Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þeir bera það einhvern veginnmeð sér að þekkja hipp-hoppsenuna af eigin raun.Gott ef þeir tilheyra henni ekki bara sjálfir, hugsaði ég með mér. Fasið og klæðaburðurinn gaf það til kynna og síðan hin greinilega eigin raunar þekking sem þeir báru á borð þegar samtalið var hafið. Rennir það þá þegar traustum stoðum undir mynd þeirra Bomb The System, sem fjallar um líf grafitílistamanna – veggjakrotara sem svo hafa ranglega verið kallaðir á íslensku – sem lifa og iðka listsköpun sína á götum New York-borgar, á stöðugum flótta und- an vörðum laganna. Hundeltur og hæfileikaríkur „Það var kominn tími til að fjalla um þennan að mörgu leyti gleymda en mikilvæga þátt í hipp-hoppmenn- ingunni. Grafitílistamenn hafa ekki fengið sómasamlega umfjöllun í tutt- ugu ár,“ segir hinn 26 ára gamli leik- stjóri Adam Bhala Lough um þessa fyrstu mynd sína í fullri lengd og og vísar um leið til Beat Street, sem hann segir síðustu myndina, og kannski þá einu, sem fjallað hefur á heiðarlegan og sannan máta um heim grafitílistamanna í New York-borg. En nú er komin önnur, Bomb The System, lítil en kröftug ræma sem fjallar um Blest, 19 ára grafitílista- mann, sem er nýútskrifaður úr menntaskóla. Í stað þess að vilja lifa hinu hefðbundna líf, mennta sig frek- ar, fá sér „alvöru“ vinnu og stofna fjölskyldu þá leitar hugurinn til graf- itílistarinnar og hann eyðir öllum stundum í að „sprengja“ bæinn – eins og kallað er á undirheimamáli og vís- að er til í titli myndarinnar – með skýrum og beittum skilaboðum. Áður en hann veit af þá er hann farinn að vekja athygli fjölmiðla og safnstjóra vegna hæfileika sinna en er samt hundeltur af gerspilltri lögreglunni. Hann heitir Mark Webber, sá sem leikur Blest, er ungur og upprenn- andi leikari í Hollywood og hefur jöfnum höndum leikið í litlum „indí“- myndum og stórum Hollywood- myndum. Þekktastur er hann vænt- anlega fyrir eitt af burðarhlutverk- unum í mynd Todds Solondz Story- telling en hann lék einnig í hinni dapurlegu mynd Woodys Allens, Hollywood Ending, og á móti Al Pac- ino í People I Know. Næstu myndir hans eru svo Dear Wendy, nýjasta mynd Danans Thomasar Winter- bergs og Jim Jarmusch-myndin Broken Flowers sem verður í að- alkeppninni í Cannes í ár. Webber segist hafa sóst hart eftir því að fá hlutverk Blests í Bomb The System, ekki bara vegna þess að honum hafi litist mjög vel á handritið og hug- myndir leikstjórans Loughs heldur einnig vegna þess að hann hafi sjálfur fengist við grafitílist á yngri árum áð- ur en leiklistin fangaði huga hans. „Þótt ég sé frá Fíladelfíu þá var svo margt í þessari sögu sem ég gat tengt við. Ég var heillaður af grafitílist þeg- ar ég var á menntaskólaaldri og var meira að segja rekinn úr leiklist- arskólanum eftir að ég var gripinn glóðvolgur við að tjá mig einu sinni sem oftar á einhvern borgarvegginn. Þess vegna veit ég vel hvaðan þetta fólk kemur, hver hvati þess er og mótlæti. Síðast en ekki síst þá þekki ég vel tilfinninguna sem maður fær við að krota á vegg vitandi það að löggan getur birst á hverri stundu og gómað mann. Ég þekki vel þennan spennuhroll og hvers vegna maður sækist eftir honum.“ Markaðsöflin hafa skrumskælt hipp-hoppið Sjálfur segist leikstjórinn Lough þekkja vel til þessa heims, ekki beint sem grafitílistamaður sjálfur heldur sem einhver sem tekið hefur virkan þátt í hipp-hoppsenunni í New York og veit út á hvað hún gengur. „Mér fannst nauðsynlegt að gera þessa mynd, ekki hvað síst til þess að gefa rétta mynd af því út á hvað sú menning gengur en síðustu árin hafa markaðsöflin skrumskælt hipp- hoppið skelfilega. Nú snýst það ekki um neitt annað en „bling“ [sem er slangur fyrir peninga og veraldlegan íburð] og ennþá meira „bling“, „bling“, þegar sannleikurinn er sá að hipp-hoppið snýst um annað og eig- inlega flest annað en peninga og vel- megun. Hipp-hoppið er menning sem verður til í strætinu og þrífst best þar.