Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 41
UMRÆÐAN
UM þessar mundir býr íslenski
stórmeistarinn Hannes Hlífar Stef-
ánsson (2.573) í Prag, höfuðborg
Tékklands. Þar er mun heppilegra að
búa fyrir atvinnumann í skák en á Ís-
landi. Bæði er þar ódýrara að búa og
ferðast á skákmót jafnframt sem
flóra öflugra skákhugsuða er þar mun
meiri en á sögueyjunni góðu í norðri.
Um síðustu helgi tók hann þátt í
sterku atskákmóti
sem fram fór í
Brussel í Belgíu.
Alls tóku þar þátt
20 stórmeistarar
og 12 alþjóðlegir
meistarar. Móts-
haldarinn, Benny
Åsman, er Svíi
sem búið hefur í
Belgíu í fjölda ára.
Áður fyrr stóð
hann fyrir öflugum unglingamótum á
hverju ári en það síðasta var haldið
árið 2000. Tefldar voru ellefu umferð-
ir á þessu atskákmóti og varð Hannes
hlutskarpastur á því með 8½ vinning
ásamt stórmeisturunum Vladimir
Baklan (2.584) og Arkadij Naiditsch
(2.626). Lokastaða efstu manna varð
annars þessi:
1.-3. Vladimir Baklan, Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og Arkadij Naiditsch
8½ vinning af 11 mögulegum
4.-9. Ivan Sokolov (2.662), Artur
Kogan (2.592), Ulf Anderson (2.579),
Arkadij Rotstein (2.511), Robert Fon-
taine (2.539) og Nicolai V. Pedersen
(2.460) 8 v.
10.-14. Ralf Åkesson (2.461), Milen
Vasilev (2.403), Alexandre Dge-
buadze (2.534), Florian Handke
(2.480) og Mikhail Saltaev (2.485) 7½
v.
Í eftirfarandi skák færði Hannes
sér í nyt hugmyndir sem komu fram
um opna Sikileyjarvörn í fyrirlestr-
arröð lettneska stórmeistarans Zig-
urds Lanka en hún var haldin hér á
landi árið 2002. Andstæðingur hans
var enginn aukvisi en rússneski stór-
meistarinn Vladimir Epishin (2.605)
sem var um árabil aðstoðarmaður
Anatoly Karpovs.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
(2.573)
Svart: Vladimir Epishin (2.605)
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Bd3 Db6
Þessari uppbyggingu hefur lithá-
íski stórmeistarinn Kveinys beitt í
gegnum árin en Hannes einmitt starf-
aði með honum að skákrannsóknum á
síðasta ári. Þetta samstarf komst á
fyrir tilstuðlan Margeirs Péturssonar
en hann og fyrirtæki hans styrktu ís-
lenskt skáklíf myndarlega á síðasta
ári.
7. Rb3 Dc7 8. 0-0 d6 9. De2 Be7 10.
Bd2 Rc6 11. f4 b4 12. Ra4 Rf6 13. c3
Nauðsynlegur leikur í stöðu sem
þessari – hugmynd hvíts er að ná tök-
um á c-línunni.
13. – bxc3 14. Rxc3 0-0 15. Hac1
Db8 16. Be3 Rb4 17. Bb1 a5 18. Rd4
Ba6 19. Rdb5 d5 20. e5 Re4 21. a4
Rc5?!
Gefur hvítum færi á snjallri fléttu
sem hefur í för með sér að hvítur nær
hagstæðum uppskiptum og stöðuleg-
um yfirburðum.
22. Rxd5! Rxd5 23. Bxc5 Bxc5+ 24.
Hxc5 Db6 25. Df2 Rxf4 26. Hfc1! Rg6
27. h4 Bxb5 28. axb5 Hfd8 29. h5 Rf8
30. Be4! Hab8 31. Bc6 Hbc8?
Tapleikurinn en staðan var orðin
aðþrengd. 31. – h6 hefði þó haldið í
horfinu.
32. Be8!
Setur hrók svarts á c8 í uppnám og
hótar máti með 33. Dxf7+ Kh8 34.
Dxf8#.
32. – Hxe8 33. Hxc8 Dxb5 34. H1c7
f5 35. exf6 og svartur gafst upp.
