Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna VERULEGUR munur er á því hvernig kynin nota kreditkort við kaup á hinum ýmsu vörum og þjón- ustu. Samkvæmt yfirliti Kreditkorta hf. yfir veltu Mastercard einstaklings- korta á síðasta ári, skipt á milli kynja, kemur m.a. í ljós að karlar stóðu á bak við 67,7% allra úttekta í vínbúðum ÁTVR en konur 32,2%. Dæmið snýst við ef litið er á innkaup í mat- vöruverslunum en þar eru konurnar með tæp 64% kortagreiðslna en karl- ar 36%. Munurinn á kortanotkun kynjanna er óvíða meiri en þegar litið er á kaup á fatnaði og skóm, líkamsrækt, hár og fegurð og gler og kristal, þar sem út- tektir kvenna eru miklum mun meiri en úttektir karla og hins vegar á við- skipti á börum og næturklúbbum, dans- og veitingahúsum og verk- stæðum, þar sem karlar eru í miklum meirihluta ábyrgir fyrir kortagreiðsl- unum. Samkvæmt yfirlitinu eru kortaút- tektir karla 69,9% af öllum úttektum á börum og næturklúbbum á seinasta ári. Um 71% kortagreiðslna fyrir verkstæðisþjónustu var á ábyrgð karla og einnig kemur á daginn að karlar greiða fremur ferðakostnað en konur, og skiptast hlutföllin í 60,7% karlar og 39,2% konur. Sé litið á kortaviðskipti ein- staklinga í fataverslunum standa kon- ur á bak við um 77% allra úttekta en karlar 23%, og ef litið er á liðinn hár og fegurð er skipting kortaviðskipt- anna 78% konur og rúm 22% karlar. Konur greiða í mun meira mæli fyr- ir þjónustu dansskóla en karlar en þar eru hlutföllin 75% úttektir kvenna og 25% karla. Karlar greiða stærri hlut kostnaðar við leigubíla en þar eru hlutföllin 64,7% úttektir karla og 35,2% úttektir kvenna. Konurnar eru á hinn bóginn mun duglegri að versla í skóbúðum þar er kynjamunur á út- tektunum 77% konur og 23% karlar. Ekki munur á heildarnotkun Lítil sem engin breyting hefur orðið á mismunandi kortanotkun kynjanna á milli ára, ef borið er saman við kortaveltuna árið 2003. Alls voru einstaklingar með um 73 þúsund Mastercard kreditkort á sein- asta ári. Álíka margar konur og karlar voru með kreditkort í notkun á sein- asta ári. Konur nota þó aukakort í talsvert meira mæli en karlar. Nánast enginn munur var á heild- arkortaúttektum kynjanna í fjár- hæðum. Karlar versluðu fyrir 15.832 milljónir á seinasta ári og konur 15.736 milljónir. Sá áberandi munur sem í ljós kem- ur á hvernig kynin nota kreditkort sín kemur Ragnari Önundarsyni, for- stjóra Kreditkorta hf., á óvart. Að mati hans bendir mismunandi korta- notkun kynjanna til umtalsverðrar verkaskiptingar á milli karla og kvenna þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu. Konur sjá um mat og fatnað en karlarnir verkstæði og áfengið ''   '( '( () (( (* +) +, *- .) .- .. .. *, *. */ /, /) (' ',                       0  " "            1   2        3      0 $  4 1    567    ROBERT Plant, fyrr- verandi söngvari Led Zeppelin og núverandi sólólistamaður, mun halda tónleika ásamt hljómsveit í Laugar- dalshöll 24. apríl næst- komandi. Plant mun flytja efni frá tuttugu ára sólóferli auk valdra verka úr efnisskrá Led Zeppelin. Hann verður einnig með nýja plötu, Mighty Re- arranger, í farteskinu./49 Robert Plant til Íslands SJÓNVARPSRÁSIR í lofti verða í fyrsta sinn á Íslandi boðnar út á næstunni. Í fyrsta áfanga verða boðnar út allt að 10 rás- ir fyrir stafrænt sjónvarp á UHF-tíðnisvið- inu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir UHF-tíðni- sviðið umsetið til sjónvarpsútsendinga auk þess sem miklar kröfur séu