Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF KRÓNAN var með lægsta verðið á kassa en Bónus með lægsta hillu- verðið í verðkönnun sem Morg- unblaðið gerði í gær í fjórum lág- vöruverðsverslunum. Það munar 57 krónum á vörukörfunni við kassa í Krónunni og Bónus. Krónan var aldrei með samræmi milli hillu- og kassaverðs en Kaskó og Nettó voru með sama verð á hillu og við kassa í öllum tilfellum nema einu. Bónus var með samræmi í fimmtán tilfellum af tuttugu og sex. Mikill verðmunur er á einstaka vörutegundum og munar t.d. 165% á hæsta og lægsta verði pylsubrauða og 201% á hæsta og lægsta verði ís- lenskra tómata. Farið var í Nettó, Kaskó, Bónus og Krónuna og kannað verð á ýms- um vörum. Í töflunni sem hér fylgir er verð á tuttugu og sex vöruteg- undum sem fengust í öllum búð- unum og voru verðmerktar í hillu. Vörukarfan kostaði 3.475 krónur þar sem hún var ódýrust við kassa í Krónunni, 3.532 krónur í Bónus, 4.812 í Kaskó og 5.587 krónur í Nettó. Þá kostaði karfan 3.576 krónur samkvæmt hilluverði í Bónus, 3.899 krónur í Krónunni, 4.973 í Kaskó og 5.591 krónu í Nettó. Verðbreytingar voru örar í Krón- unni og Bónus meðan blaðamenn stöldruðu við og á vöruverði má sjá að ýmsar vörur hafa lækkað mjög mikið í verði undanfarið. Farið var á sama tíma í allar fjór- ar verslanir, klukkan ellefu og á kassa klukkan tólf í Bónus í Hellu- hrauni 18 í Hafnarfirði, Krónuna í Jafnaseli 2, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Ekkert tillit var tekið til gæða eða þjónustu heldur var ein- ungis um verðsamanburð að ræða.  NEYTENDUR | Verðkönnun Morgunblaðsins í fjórum lágvöruverðsverslunum Það munar 475% á hæsta og lægsta verði á græn- um Ora baunum og 222% á grænum steinlausum vínberjum þegar gerð var verðkönnun í gær í lág- vöruverðsverslunum. /    )         -,  #$2 8 3     $# % # *1 '1 3(4''( -4')3+ 3(*')'?((''( 0? .'P5989Q''( %+6+.(.''( ?? +3) .''( %  ''( ;) = '9 '34 * +.3''( *X*''( (' * 4'10' '' :,-+(''+ 3+/'1 4934.')'(889+).'P(.((Q'' *\\934.' *6.*1* ')'?9('' :6.',-*'>'' :.++934.'' ?3)'>''+ 9'9+'+*4''+ < **+*3=.6''34( ++.'?+3.=.6''34(/ + * .'10'M.=(34*''34(/  *93'' :9 '=. *'8' ' 11*'!*9'10' = ' ' 11*' *+8''' 3=+-' '34(/ (1)3']5 *++.''+ ,=()3']5 *++.''+     = ; 34.= *  = ,-88 M=  < ++.. * = N1 3 +* 6+$ 5 6' <934 5 6 934 5 6 @ " ;+ $ + # / <+.41/          $*2  $52 22 $2 %2 $22 52  22 $52 22 ' %5 *2 '2 !2 !2 $22 !2 % $22 22 $2* $22 $ ! *! ! *! *' 2% 2 *' !2 *5 %2 !! $! 2 * $! $ !* $ $$' $ '* $ 5 5% %5% ' % ' %$ $ *2 % % 2$ ! 52  % %5 '% % * 2$ 2 $' %'9 $ 9 !29 '9 % $$$9 229 %59 '%9 '29 '%9 $ '$9 %9 !'9 % 9 !  9 5*9 '5 %*9 ''9 %'9 ''9 5 9                        / <*++ 33* $ ''2 52 2 22 %2 $*2 25 *2 $!5 *% %$ 55 $5 %2 '* ' $%5 '! $* $!2 * $!2 $'2 '* $                       /  <*++ 33* $*2  $52 22 $2 %2 $22 52  22 $52 22 ' %5 *2 '2 !2 !2 $22 !2 % $22 22 $2* $22 *5                        / <*++ 33* $$! 2% 5$ 2 *! $ 2% 2' *5 5$ 2! ' !2 $5* ! 2 $% $! 5 55 % $%! $ * $ * * %%$                         / <*++ 33* $ ! *! ! *! *' * 2 *' !2 *5 %2 !! $! 