoðunum sínum.
Einar var hlédrægur maður, fámáll
og rólyndur. Hann var fríður sýnum,
hávaxinn og dökkur yfirlitum með
sveipi í hári. Augun voru ljós og
horfðu til fjalla. Hann hafði erft veiði-
mannseðlið sem svo mjög einkennir
föðurætt hans frá Miðdal. Ungur
hafði hann lært að halda á riffli og
hann ferðaðist um landið með föður
sínum, veiðistjóranum.
Einar var fagurkeri mikill og hafði
næmt auga fyrir hönnun. Hann hafði
unun af góðum mat og og var smekk-
maður á vín. Hann var snilldarkokkur
og matreiddi gjarnan eigin bráð.
Einar átti við veikindi að stríða frá
barnæsku en aldrei talaði hann um
veikindi sín og lét þau ekki aftra sér
þótt hann væri sárþjáður. Ferðalög
voru sameiginlegt áhugamál þeirra
Guðrúnar og þau og börnin ferðuðust
saman bæði innanlands og utan, síð-
ast til Parísar á liðnu vori. Oft var far-
ið til Basel í Sviss þar sem Sigrún, tví-
burasystir Guðrúnar, býr en oftar
komu þó Sigrún og fjölskylda hennar
heim til Íslands.
Þegar Einar var fimm ára og hafði
legið sína fyrstu legu á spítala orti
föðursystir hans, Karólína Einars-
dóttir, sem kölluð var Líba, fallega
þulu um hann, í stíl Theodóru Thor-
oddsen. Þar lýsir hún fallegum dreng
með blíð og blá augu og kallar hann
Smyril höfðingja. Eins og í ævintýr-
unum eignast hann prinsessu. Og
Líba kveður hann að lokum: ,,Vertu
sæll og sofðu rótt/í sænginni þinni í
alla nótt,/englar vaki yfir þér/ unz af
degi bjarmar;/í sólskininu sofa allir
harmar.“
Ekki er hægt að fá fallegri kveðju
og með þessum orðum kveðjum við
góðan dreng. Hans verður sárt sakn-
að og mest af þeim sem unnu honum
mest, konu hans og börnum. Hjá
þeim er hugur okkar í djúpri samúð.
Blessuð sé minning Einars Sveins-
sonar.
Gerður Steinþórsdóttir.
Einar, bróðir pabba, var alltaf
uppáhaldsfrændi minn. Það er rétt
sem mamma mín sagði þegar hún
sagði mér frá andláti hans að ég er
heppin að hafa þekkt svona góðan
mann í lífinu. Ég er viss um að allir
sem þekktu Einar eru þakklátir fyrir
að hafa kynnst slíku mikilmenni.
Ég man sérstaklega eftir matar-
boðum og sumarbústaðaferðum með
Einari. Hann var alltaf góður fé-
lagsskapur og frábær kokkur sem
gerði hrikalega góða sveppasósu.
Einar var rólegur og góður maður en
hann var líka sterkur og hótaði að
henda strákum sem heimsóttu mig
(„Kömmu litlu“) út af svölunum eða í
ruslið! Strákarnir voru ekki vissir
hvort hann væri að grínast eða ekki
og forðuðu sér eins hratt og þeir gátu;
hlupu heim. Auðvitað var Einar að
grínast, hann var með sinn dæmi-
gerða glampa í augunum þegar hann
sagði þetta og um leið og strákarnir
fóru hló hann. Það jafnast fáir á við
Einar frænda. Ég leit alla tíð upp til
hans og mun halda því áfram því hann
var frábær maður sem hafði mikil
áhrif á líf mitt.
Ég vil votta Guðrúnu, Eggerti og
Auði Kömmu alla mína samúð og
kveðja Einar frænda minn. Bless,
Einar. Blessuð sé minning þín.
Kamma Thordarson.
Okkar kæri vinur Einar Sveinsson
er nú kvaddur. Hann lést á heimili
sínu 29. janúar síðastliðinn, ótíma-
bært og langt um aldur fram. Um
miðjan ágúst á liðnu sumri lá sjúk-
dómsgreining fyrir. Þá hófst hetjuleg
barátta við illvígan sjúkdóm sem Ein-
ar háði af hugrekki og æðruleysi. Í
þessari baráttu var hann einstakur.
