Morgunblaðið - 13.02.2005, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
H
ún er svo hógvær,“
hvíslar Laufey
Guðjónsdóttir, for-
stöðumaður
Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands, þegar Valdís
Óskarsdóttir, ráðgjafi hjá sömu
stofnun og klippari með meiru, svar-
ar spurningum gesta á námskeiði í
tengslum við Kvikmyndahátíðina í
Gautaborg.
„Margir frægir leikstjórar eru á
eftir henni, nöfn sem allir þekkja,“
bætir Laufey við.
Þetta vekur forvitni en Valdís vill
ekkert segja.
„Það er handritið sem skiptir
mestu máli. Ég fékk fjöldann allan af
handritum send síðastliðið ár og það
var eitt bitastætt. En nú er ég komin
með í hendurnar ágætist handrit en
það er ekki búið að ganga frá neinum
samningum svo það er óþarfi að ræða
það á þessu stigi,“ segir hún þar sem
hún situr á Kvikmyndahátíðarhót-
elinu Riverton í Gautaborg og flens-
an er að hellast yfir hana.
Valdís starfar sem ráðgjafi hjá
Kvikmyndamiðstöð Íslands og segist
því geta valið klippiverkefni vel, hún
þurfi ekki að hafa áhyggjur af lifi-
brauðinu. Samningaviðræður um
handritið áhugaverða eru hafnar en
Valdís hefur það fyrir reglu að segja
ekkert um slíkt fyrr en hún er komin
með flugmiðann í hendur.
Ekki ávísun á atvinnutilboð
Valdís er tilnefnd til bresku
BAFTA-verðlaunanna fyrir klipp-
ingu á myndinni Eternal Sunshine of
the Spotless Mind sem vakið hefur
mikla athygli og fyrir sömu mynd til
Eddie-verðlaunanna, sem eru verð-
laun veitt af ACE – American Cin-
ema Editors, félagi kvikmyndaklipp-
ara í Bandaríkjunum. Valdís segist
ekki hafa hugmynd um hvort tilnefn-
ingarnar hafi nokkuð að segja fyrir
hana.
„Auðvitað er gaman að hafa verið
tilnefnd en ég held að tilnefning sé
svo sem engin ávísun á atvinnu-
tilboð,“ segir hún brosandi.
Valdís var líka orðuð við Óskarinn
eftir að hafa fengið þessar tilnefn-
ingar. „Ég skil nú ekki hvernig það
er hægt. Ég hélt ekki að hægt væri
að orða neinn við Óskarinn fyrr en
búið væri að tilnefna viðkomandi. Ég
er hæstánægð með að vera tilnefnd
til Eddie-verðlaunanna þar sem það
eru klippararnir sjálfir sem tilnefna.
Það kemur í ljós 20. febrúar hvort
Valdís hampar Eddie eða ekki en
BAFTA-verðlaunaafhendingin fer
fram í kvöld.
Eternal Sunshine of the Spotless
Mind fékk góðar viðtökur gagnrýn-
enda m.a. fyrir frumlegt handrit og
augljóst er af því að horfa á myndina
að hún hefur verið flókin í vinnslu. Í
tengslum við Kvikmyndahátíðina í
Gautaborg hélt Valdís fyrirlestur um
klippinguna á myndinni og sýndi
stuttan bút sem breyttist heilmikið
frá fyrsta gegnumklippi til loka-
útgáfu myndarinnar.
„Fyrir fyrstu sýningu á Eternal
Sunshine sem haldin var fyrir fram-
leiðendur var ákveðið að setja mynd-
ina saman í réttri tímaröð en ekkert
fram og til baka, bara bein leið. Sú út-
gáfa reyndist heldur bragðdauf svo
það var sest niður fyrir framan tölv-
una og ný útgáfa af myndinni gerð og
alfarið farið eftir handritinu. Svo var
sú útgáfa sýnd framleiðendum og
nokkrum utanaðkomandi aðilum og í
ljós kom að 70% áhorfenda botnuðu
hvorki upp né niður í myndinni. 30%
héldu þræði en við ákváðum að halda
okkur við þessi 30% og vinna áfram
með handritsútgáfuna. Það þarf ekki
að mata allt ofan í áhorfendur, þeir
skilja meira en framleiðendur halda,“
sagði Valdís m.a. í fyrirlestrinum.