Spennandi verður að sjá hvernig
Hannesi muni vegna á næstunni en
árið hefur hingað til verið honum
gjöfult.
Barna- og unglingamót
Skáksambands Íslands
Lyktir urðu í mörgum Íslandsmót-
um barna og unglinga um síðustu
helgi en teflt var í húsakynnum Skák-
sambands Íslands í Faxafeni 12.
Fyrst til að nefna varð Laugalækj-
arskóli Íslandsmeistari grunnskóla-
sveita eftir að hafa lagt Rimaskóla að
velli með 5 vinningum gegn 3 vinn-
ingum í úrslitaviðureign um titilinn.
Sveitin vann sér þar með rétt til að
tefla fyrir Íslands hönd á Norður-
landamóti grunnskólasveita sem
fram fer í haust í Danmörku en
Rimaskóli er einmitt núverandi
Norðurlandameistari. Verðlaun voru
veitt fyrir bestan árangur einstak-
linga á mótinu. Jökull Jóhannsson
(Húsaskóla) stóð sig best á fyrsta
borði, Hjörvar Steinn Grétarsson
(Rimaskóla) á öðru borði, Vilhjálmur
Pálmason (Laugalækjarskóla) á
þriðja borði og Hörður Aron Hauks-
son (Rimaskóla) á fjórða borði. Einn-
ig fór fram Íslandsmót grunnskóla-
sveita í stúlknaflokki og sigraði þar
Íslandsmeistarinn frá síðasta ári,
Rimaskóli. Sveitin fékk 26 vinninga
en Hamraskóli varð annar með 19½
v. og Mýrarhúsaskóli þriðji með 18½
v. Sigríður Björg Helgadóttir
(Hamraskóla) fékk borðaverðlaun á
fyrsta borði, Júlía Guðmundsdóttir
(Rimaskóla) á öðru borði, Ingibjörg
Ásbjörnsdóttir (Rimaskóla) á þriðja
borði og Hrund Hauksdóttir (Rima-
skóla) á fjórða borði. Mótahaldi Skák-
sambands Íslands var ekki lokið með
þessu því að einnig fór fram Íslands-
mót stúlkna. Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir (Melaskóla) og Jóhanna
Björg Jóhannsdóttir (Salaskóla)
unnu afgerandi sigra í sínum flokkum
en þær unnu allar sínar skákir. Hall-
gerður varð hlutskörpust í eldri
flokki (7.–10. bekk) með 7 v. en Elsa
María Þorfinnsdóttir (Hólabrekku-
skóla) og Sigríður Björg Helgadóttir
(Hamraskóla) þurftu að tefla einvígi
um silfrið. Elsa María sigraði í einvíg-
inu og varð því í 2. sæti en Sigríður
Björg í 3. sæti. Í yngri flokki varð
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
(Mýrarhúsaskóla) í 2. sæti á eftir Jó-
hönnu Björgu og Stefanía B. Stefáns-
dóttir einnig úr Mýrarhúsaskóla, í 3.
sæti. Keppendur á þessum stúlkna-
mótum hafa aldrei verið jafn margir
og nú. Það er vísbending um að áhugi
stúlkna á skák sé að aukast. Öllum
þessum mótum lauk svo með veglegri
og sameiginlegri verðlaunaafhend-
ingu.
Íslandsmót framhalds-
skólasveita
Menntaskólinn við Hamrahlíð, a-
sveit, bar sigurorð af a-sveit Mennta-
skólans í Reykjavík í lokaumferðinni
á Íslandsmóti framhaldsskóla, sem
haldið var í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur sunnudaginn 24. apríl sl.
Með sigrinum tryggði MH sér þar
með Íslandsmeistaratitilinn og þátt-
tökurétt á Norðurlandamóti fram-
haldsskóla sem fram fer í Danmörku
í september nk. Úrslitaviðureignin
endaði með 5½ v.–2½ v. sigri a-sveit-
ar MH. Fjórar sveitir kepptu á Ís-
landsmótinu, tvær frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð og tvær frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Tefld-
ar voru atskákir og var Ólafur H.
Ólafsson skákstjóri.
