Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR „ÉG get ekkert ráðið svoleiðis fólk vegna þess að það passar ekkert hérna inn.“ Þetta sagði einn viðmæl- enda Gyðu Margrétar Pétursdóttur, félags- og kynjafræðings, í viðtals- rannsókn þar sem m.a. voru skoðuð viðhorf yfirmanna til kynjanna en „svoleiðis fólk“ á þarna við konur. Gyða kynnti niðurstöður sínar á morgunverðarfundi Félagsfræð- ingafélags Íslands á Grand hóteli sl. fimmtudag. Gyða tók m.a. viðtöl við sjö yf- irmenn en að hennar sögn þykir þeim með einum eða öðrum hætti konur ekki jafn verðmætar á vinnu- markaði og karlar. Setningin hér að ofan er höfð eftir manni sem Gyða kallar Snæbjörn Einarsson en hann er yfirmaður á hefðbundnum karla- vinnustað. Aðeins einu sinni hefur hann ráðið konu til starfa og þá við símsvörun en sagði hana hafa verið of gamla þar sem hún hafi haft of litla tækniþekkingu til að geta svar- að einföldum spurningum. Snæ- björn sagðist þó kannski tilbúinn til að ráða unga konu með iðnmenntun til sama starfs þar sem hún gæti þá svarað „einföldustu tæknilegu upp- lýsingum“. Karlar með sambærilega menntun sáu hins vegar um að gera við tækjabúnað á vinnustaðnum. Jákvæð mismunun? Að sögn Gyðu virðast konur ekki jafn eftirsóttar í vinnu og karlar vegna hugmynda um ólíkt eðli kynjanna og þeirrar staðreyndar að konur geta gengið með og fætt börn. „Almenna reglan virðist vera sú að ekki sé æskilegt að ráða konur vegna þess að konur eru ekki karlar. Karlar eru viðmiðið, karlar eru stöð- ugir á meðan konur geta horfið af vinnumarkaði hvenær sem er vegna líffræðilegra eiginleika sinna. En ef ráða á konu þá er það vegna ein- hverra sérstakra eiginleika þeirra,“ sagði Gyða á fundinum og vísaði til þess að kona ætti að vera rödd, and- lit og/eða útlit fyrirtækis eða sinna störfum sem krefjast nákvæmni og þrautseigju. „Það er því í lagi að ráða eina konu enda virðast viðmæl- endur mínir líta svo á að þannig tak- ist þeim að svara kröfum samfélags- ins um jafnrétti kynjanna.“ Gyða benti á að samkvæmt könn- un IMG Gallups starfar meirihluti karla og kvenna á kynskiptum vinnustöðum, þ.e. þar sem annað kynið er í miklum meirihluta. „Kon- ur hafa mun meiri hag af því að komast inn fyrir hin hefðbundnu karlavé, hærri laun og meiri frama- horfur á meðan karlar „græða“ lítið á því að sinna hefðbundnum kvenna- störfum,“ sagði Gyða og vísaði þar til þess að einn viðmælenda hennar sem var yfirmaður á kvenna- vinnustað var tilbúinn að láta af kröfum um menntun til þess að fá karl til starfsins, þó ekki væri nema til þess að kona þyrfti ekki að fylgja fötluðum drengjum í búningsklefa eða á salerni. Gyða benti á að kröfur til karls á kvennavinnustað væru því ekki þær sömu og til konu á karla- vinnustað. „Þar liggur munurinn sem rennir stoðum undir grein- inguna um að karlar séu verðmætari en konur á vinnumarkaði. Grein- ingin gefur til kynna að karlar búi við jákvæða mismunun á vinnu- markaði,“ sagði Gyða og fullyrti að hugmyndir yfirmanna um ólíkt eðli, getu og hlutverk karla og kvenna kæmu í veg fyrir að karlar og konur nytu lögbundinna réttinda á vinnu- markaði. Gleymist að baða börnin Hildur Friðriksdóttir, félags- og atvinnulífsfræðingur, kynnti rann- sóknir sínar á atvinnulífi og fjöl- skyldu en samkvæmt niðurstöðum hennar vilja hvorki karlar né konur vera neydd til að útiloka fjölskyldu sína þrátt fyrir að starf þeirra sé gott og skemmtilegt. „Rannsóknir sýna að hér eins og í öðrum iðn- væddum ríkjum hafa kröfur, vinnu- álag, tímaskortur og streita aukist á vinnumarkaði,“ sagði Hildur og benti á að á sama tíma væru stöðugt fleiri börn greind með ofvirkni, hegðunarerfiðleika og þunglyndi. Hildur kynnti m.a. niðurstöður úr eigindlegri rannsókn sinni þar sem tekin voru viðtöl við níu manns. „Viðtölin við þátttakendur í rann- sókninni benda til að íslensk vinnu- staðamenning sé sú að fólk líti á langan vinnudag sem dyggð,“ sagði Hildur og bætti við að það væri ekki alls staðar viðurkennt að fólk þyrfti að sinna fjölskyldu sinni. „Enn- fremur óttast fólk að ná ekki frama í starfi ef það er ekki sýnilegt á vinnustaðnum eða sýnir að það legg- ur fjölskylduna til jafns við vinn- una.