Valdís lærði á sínum tíma í Dan-
mörku og fluttist aftur þangað árið
1995 í tengslum við vinnuna. Hún
klippti m.a. Veisluna eða Festen í
leikstjórn Thomas Vinterberg og hef-
ur sú mynd borið hróður hennar víða.
Aðrar þekktar myndir sem Valdís
hefur klippt er Mifune’s sidste sang í
leikstjórn Søren Kragh-Jacobsen,
Finding Forrester í leikstjórn Gus
Van Sant og Julien Donkey-Boy í
leikstjórn Harmony Korine.
Tyrknesk mynd og
Tour de France
Á síðasta ári var Valdís ásamt ís-
lenskum aðstoðarklippara sínum,
Sigurbjörgu Jónsdóttur, í Istanbúl í
einn mánuð þar sem hún endur-
klippti myndina Yazi Tura eftir tyrk-
neska leikarann Ugur Yucel. Myndin
sópaði að sér verðlaunum í Tyrklandi
en hefur ekki verið sýnd utan Tyrk-
lands eftir því sem best er vitað.
Einnig vann hún í fimm mánuði
ásamt öðrum klippara, Morten Høj-
berg, við danska heimildarmynd í
leikstjórn Tómasar Gíslasonar um
þátttöku danska hjólreiðalandsliðsins
í Tour de France á síðasta ári.
Þetta er fyrsta og eina heimild-
armyndin sem Valdís mun klippa að
eigin sögn, en hún sagði sig frá verk-
efninu áður en því lauk. Hún segir að
klipping heimildarmyndar og leik-
innar myndar sé algjörlega tvennt
ólíkt og það hafi kannski verið meðal
ástæðna fyrir því að hún hætti þessu
verkefni.
„Að fá í hausinn 700 klukkutíma af
efni og eiga að fara í gegnum hráefn-
ið og leita uppi það sem manni finnst
áhugavert og byggja síðan upp ein-
Kvikmyndir | Valdís Óskarsdóttir fékk tilnefningu til BAFTA-verðlauna sem afhent voru í gær
Klippari gerir ekkert kraftaverk
Morgunblaðið/Steingerður
Valdís Óskarsdóttir hefur skipað sér í hóp með eftirsóttum klippurum.
Valdís Óskarsdóttir hefur náð langt í kvik-
myndabransanum, unnið með þekktum leik-
stjórum og klippt frábærar myndir eins og
Festen og Eternal Sunshine of the Spotless
Mind. Valdís miðlaði af reynslu sinni á vel sótt-
um fyrirlestri í tengslum við Kvikmyndahátíð-
ina í Gautaborg og Steingerður Ólafsdóttir
ræddi við hana af því tilefni.
!
"#
!
$
%&
' (
)'*!
+,-&
.
/
'
0
1 .!
&
2 (&
,"&
.3*! &
-)
4
/ &
$
5/ 4&
"#
4
56(
5/ .
"4
- 4
73 '
8
*
2)/
1 '/
5
9
) #
74::
; /
5 *
$) #
<=
>/
5/ /
>/
<#
1
' 4
>/
?
3
>/
7
,
4
@
>/
5
0 3)/
*
A
1 !#
'
9
4
$)
7#
B
,
1(
4
,
/ #
"
!44
C
*
/
!* /
1)
>/
3
/D
; !
- //
+
3
-4
- E
0
#'
2#'
!
'
C
'
./
1)/
8
2
5 *
2 4
14/ :4
8
//
4/
5E4
,
<4 F
5
G!
7 4
G
H4
$4IJ
8
E4
C
)
#'
0
'
34
!
