Morgunblaðið - 13.02.2005, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
11. febrúar 1995: „Morgun-
blaðið skýrði frá því á mið-
vikudag að einstaklingar, sem
keypt hefðu hlutabréf í rík-
isfyrirtækjum, sem hafa verið
einkavædd á kjörtímabilinu,
væru orðnir 2.200 talsins. Af
þeim eru 177 starfsmenn við-
komandi fyrirtækja.
Ekki hefur einstaklingum
eða starfsmönnum gefizt kost-
ur á að kaupa hlut í öllum rík-
isfyrirtækjum, sem seld hafa
verið á undanförnum árum,
en bæði almenningur og
starfsfólk hafa keypt bréf í
SR-mjöli, Jarðborunum og
Lyfjaverzlun Íslands og
starfsmenn Ferðaskrifstofu
Íslands fengu forkaupsrétt að
fyrirtækinu.
Reynslan frá öðrum lönd-
um, þar sem ráðizt hefur verið
í umfangsmikla sölu ríkisfyr-
irtækja, sýnir að almenningur
er yfirleitt fremur vantrúaður
á áformin í fyrstu, en þegar
fyrstu fyrirtækin hafa verið
seld með almennu hlutafjár-
útboði, hafa viðhorfin breytzt.
Fleiri og fleiri eignast hlut í
arðvænlegum fyrirtækjum,
fylgjast með gengi þeirra af
áhuga og öðlast aukinn áhuga
og skilning á rekstri fyrir-
tækjanna – og einkavæðing-
unni.“
. . . . . . . . . .
13. febrúar 1985: „Í stuttri
forystugrein á laugardaginn
gerði Morgunblaðið at-
hugasemd við þessi ummæli
Jóns Baldvins Hannibalssonar
í Dagblaðinu-Vísi:
„Ég myndi láta Jóhannes
Nordal víkja úr sæti seðla-
bankastjóra yrði ég einhvern
tímann ráðherra bankamála.“
Af þessu tilefni sagði Morg-
unblaðið (að leiðréttri aug-
ljósri prentvillu): „Auðvitað er
dr. Jóhannes Nordal ekki haf-
inn yfir gagnrýni en að honum
sé vegið með þessum hætti af
forystumanni í stjórnmálum,
sem hefur bæði Alþingi og
stjórn Seðlabankans til að-
halds, er ósanngjarnt, svo að
ekki sé fastar að orði kveðið.“
Jón Baldvin Hannibalsson,
nýkjörinn formaður Alþýðu-
flokksins, svarar þessum fáu
línum Morgunblaðsins í fjög-
urra dálka grein hér í blaðinu
í gær. Gefur Jón Baldvin til
kynna að hann sætti sig ekki
við það, að nokkur setji hon-
um siðareglur í stjórnmálum,
síst af öllu Morgunblaðið, en
lýsir því jafnframt yfir að
hann skilji ekki hin tilvitnuðu
orð úr forystugrein Morgun-
blaðsins. Sérstaklega á Jón
Baldvin bágt með að átta sig á
því, að stjórnmálamenn hafi
bæði Alþingi og stjórn Seðla-
bankans, sem alþingismenn
kjósa, til aðhalds gagnvart
seðlabankastjórum, jafnt Jó-
hannesi Nordal sem öðrum.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NAUÐSYNLEG ÁKVÆÐI
UM YFIRTÖKUSKYLDU
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefur lagtfram á Alþingi frumvarp um
verðbréfaviðskipti, sem m.a. gerir ráð
fyrir breytingum á lagaákvæðum um
yfirtökuskyldu í hlutafélögum.
Núverandi lög gera ráð fyrir að yfir-
tökuskylda myndist ef einn aðili eignast
meira en 40% hlut í félagi eða ef einhver
hefur öðlazt rétt til að tilnefna eða setja
af meirihluta stjórnar í félagi. Jafn-
framt myndast yfirtökuskylda á grund-
velli samnings aðila við aðra hluthafa
um rétt til að ráða yfir 40% atkvæða í
félagi. Hins vegar er í núgildandi lögum
ekkert tekið á tengslum milli aðila, sem
í sameiningu eignast 40% eða meira í fé-
lagi eða ná í því yfirráðum.
