Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 49 MINNINGAR ✝ Óskar Ágústssonfæddist á Gríms- stöðum í Reyðarfirði 20. nóv. 1936. Hann lést á heimili sínu, Mánagötu 27 á Reyð- arfirði, 21. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Anna Þ. Sæ- mundsdóttir, f. 1911, d. 1995 og Ágúst Guð- jónsson, f. 1896, f. 1960. Bræður Óskars voru Hreinn, f. 1932, d. 1963 og Sæmund- ur, f. 1945, d. 1990. Óskar kvæntist 7. júlí 1960 Þór- dísi Jóhannesdóttur, f. 5. ágúst 1938. Börn þeirra eru Anna Heiða, f. 1959, gift Bergsteini Brynjólfs- syni, þau eiga þrjú börn, Hreinn Ágúst, f. 1963, kvæntur Helgu Eygló Hilmarsdóttur þau eiga fjögur börn og Eva Jóhanna, f. 1972, gift Svavari Sigurðssyni, þau eiga þrjú börn. Óskar vann ýmis störf framan af ævi. Nam húsasmíði í Reykjavík og varð meistari 1962. Að námi loknu sett- ust þau hjónin að á Reyðarfirði og bjuggu þar síðan. Óskar og Sæmundur stofnuðu og ráku tré- smiðjuna Börk. Byggðu þeir bræður fjölda húsa bæði á Reyðarfirði og í ná- grannabyggðum. Eftir lát Sæmundar hóf Óskar störf hjá sveitarfélaginu við viðhald fasteigna og fleira meðan starfs- orkan leyfði. Óskar var mikill áhugamaður um íslenska náttúru og var mjög virkur í Ferðafélagi fjarðamanna og skógræktarfélag- inu á Reyðarfirði. Steinasöfnun var honum ástríða og liggur eftir hann mikið steinasafn. Jurtasöfn- un og trjárækt voru honum einnig mjög hugleikin. Útför Óskars verður gerð frá Búðareyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Núna ertu lagður af stað í þetta langa ferðalag sem bíður okkar allra. Ég er viss um að eftir að hafa verið kyrrsettur svo lengi ertu fullur af ferðahug. Steini bíður áreiðanlega eftir þér tilbúinn með bakpokana fulla af suðusúkku- laði. Eflaust eins og að ganga í góðu veðri og fögur fjallasýn. Að ferða- lokum bíða amma, afi og bræður þínir eftir þér. Móttökurnar verða af bestu gerð, glatt á hjalla og farið með vísur og sögur. Á einu skrefi allar ferðir hefjast óháð vegalengd og settu marki, þó einhvers staðar einhver kunni að tefjast enduð ferð er staðfesting á kjarki. Sumum er í sorgum hlíf samkvæmt vonum mínum að vita ’þeir eigi eilíft líf í afkomendum sínum. (Óskar Ágústsson.) Góða ferð, Eva, Svavar og krakkarnir. „Af hverju afi, af hverju er him- inninn blár?“ Þegar við hugsum um afa þá munum við alltaf eftir hve þolinmóður þú varst að svara öllum spurningum, sama hversu skrítnar þær voru. Ungar afastelpur sem voru að stíga sín fyrstu spor út á veg þekkingarinnar gátu alltaf fengið svörin hjá honum afa sínum, því að afi vissi allt. Þegar við komum á Mánagötuna til ömmu og afa voru alltaf vissar hefðir sem þurfti að fylgja, það þurfti að ganga upp á melinn til að sjá kríuvarpið, skoða bæði unga og egg og þegar við kom- um aftur heim þurfti að baka drullu- kökur, og bjóða ömmu og afa uppá, svo fengum við okkur pönnukökur hjá ömmu. Alltaf var svo farin að minnsta kosti ein ferð niður á verk- stæðið hjá afa til að skoða steina- safnið mikla. Sem við höfðum hjálp- að til við að finna og tannbursta til að gera steinana hreina. Afi safnaði steinum og við afabörnin töltum á eftir upp um fjöll og firnindi til að finna þessar gersemar sem leyndust í gljúfrum og glufum í berginu. Og alltaf gat afi sagt hvað steinninn hét og þegar heim var komið sýnt okkur þá undir smásjánni, svo við gætum séð kristallana í nærmynd. Margir voru líka bátarnir sem voru settir á flot