Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ífjölmörgum orðasamböndumeru óákveðna fornafnið sjálf-ur og afturbeygða fornafniðsig (þgf. sér, ef. sín) notuð saman, t.d.: falla á sjálfs sín bragði, koma til sjálfs sín og stela úr sjálfs sín hendi. Stundum bregður svo við að með afturbeygða fornafnið er farið sem eignarfornafn, þ.e. í stað sín er notað síns, t.d.: Hann hefur hagsmuni þeirra sem settu hann í starfið að leiðarljósi og þar með hagsmuni síns sjálfs (Fréttabl. 1.4.05). Einföld leið til að átta sig á sambeygingunni er að breyta tölu frumlagsins (eintölu í fleirtölu) eða skipta um kyn, nota t.d. hún í stað hann. Þá ætti málkenndin að sýna sambeyginguna, t.d.: Hún hefur hagsmuni þeirra sem settu hana í starfið að leiðarljósi og þar með hagsmuni sín sjálfrar. Hér dytti væntanlega engum í huga að segja eða skrifa síns sjálfrar eða sinnar sjálfrar. — Þannig hefur þetta ávallt verið notað í íslensku. Jón Ólafsson Indíafari talar t.d. um að sníða sér skó eftir sjálfs sín vexti en nú sníða menn sér stakk eftir vexti. Í fréttum ríkisútvarpsins var sagt: við getum ekki skorist undan ábyrgð í þeim efnum [skólamálum] (1.4.2005). Hér er fremur óvenju- lega en rétt að orði komist. Í nú- tímamáli er jafnan talað um að skorast undan e-u í merkingunni ‘hliðra sér hjá e-u, koma sér undan e-u’ og er sú mynd kunn í fornu máli og algeng í síðari alda máli og nú- tímamáli. Afbrigðið skerast undan e-u er algengt í fornu máli, t.d: skerast undan liðsinni við e-n og skorast undan allri liðveislu við e-n. Umsjónarmaður hélt satt að segja að þetta afbrigði væri ekki lengur notað. En dæmið sýnir það sem al- kunna er: ýmiss konar orðafar get- ur varðveist ótrúlega vel í munn- legri geymd. Þetta er eitt af því sem gerir íslenska tungu fjölbreytilega og margbrotna. Orðatiltækið sitja við sinn keip vísar til þess er menn halda fast við afstöðu sína. Keipur merkir ‘ár- arþollur’ og vísar líkingin til þess er maður er fastheldinn við sinn róðr- arstað á báti, vill ógjarnan breyta til. Það er oft aukið með ao. fast en síður með lo. fastur enda er merk- ingarmunur á orðasamböndunum sitja fast og sitja fastur. Efirfarandi dæmi er því óvenjulegt: J.G. segir að meðan Markús Örn útvarps- stjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við sam- þykktir sínar (Fréttabl. 12. 3. 2005). Orðatiltækið það er ljón á veginum á ræt- ur sínar að rekja til Orðskviða Salómons (Orðs- kv 22, 13). Í nú- tímamáli er af- brigðið ljón í veginum (það eru mörg ljón í veg- inum) oft notað og gætir þar áhrifa frá dönsku [i vejen]. Ýmis önnur orðasambönd bera uppruna sinn með sér, t.d. ganga út frá e-u: ganga verður út frá að þeim [við- ræðum] lykti með þeirri niðurstöðu að ... (Mbl. 22.8.04); e-ð gengur út á e-ð: Sú áætlun gengur í stuttu máli út á að fækka hermönnum (Mbl. 22.8.04); áttar sig engan veginn á því út á hvað varnarsamstarf Ís- lands við Bandaríkin gengur (Mbl 22.8.04); úttala sig um e-ð: Þegar banninu lýkur kem ég til með að út- tala mig um þetta gegnum almenna [svo] fréttatilkynningu (Fréttabl. 8.2.05); í gegnum tíðina: verið sök- uð um að ráðskast mikið með NN í gegnum tíðina (Mbl. 7.2.05); gera mikið af (‘að’) e-u í gegnum tíðina (4.7.04) og til margra ára: hann sleit samstarfi við samstarfsmann sinn til margra ára (Mbl. 7.2.05). — Það ætti að vera vandalaust fyrir þá sem vilja vanda málfar sitt að finna íslensk orð og orðasambönd til að tjá þá merkingu sem í ofan- greindum orðasamböndum felst. Hvíla, kvk., merkir ‘rúm’ en hvíld getur m.a. merkt ‘það að hvílast; svefninn langi’. Algengt er að menn gangi til hvílu eða leggist í hvílu og einnig er talað um að bera e-n til hinstu hvíldar eða leggja e-n til hinstu hvíldar. Það er hins vegar ekki rökrétt að tala um að leggja páfa til hinstu hvílu (Fréttabl. 