“ Það leynir sér ekki á útliti mynd- arinnar að Lough hefur íhugað það í þaula, af mikilli alúð og verið undir sterkum áhrifum einmitt frá grafití- listinni. Þrátt fyrir gráhversdagslegt steinsteypt stórborgarumhverfið ein- kennist myndin af litadýrð grafitíþak- inna veggja. Lough segir það hafa verið markmið sitt frá upphafi, að reyna að sameina þessi tvö listform, kvikmyndalistina og grafitílistina. Hættuleg list Það rennir sannarlega stoðum und- ir trúverðugleika myndarinnar og gerir hana á köflum líkasta því að vera leikin heimildarmynd að hún var nær öll tekin nákvæmlega þar sem hún á að gerast. Lough segir þannig mikið stress hafa verið á tökustaðn- um, að klára tökurnar, að leikarar kláruðu að „bomba“ veggina áður en löggan kæmi á staðinn. „Þetta hjálp- að okkur mjög til að komast í rétta gírinn,“ segir Webber og talar af reynslu. „Ég fann að ég fékk ná- kvæmlega sömu tilfinningu í magann og hér áður fyrr þegar ég var að „bomba“ í Fíladelfíu og var rekinn úr skóla út af því.“ Þeir lentu þó ekki í neinum alvarlegum vanda og náðu að afgreiða tökurnar án þess að komast í kast við lögin en aðspurður segir Webber það vissulega hafa verið und- arlega tilfinningu að leika við þessi skilyrði eftir að hafa fengið að kynn- ast hinum verndaða og ofdekraða Hollywood-tökustað. „Mér finnst nauðsynlegt að gera eitthvað hættu- legt inn á milli, því það eina sem ég er hræddur við er að staðna sem lista- maður. Mér finnst stundum það sem ég hef tekið þátt í að gera eiga ansi lítið skylt við listsköpun.“ Þeir félagar voru afar upp með sér vegna þess að þeim var boðið á Kvik- myndahátíð Íslands með myndina og telja það einmitt mjög mikilvægt að fólk utan Bandaríkjanna og kynnist því hvernig undirheimamenningin er þar í raun og veru. En að lokum voru þeir spurðir út í nafn myndarinnar, þetta slanguryrði og hvort það væri ekki orðið óþægi- lega hættulegt á þessum viðkvæmu tímum eftir hryðjuverkin 11. sept- ember. „Kannski ekki svo, en við lentum reyndar í vandræðum þegar við vor- um að fara úr landi á leið til Íslands. Tollvörðurinn spurði hvert erindi okkar væri og við sögðumst vera kvikmyndagerðarmenn að fara að sýna mynd á kvikmyndahátíð sem héti … og þá hikuðum við og fött- uðum hvernig það kæmi út. Tollvörð- urinn setti enda í brýnnar og spurði okkur hvers konar mynd það væri eiginlega sem héti þessu nafni, hvort eitthvað vafasamt efni væri þar á ferð, sem ógnað gæti þjóðarörygginu. Grafítilistin hefur vissulega þótt hættuleg og ögrandi en ég efast samt um að hún ógni þjóðarörygginu,“ seg- ir leikstjórinn Lough að lokum og hlær. Kvikmyndir | Bomb The System er fyrsta myndin í tvo áratugi sem fjallar um heim grafitílistamanna Krotað á kerfið Ein nýjasta og um leið ferskasta mynd Kvik- myndahátíðar Íslands er tvímælalaust Bomb the System, sem dregur upp sanna mynd af grafitílistamönnum í New York. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við leikstjórann Adam Bhala Lough og aðalleikarann Mark Webber. Morgunblaðið/ÞÖK Málsvarar hinnar sönnu hipp-hopplistar: Leikarinn Mark Webber og leik- stjórinn Adam Bhala Lough sögðust ætla að kynna sér íslenska grafitílist. skarpi@mbl.is Miðasala opnar kl. 15.003 3 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. 30 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 5.30 Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 10.30. bi. 16 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 8 og 10.30.  ÓÖH DV Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  V I N S Æ L A S T A M Y N D I N Í U S A U M H E L G I N A EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 3.30 - 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. b.i. 12. áraSýnd kl. 6, 8 10 og 12. B.I 12 ÁRA Heimsfrumsýningi i Heimsfrumsýning Frá leikstjóra Die Another DayFrá leikstjóra Die Another Day Will Smith er Sýnd kl. 2 og 4 m. ensku tali Galasýning kl. 6 Framlengt til 2. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.