Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 49
„Í stuttu máli er þessi uppfærsla á Toscu á ýmsan hátt heillandi.“ EINHVER alræmdustu mistök í óperusýningu áttu sér stað þegar söngkonan í hlutverki Toscu í sam- nefndri óperu Puccinis kastaði sér ofan af turni í lokin. Hún lenti á trampolíni sem var full fjaður- magnað, með þeim afleiðingum að hún hentist upp aftur. Þar með var allt dramað í óperunni fyrir bí og frægasta sjálfsmorð óperusög- unnar orðið að hálfgerðu gríni. Sem betur fer gerðist ekkert slíkt á frumsýningunni á Toscu í Ís- lensku óperunni á föstudags- kvöldið. Elín Ósk kastaði sér af turnbrúninni … og hún hvarf í myrkrið. Það var hrollvekjandi endir magnaðrar sýningar, eða hvað? Jú, vissulega var margt prýðilegt; leikmyndin var glæsileg, í senn íburðarmikil og falleg og söngvararnir stóðu sig yfirleitt með sóma. Hins vegar var ég ekki alveg eins sáttur við leikstjórnina og ýmislegt í leiknum, en hvort tveggja skiptir gríðarlegu máli. Kannski var þetta því ekki eins mögnuð sýning og vonir stóðu til um. En meira um það hér fyrir neðan. Misjafn leikur Tosca gerist í Róm í upphafi 19. aldar. Lostinn er í aðalhlutverki í óperunni; Barón Scarpia, yfirmað- ur lögreglunnar, girnist Toscu, fræga söngkonu, og vílar ekki fyrir sér að láta taka af lífi hennar heittelskaða Cavaradossi til að komast yfir hana. Ólafur Kjartan Sigurðarson sýndi það enn og aft- ur að hann er frábær leikari; hann var einfaldlega djöfullegur í hlut- verki Scarpia. Hins vegar var söngur hans stundum heldur yf- irgengilegur; forseraður eins og það er kallað á söngmáli. Það skemmdi dálítið fyrir honum; at- riðið í lok fyrsta þáttar, þar sem Scarpia tekur þátt í trúarathöfn en hugsar um leið um fyrirhugað níð- ingsverk sitt, var t.d. ekki alveg eins óhugnanlegt og það hefði get- að orðið. Auðvitað verður illskan að vera til staðar í söngnum – ann- ars skynjar áhorfandinn ekki al- mennilega hvað er að gerast, en það verður að vera stígandi í henni; það má ekki bara leggja öll spilin á borðið strax. Söngur Elínar Óskar var meira sannfærandi; í senn tær, hljóm- mikill og kröftugur, þó einnig hann væri einstöku sinnum forseraður. Verri var leiktúlkun hennar, hún var ansi einhæf, ég sá ekki fleiri svipbrigði en þrjú eða fjögur og saknaði ég mýktarinnar sem er eitt af höfuðeinkennum þessa hlut- verks. Svipaða sögu er að segja um Jó- hann Friðgeir Valdimarsson sem Cavaradossi; leikur hans hafði ekki þá dýpt sem einkenndi leik Ólafs Kjartans. Frammistaða hans varð samt æ meira sannfærandi eftir því sem á leið og á það við um söng hans líka. Rödd hans var ör- lítið hikandi í byrjun en varð öruggari og fallegri eftir því sem á leið. Bergþór Pálsson var í minni háttar hlutverki Angelottis, sem er nýsloppinn úr fangelsi í upphafi óperunnar. Hann var einstaklega trúverðugur; þjáningin uppmáluð án þess að það virkaði á nokkurn hátt tilgerðarlegt. Davíð Ólafsson sem kirkjuvörðurinn var sömuleið- is eins og hann átti að vera og Snorri Wium var ágætur Spoletta, þó hann hefði hugsanlega mátt vera enn ísmeygilegri og glottandi þegar Scarpia fyrirskipaði aftöku Cavaradossis. Loks voru Manfred Lemke, Stefán Helgi Stefánsson og Elma Atladóttir prýðileg í litlum hlutverkum sínum. B-ópera? Hljómsveitin stóð sig yfirleitt