2 * $! $ !* $ $$' $ '* $ 5 %'5 -     57 króna verðmunur á vörukörfu hjá Krónunni og Bónus Morgunblaðið/ÞÖK Miklu munaði í verði á sumum vörutegundum eins og á íslenskum tómötum en þar nam munur á hægsta og lægsta verði 201%. LENGI hefur verið vaxandi áhugi á mögulegum tengslum rafsegulsviða, m.a. frá ýmiss konar rafmagnsmann- virkjum, háspennulínum og loft- skeytamöstrum, við ýmiss konar vanlíðun og sjúkdóma. Umræða um áhrif á krabbamein, einkum hvít- blæði, hefur borið hæst. Með reglu- legu millibili koma fram menn sem telja þessi tengsl sönnuð og eru til- búnir til að veita ráð um breytingar á híbýlum, væntanlega með ærnum til- kostnaði. Miklar rannsóknir hafa far- ið fram á mögulegum heilsuskaða frá rafsegulsviðum, einkum af mjög lágri tíðni. Jörðin sjálf er hins vegar stór segull og styrkleiki segulsviðs henn- ar er mörg hundruð sinnum meiri en segulsviða sem stafa t.d. af 120–240 volta raflínum í hús. Segulsvið beint undir háspennu- raflínum mælist mun minna en raf- segulsvið sem mælist nálægt höfði manna sem eru að raka sig með raf- magnsrakvél. Hvað um örbylgjuofna og tölvur? Í kjölfar þessarar umræðu hafa líka komið upp áhyggjur og ótti um áhrif annarra fyrirbæra, t.d. ratsjáa, ör- bylgjuofna, sjónvarpsskerma, krullu- járna, hitapúða, rafmagnsteppa, hljómflutningstækja, tölva og hár- þurrka. Í nýlegri rannsókn var litið á samband þessara tækja við heilaæxli og var niðurstaðan að mjög ólíklegt væri að þessi tæki ykju hættu á heilaæxlum í fólki. GSM-símar tengjast síður seg- ulsviði, en taka hins vegar við og gefa frá sér útvarpsbylgjur. Mikil um- ræða hefur verið um möguleg skað- leg áhrif notkunar þeirra en viða- miklar rannsóknir frá Danmörku og Bandaríkjunum leiða ekkert slíkt í ljós. Miklar rannsóknir í dýrum og í tilraunastofum hafa ekki sýnt fram á áhrif segulsviða á hvítblæði. Rann- sóknir á áhrifum á menn eru erfiðar vegna þess að örðugt er að finna samanburðarhóp sem býr ekki við nein áhrif rafsegulsviða enda eru þau alls staðar í kringum okkur. Tvær rannsóknir hafa gefið til kynna að tengsl kunni að vera þarna á milli en þau voru lítil og rafsegulsvið var ekki mælt beint í þeim. Mun fleiri rann- sóknir eru til þar sem ekki var unnt að sýna fram á nein tengsl af þessu tagi. Þær hafa verið gerðar í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Nýja-Sjálandi og Kanada. Þær hafa verið gerðar á nokkrum þúsundum barna og í stuttu máli hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl krabbameina barna, þ.m.t. hvítblæðis, við rafsegulsvið. Lítilsháttar athuganir hafa verið gerðar að gefnu tilefni hér á landi með hjálp Krabbameinsskrár. Í tveimur bæjarfélögum komu fram áhyggjur af mögulegum tengslum loftskeyta- og rafmagnsmannvirkja við ætlaða óvenjulega tíðni krabba- meina. Tíðni þeirra, bæði í heild og í einstökum líffærum, var könnuð í þessum bæjarfélögum og ekki tókst að sýna fram á að hún væri önnur en í landinu öllu. Ekki tekist að sýna fram á tengsl Því er ljóst að mjög viðamiklar