Skákþing
Norðlendinga 2005
Í sjö áratugi hefur Skákþing Norð-
lendinga verið haldið og í ár fer það
fram á Siglufirði 6.–8. maí næstkom-
andi. Teflt verður í safnaðarheimilinu
og keppt verður í fjórum aldursflokk-
um, 7–9 ára, 10–12 ára, 13–16 ára og
svo opnum flokki sem ætlaður er 17
ára og eldri. Keppni í opnum flokki
hefst föstudaginn 6. maí kl. 20 og
verða þá tefldar fjórar atskákir. Dag-
inn eftir verða tvær kappskákir svo
og ein á sunnudeginum en þá lýkur
mótinu. Barna- og unglingaflokkarn-
ir fara fram á laugardeginum þar
sem hver keppandi hefur 10 mínútna
umhugsunartíma. Ókeypis er að tefla
í þeim en þátttökugjald er 2.000 kr. í
opna flokknum. Hægt er að skrá sig í
mótið í síma 467 1263 og 899 0278
jafnframt sem hægt er að senda raf-
bréf á netfangið saeson@simnet.is.
Hannes Hlífar
efstur á öflugu
atskákmóti
Verðlaunahafar á Íslandsmótum barna og unglinga.
SKÁK
Brussel, Belgíu.
AZURA ATSKÁKMÓTIÐ
23.–24. apríl 2005.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
Hannes Hlífar
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heimilis-
ofbeldi og kortleggjum þennan
falda glæp og ræðum vandamálið í
hel.
Svava Björnsdóttir: „Til þess að
minnka kynferðisofbeldi þurfa
landsmenn að fyrirbyggja að það
gerist. Forvarnir gerast með
fræðslu almennings.“
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðis-
þróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir
allt, verið til fyrirmyndar og á að
vera það áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýsingar
framkvæmdavaldsins, um að skapa
betra umhverfi fyrir bílaleig-
urnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöðunni er
að láta TR ganga inn í LHÍ og þar
verði höfuðstaður framhalds- og
háskólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein
af þeim sem heyrði ekki bankið
þegar vágesturinn kom í heim-
sókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekning-
arlítið menntamenn og af góðu
fólki komnir eins og allir þeir, sem
gerast fjöldamorðingjar af hug-
sjón. Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Í KASTLJÓSÞÆTTI þ. 25. þ.m.
mættu Össur og Ingibjörg til að
ræða formannskjör í Samfylking-
unni. Vafalaust hafa einhverjir
fylgst spenntir með
þættinum í upphafi og
vænst þess að fá að
heyra haldbærar skýr-
ingar og rök fyrir því
að nú beri að skipta
formanni flokksins út.
Þeir hljóta að hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum.
Ingibjörg boðar engin
ný tíðindi og hefur
ekkert frumkvæði að
nýjum lausnum í
stjórnmálum, hún býð-
ur sig bara fram. Hún
hafði engu að bæta við
skýrar línur Össurar um næstu
skref flokksins; baráttuna í þing-
kosningum sem fram undan eru og
stjórnarmyndun að þeim loknum.
Engin viðbrögð við áherslum Öss-
urar í atvinnumálum. Hugmyndin
um að styrkja og breikka atvinnu-
lífið m.a. með eflingu smáfyrirtækja
virtist ekki verðskulda svo mikið
sem litla athugasemd frá frambjóð-
andanum. E.t.v. hugsar Ingibjörg
Sólrún ekki mikið um smáfyrirtæki.
Innlegg hennar í þáttinn var ein-
ungis almennt tal um gildi jafn-
aðarstefnunnar sem allir eru auðvit-
að sammála um innan flokksins.
Hún kom líka að nauðsyn þess að
efla menntun í landinu. Það eru
reyndar sannindi sem öllum stjórn-
málamönnum eru tungutöm þótt
efndir séu misjafnar samanber
sveltistefnu ríkisstjórnarinnar
gagnvart Háskóla Ís-
lands. Nú, svo mætti
líka nefna meðferð R-
listans á Námsflokkum
Reykjavíkur.
Hvert er erindið?
