Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.2005, Blaðsíða 46
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes HVERNIG FINNST ÞÉR KLIPPINGIN? ÞETTA ER ALVEG FRÁBÆRT! ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI VAFI Á ÞVÍ AÐ ÞETTA ER FLOTTASTA KLIPPING SEM ÉG HEF FENGIÐ Á ÆVINNI MAÐUR Á ALDREI AÐ GAGNRÝNA MANN MEÐ RAKHNÍF Risaeðlugrín © DARGAUD AAAAA!! ELDFJALLIÐ ER AÐ GJÓSA!! HLAUPUM!! ANNARS VERÐUM VIÐ AÐ STEINGERFINGUM! Dagbók Í dag er sunnudagur 13. febrúar, 44. dagur ársins 2005 Víkverji er alæta áfréttir, bæði í ljós- vakamiðlum og prent- miðlum – enda er fjöl- breytni mikil í frétta- flutningi hér á landi sem og í útlöndum. Það sem fer þó mest í taugarnar á Víkverja er þegar stöð- ugt er verið að velta sömu tuggunni upp, þrátt fyrir að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim málum sem eru til umfjöllunar – oft dag eftir dag. Já, oft á dag. Það var orðið bros- legt að fylgjast með eltingaleik fjöl- miðla við forsætisráðherra Íslands vegna innrásarinnar í Írak. Ráð- herrann var vægast sagt lagður í ein- elti af fréttamönnum og sjálfskipuðum álitsgjöfum, sem hafa stöðugt verið kallaðir fram til að segja sitt álit á hin- um ýmsu málum. Víkverji, eins og stór hluti þjóðarinnar, var orðinn þreyttur á tuggunni um hvort rétt væri, eða ekki, að vera á lista hinna viljugu, þó að Ísland hafi ekki verið á þeim lista í langan tíma, eins og kom fram á eft- irminnilegan hátt á dögunum. Stöðugt var verið að hamra á að meirihluti Íslendinga hafi verið á móti innrásinni í Írak og vitnuðu alþing- ismenn og álistsgjafar í skoðana- könnun, sem Gallup tók á Íslandi. Aldrei var vitnað í skoðanakönnun sem sama fyrirtæki gerði í Írak, þar sem meginþorri landsmanna, þolendurnir sjálfir, voru ánægðir með innrásina og að einræð- isherranum Saddan Hussein hefði verið steypt af stóli. Víkverji hélt að elting- arleikurinn við forsætis- ráðherra væri búinn, þegar fjölmiðlar báðu ráðherra afsökunar á að hafa farið með rangt mál. Það væri búið að skera hann niður úr snörunni. Svo var alls ekki. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. For- sætisráðherra kom í vikunni fram í sviðsljósið í fjölmiðli, sem bað hann af- sökunar á fréttaflutningi sínum, í við- tali sem varð til þess að menn vökn- uðu aftur upp á Alþingi Íslendinga – báðu um umræðu utan dagskrár, um ummæli ráðherra í sjónvarpsviðtal- inu. Sjónvarpað var beint um víðan völl frá umræðunni á Alþingi, og al- þjóð var enn og aftur boðið upp á gömlu tugguna. Víkverji hugsaði þá – hvað stendur þetta „stríð“ lengi yfir á Íslandi? Hve- nær fær íslenskur almenningur frið frá því? Varð ráðgjöfum ráðherra ekki á í messunni – þegar lagt var upp í sjónvarpsviðtalið, sem batt ráðherra aftur upp í snöruna? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Austfirðir | Stoppleikhópurinn fer í leikferð um Austfirði með Hrafnkels- sögu Freysgoða dagana 13.–17. febrúar. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hest- inum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér. Sögusvið Hrafnkelssögu er á Austurlandi. Í dag, sunnudag, er fyrirhuguð sérstök hátíðarsýning á Brúarási í Jökuldal kl.15. Sýningin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Þessi hátíðarsýning er í boði Landsvirkjunar sem gerði Stoppleikhópnum kleift að ferðast með leik- sýninguna austur og sýna í beinu framhaldi í flestum grunn- og framhalds- skólum á Austurlandi. Á mánudaginn verður sýnt á Seyðisfirði og Eskifirði, á þriðjudag verða 3 leiksýningar í Valaskjálf á Egilsstöðum. Sýnt er kl. 9.30, 11.15 og kl. 13.00. Á miðvikudaginn er sýnt á Vopnafirði, á fimmtudaginn sýnir leikhópurinn síð- an í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Leikarar eru Egg- ert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson og leikmynd og búninga vann Vignir Jóhannsson. Hrafnkatla austur MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lúk. 8, 17.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.