9.4.2005) né heldur leggjast til hinstu hvílu. Orðasambönd af þess- um toga eru ekki tilgreind í orða- bókum enda er það óþarfi, menn nota þau fyrirhafnarlaust í sam- ræmi við málkerfið og málkennd sína. Úr handraðanum Fjölmörg orð og orðasambönd í íslensku vísa til lífsbaráttunnar í harðbýlu landi og gamalla verk- hátta. Eitt þeirra er sögnin andæfa/ (andæfta) ((á) móti e-u). Í bréfum Jóns Sigurðssonar má t.d. lesa: Hvað vill hann nú með því að and- æfta móti árgjaldinu? og ... heldur gjöri hvað eg get til að andæfa móti því. Sögnin andæfa vísar í beinni merkingu til þess er róið er gegn vindi eða straumi og þannig séð til þess að bát hvorki reki né hreki. Í Sturlungu segir t.d.: Þá féll á stormur svo mikill, að þeir fengu eigi betur en andæft, sbr. enn frem- ur hið forna orðasamband sitja við andóf. Óbein merking eða yfirfærð ‘mótmæla e-u, mæla gegn e-u’ er kunn frá fyrri hluta 17. aldar: var svo andæft Staðarbakka dómi. Jón Ólafsson Indíafari talar t.d. um að sníða sér skó eftir sjálfs sín vexti en nú sníða menn sér stakk eftir vexti. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 50. þáttur. Í DAG eru þrjátíu ár liðin frá lok- um Víetnamstríðsins með sigri fá- tækrar bændaþjóðar á mesta her- veldi sögunnar. Saga innrása í þetta fagra og gróðursæla land er alda og árþús- unda gömul. Lengst af voru það nágrannarnir í norðri sem í hlut áttu, en með tilkomu nýlendustefnunnar réðust Frakkar inn í Víetnam um miðja nítjándu öld. Frönsku nýlenduherrarnir biðu endanlegan ósigur fyrir Víetnömum árið 1954 í frægri og lang- vinnri orrustu við Dien Bien Phu, en Ví- etnamar höfðu lýst yf- ir sjálfstæði sínu eftir lok heimsstyrjald- arinnar síðari 2. sept- ember 1945. Banda- ríkin veittu Frökkum stuðning síðustu ár þeirra í Indókína og tóku síðan við hlut- verki þeirra við að freista þess að deila og drottna yfir þjóðum Víetnam, Laos og Kampútseu. Víetnamstríð Bandaríkjanna hófst í valdatíð Johns F. Kennedy í byrjun sjöunda áratugarins, þegar 15 þús- und manna herlið var sent í „sér- tækt stríð“ en milljónir bandarískra hermanna áttu eftir að streyma til Víetnams. Á árunum 1967–’68 voru ekki færri en 600.000 manns í herj- um Bandaríkjanna. Sprengj- umagnið, sem varpað var á Víetnam, var meira en tvöfalt það sem féll í gjörvallri heimsstyrjöldinni síðari. Napalmi og eiturefnum var beitt, öllu nema kjarnorkuvopnum. Skæruliðar í skógum landsins voru að sögn eins og fiskar í sjó og eina leiðin til að vinna bug á þeim var að þurrka upp sjóinn, það er að eyða skógunum. Um 70 milljónum lítra af eiturefninu Agent Orange var úðað til aflaufgunar yfir stór landsvæði. Það innihélt meðal annars díoxín, eitt baneitraðasta efni sem um get- ur. Fósturlát, vansköpuð börn, fjölg- un krabbameina voru afleiðingarnar sem Víetnamar eiga enn við að stríða. Bandarískir hermenn sem urðu sjálfir fyrir eitrinu hafa fengið dæmdar bætur, en nýverið var bóta- máli Víetnama fyrir bandarískum rétti vísað frá. Um 60 þúsund bandarískra hermanna féllu í Víetnamstríðinu og um ein og hálf millj- ón Víetnama, margar milljónir særðra og ör- kumla, þjóðarmorð. Ekki er enn séð fyrir endann á afleiðingum þessa stríðs, hvorki í Víetnam, Laos né Kambódíu og heldur ekki Bandaríkjunum. Þjóðir Indókína stóðu ekki einar í baráttu sinni gegn heimsveld- inu. Frá sósíalískum ríkjum barst stuðn- ingur og þegar fram í sótti fór Víetnamhreyf- ingin, samstaða með Ví- etnam um allan heim, ekki síst í Bandaríkj- unum sjálfum, að skipta æ meira máli. Friðarviðræður í París hófust árið 1968 í kjölfar Tet- sóknarinnar en þá lét FNL, þjóð- frelsisfylkingin í Suður-Víetnam, til sín taka um gjörvallt landið gegn meira en hálfrar milljóna her Bandaríkjanna. Í