24K
"4
/
L
L4/ E
1#
4
L
/
.!
1
0 .'
$)
7#
B
8
2
M
4
1/) *
; 34
8
- '
J
!
8
3 ' '
,
:
(
.
3 /
74 3
"
"#
1
8 /
,
/
1
5-+
"#
1/
5-+
@
@
1 .!
$4IJ
1
7
,
@
1 .!
C
#
1 /
1 .!
1 .!
,-8
1 .!
1 .!
1/
1 .!
C
#
1 .!
EMILÍANA Torrini
hefur sannarleg
slegið á sameig-
inlegan hjarta-
streng Íslendinga
með nýju plötunni
sinni, Fisherman’s
Woman, og situr
hún í efsta sæti
Tónlistans – aðra
vikuna í röð. Það
má vera að landar Emilíönu hafi auk þess verið
orðnir heldur óþreyjufullir eftir nýju efni frá
söngkonunni en heil sex ár eru síðan hin prýði-
lega Love in the Time of Science kom út. Nýja
platan fylgir mjög ólíkri línu því sem þar var að
finna, um er að ræða angurværa kassagítar-
tónlist sem ásamt engilfagurri rödd Emilíönu
hefur heillað bæði almenning og gagnrýn-
endur. Hafa þeir enda ausið plötuna lofi, m.a.
fékk hún fullt hús stiga í þessu blaði.
Enn Emilíana!
ÓHÆTT er að segja að disk-
urinn Grammy Nominees 2005
innihaldi fjölbreytta tónlist úr
ýmsum áttum. Ekki er seinna
vænna að kynna sér tónlist-
armennina sem tilnefndir eru
því Grammy-tónlistarverðlaunin verða afhent á
sunnudagskvöldið. Margir eru til kallaðir en fá-
ir verða útvaldir en nokkrir hinna bestu fá
pláss á þessum nýja safndiski. Á honum er að
finna lög með listamönnum allt frá Green Day
og Maroon 5 yfir í Noruh Jones og John Mayer.
Þarna er líka lagið „Through the Wire“ með
Kanye West. Þessi hipp-hopp-listamaður er til-
nefndur til flestra verðlauna í ár en tilnefning-
arnar eru tíu talsins. West er á meðal þeirra
sem fram koma á hátíðinni annað kvöld. Stíg-
ur hann á svið með mögnuðum hópi lista-
manna úr heimi sálartónlistar, r&b og gospels.
Þeirra á meðal eru John Legend, Mavis Stapl-
es og Blind Boys of Alabama.
Bland í poka!
Strákarnir í
Quarashi
eru heldur
betur að
gera það
gott með
plötunni
Guerilla
Disco. Sal-
an hér á
landi nem-
ur mörg
þúsund eintökum og nýlega bárust fréttir af því
að platan hefði selst í 27 þúsundum eintökum
í forsölu í Japan. Það er ekki ónýtur árangur hjá
sveitinni, sem þó var vitað að nyti gríðarlegra
vinsælda þar í landi, eins og kom berlega fram
í heimildamynd um tónleikaferð Quarashi í Jap-
an sem var sýnd á Popp Tíví fyrir skömmu.
Vinsælir í Japan!
BRIMKLÓ,
með sjálfan
Bo Hall í
broddi fylk-
ingar, átti
eina glæsi-
legustu
endurkomu
síðustu ára
í fyrra. Það
ár spilaði sveitin linnulaust um allar trissur og
glímdu við þjóðveginn dag og nótt í orðsins
fyllstu merkingu. Um haustið gaf sveitin svo út
plötu, Smásögur, og fékk fyrir vikið listræna
uppreisn æru. Sérstaklega fór gagnrýnandi
þessa blaðs hamförum í hámeitluðum lýs-
ingum sínum á ágæti plötunnar sem inniheldur
frábærlega framreidda sveitatónlist, frum-
samda sem sígilda. Brimkló er hástökkvari
þessarar viku og á þann heiður skilinn – skuld-
laust.
Heygarðshornið!