í tjörninni í garðinum, málaðir og smíðaðir af afa, með hjálp frá litlum höndum. Afi var líka alltaf til í að lesa fyrir litlar stelpur, og eitt sinn er afi hafði klárað að lesa eina bókin enn var sagt: Afi minn kann dönsku, af stoltri afastelpu. Sumar bækur voru líka grandskoðaðar aftur og aftur, og þolinmæði afa við að skoða stóru skordýrabókina vissi engin mörk. Enda er sú bók sjáanlega vel lesin. Það má segja að allur áhugi á nátt- úru Íslands og annarra landa sé ein- göngu afa að þakka. Margar voru kvöldstundirnar sem setið var við eldhúsborði í scrabble og spilað langt fram á nótt. Ekki voru öll orðin sem fram komu í þess- um leikjum í hinni íslensku orðabók, enda deilt mikið um hvort þau stæð- ust eður ei. Afi kom ætíð með bestu orðin, og því var sigurinn sætur þeg- ar manni loks tókst að vinna. Ætíð áður en snúið var heim til Reykja- víkur, var haft „slide-show“, og var þá mikið hlegið að gömlum myndum, sérstaklega af hárgreiðslum, furðu- legu veggfóðri og klæðnaði. Rifjaðar upp gamlar minningar og hlegið meira. Við munum alltaf hafa þessar minningar um afa, allar góðu stund- irnar og þær betri. Hann mun ætíð búa í hjarta okkar, afastelpnanna, sama hvert leið okkar liggur í fram- tíðinni. Við munum alltaf elska þig, afi. Helga Ósk og Heiðdís Rut Hreinsdætur. Komið er að leiðarlokum hjá frænda okkar Óskari Ágústssyni. Við vorum systkinabörn, hann var sonur „Önnu frænku á Grund“, föð- ursystur okkar sem er látin, einnig eru bræður Óskars látnir, Hreinn og Sæmundur. Upp í hugann koma minningar, aðallega bernskuminningar okkar systkinanna. Á árum áður var mikill samgangur á milli okkar heimilis og þeirra bræðra Óskars og Sæmund- ar, nánast daglega „droppuðu“ þeir inn í kaffi og þá lifnaði yfir manni því alltaf var frá einhverju skemmtilegu sagt, spaugilegu hliðarnar á mann- lífinu ræddar með bros á vör. Þrjú okkar vorum í vinnu hjá þeim Óskari og Sæmundi, en þeirra lifibrauð var húsasmíðarnar og var sá tími með þeim allt í senn skemmtilegur, lærdómsríkur og minnisstæður, alltaf líf og fjör og góður mórall í kringum þá. Óskar var alltaf mjög drífandi og sást stundum ekki fyrir. Það var snúist í kring um okkur og smíðaður m.a. handa okkur rugguhestur sem við héldum mikið uppá. Það hefði vissulega verið ánægju- legra ef okkar leiðir hefðu legið oft- ar saman seinustu árin en örlögin höguðu því þannig að svo var ekki. Þetta eru fátækleg kveðjuorð enda ekki meiningin að rekja lífshlaup Óskars, aðeins að kveðja hann. En við væntum þess að þú sért kominn til foreldra þinna og bræðra sem þú þurftir að sjá á eftir alltof fljótt. Megi guð geyma þig, kæri frændi. Við færum fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Sæmundur, Guðlaugur, Anna Marta og Brynja Þóra. Harpa er gengin í garð, gjöfult sumarið heilsar okkur og einmitt á þessum tímamótum þegar frjómagn fagnandi lífs fer um landið, fregnum við hjónin andlát góðs vinar, unn- anda sumars og sólar, íslenzkrar náttúrudýrðar helzt og fyrst. Óskar Ágústsson er allur, hinn næmi og listfengi vísnasmiður, nú hefir hinzti lífsbragurinn verið kveðinn, svo löngu fyrr en átt hefði að vera. Hug- urinn sveipast húmskuggum við harmsfregn. Þær eru ótaldar minningamynd- irnar er á hugann leita og ljúfsárar eru þær nú við leiðarlok. Þar fór einkar hugþekkur drengur, fjölhæf- ur og fljúgandi skýr, þar sem hugur og hönd hjálpuðust að, þar var búið að frjóum