Af tali Ingibjargar í
þættinum virðist helst
mega ætla að framboð
hennar sé tilkomið
vegna þess að „fólk
hafi sagt“ að hún eigi
að verða formaður
flokksins. Sjálf lagði
hún það til málanna að
hún verði þá að fá að taka við núna,
ekki seinna. Þetta er sannarlega
veik ástæða til að efna til formanns-
slags í flokknum og það þegar gengi
hans er með ágætum eins og nú er
raunin.
Það vantar enn sem fyrr haldbær
rök fyrir því að fá Ingibjörgu nú
stýrið þegar búið er að leggja flokk-
inn á réttan kúrs en vandasöm sigl-
ing framundan.
Ingibjörg og stuðningsmenn
hennar ættu að velta fyrir sér þeirri
spurningu hvort lítillega dalandi
fylgi Samfylkingarinnar í síðustu
könnun sé afleiðing þess að efnt hef-
ur verið til formannsslags í flokkn-
um.
Framtíðarhópurinn
Ingibjörg hefur reynt nokkuð að
gera út á gagnrýnin ummæli Öss-
urar um störf framtíðarhópsins s.k.
og heldur því fram að ummælin
beinast gegn fjölda flokksmanna.
Össur hefur sjálfur svarað þessu en
rétt er að benda á að fleiri hafa
gagnrýnt bæði vinnubrögðin í hópn-
um svo og sjálfa aðferðina, nú síðast
varabæjarfulltrúi Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði, sem kallar
vinnubrögðin ólýðræðisleg elítu-
stjórnmál.
Ingibjörg er ekki óskeikul
Raunar er erfitt að sjá að Ingi-
björg Sólrún sé sérstakur fulltrúi
opinna stjórnarhátta og lýðræðis
fram yfir marga aðra stjórn-
málamenn. Það er líka ljóst að hún
stendur engan veginn undir öllu því
lofi sem stuðningsmenn hennar hafa
borið hana undanfarið. Ekki má þó
lá henni það, slíkt væri varla í mann-
legu valdi, svo stórkostlegar hafa
lýsingar sumra greinahöfunda verið.
En þegar litið er yfir stjórnmálaferil
Ingibjargar síðustu árin þá blasir
við að hún gerir mistök eins og aðr-
ir. Hinsvegar hefur hún komist upp
með ýmsa hluti og sloppið furðu vel
við gagnrýni. Brotthvarf hennar úr
embætti borgarstjóra er ljóst dæmi
um þetta. Það ferli allt var eitt risa-
klúður og ljóst að borgarstjórinn
fyrrverandi reiknaði dæmið alveg
kolvitlaust þótt athygli manna hafi
ekki mikið beinst að því atriði máls-
ins.
Saman að settu marki
Það er mjög heppilegt að Ingi-
björg Sólrún, varaformaður flokks-
ins, hefur nú fengið sæti á Alþingi.
Vonandi ríkir samheldni og farsælt
samstarf jafnt í þingflokki sem
flokknum sjálfum að loknu þessu
kjöri hver sem úrslit þess verða.
Ég vona (og treysti því reyndar)
að formaðurinn vinni og haldi þann-
ig stöðu sinni því að við erum á
réttri leið. Öflugur jafnaðarmanna-
flokkur er nú staðreynd í íslenskri
pólitík. Það væri í raun stórundarleg
ráðstöfun að ýta nú til hliðar, rétt í
upphafi kosningaundirbúnings, for-
manninum sem stýrt hefur flokkn-
um farsællega í hinu stutta en
snarpa uppbyggingarferli. Samfylk-
ingin þarf að eflast enn frekar og
verða fullkomið mótvægi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Það er eðlilegt og
raunhæft markmið. Ekki er hægt að
hugsa sér öruggari grundvöll fyrir
lýðræðislegum stjórnarháttum í
landinu í framtíðinni en einmitt slíka
valdajöfnun milli flokkanna.
Um hvað snýst formanns-
kosning í Samfylkingunni?
Haukur Brynjólfsson fjallar
um formannskjör
Samfylkingarinnar ’Það er mjög heppilegtað Ingibjörg Sólrún,
varaformaður flokksins,
hefur nú fengið
sæti á Alþingi. ‘
Haukur Brynjólfsson
Höfundur er rafvirki.