“ Hildur sagði að fjölskylduábyrgð væri enn oftar í höndum kvenna en karla og að þær þyrftu frekar að sinna öldruðum foreldrum og ætt- ingjum. Þess vegna mætti færa rök fyrir því að aukið álag hefði komið meira niður á konum en körlum. Þannig sýndu rannsóknir fram á að mæður kæmu hvað verst út í sam- anburði við aðra hópa með tilliti til streitu á meðan vísbendingar væru um að foreldrahlutverkið yki ekki á streitu og depurð karla heldur yki vellíðan þeirra. Hildur sagði upp- lifun sína þá að fólk rétt næði að láta allt ganga upp og að ekkert mætti koma upp á. Þannig hefðu viðmæl- endur hennar skipulagt daginn í þaula en þrátt fyrir það hefði stund- um gleymst að setja börnin nógu oft í bað og ekki gafst tími til að kaupa sokkabuxur og bol þótt það vantaði sárlega. „Ég upplifði einnig að dag- lega hvíld og næði skorti hjá þeim flestum,“ sagði Hildur. Félagsfræðingafélag Íslands stóð fyrir morgunverðarfundi síðastliðinn fimmtudag undir yfirskriftinni: Er foreldrahlutverkið hindrun í atvinnulífinu – jafnvel fyrir pabba? Halla Gunnarsdóttir sat fundinn og fræddist meðal annars um feður í fæðingarorlofi og þéttskipaðan dag íslenskra barnafjölskyldna. „Get ekkert ráðið svoleiðis fólk“ Morgunblaðið/Eyþór Fjölmenni var á morgunverðarfundi um fjölskylduna og atvinnulífið. hallag@mbl.is SVOLÍTIÐ samviskubit yfir að vinna aðeins of mikið í bland við stress yfir að ná ekki að gera allt sem þarf að gera í vinnunni og heima fyrir. Þessu lýsa feður í fæð- ingarorlofi sem Gísli Hrafn Atlason mannfræðingur hefur tekið viðtöl við en hann vinnur fyrir Jafnrétt- isstofu að samevrópskri rannsókn um feður og fæðingarolof en hann kynnti niðurstöðurnar á fundinum. Ísland, Litháen, Danmörk og Malta taka þátt í verkefninu en í hverju landi er annars vegar rætt við feður og hins vegar við stjórn- endur fyrirtækja. Gísli sagði Ísland vera í algerri sérstöðu þar sem fæð- ingarorlofstaka er mun meiri hér en í hinum löndunum. Á Möltu þurfi t.d. að taka viðtöl við alla karla sem voru í fæðingarorlofi en þeir eru aðeins 16–17 talsins. Rannsókninni er ekki lokið hér á landi og þar sem hún er eigindleg viðtalsrannsókn er ekki hægt að al- hæfa út frá niðurstöðunum heldur gefa þær aðeins vísbendingar. Gísli sagði alla viðmælendur sína hafa skipt orlofinu sínu á einhvern hátt. „Langflestir taka stutt orlof eða launalaust frí við fæðingu en taka svo afganginn þegar mamman er búin með sitt orlof,“ sagði Gísli og bætti við að sumir hætti ekki al- farið í vinnunni heldur taki t.d. 50% orlof og vinni því hálfan daginn. „Einn [viðmælendanna] sagði að hann væri hreinlega í 100% starfi en á 50% launum. Kröfurnar væru engu minni og verkefnin þau sömu.“ Gísli sagði þó viðmælendur sína vera mjög ánægða með að vera í fæðingarorlofi. Allir lýstu mik- ilvægi þess að vera með barninu frá upphafi til að mynda tengsl við það svo þeir treysti sér og að þeim sé treyst til að að sinna öllu því sem sinna þarf. Þá hvetja þeir vini sína til að taka orlof og sérstaklega til að vera einir heima með barnið hluta úr orlofinu. Að sögn Gísla tölu margir við- mælenda hans að þeir gætu nýtt or- lofið í að sinna hinu og þessu sem hafði setið á hakanum. „Maður hafði lesið að barnið svæfi í 16 tíma á sólarhring svo að ég bjóst við að geta sinnt ýmsu öðru við hliðina á. Svo er maður bara einhvern veginn alltaf á fullu og þegar það sefur þarf að nýta tækifærið og þrífa, ganga frá, þvo þvotta og svoleiðis,“ sagði einn viðmælendanna. Svolítið stressaðir en ánægðir með orlofið RÍKIÐ ætti að selja öll hlutabréf sín í Símanum einum kjölfestufjár- festi. Þetta er mat ráðgjafarfyr- irtækisins Morgan Stanley, sem gerði tillögur að beiðni einkavæð- ingarnefndar vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á Símanum, en tillög- urnar hafa nú verið gerðar op- inberar. Ráðgjafarfyrirtækið mælir með sölu Símans nú þar sem markaðir séu hagstæðir, og gera megi ráð fyrir miklum áhuga á bæði op- inberum markaði og einkamarkaði. Mælt er með því að allur hluti rík- isins verði seldur einum fjárfesti, en sú leið eigi að vekja