fróðleik um svo margt og miðlað af örlæti, einstakur gleðigjafi sem gjarnan sá hlutina í spaugilegra ljósi en almennt gjörðist og átti þá góðu gáfu að geta fært þá í listilega léttan búning og flutti öðrum mönn- um betur einnig. Við áttum æðimargt saman að sælda, lífssýnin býsna lík og áhuga- mál mörg hin sömu, hann var ein- lægur félagshyggjumaður að lífs- skoðun og minnisstætt er mér þegar hann fór fyrir okkur Reyðfirðinga í kjör til sýslunefndar, vann þá kosn- ingu glæsilega og var þar lengi hinn ágætasti fulltrúi okkar. Nefndastörf hans fyrir sveitarfélagið voru einnig rækt af eðlislægri alúð hans og áhuga fyrir velferð samfélagsins heima, en hann unni átthögum sín- um heitu hjarta. Máske eru mér nú efst í huga vetrarkvöldin okkar heima, svo löngu liðin, þar sem við Óskar sátum saman ásamt fleiri góðum mönnum og stofnuðum félagsskapinn Hortitti hf.! sem hafði yrkingar að eina við- fangsefni. Minnisstæðast þó frá þeim kvöldum, þegar varpað var fram fyrriparti og meðan við hinir vorum að brjóta heilann um fram- haldið þá var Óskar kominn með svo ágætan seinnipart, oftast bráðhnytt- inn og hittinn um leið, að okkar hinna varð vandinn aðeins meiri fyr- ir bragðið. Og svo kom oft vísa beint í kjölfarið, ég hefi ekki kynnst manni jafnfljótum að svara fyrir sig með vísu og Óskar og hitta um leið nagl- ann á höfuðið, ekki síður en í þeirri iðn sem hann valdi sér að lífsstarfi. Á þorrablótin heima setti hann sitt góða og glettna mark um ára- tugi, söngbragir hans áttu það ein- kenni allra helzt að þar féll ljóð að lagi, vísur hans ekki aðeins vel gjörðar, heldur svo lúmskfyndnar að salurinn lá oft í hlátri við flutning- inn. Óskar valdi smíðar að atvinnu og stundaði þá iðn sína af dug og kost- gæfni og ekki spillti viðmótið hlýtt og gamanyrði gjarna á vör. Óskar hefði margt getað fyrir sig lagt, hann var afar góður námsmað- ur, fljótur að tileinka sér hlutina, ég hef alltaf trúað því að náttúrufræði í víðustu merkingu hefði verið kjörfag hans, þar bjó hann að yfirgripsmik- illi þekkingu á ýmsum sviðum þeirri grein tengdri og einkar merkileg er örnefnasöfnun hans heima á Reyð- arfirði, ómetanleg til framtíðarhorft. Gæfumaður sannur var hann í einkalífi sínu, kvæntist mikilli ágæt- iskonu góðra hæfileika, kærleiksríkt var samband þeirra, samtaka voru þau hjón í öllu og jafnan nefnd í sömu andrá ef um var talað. Við hjónin kveðjum nú kæran vin sem kvaddi okkur alltof fljótt, þessi lífs- glaði og ljúfi félagi sem öðrum betur gladdist með glöðum og átti heiða hugarsýn á í muna okkar merlandi mynd lífsgilda góðra. Þórdísi, börnunum og þeirra fólki sendum við hugheilar samúðar- kveðjur við þennan þungbæra og sára missi. Vorsólu vermd er mæt minning Óskars Ágústssonar. Helgi Seljan. Óskar Ágústsson smiður, hagyrð- ingur og náttúruskoðari á Reyðar- firði, er látinn. Heimili hans og Þór- dísar að Mánagötu 27 var ætíð fastur áningarstaður á Austurlands- reisum okkar Elísabetar. Mér fund- ust þessir fundir upplifun. Einu sinni vorum við drifin í heitt bað í bala sisona úti í náttúrunni inni í Reyðarfirði. Á verkstæði Óskars var merkilegt steinasafn. Ég hafði oftast vit á að þegja þegar Óskar og El- ísabet töluðu um steina og blóm. Óskar var landsþekktur hagyrðing- ur en hann flíkaði skáldskap sínum lítið. Í Röddum að austan eru nokk- ur stutt ljóð eftir hann, m.a. þetta gullfallegt kvæði, Kristallar: Þetta eru bergsins