Í frumvarpi viðskiptaráðherra er
gert ráð fyrir að yfirtökuskylda mynd-
ist ef aðilar, sem eignast hlut í félagi yf-
ir áðurnefndum mörkum, hafi með sér
samstarf. Merkilegustu nýmælin í
frumvarpinu eru skilgreiningin á því
hvenær samstarf skal talið fyrir hendi,
nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Það
á við þegar náin fjölskyldutengsl eru á
milli hluthafa; þegar tengsl eru á milli
aðila sem fela í sér bein eða óbein yf-
irráð annars yfir hinum eða þegar tvö
eða fleiri félög eru undir yfirráðum
sama aðila; þegar félög eiga „verulegan
eignarhlut“ hvert í öðru, þ.e. þriðjung
eða meira; og þegar tengsl eru á milli
félags og stjórnarmanna þess, fram-
kvæmdastjóra og lögaðila undir þeirra
yfirráðum.
Nýleg dæmi eru um það í íslenzku
viðskiptalífi að tengdir aðilar hafi náð
algjörum yfirráðum í hlutafélögum, án
þess að verða skyldugir samkvæmt lag-
anna hljóðan til að gera smærri hlut-
höfum tilboð í hlut þeirra. Í því neti ná-
inna eigna- og stjórnunartengsla, sem
einkennir íslenzkt viðskiptalíf í vaxandi
mæli, eru þær lagabreytingar sem Val-
gerður Sverrisdóttir hefur lagt fyrir Al-
þingi, algerlega nauðsynlegar. Þær eru
til þess fallnar að vernda hagsmuni
smærri hluthafa, sem ella eiga á hættu
að lokast inni með hlutafjáreign sína, án
áhrifa á stjórn hlutafélaga, sem um
ræðir.
Frumvarp viðskiptaráðherra er því
til verulegra bóta, þótt efast megi um
hvort nóg sé að gert. Morgunblaðið hef-
ur þannig lengi lagt til að það hlutfall,
sem kveðið er á um í lögum að myndi yf-
irtökuskyldu, verði lækkað í 33%, en
ljóst er að oft þurfa menn ekki að ráða
nema þriðjungi í félagi til að hafa í raun
tögl og hagldir.
TVÍKEPPNI Á FJARSKIPTAMARKAÐI
Sigurður G. Guðjónsson, hæstarétt-arlögmaður og stjórnarformaður
IP-fjarskipta, skrifar grein í Morgun-
blaðið í gær, þar sem m.a. segir: „Ég
leyfi mér að fullyrða að Og fjarskipti
vilja ekki samkeppni í fjarskiptum. Fé-
lagið og eigendur þess vilja aðeins tví-
keppni, duopoly. Duopoly útilokar
óvænt og óþægileg útspil samkeppnis-
aðila varðandi verð og þjónustu.“
Burtséð frá því hvort lýsing Sig-
urðar G. Guðjónssonar á vilja eigenda
Og fjarskipta er rétt, liggur í augum
uppi að íslenzki fjarskiptamarkaðurinn
ber augljós einkenni tvíkeppni og hef-
ur gert allt frá því að samkeppni í fjar-
skiptaþjónustu var komið á. Fyrst kom
Tal hf. sér huggulega fyrir á farsíma-
markaðnum ásamt Landssímanum.
Þrátt fyrir átök þessara fyrirtækja,
m.a. á vettvangi samkeppnisyfirvalda,
var ljóst að þeim fannst báðum jafn-
óþægilegt þegar Íslandssími hf. fór að
bjóða farsímaþjónustu. Sú samkeppni
stóð hins vegar ekki lengi, því að Ís-
landssími og Tal sameinuðust í Og
Vodafone.
Okrið á farsímaþjónustu hér á landi
er án vafa bezta dæmið um hversu
brýnt er að auka samkeppni á fjar-
skiptamarkaðnum. Sigurður G. Guð-
jónsson nefnir annað dæmi í grein
sinni, sem er gjaldtaka fyrir niðurhal
gagna frá útlöndum á Netinu. Þar
hreyfði verðlækkun IP-fjarskipta aug-
ljóslega við Símanum og Og Vodafone.
Eitt af brýnustu verkefnum sam-
keppnisyfirvalda og Póst- og fjar-
skiptastofnunar er að tryggja að keppi-
nautar stóru símafyrirtækjanna
tveggja fái tækifæri á fjarskiptamark-
aðnum til að velgja risunum undir ugg-
um. Einungis þannig munu neytendur
njóta samkeppni og lægra verðs.