fyrstu var deilt um hvernig samningaborðið ætti að vera í laginu en síðar færðist meiri alvara í viðræðurnar, ekki síst eftir Páskasókn þjóðfrelsisfylkingarinnar og herja frá Hanoi-stjórninni vorið 1972 sem sýndi og sannaði að Bandaríkjaher var hvergi óhultur í landinu. Í október það ár settu samningamennirnir Le Duc Tho og Henry Kissinger upphafsstafi sína undir samningsuppkast sem þá átti aðeins eftir að leggja fyrir rík- isstjórnir landanna og undirrita síð- an formlega. Í stað þess að fá undir- skrift Nixons ráðlagði Kissinger honum að fyrirskipa enn einar loft- árásir á Víetnam í því skyni að ná fram breytingum á samnings- uppkastinu sem styrkt gæti stöðu leppstjórnarinnar í Saigon. Loft- árásir á Hanoi, fleiri borgir og þétt- býlissvæði stóðu yfir jólin 1972. Risasprengjuflugvélunum B-52 var beitt til að teppaleggja byggðir fólks, eins og það var orðað. Jólaloftárásirnar vöktu hrylling og viðbjóð um heim allan og kölluðu fram víðtæk mótmæli. Hér á landi var fjölmennur mótmælafundur í Háskólabíói þar sem tveir ráðherrar fluttu ávörp og forystumenn úr öll- um flokkum nema Sjálfstæðisflokki stigu fram. Þessi breiða andstaða, ekki síst í NATO-löndunum, hafði sitt að segja. Bandaríkin höfðu ekki staðið ein í Víetnamstríðinu. Liðs- sveitir úr öðrum hernaðarbanda- lagsríkjum tóku þátt, pólitískur stuðningur var fyrir hendi og fjöl- miðlar, ekki síst þeir stærstu og voldugustu, einsog Morgunblaðið, studdu stríðsrekstur Bandaríkjanna. En nú var tekið að fjara undan þess- um stuðningi. Jólaloftárásirnar breyttu engu um útkomuna í samn- ingaviðræðum. Víetnamar urðu ekki brotnir á bak aftur. Hinn 27. janúar 1973 var Par- ísarsamkomulagið um frið und- irritað. Bandaríkin hertu mjög á vopnvæðingu Saigon-stjórnarinnar undir lokin en allt kom fyrir ekki. Veldi hennar féll eins og spilaborg og hinn 30. apríl 1975 flúðu síðustu Bandaríkjamennirnir og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Sagion með þyrlum sem fluttu þá á haf út. Víetnamstríðinu var lokið með sigri Davíðs á Golíat. Þjóðfrelsisbarátta Víetnama og sigur þeirra varð mörgum öðrum þjóðum fordæmi og styrkur. Sigur fátækrar bændaþjóð- ar á mesta herveldi sögunnar vekur enn vonir hjá þjóðum heims, ekki síst nú þegar sama heimsveldi fer með eldibrandi vítt og breitt um lönd og vill öllum málum ráða í þágu sinna hagsmuna. Sigur í Víetnam Sveinn Rúnar Hauksson fjallar um stríðið í Víetnam Sveinn Rúnar Hauksson ’Þjóðfrelsisbar-átta Víetnama og sigur þeirra varð mörgum öðrum þjóðum fordæmi og styrkur.‘ Höfundur var formaður Víetnamnefndarinnar á Íslandi. jafnréttismálum. Það hefur sýnt sig að það skiptir máli þegar litið er tillaunajafnréttis að kona sé við stjórnvölinn hjá einum stærsta vinnuveitanda landsins. Það hefur ekki alltaf verið létt verk að ná fram þeirri gerbreyt- ingu sem orðið hefur í borginni á þessum rúma áratug. Það hef- ur þurft að takast á við sterk öfl gamla tímans og frá árinu 1994 hafa margir liðs- menn úr öllum þeim flokkum sem standa að Reykjavíkurlist- anum lagt hönd á plóg. Fjöldi fólks hef- ur setið í nefndum og komið að stefnumörk- un borgarinnar í veigamiklum málum. Forysta borgarstjór- ans Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur í því verkefni skipti þó sköpum. Hún lagði sig alltaf fram um að leyfa öllum blómunum að blómstra í samstarfinu og laða fram það besta í hverjum einstaklingi. Jafnframt stóð hún vörðinn um grundvallaratriðin í samstarfinu; jafnrétti, jafnræði og réttlæti. Það tel ég góðan kost hjá leiðtoga. Við Samfylkingarfólk erum að velja okkur formann þessa dagana og mun niðurstaðan liggja fyrir á landsfundi í maí. Ég skora á allt Samfylkingarfólk að velja Ingi- björgu Sólrúnu. Hún hefur reynslu af því að marka jákvæð spor í líf borgarbúa og það er nokkuð sem allir landsmenn eiga að fá að njóta. Ekki veitir af. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Höfundur er borgarstjóri. Í borgarstjórnarkosningunum 1994 varð draumur félagshyggju- fólks að veruleika með glæsi- legum sigri Reykja- víkurlistans. Þetta örlagaríka vor höfn- uðu borgarbúar Reykjavíkuríhaldinu eftir áratuga setu þess á valdastóli. Sig- urinn var endurtek- inn 1998 og 2002. Í Reykjavíkurlistanum sameinuðust jafn- aðar-, kvenfrelsis- og félagshyggjuöflin í borginni undir for- ustu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Á þeim rúma ára- tug sem liðinn er hefur velferð fjöl- skyldnanna í borg- inni verið í forgangi. Með það að leið- arljósi að almanna- valdið eigi að þjóna almenningi hefur orðið gjörbylting á lífsgæðum borgarbúa. Þjónusta grunnskólanna hefur verið aukin og efld, leikskólarnir standa opnir börnum strax á öðru ári, aðstaða til íþróttaiðkunar stórbætt, fé- lagsleg aðstoð aukin og almenn- ingi hefur í sívaxandi mæli verið veitt hlutdeild í þeirri auðlegð sem í menningunni felst. Reykja- víkurborg er ekki lengur krún- udjásn valdakerfis Sjálfstæð- isflokksins heldur er henni stjórnað með lífsgæði borgarbúa í öndvegi. Þá er ógetið þess leið- togahlutverks sem Reykjavík- urborg hefur tekið sér á herðar í Að marka spor Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Ég skora á allt Samfylking- arfólk að velja Ingibjörgu Sólrúnu.‘ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MARGIR líta á það sem sjálfsagðan hlut að Síminn beri símtöl um allt landið og til annarra landa á viðráð- anlegu verði um alla fyrirsjáanlega framtíð, hvað sem fjárhagslegum af- rakstri líður. Ástæðurnar liggja í stöðu Íslands og sögu Landssímans, því verður ekki breytt. Til þess að Síminn geti axlað þá ábyrgð verður afkomugrundvöllur fyrirtækisins að vera sérlega sterkur. Fjarskipti eru stóriðnaður og frekari vöxtur er fyrirsjáanlegur. Ísland er dreifbýlt og innbyrðis háð fjarskiptum. Vegna þess hve þjóðin er lítil og náttúruauðlindir eru fáar, eru samskipti við önnur lönd tíð og mikilvæg. Íslendingar hafa fylgst með og verið fljótir að tileinka sér þekkingu erlendis frá. Síminn hefur borið stóran hluta af fjarskiptum á milli Íslands og annarra landa. Fyr- irtækið býr yfir góðri kunnáttu og er vel í stakk búið að fást við fjar- skipti. Símamál hafa verið að breytast síðustu ár og misseri vegna tækni- framfara. Óvíst er hvort hefðbundin símtöl geti áfram verið góð tekju- lind. Því er ein helsta forsenda far- sællar framtíðar símafyrirtækisins hversu snögglega fyrirtækið getur brugðist við breytingum í tækni og notkunarmynstri. Ísland hefur lítinn markað og landið liggur langa vegu frá öðrum löndum, en í heimi raf- rænna samskipta skipta fjarlægðir litlu. Það er lán að Síminn fær nýja eig- endur um þær mundir sem stórar markaðsbreytingar eru fyrirsjáan- legar. Fyrirtækið mun því verða betur í stakk búið að endurskoða tekjustofna sína og líta á önnur verkefnasvið. Verkefnin verða – auk hefðbundinnar símaþjónustu – önn- ur fjarskiptaþjónusta og fjar- skiptatækni svo sem í gegn um ver- aldarvefinn. Sókn Símans í aðrar rafeinda- og fjarskiptagreinar og út fyrir land- steinana mun leiða til nýrra atvinnu- tækifæra á Íslandi, mun auka lands- tekjur og efla hérlenda þekkingu. Fyrirtækið þarf að vera í stakk búið að líta á tækninýjungar og markaðs- breytingar sem herðandi tækifæri fremur en óvelkomnar ógnanir. Síminn þarf að verða upplýstur og sveigjanlegur. JÓN EGGERT GUÐMUNDSSON er virkur í Almenningi, félagi almennra kaupenda á Símanum, og vinnur hjá Reiknistofu bankanna. Síminn á að vera upp- lýstur og sveigjanlegur Frá Jóni Eggerti Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.