Það hefur verið djúpstæð og átak-
anleg reynsla að fylgjast með Einari
og fjölskyldu hans, þeim Guðrúnu og
börnunum Eggerti og Auði Kömmu
takast saman á við hið óumflýjanlega
helstríð. Kærleiksríkara verk verður
vart unnið og í faðmi fjölskyldu sinn-
ar lést Einar.
Það er þungur harmur fyrir okkur
öll sem honum unnum að kveðja
þennan góða vin. Eiga aldrei framar
eftir að njóta hans góðu og hlýju nær-
veru, léttrar kímni, nærgætni, gest-
risni og höfðingsskapar í hvívetna.
Lífsvefur okkar fjögurra, þeirra
Einars og Guðrúnar og okkar sem
þessar línur ritum hófst árin sem við
vorum samtíða í Árósum í Danmörku.
Síðan eru liðin rúm þrjátíu ár. Gróin
vinátta var áður með okkur konunum
og okkar fjölskyldum.
Í Árósum vorum við öll ung og
framtíðin blasti björt og fögur við okk-
ur en hún var óráðin. Þar hófst sú vin-
átta sem aldrei bar skugga á síðan.
Einar stundaði nám í arkitektúr í Ár-
ósum og lauk þaðan prófi árið 1980.
Margir Íslendingar í Árósum komust
fljótt að raun um að þau Einar og Guð-
rún voru góð heim að sækja, bæði ein-
staklega gestrisin og miklir höfðingjar
við alla þá sem knúðu dyra á heimili
þeirra. Þannig hefur það verið æ síðan.
Hæfileikar Einars til matargerðar
komu fljótt í ljós. Veislurnar sem töfr-
aðar hafa verið fram fyrr og síðar eru
margar ógleymanlegar. Allt varð að
veislu í höndum og viðmóti þeirra
Einars og Guðrúnar. Andrúmsloftið í
kringum Einar þegar hann útbjó mat
var í senn hátíðlegt og skemmtilegt
og um leið ómetanlega gjöfult fyrir
okkur hin sem fengum að njóta. Ein-
ari sem hafði danskt blóð í æðum var
alltaf svo hlýtt til Danmerkur. Hann
kunni að meta áherslur Dana í því að
kunna að njóta lífsins eins og að búa
til góðan mat og drekka góð og göfug
vín. Einar og Danmörk pössuðu ein-
hvern veginn svo vel saman.
Einar var mikill fagurkeri og
smekkvís svo af bar. Hann var lista-
maður. Auk matargerðarlistar var
Einar veiðimaður af Guðs náð, hvort
sem veiðin snerist um að skjóta fugl
til matar eða renna fyrir fisk. Það eru
nú dýrmætar minningar að hafa séð
Einar veiða silung. Hann var útsjón-
arsamur með veiðistaði, áhugasamur,
þolinmóður og mjög fiskinn. Hann
naut sín vel úti í náttúrunni. Veiði-
listina hafði Einar snemma lært af
föður sínum.
Í okkar huga var Einar afreksmað-
ur. Hann var einkar hógvær og
myndi líklega neita þessari staðhæf-
ingu. Einar hafði frá unga aldri átt við
veikindi að stríða. Hann átti margar
sjúkrahúslegur að baki á bernsku- og
uppvaxtarárum sínum. Sem lítill
drengur sat hann oft við gluggann á
sjúkrahúsi og horfði út á götuna á
önnur börn að leik. Þrátt fyrir þetta
hélt Einar ótrauður áfram lífsgöngu
sinni og náði settum markmiðum.
Hann menntaðist og eignaðist ástina í
lífi sínu, hana Guðrúnu. Hún hefur
verið honum frábær lífsförunautur.
Þau voru glæsilegt par, falleg og sam-
hent. Saman eignuðust þau sín mann-
vænlegu og myndarlegu börn, Egg-
ert og Auði Kömmu, sem bera
foreldrum sínum fagurt vitni. Einar
varð því gæfumaður. Það leyndi sér
ekki hve Einari var annt um allt sitt
fólk, eiginkonu, börn, foreldra sína,
systkini og tengdafjölskyldu.
Einar og Guðrún bjuggu öll sín ár
hérlendis í sama húsi og tengdafor-
eldrar Einars, þau heiðurshjónin
Eggert og Gerður. Á milli þeirra allra
ríkti gagnkvæm virðing og væntum-
þykja. Alltaf hefur það verið einstak-
lega ánægjulegt að heimsækja heim-
ilisfólkið á Flókagötu 57.