rann- sóknir hafa farið fram á rafseg- ulsviðum og útvarpsbylgjum og áhrifum þeirra á heilsufar, einkum krabbameins, sem mestar áhyggjur hafa verið hafðar af. Niðurstaðan er sú að miðað við þá þekkingu sem við búum við nú hefur ekki tekist að sýna fram á nein tengsl. Máli skiptir að þessum rannsóknum sé haldið á lofti, ekki síst til að draga úr ótta almenn- ings við umhverfi sem við öll búum í, en rafmagnslínur, þ. á m. háspennu- línur, heimilisraftæki og símar eru hluti af daglegu lífi okkar allra.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Áhrif raf- segulsviða á heilsufar Sigurður Guðmundsson landlæknir UNGBÖRN og smábörn eru sér- staklega viðkvæm fyrir matarsýk- ingum. Séu ungbörn ekki höfð á brjósti er mjög mikilvægt að útbúa ungbarnablöndur og stoðblöndur af mikilli varkárni. Gildir þetta líka um þurrmjólkurduft, sem ætlað er börnum með ofnæmi eða óþol, að sögn Jóhönnu E. Torfadóttur, sér- fræðings á matvælasviði Umhverf- isstofnunar. Rannsóknir hafa sýnt að mjólk- urduft er stundum mengað með bakteríunum E. Sakazakii og Salmonella sem geta valdið sýk- ingum og alvarlegum veikindum. Áðurnefndar bakteríur drepast við gerilsneyðingu, en geta borist í duftið seinna í vinnsluferlinu eða við meðhöndlun. Hafa skal í huga að heilbrigð ungbörn og smábörn geta þolað þessar bakteríur í blandaðri mjólk í litlu magni, en ungbörn yngri en 4–6 vikna og þá sérstaklega fyrirburar, léttburar og ónæmisbæld ungbörn eru hóp- ur, sem er í sérstakri áhættu gagn- vart sýkingum. Sýking af völdum E. Sakazakii getur valdið heila- himnubólgu, blóðeitrun eða iðra- kveisu. Til að koma í veg fyrir mengun og/eða fjölgun baktería þegar ver- ið er að blanda mjólkurdufti saman við soðið vatn, skiptir hreinlæti höfuðmáli. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur m.a. gefið út leiðbeiningar um blöndun, með- höndlun, geymslu og notkun í heimahúsum sem eru eftirfarandi:  Gott hreinlæti er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir mengun og tekur það til handþvottar, hrein- lætis í eldhúsinu og þess að öll áhöld séu hrein fyrir notkun.  Útbúa skal blönduna stuttu fyrir hverja gjöf.  Nota skal hreina pela þegar ver- ið er að útbúa mjólkina. Best er að sjóða þá alltaf eða sótthreinsa í þar til gerðum tækjum.  Ávallt skal notað soðið vatn fyr- ir hverja blöndu eða vatn, sem bú- ið er að sjóða og kæla, en þá er mikilvægt að það hafi ekki meng- ast.  Eftir að mjólkurdufti hefur ver- ið blandað við soðið vatn, skal mjólkin kæld hratt í það hitastig, sem hentar fyrir gjöf og skal mjólkin notuð þegar í stað.  Eftir hverja gjöf skal hella niður afgangsmjólk. Einnig hefur EFSA gefið út leið- beiningar um meðhöndlun fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og heilbrigð- isstofnana.  UNGBÖRN | Leiðbeiningar um meðhöndlun á ungbarnamjólkurblöndum Hreinlætið í lykilhlutverki TENGLAR ..................................................... www.efsa.eu.int/science/biohaz/ www.ust.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.