tæru tár sem tíminn beitti hörðu. Þau voru meira en milljón ár að myndast djúpt í jörðu. Oft leituðu skólamenn til Óskars þegar leiðbeina átti æskufólki um fjöll og firnindi eða skera þurfti úr um heiti jurta. Í sumar komum við við á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar var Óskar. Þá var augljóst hvert stefndi. Við Elísabet vottum Þórdísi og börnum þeirra samúð. Óskar skilur eftir sig ljúfar minningar. Hilmar. Óskar Ágústsson var hafsjór af fróðleik um íslenska náttúru og hann miðlaði honum af lítillæti og ljúfmennsku. Hann þekkti plöntur, fugla, steina, landsvæði og samhengi náttúrunnar vel. Óskar sýndi starf- semi Náttúrustofu Austurlands mik- inn áhuga frá byrjun og færði stof- unni marga góða gripi, eintök af sjaldgæfum plöntum, flækingsfugl- um og merkilega steina. Óskar brást alltaf vel við ef til hans var leitað um upplýsingar. Hann miðlaði fróðleik sínum til starfsfólks Náttúrustof- unnar við ýmis tækifæri og hafði alltaf frá einhverju athyglisverðu að segja í heimsóknum sínum til okkar. Hafi hann þökk fyrir þetta allt. Fjöl- skyldu Óskars sendum við innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands. Óskar Ágústsson var einn af stofnfélögum Ferðafélags Fjarða- manna 1996 og hefur verið virkur fé- lagi þess æ síðan. Þann áratug sem ég hef þekkt Óskar hefur hann unn- ið samfélagi sínu og sérstaklega úti- vistarfólki ómælt gagn á mörgum vígstöðvum. Framsýni og virðing fyrir undrum náttúrunnar og sögu samfélagsins sem við erum vaxin úr var hans aðalsmerki. Eitt þeirra þarfaverka sem hann lauk við var að merkja örnefni Reyðarfjarðar inn á loftmynd, var það ærinn starfi og kallaði á margar vettvangsferðir, þá hafði hann mikið dálæti á Hólmanes- inu og var fús til þess að miðla af þekkingu sinni á því. Óskar var í gönguleiðanefnd Ferðafélagsins frá upphafi og vann þar meðal annars að því að hanna endaskilti sem eru allvíða og standast vel tímans tönn. Óskar mætti ávallt glaður og reifur til samfunda en undi sér oft á tíðum vel einn við verkefnin sín. Það var gott að leita til Óskars, hann var óvenjubóngóður maður. Við gerð göngukortanna var hann ómetanleg- ur heimildamaður og þegar byggt var á Karlsstöðum smíðaði hann borð og bekki í húsið. Fleiri eru bautasteinarnir sem Óskar hefur reist sér og má þar telja fuglaskoð- unarhús sem hann smíðaði á Reyð- arfirði og steinasafn hans, sem hefur að geyma merkileg eintök og sér- stæð. Ótaldar eru tækifærisvísurnar, haglega gerðar sem glöddu í önn dagsins. Síðustu árin hefur hann smátt og smátt mátt láta undan ill- vígum sjúkdómi, þá orustu háði hann af æðruleysi. Þetta litla ljóð sendi hann í fréttabréfið okkar fyrir ári, óð til bjartsýni og fegurðar mannslífins. Við sáum ei sólina lengi og sýndist allt fyrir bí. Þá birtist hún þessi blessun og brosti í Hrútaskarði. Við fundum þá fyrr en varði fegurð lífsins á ný. Því hún býr í brjósti okkar bara ef við treystum því. Ferðafélag Fjarðamanna þakkar Óskari óeigingjarnt starf að leiðar- lokum. Fjölskyldu hans sendum við samúðarkveðjur. Ína Dagbjört Gísladóttir, formaður Ferðafélags Fjarðamanna. ÓSKAR ÁGÚSTSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS KRISTINS SIGURGEIRSSONAR, Ægisgötu 7, Akureyri. Pálína Guðrún Hannesdóttir, Anna Kristinsdóttir, Kristján Jósefsson, Hannes Sigurður Kristinsson, Kristín S. Gísladóttir, Bjarni Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.