vel undir nákvæmri en líflegri stjórn Kurts Kopecky. Ekki má þó gleyma því að þröng gryfjan tak- markar mjög gæði tónlistarflutn- ingsins, og þegar við bætist að endurómunin í Gamla bíói er afar lítil verður útkoman aldrei mikið betri en úr ferðaútvarpi. Kopecky skilaði samt hlutverki sínu með sóma miðað við aðstæður; hljóm- sveit og söngvarar voru almennt samtaka og styrkleikajafnvægið þar á milli var oftast eins og best verður á kosið. Því miður fær leikstjórn Jamie Hayes ekki eins góða einkunn; í sýningarskránni mátti lesa að hann hefði reynt að setja óperuna upp í anda gamalla hrollvekja á borð við Frankenstein eftir Mary Shelley. Vofa Scarpia var látin birtast í lok- in og víða í verkinu var lýsingin ærið draugsleg. Það var í sjálfu sér fyllilega í anda subbulegrar sögunnar, en hins vegar er ekki hægt að fyrirgefa hina gersamlega misheppnuðu senu þar sem Tosca myrðir Scarpia. Atriðið þar sem hún leggur krossinn á brjóst hans eftir að hann er dauður er eitt hið mergjaðasta í gervallri óperu- sögunni og ef það er vel gert þá er það engu líkt. Til allrar óhamingju eyðilagði Hayes þetta með B-myndatilburðum sem minntu helst á lokaatriðið í Carrie eftir Stephen King. Var það einhver dapurlegasti antiklímax sem sést hefur á fjölum Íslensku óperunnar. Ýmislegt annað orkaði einnig tvímælis; sólgleraugun sem lög- reglumennirnir skörtuðu minntu of mikið á Matrixkvikmyndirnar; þau voru klisjukennd, jafnvel hallær- isleg. Hermennirnir sem fram- kvæmdu aftökurnar voru líka und- arlega dauðyflislegir; þeir hegðuðu sér eins og þeir væru á of stórum skammti af rohypnol og ef það átti að tákna eitthvað sérstakt veit ég ekki hvað það var. Loks verður að nefna fyrsta atriðið með kórnum, sem var ofleikið og tilgerðarlegt. Kynferðisleg skírskotun Báðir kórarnir, Kór Íslensku óperunnar og Skólakór Kársness, sungu þó í sjálfu sér hreint og af öryggi, t.d. var frammistaða þeirra í trúarathöfninni í lok fyrsta þáttar verulega glæsileg. Búningar Þór- unnar Maríu Jónsdóttur voru líka smekklegir og sannfærandi (fyrir utan þetta með sólgleraugun); leð- urbuxur Scarpia voru reyndar dá- lítið dirfskulegar en höfðu svo aug- ljósa kynferðislega skírskotun að það passaði ágætlega inn í heild- armyndina. Í stuttu máli er þessi uppfærsla á Toscu á ýmsan hátt heillandi; eins og áður sagði var söngurinn og hljóðfæraleikurinn yfirleitt góð- ur á frumsýningunni, sviðsmyndin var flott og búningarnir fínir. Leikstjórnin olli þó talsverðum vonbrigðum og það eitt gerir að verkum að þessi sýning verður seint talin til þeirra bestu í sögu Íslensku óperunnar. Draugaleg Tosca TÓNLIST Íslenska óperan eftir Puccini. Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky. Leikstjóri: Jamie Hayes. Hljóm- sveit og Kór Íslensku óperunnar ásamt Skólakór Kársness. Með helstu hlutverk fóru Elín Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Bergþór Pálsson og Snorri Wium. Föstudagur 11. febrúar. Tosca Jónas Sen MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 49 MENNING Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Ertu með nógu góðar einkunnir til að geta það? Ef ekki þá bjóðum við þér NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233www.namsadstod.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.