S
l. fimmtudag birtist viðtal
Agnesar Bragadóttur í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins
við mann að nafni Bill Grimsey,
sem verið hefur forstjóri
brezku verzlunarkeðjunnar
Big Food Group undanfarin ár
og hefur nú tekið við starfi for-
stjóra Bookers, sem hefur starfað undir hatti
þeirrar keðju , en verður nú rekið sem sjálfstætt
fyrirtæki. Eins og kunnugt er hafa Baugur og
samstarfsaðilar í Bretlandi keypt þau fyrirtæki,
sem rekin hafa verið á vegum Big Food Group og
tóku við rekstri þeirra á fimmtudag.
Bill Grimsey hefur mikla starfsreynzlu á þessu
sviði. Hann hafði áður m.a. starfað hjá brezku
matvælakeðjunni Tesco og rak um nokkurra ára
skeið stærstu stórmarkaðskeðju Hong Kong.
Í viðtalinu við Viðskiptablað Morgunblaðsins
segir Bill Grimsey m.a.:
„Sá árangur, sem við náðum hjá Big Food á
þessum tíma var viðunandi en það, sem hefur
gerzt á matvælamarkaðnum hér í Bretlandi á
síðasta ári hefur í raun ekki verið okkur svo ýkja
hagfellt:
Í fyrsta lagi átti sér stað stór yfirtaka á Safe-
way, sem keypt var af fyrirtækinu Morrisson,
sem fól í sér umtalsverða verðlækkun á matvöru
hér í Bretlandi. Þetta hafði umtalsverð áhrif á
okkar afkomu. Annað, sem hafði ekki síður áhrif
á félag okkar er að verzlanir okkar, hvort sem er
Iceland eða Premier, eru dagvöruverzlanir, ekki
svo ýkja stórar, en voru með ákveðna og sterka
markaðshlutdeild. Þegar Tesco, sem er risa-
keðja, ákvað að herja á okkar markað minnkaði
markaðshlutdeild okkar talsvert. Stjórnvöld hér
í Bretlandi hafa leyft þessu að gerast vegna þess,
að samkvæmt skilgreiningu er matvörumarkað-
urinn í Bretlandi tveir aðskildir markaðir, ann-
ars vegar verzlanamiðstöðvarnar (Out of Town
Market) og dagvöruverzlanir (Convenience
Stores), ekki einn, sem er okkar skilningur á
markaðsaðstæðum. Tesco er þegar það stór á
markaði verzlanamiðstöðvanna að það eitt gerir
það að verkum að setja ætti þeim skorður út frá
samkeppnisástæðum við að stækka enn frekar.
En vegna skilgreiningarinnar um tvo markaði
hafa þeir mikil sóknarfæri inn á okkar markað,
dagvöruverzlunina (Convenience Stores), því
hlutdeild þeirra þar er einvörðungu um 5%.
Þetta gerir samkeppnisstöðu okkar mun erfið-
ari, því þótt Big Food Group sé til þess að gera
stórt fyrirtæki er félagið smáfyrirtæki í sam-
anburði við Tesco.“
Þetta eru athyglisverð ummæli ekki sízt í ljósi
þess, að sá sem svona talar er nú einn af æðstu
starfsmönnum Baugs Group í Bretlandi. Þess
vegna verður að líta svo á að í orðum hans felist
afstaða og sýn Baugs á matvörumarkaðinn í
Bretlandi. Félagið starfar nú af miklum mynd-
arskap á matvörumarkaðnum í tveimur löndum,
þ.e. á Íslandi og í Bretlandi. Í fyrradag, fimmtu-
dag, var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að
Baugur hefði gert tilboð um yfirtöku Somerfield-
verzlunarkeðjunnar í Bretlandi. Sú keðja rekur
1267 verzlanir þar í landi og nemur tilboð Baugs
og samstarfsaðila um 140 milljörðum króna,
Verzlanir Somerfield eru annars vegar áþekkar
10-11 verzlunum Baugs hér og hins vegar Bónus-
verzlunum Baugs.
