Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 29
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Sauðárkrókur | Dagur Torfason,
nemandi í níunda bekk Grunnskól-
ans í Varmahlíð, sigraði glæsilega í
árlegri stærðfræðikeppni sem Fjöl-
brautaskóli Norðurlands vestra
stendur fyrir meðal níundubekkinga
í grunnskólunum á svæðinu, frá vest-
ur-Húnavatnssýslu til Siglufjarðar. Í
öðru sæti voru þeir Davíð Þorsteins-
son og Kristinn Björgvin Árdal úr
Árskóla á Sauðárkróki.
Stærðfræðikeppnin var haldin í
tengslum við árlegan FNV dag, en
þá fer fram alhliða kynning á deild-
um Fjölbrautaskólans, verklegum
og bóklegum, og er keppnin sam-
starfsverkefni framhaldsskólans,
grunnskólanna á svæðinu, fyrir-
tækja á Norðurlandi vestra, auk
þess sem nokkur fyrirtæki utan
svæðisins koma að keppnishaldinu
með glæsilegum viðurkenningum.
Það voru stærðfræðikennarar
FNV sem sáu um samningu keppn-
isgagna, fyrirlögn og yfirferð úr-
lausna.
Svolítil pressa
Dagur Torfason var að vonum
ánægður með sigurinn, og sagði að
sér hefði ekki þótt keppnin mjög erf-
ið. „Hjá okkur í Varmahlíðarskóla er
lögð heilmikil áhersla á stærðfræð-
ina, mér finnst hún skemmtileg og
hef raunar mest gaman af dæmum
sem ekki eru bara tölur, en auðvitað
var líka svolítil pressa á mér, þar
sem við höfum unnið í síðustu, lík-
lega þrem, keppnum, þannig að ég
varð að standa mig, og svo voru þetta
hörku verðlaun,“ sagði þessi stærð-
fræðisnillingur að lokum.
Keppnin að þessu sinni var hin átt-
unda, og alls tóku hundrað tuttugu
og fjórir grunnskólanemar þátt í for-
keppni, en sautján hinir bestu
þreyttu lokaraunina. Á meðan kepp-
endur lágu yfir þrautum og dæmum,
fór fram viðamikil og skemmtileg
kynning á skólastarfinu, auk þess
sem nemendur fluttu atriði úr söng-
leiknum Thriller, Leikfélag Sauðár-
króks flutti atriði úr Sæluvikuverk-
inu Þrek og tár, bifhjólamenn úr
Skagafirði sýndu vélfáka sína á
skólalóðinni og skátafélagið Eilífsbú-
ar stóð fyrir keppni í kassaklifri.
Að sögn aðstandenda skólans
tókst dagurinn mjög vel og voru
gestir á sjötta hundrað sem heim-
sóttu skólann í blíðviðri fyrsta sum-
ardags.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sigurvegarar Þeir sigruðu í stærðfræðikeppni FNV, f.v. Kristinn Björgvin
Árdal, Davíð Þorsteinsson og sigurvegarinn Dagur Torfason.
Sigraði í stærðfræðikeppni skólanna á Norðurlandi vestra
Hef mest gaman af dæmum
sem eru ekki bara tölur
Eftir Björn Björnsson
Keflavík | Listasafn Reykjanes-
bæjar opnar í gær sýningu á verk-
um tékkneska myndlistarmannsins
Martin Smida. Heitir sýningin 365
fiskar og vísar nafnið til fjölda
skúlptúranna sem á henni eru og
viðfangsefnis listamannsins.
Martin Smida er fæddur í Prag í
Tékklandi árið 1960 en hefur búið í
Þýskalandi síðan árið 1974. Hann
nam myndlist við listaháskólann í
Düsseldorf og starfar nú að list
sinni í Wuppertal. Sýningin er hing-
að komin í samstarfi við félagið
Germaníu. Sendiherra Þýskalands
á Íslandi, Johann Wenzl, opnaði
sýninguna.
Verkið var sett fyrst upp í Þýska-
landi á árinu 2001 og vakti þá at-
hygli, segir í fréttatilkynningu frá
menningarfulltrúa Reykjanes-
bæjar. Sýningin stendur til 11. júní
og er sýningarsalur safnsins í
Duushúsum opinn alla daga frá
klukkan 13 til 17.30.
Sýnir 365 fiska
í listasafninu
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
h ö i i l l i
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Sófatilboð
15-25% afsláttur
-15%
Cozy hornsófi (315cm x 285cm)
Microfiber áklæði með óhreinindavörn, fáanlegt í 3 litum
Verð áður: 229.000.-
Verð nú:
194.650.-
-20%
Tungusófi (285cm x 145cm)
Microfiber áklæði með óhreinindavörn, fáanlegt í dökkbrúnu
Verð áður: 124.000.-
Verð nú:
99.200.-
-25%
Leðursófasett 3+1+1
Verð áður: 248.000.-
Verð nú:
186.000.--25%
Vandað leðursófasett 3+1+1
Verð áður: 252.000.-
Verð nú:
189.000.-
-25%
Vandað leðursófasett 3+2
Verð áður: 238.000.-
Verð nú:
178.500.-
-25%
3+1+1
Verð áður: 252.000.-
Verð nú:
189.000.-