Fráfall Einars er mikið harmsefni
fjölskyldu hans og vinum. Það er
huggun harmi gegn að margs er að
minnast frá liðnum árum. Ótal gagn-
kvæmar heimsóknir, ferðalög og
sumarbústaðaferðir víða um land og
einnig utan þess. Ljúf og gefandi
samvera fyrir foreldra og börn. Ein
slík ferð var farin á næstliðnu sumri
til Danmerkur. Við vorum þrjár fjöl-
skyldur saman. Þær tvíburasystur
Guðrún og Sigrún, menn þeirra, Ein-
ar og Marcel, og við sem þetta ritum,
ásamt börnum okkar allra. Í lok dval-
arinnar borðuðum við saman á einum
þekktasta veitingastað Danmerkur, á
N-Sjálandi, þar sem meistarakokkur
réð ríkjum. Útsýni var yfir Eyrar-
sund í átt til Svíþjóðar. Einar átti
frumkvæðið að þessari einstöku mál-
tíð, sem í raun varð nokkurs konar
kveðjumáltíð, „festmiddag“, eins og
þær gerast glæsilegastar í Dan-
mörku. Minningin um Einar við þetta
hátíðarborð er ógleymanleg. Hún
mun lifa áfram í ríkum sameiginleg-
um minningarsjóði okkar allra.
Við og börn okkar, Steinunn Elna
og Jóhann, kveðjum kæran vin með
djúpum söknuði og innilegu þakklæti
fyrir allar þær gjöfulu stundir sem við
áttum saman. Hér eiga vel við orð
skáldsins Hannesar Péturssonar:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Við ásamt börnum okkar, vottum
Guðrúnu, Eggerti og Auði Kömmu,
Gerði tengdamóður Einars, systkin-
um og vandamönnum öllum einlæga
samúð okkar.
Blessuð sé minning Einars Sveins-
sonar. Hann veri kært kvaddur.
Hanna Unnsteinsdóttir og
Eyjólfur Valdimarsson.
Vinur minn Einar Sveinsson var
lífsleikinn maður. Hann gat gert
hversdaginn bæði stund- og staðlaus-
an. Rólegur og yfirvegaður fagurkeri
sem ávallt gerði vel við vini sína. Tók
á móti af rausn og alúð. Úr örsmáu
eldhúsi undir súð urðu til ógleyman-
legir veisluréttir eldaðir af stórhug og
suma hafði ég aldrei smakkað fyrr.
Það var hjá veiðimanninum Einari
sem ég lærði að meta bæði svartfugl
og gæs. Við erum mörg sem höfum
setið veislurnar í risinu á Flókagöt-
unni, skreyttu fallegum munum sem
teygja sig á móti gestum í harmóníu
við veitingarnar og lund gestgjaf-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 39
MINNINGAR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Safamýri 48,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
aðfaranótt laugardagsins 5. febrúar, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
16. febrúar kl. 13.00.
Unnar Þór Sigurleifsson,
Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson,
Elísa Sirrý Elíasdóttir.
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HELGA HALLDÓRSDÓTTIR,
Norðurgötu 52,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 15. febrúar kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Valdimar Pétursson, Alice Zackrisson,
Jónas Valdimarsson,
Lísa Valdimarsdóttir,
Símon Hjálmar Valdimarsson,
Hilma Elísabet Valdimarsdóttir.
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR
fyrrv. ljósmóðir á Sauðárkróki,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 26. febrúar kl. 14.
Pálína Pétursdóttir, Bjarni Nikulásson,
María Guðrún,
Bjarndís,
Bryndís,
Pétur Nikulás.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON
verslunarmaður,
Reyrengi 4,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 3. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
15. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Samtök lungnasjúklinga, sími 892 1122 og 552 2154.
Guðlaug Guðlaugsdóttir,
Guðmundur Hallur Jóhannesson, Vilhelmina Nielsen,
Ragna Hrönn Jóhannesdóttir, Kristinn Gústafsson,
Helma Björk Jóhannesdóttir,
Kristín Heiða Jóhannesdóttir, Steinn Viðar Ingason,
Valgerður Anna Jóhannesdóttir, Þórir Erlendsson,
barnabörn og barnabarnabörn.