Verði af þessari yfirtöku telur Financial Tim-
es, að Baugur muni ráða yfir 7,6% af matvæla-
markaðnum í Bretlandi. Hér er auðvitað um að
ræða glæsilegan árangur á skömmum tíma. Ef
tekið er mið af orðum, sem Jón Ásgeir Jóhann-
esson, stjórnarformaður Baugs Group hefur lát-
ið falla er ljóst að innkaupaafl fyrirtækisins verð-
ur langtum meira en áður, sem er líklegt til að
leiða til verðlækkana í verzlunum fyrirtækisins
bæði í Bretlandi og á Íslandi. Það er ljóst að inn-
kaupaaflið er lykillinn að velgengni verzlana-
keðja af þessu tagi. Jafnframt er ljóst að þessi
miklu umsvif í Bretlandi opna íslenzkum fram-
leiðendum nýja möguleika, eins og fram kemur
hjá Pálma Haraldssyni, sem er einn af þeim fjár-
festum, sem taka þátt í þessum kaupum með
Baugi í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins
sl. fimmtudag.
Skilgreindur
markaður
Það sem vekur hins
vegar sérstaka at-
hygli í umfjöllun Við-
skiptablaðs Morgun-
blaðsins um þessi miklu umsvif Baugs og
samstarfsaðila í Bretlandi eru þær upplýsingar,
sem fram koma hjá Bill Grimsey í þeim orðum
hans, sem vitnað var til hér að framan. Þar kem-
ur fram, að til er í Bretlandi sérstök skilgreining
á matvörumarkaðnum þar. Í þeirri skilgreiningu
er markaðnum skipt í tvennt. Bill Grimsey er
ekki sammála þeirri skilgreiningu og telur að líta
eigi á matvörumarkaðinn í Bretlandi, sem einn
markað. Og hann tekur þannig til orða, að stjórn-
völd í Bretlandi hafi „leyft þessu að gerast“, þ.e.
að risakeðjan Tesco hafi ráðist inn á markað Big
Food.
Nú er ljóst, að Baugur Group getur ekki haft
eina skoðun í Bretlandi og aðra á Íslandi. Þess
vegna er erfitt að skilja ummæli Bill Grimsey á
annan veg en þann, að félagið telji eðlilegt að
matvörumarkaðurinn í Bretlandi verði skil-
greindur sem einn markaður og að stjórnvöld í
Bretlandi eigi í samræmi við það ekki að „leyfa
því að gerast“, að risakeðja á borð við Tesco ryðj-
ist inn á markað fyrirtækisins í Bretlandi. M.ö.o.,
félagið telur ekki óeðlilegt í Bretlandi, að stjórn-
völd hafi slík afskipti af matvörumarkaðnum þar
til þess að koma í veg fyrir, að einn aðili verði of
stór.
Þetta er heilbrigt sjónarmið. Það er eðlilegt og
sjálfsagt að lýðræðislega kjörin stjórnvöld geri
ráðstafanir til þess á hvaða markaði, sem er að
einn aðili verði ekki of stór og viðskiptafrelsið
snúist þar með upp í andhverfu sína og breytist í
einokun.
Þetta sama á að sjálfsögðu við um Ísland. Og
ekki verður því trúað að forráðamenn Baugs hafi
aðra skoðun á Íslandi en í Bretlandi. Þeir hafa
lýst þeirri skoðun sinni, sem er áreiðanlega rétt,
að viðskiptaumhverfið í Bretlandi sé nýjum að-
ilum mjög vinsamlegt enda hefur þeim verið vel
tekið þar í landi og árangur þeirra á þeim mark-
aði miðað við þær reglur, eða þrátt fyrir þær
reglur, sem þar ríkja blasir við.
Þess vegna verður að ætla, að taki stjórnvöld á
Íslandi á sig rögg, undir forystu hins þróttmikla
viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og
taki upp skilgreiningu á matvörumarkaðnum
hér, sem sé líkleg til að stuðla að aukinni sam-
keppni á þeim vettvangi, verði þeim ráðstöfunum
vel tekið af forráðamönnum Baugs. Svo enn sé
vitnað til orða Bill Grimsey telur hann með til-
vísun til Tesco-keðjunnar í Bretlandi að „setja
ætti þeim skorður út frá samkeppnisástæðum
við að stækka enn frekar“.
Í athyglisverðri ræðu á Viðskiptaþingi sl.
þriðjudag talaði Björgólfur Thor Björgólfsson,
einn helzti forystumaður Samsonar-samsteyp-
unnar um ákveðinn „heimóttarskap“, sem ein-
kenndi afstöðu Íslendinga til umsvifa íslenzkra
fyrirtækja í öðrum löndum. Þetta er vafalaust
rétt hjá Björgólfi Thor. Hér ríkir heimóttarskap-
ur af margvíslegu tagi. M.a. af því tagi, að ekki
Trimmað í snjónum.