gerðar af stjórnvöldum um dreifingu á landsvísu. Því sé valin sú leið að fara í svokallað sam- anburðarútboð þar sem horft sé til nokk- urra mikilvægra þátta eins og útbreiðslu- svæðis, uppbyggingar, nýtingar tíðnisviðs og þjónustustigs sem dæmi. Stafræn sjón- varpsþjónusta eigi að ná til 98% heimila innan tveggja ára samkvæmt útboðinu. Hingað til hefur tíðnisviðum til útsend- ingar dagskrár verið úthlutað af Póst- og fjarskiptastofnun að uppfylltum tilteknum skilyrðum samkvæmt lögum. Hrafnkell segir að UHF-tíðnisviðið lúti svolítið sérstökum lögmálum. Mikið sé til af búnaði til sendingar og móttöku á þessu tíðnisviði. Megnið af sjónvarpsútsendingum á Íslandi í dag fari fram á VHF- og UHF- tíðnisviðunum. „Við erum að taka fyrsta skrefið núna yfir í stafræna þjónustu á því tíðnisviði. Okkur þykir því eðlilegt, af því að það hefur verið talsverður áhugi á að kom- ast inn á þetta tíðnisvið af nokkrum aðilum, að bjóða þetta út,“ segir hann. „UHF-tíðni- sviðið er almennt séð heppilegt fyrir dreif- ingu á sjónvarpi á stórum landsvæðum.“ Mikilvægt er að hafa í huga að fjölmarg- ar leiðir eru færar við dreifingu stafræns sjónvarps, segir Hrafnkell. Þar megi nefna fjölvarp, UHF/VHF-tíðnir, KU-bandið, MWS-bandið, gervihnetti, kapal og breið- band. Stafrænar sjónvarps- rásir boðnar út VÍSINDAMENN sem starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu hafa frá því fyrirtækið hóf starfsemi fyrir um átta og hálfu ári, gert grein fyrir rannsóknum sínum í um 100 greinum, sem birtar hafa verið í ritrýndum vísindatímaritum. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir grunnrannsóknir fyrirtæk- isins skipta miklu máli og ákveð- ið hafi verið af stjórn fyrirtæk- isins að leggja meira fé til erfðafræðinnar. „Fjárfesting okkar í lyfjaþróun þýðir ekki að við ætlum að minnka fjárfest- indatímaritinu Nature Genetics sumarið 2002. Þar segir að erfða- kortið sé viðurkennt grundvall- artæki vísindamanna við kort- lagningu á erfðabreytileika mannsins og er það nefnt hið gullna viðmið í erfðafræðirann- sóknum í heiminum í dag. Fram kemur í The Scientist að finna megi yfir 200 tilvitnanir annarra vísindamanna í grein vísinda- manna ÍE um erfðakortið frá því hún birtist. gang að hugbúnaðarkerfi sem fyrirtækið bjó til í þeim tilgangi að safna saman læknisfræðileg- um upplýsingum. Erfðakort ÍE gullviðmið Í ritstjórnargrein febrúarheftis tímaritsins The Scientist er fjallað um erfðakort ÍE yfir erfðamengi mannsins, sem vís- indamenn ÍE lýstu í grein í vís- inguna í erfðafræðinni. Sú ákvörðun var þvert á móti tekin á síðasta stjórnarfundi að auka fjárfestingu í erfðafræði vegna þess að hún skiptir okkur svo miklu máli,“ segir Kári í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur í viðtalinu að Ís- lensk erfðagreining veitti á dög- unum Sameinuðu þjóðunum að- Hafa birt 100 greinar í vísindatímaritum  Ævintýralega/6 ÍE veitir Sameinuðu þjóðunum aðgang að hugbúnaðarkerfi MYND Ragnars Axelssonar ljósmyndara á Morgunblaðinu var valin mynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins sem var opnuð í Gerðarsafni í gær. Myndin fylgdi greinaflokki sem Morgunblaðið birti um atvinnumál og íbúaþróun á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Á myndinni er Hjördís Jónsdóttir, beitn- ingakona í Siggabúð í Bolungarvík, að hringja heim og athuga um hagi fjölskyldunnar. Morgunblaðið/RAX Stund milli stríða í Bolungarvík ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.