Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 115. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Að safna í sarpinn Sýningin Stefnumót við safnara opn- uð í Gerðubergi í dag | Daglegt líf Börn | Hrollvekjandi ævintýri  Ótrúlegt en satt Lesbók | Höfuð Caravaggios Áhrifavaldar Íþróttir | Eiður meistari í Bolton?  Kitlar alltaf egóið ÞESSA dagana hópast farfuglar til landsins, þeirra á meðal margæsir sem koma frá Ír- landi. Þær hafa hér stutta viðdvöl, helst á inn- nesjum við Faxaflóann, og bæta á sig forða fyrir áframhaldandi flug til varpstöðvanna í heimskautahéruðum Kanada. Unnið er að rannsóknum á margæsunum, þær fangaðar og merktar með lituðum fót- merkjum. Þannig má þekkja einstaklinga aft- ur í sjónauka. Fjórar gæsir voru merktar á Ír- landi með gervihnattasendum og er sérstak- lega fylgst með farflugi þeirra./10 Morgunblaðið/RAX Margæsir merktar á Álftanesi ÞAÐ munar 57 krónum við kassa á vöru- körfu Krónunnar og Bónuss, Krónunni í hag, í verðkönnun sem Morgunblaðið gerði í gær í fjórum lágvöruverðsversl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Bónus var á hinn bóginn með lægsta hilluverðið og Krónan með næstlægsta verðið. Krónan var aldrei með samræmi í hillu og kassaverði, Bónus var með samræmi í fimmtán tilvikum af tuttugu og sex og Nettó og Kaskó voru með samræmi milli hillu- og kassaverðs í öllum tilvikum nema einu. Mikill verðmunur var á sumum vörum, til að mynda munaði 475% á hæsta og lægsta verði Ora-bauna og 222% á hæsta og lægsta verði grænna, steinlausra vínberja./36 Verðkönnun Morgunblaðs- ins í lágvöruverðsverslunum Krónan lægst á kassa en Bón- us í hilluverði                      Róm. AFP. | Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu sendu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu í gær þar sem fram kemur að þau séu ósammála um tildrög árásar bandarískra hermanna sem skutu ítalska leyniþjónustu- manninn Nicola Calipari til bana í Bagdad 4. mars. Í yfirlýsingunni segir að rannsókn máls- ins sé lokið en að fulltrúar landanna hafi ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu. Áhersla er lögð á að samband landanna byggist enn á traustri vináttu þrátt fyrir ágreininginn um hvernig árásina bar að. Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítal- íu, sagði að þarlend yfirvöld myndu halda áfram að rannsaka skotárásina. Banda- ríkjamenn hygðust birta skýrslu sem myndi „sýna enn skýrar hvers vegna ítalska stjórnin gat ekki samþykkt hana“. Embættismenn í Washington sögðu að Bandaríkjaher myndi líklega birta skýrsl- una í dag. Niðurstaða hennar væri að her- mennirnir hefðu ekki brotið reglur hersins og því bæri ekki að refsa þeim. Greinir á um árás í Bagdad Una ekki niðurstöðu Bandaríkjahers TVEIR átta manna hópar ís- lenskra friðargæsluliða verða sendir til Afganistans í haust og verða þeir við störf í norður- og vesturhluta landsins undir stjórn ISAF, friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins. Hóp- unum er einkum ætlað að fara um afskekkt fjallahéruð og í þeim tilgangi taka hóparnir með sér fjóra sérútbúna jeppa. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki eitt ár og að kostnaður við það verði samtals 300 milljónir króna. Endurreisnarsveitir Davíð Oddsson forsætisráð- herra vék að þessu verkefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Þar kom fram að eftir að síðustu starfsmenn Íslensku friðar- gæslunnar fara frá alþjóðaflug- vellinum í Kabúl eftir rúman mánuð, myndi Ísland hefja þátt- töku í svonefndum endurreisn- ir koma til með að starfa eru samgöngur mjög erfiðar og reynsla Íslendinga kemur að gagni,“ sagði Davíð Oddsson. „Milt“ hættuástand Í samtali við Morgunblaðið sagði Arnór Sigurjónsson, skrif- stofustjóri Íslensku friðargæsl- unnar, að önnur verkefni end- urreisnarsveitanna fælust m.a. í því að hafa eftirlit með vopna- geymslum þar sem geymd eru vopn sem hópar í Afganistan hafa látið af hendi, aðstoða við kosningar og fylgjast með fram- vindu mála í héruðunum. Að- spurður sagði hann að ekki væri talin mikil hætta á árásum á þessu svæði, svonefnt hættumat væri „milt“ og svipaðar sveitir, sem hefðu starfað í norðurhluta landsins í um eitt ár, hefðu aldr- ei orðið fyrir árásum. Þvert á móti hefði þeim verið tekið afar vel. arsveitum í norðurhluta Afgan- istans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhlutanum með Litháum, Lettum og Dön- um. Reynsla Íslendinga kemur að gagni „Gert er ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað verði tveir sérbúnir jeppar og átta til níu manns. Með þessum hætti verður Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endur- reisnarstarfs í Afganistan. Í þessu felst meðal annars að frið- argæsluliðar fara um og kanna aðstæður í þorpum og sveitum og gera tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Á þeim stöðum sem íslensku friðargæsluliðarn- Íslendingar taka þátt í friðargæslu í Norður- og Vestur-Afganistan í eitt ár Fara með 4 fjalla- jeppa til Afganistans Eftir Rúnar Pálmason og Örnu Schram Kostnaður við verkefnið um 300 milljónir  Fara/4 Peking. AFP, AP. | Stjórn Taívans kvaðst í gær hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu tímamótafundar leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins og Kuom- intangs, flokks þjóðernissinna á Taívan. Formaður Kuomintangs, Lien Chan, ræddi við Hu Jintao, forseta Kína, í Peking í gær á fyrsta leiðtogafundi flokkanna tveggja í nær 60 ár, eða frá því að borg- arastyrjöldinni í Kína lauk með því að þjóð- ernissinnar í Kuomintang flýðu til Taívans 1949. Hu og Lien samþykktu að vinna saman að því að draga úr spennunni milli Kína og Taívans og hindra að Taívanar lýstu form- lega yfir sjálfstæði. Þeir sögðust einnig vilja greiða fyrir því að Taívanar „tækju þátt í al- þjóðlegri starfsemi“, fengju m.a. aðild að Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Stjórn Taívans sagði hins vegar að fund- urinn hefði engu breytt og Lien hefði ekki tekist að minnka hættuna á því að kínverski herinn réðist á Taívan. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með að stjórnvöld í Peking skyldu ekki hafa sýnt vott af hrein- skilni og vilja til að draga úr spennunni,“ sagði talsmaður stjórnar Taívans. AP Lien Chan, leiðtogi Kuomintangs (t.v.), heilsar Hu Jintao, forseta Kína, í Peking. Segja Kína- heimsóknina engu breyta Börn, Lesbók og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.