Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 29 MINNSTAÐUR LANDIÐ Sauðárkrókur | Dagur Torfason, nemandi í níunda bekk Grunnskól- ans í Varmahlíð, sigraði glæsilega í árlegri stærðfræðikeppni sem Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra stendur fyrir meðal níundubekkinga í grunnskólunum á svæðinu, frá vest- ur-Húnavatnssýslu til Siglufjarðar. Í öðru sæti voru þeir Davíð Þorsteins- son og Kristinn Björgvin Árdal úr Árskóla á Sauðárkróki. Stærðfræðikeppnin var haldin í tengslum við árlegan FNV dag, en þá fer fram alhliða kynning á deild- um Fjölbrautaskólans, verklegum og bóklegum, og er keppnin sam- starfsverkefni framhaldsskólans, grunnskólanna á svæðinu, fyrir- tækja á Norðurlandi vestra, auk þess sem nokkur fyrirtæki utan svæðisins koma að keppnishaldinu með glæsilegum viðurkenningum. Það voru stærðfræðikennarar FNV sem sáu um samningu keppn- isgagna, fyrirlögn og yfirferð úr- lausna. Svolítil pressa Dagur Torfason var að vonum ánægður með sigurinn, og sagði að sér hefði ekki þótt keppnin mjög erf- ið. „Hjá okkur í Varmahlíðarskóla er lögð heilmikil áhersla á stærðfræð- ina, mér finnst hún skemmtileg og hef raunar mest gaman af dæmum sem ekki eru bara tölur, en auðvitað var líka svolítil pressa á mér, þar sem við höfum unnið í síðustu, lík- lega þrem, keppnum, þannig að ég varð að standa mig, og svo voru þetta hörku verðlaun,“ sagði þessi stærð- fræðisnillingur að lokum. Keppnin að þessu sinni var hin átt- unda, og alls tóku hundrað tuttugu og fjórir grunnskólanemar þátt í for- keppni, en sautján hinir bestu þreyttu lokaraunina. Á meðan kepp- endur lágu yfir þrautum og dæmum, fór fram viðamikil og skemmtileg kynning á skólastarfinu, auk þess sem nemendur fluttu atriði úr söng- leiknum Thriller, Leikfélag Sauðár- króks flutti atriði úr Sæluvikuverk- inu Þrek og tár, bifhjólamenn úr Skagafirði sýndu vélfáka sína á skólalóðinni og skátafélagið Eilífsbú- ar stóð fyrir keppni í kassaklifri. Að sögn aðstandenda skólans tókst dagurinn mjög vel og voru gestir á sjötta hundrað sem heim- sóttu skólann í blíðviðri fyrsta sum- ardags. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sigurvegarar Þeir sigruðu í stærðfræðikeppni FNV, f.v. Kristinn Björgvin Árdal, Davíð Þorsteinsson og sigurvegarinn Dagur Torfason. Sigraði í stærðfræðikeppni skólanna á Norðurlandi vestra Hef mest gaman af dæmum sem eru ekki bara tölur Eftir Björn Björnsson Keflavík | Listasafn Reykjanes- bæjar opnar í gær sýningu á verk- um tékkneska myndlistarmannsins Martin Smida. Heitir sýningin 365 fiskar og vísar nafnið til fjölda skúlptúranna sem á henni eru og viðfangsefnis listamannsins. Martin Smida er fæddur í Prag í Tékklandi árið 1960 en hefur búið í Þýskalandi síðan árið 1974. Hann nam myndlist við listaháskólann í Düsseldorf og starfar nú að list sinni í Wuppertal. Sýningin er hing- að komin í samstarfi við félagið Germaníu. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Johann Wenzl, opnaði sýninguna. Verkið var sett fyrst upp í Þýska- landi á árinu 2001 og vakti þá at- hygli, segir í fréttatilkynningu frá menningarfulltrúa Reykjanes- bæjar. Sýningin stendur til 11. júní og er sýningarsalur safnsins í Duushúsum opinn alla daga frá klukkan 13 til 17.30. Sýnir 365 fiska í listasafninu APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri h ö i i l l i Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Sófatilboð 15-25% afsláttur -15% Cozy hornsófi (315cm x 285cm) Microfiber áklæði með óhreinindavörn, fáanlegt í 3 litum Verð áður: 229.000.- Verð nú: 194.650.- -20% Tungusófi (285cm x 145cm) Microfiber áklæði með óhreinindavörn, fáanlegt í dökkbrúnu Verð áður: 124.000.- Verð nú: 99.200.- -25% Leðursófasett 3+1+1 Verð áður: 248.000.- Verð nú: 186.000.--25% Vandað leðursófasett 3+1+1 Verð áður: 252.000.- Verð nú: 189.000.- -25% Vandað leðursófasett 3+2 Verð áður: 238.000.- Verð nú: 178.500.- -25% 3+1+1 Verð áður: 252.000.- Verð nú: 189.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.