mestan áhuga og stuðla að hámarksverð- gildi. Ef ríkið hafi hug á því að tryggja almennt útboð á fyrirtæk- inu geti það skuldbundið þennan kjölfestufjárfesti til þess að ráðast í slíkt útboð síðar. Ríkið ætti að taka til greina til- boð frá innlendum og erlendum aðilum, og gæta þess að ferlið sé öllum opið og sé gagnsætt, til þess að halda valkostum og verðgildi í hámarki með því að halda uppi samkeppni á ferlinu öllu. Samkomulag í júnílok Söluna ætti að skipuleggja sem tveggja ára ferli þar sem fyrsti áfangi er öllum opinn gegn skuld- bindingu um trúnað, en þátttaka í öðrum áfanga takmarkist við valda bjóðendur úr fyrsta áfanga. Síðari áfanga ljúki svo með bindandi til- boðum. Að lokum mælir Morgan Stanley með því að staðið verði við upphaflega tímaáætlun, en sam- kvæmt því ætti að liggja fyrir samkomulag um sölu Símans í júnílok. Morgan Stanley ráðlagði að selja Símann einum fjárfesti Eykur áhuga kaupenda og hámarkar verðið MORGUNBLAÐINU hefur bor-ist eftirfarandi athugasemd frá Agnesi Bragadóttur, formanni stjórnar Almennings ehf.: „Í frétt í Morgunblaðinu í dag, föstudaginn 29. apríl, undir fyr- irsögninni „Rétt að hafna út- boðslýsingu“ er greint frá því að Jóhannes Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík, telji rétt að Fjármálaeftirlit- ið hafnaði útboðslýsingu Al- mennings ehf. Ég tel á hinn bóginn að það hafi verið rangt. Jóhannes tilgreinir sem rök að eðlilegt hafi verið að gera kröfu um að útboðslýsing Almennings ehf. innihéldi upplýsingar um Landssímann hf. enda sé það eini tilgangur félagsins að fjárfesta í hlutabréfum Landssímans. Landssíminn hefur verið á markaði og bréf í honum hafa gengið kaupum og sölum, þótt í mjög takmörkuðum mæli hafi það verið. Almenningur hefur sem sé átt kost á því að kaupa og selja bréf í Símanum og þá vænt- anlega aðeins getað stuðst við hin opinberu gögn Símans, eins og ársskýrslur fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við slík við- skipti og tel ég því að það hefði átt að nægja að Almenningur ehf. léti ársskýrslur Símans fylgja með útboðslýsingu á Al- menningi ehf. Í öðru lagi bendir Jóhannes á að líklega væri Fjármálaeftirlit- inu rétt að hafna beiðni Almenn- ings um að fara í almennt útboð, „þar sem það hafi þegar farið fram almennt útboð með því að hvetja fólk til kaupa á hlutum á vefnum án þess að fyrir lægi út- boðslýsing. Með því hafi Al- menningur líklega brotið reglur um almennt útboð“. Við þessa útleggingu Jóhannesar vil ég gera þá athugasemd að ég hafna því að Almenningur hafi þegar staðið fyrir almennu útboði. For- svarsmenn hafa hvar sem er, í ræðu, riti, fjölmiðlasamtölum, símtölum og tölvupóstssamskipt- um tekið það skýrt fram, að ekki væri um hlutafjársöfnun að ræða, heldur væru þeir að kanna vilja almennings til þess með hvaða hætti hann væri hugsan- lega reiðubúinn að koma að kaupum á hlut í Símanum, þegar og ef til útboðs Almennings kæmi. Á könnun sem þessari og formlegri útboðslýsingu tel ég vera grundvallarmun. Fyrir hönd stjórnar Almenn- ings ehf. Agnes Bragadóttir.“ Athugasemd frá Almenningi ehf. BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Landsbanka Íslands: „Í fréttum ríkissjónvarpsins þriðjudaginn 26. apríl sl. var stað- hæft að samkvæmt síðustu viðskipt- um með hlutabréf í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi hf. á Hornafirði væri gengi hlutabréfa í fyrirtækinu 12. Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur síðan upplýst að upplýsingar þessa eðlis hafi verið „ættaðar úr Landsbankanum.“ Af þessu tilefni vill Landsbanki Ís- lands, að fengnu samþykki og í sam- ráði við Skinney-Þinganes, upplýsa að síðustu viðskipti með bréf í fyr- irtækinu fyrir milligöngu Lands- bankans fóru fram 10. mars sl. á genginu 5,5 og aldrei hafa farið fram nokkur viðskipti, á vegum bankans, með bréf í fyrirtækinu á gengi sem er nálægt því sem staðhæft var í fréttum Ríkissjónvarpsins. Lands- banki Íslands hafnar því enn fremur að nokkrar upplýsingar um viðskipti af þessu tagi hafi komið frá bank- anum.“ Yfirlýsing frá Landsbanka Íslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.