Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 27
MINNSTAÐUR
Hlaup | 1. maí hlaup UFA fer fram
á sunnudaginn og hefst við Gler-
ártorg kl. 13. og lýkur við Greifann.
þar sem öllum þátttakendum er boð-
ið upp á pizzu og drykk. Hægt er að
velja um þrjár vegalengdir 2, 4 og 10
km. Hlaupið er jafnframt skóla-
keppni þar sem keppt er um hlut-
fallslega þátttöku nemenda. For-
skráning fer fram í Sportveri en
einnig er hægt að skrá sig á heima-
síðu UFA www.ufa.is.
Bein í Skriðu | Steingrímur Ey-
fjörð opnar sýninguna „Bein í
Skriðu“ í dag kl. 16. í Galleríi+,
Brekkugötu 35 á Akureyri. Sýningin
er opin laugar- og sunnudaga frá kl.
14 til 16 og aðra tíma eftir sam-
komulagi. Sýningin stendur til og
með 15. maí.
Kassaklifur | Íslandsmeistaramót í
kassaklifri verður haldið í KA-
heimilinu í dag kl. 14. Keppnin er
samstarfsverkefni skáta og Lands-
bjargar og hefur verið haldin tvisvar
áður. Kassaklifur felst í því að raða
sem flestum goskössum einum í einu
undir sig án þess að stæðan velti.
Fyllsta öryggis er gætt og sér björg-
unarsveitarfólk um að keppendur
séu tryggilega bundnir í línu á með-
an klifrað er.
Málþing | Málþing um myndlist
verður haldið í Deiglunni í dag kl. 14.
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir tal-
ar um söfnin og safnfræðslu í Lista-
safninu í Gautaborg og á Vatns-
litasafninu á Tjörn. Hlynur Hallsson
veltir upp spurningunni „Eru mynd-
listarmenn aumingjar?“ Alma Dís
talar um safnfræðslu og (ó)gjörning.
Guðrún Pálína opnar myndlist-
arsýningu sína í Galleríi Populus
Tremula kl. 16.
Aðalfundur og sumarhátíð | Að-
alfundur Kaupfélags Eyfirðinga svf.
verður haldinn í Ketilhúsinu á
Akureyri laugardaginn 30. apríl kl.
10. Þorsteinn Gunnarsson, formaður
stjórnar Vaxtarsamnings Eyja-
fjarðar, kynnir samninginn, gerð
verður grein fyrir stefnumótun og
áherslum stjórnar félagsins, tilkynnt
verður um úthlutun úr Menningar-
og viðurkenningasjóði félagsins o.fl.
Sama dag frá kl. 13.30 stendur
KEA fyrir fjölbreyttri sumarhátíð á
Glerártorgi. Við það tækifæri verða
afhentir styrkir úr annars vegar
Menningar- og viðurkenningasjóði og
hins vegar Háskólasjóði.
Sýning | Steingrímur Eyfjörð sýnir
í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð
2 á Akureyri, verður opnuð á morg-
un, sunnudaginn 1. maí kl. 11.
Steingrímur Eyfjörð hefur verið
iðinn við sýningar og hann er einn
þeirra myndlistarmanna semtil-
nefndir eru til Carnegie verð-
launanna í ár. Á sýningunni gefur að
líta teikningar af tindátum og stóra
kúlu á gólfinu. Sýningin er opin á
fimmtudögum frá kl. 15-17 og sam-
kvæmt samkomulagi
Hreysti | Þrekmeistarakeppni
verður haldin í Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri í dag kl. 13.00. Yfir 150 kepp-
endur frá 16 bæjarfélögum víðs-
vegar um landið stefna til Akureyrar
um helgina. Keppt er m.a. í fimm
manna liðakeppni karla og kvenna
og er orðið algengt að fólk sem æfir
saman í æfingastöðvum landsins
stefni á þessa keppni .
Tónleikar | Karlakór Eyjafjarðar
heldur tónleika í Akureyrarkirkju í
dag kl. 17 og í Laugarborg laug-
ardaginn 7. maí kl. 20.30.
ÞÆR Marjoleine von Schaik og
Heidi Johansen hafa verið á þönum
um Akureyri, tekið heilan helling af
ljósmyndum og myndböndum, aflað
sér ýmissa upplýsinga með viðtölum
og skoðað margvísleg gögn á Amts-
bókasafninu. Báðar eru arkitekta-
nemar, Marjoleine, sem er frá Hol-
landi, lærir í Newcastle á Englandi,
en Heidi er norsk og lærir í Þránd-
heimi. Hvorug vissi af hinni, „það
var algjör tilviljun að við hittumst
hér á Akureyri núna,“ segir Heidi,
en stúlkurnar heilluðust báðar af
verkefninu Akureyri í öndvegi og
ákváðu að taka það fyrir í lokaverk-
efni sínu.
Akureyri í öndvegi var hleypt af
stokkunum síðastliðið haust að
loknu víðtæku samráði við íbúa bæj-
arins, en 10% þeirra, um 1.600
manns, tóku þátt í íbúaþingi í sept-
ember og komu skoðunum sínum um
framtíðarskipulag miðbæjarins á
framfæri. Alþjóðlegri arkitekta-
samkeppni er nú lokið, 147 tillögur
bárust, næstum þreföld þátttaka
sem mest hefur áður verið í samstari
við Arkitektafélag Íslands. Hinn
mikli fjöldi tillagna gerði að verkum
að fresta þurfi kynningu á verð-
launatillögum, en stefnt hafði verið
að því að sýna þær á sumardaginn
fyrsta. Það verður hins vegar gert 7.
maí næstkomandi.
Þær Marjoleine og Heidi voru
báðar að leita sér að lokaverkefni
þegar þær rákust á vefsíðu þar sem
Akureyri í öndvegi er kynnt. Og báð-
ar heilluðust. „Þetta er mjög áhuga-
vert verkefni og ég fékk góðar upp-
lýsingar um það á vefsíðunni. Þannig
að eftir smáumhugsun ákvað ég að
taka það fyrir,“ segir Marjoleine, en
einnig kom til greina að taka verk-
efni í heimalandinu. „Þetta er auð-
vitað erfiðara og dýrara, en um leið
mjög ögrandi að takast á við og það
er mjög gaman að koma hingað,
móttökurnar hafa verið alveg sér-
lega hlýlegar,“ segir hún. Heidi tek-
ur í sama streng, en hún sagði að í
sínum skóla hefði þó nokkur um-
ræða verið um verkefnið og fólki
þætti mikið til koma, „það eru allir
mjög hrifnir af þessu framtaki,“ seg-
ir hún.
Þær hafa víða farið um bæinn með
ljósmynda- og myndbandsupptöku-
vélar og eiga því mikið efni að moða
úr þegar heim er komið. „Ætli ég sé
ekki búin að taka svona 300 ljós-
myndir,“ segir Heidi.
Nemarnir hafa fengið vinnuað-
stöðu hjá arkitektastofunni Koll-
gátu, hjá Loga Einarssyni arkitekt,
sem ekki er heima um þessar mund-
ir. „Ég myndi helst vilja koma aftur
og vinna hérna,“ segir Marjoleine og
Heidi tekur í sama streng. Báðar
hafa mikinn hug á að koma aftur til
landsins og skoða sig þá betur um,
en vegna anna þurftu þær að hætta
við för í Mývatnssveit og þótti mið-
ur. Þá hafði einhver greint því mikla
fjöri sem jafnan er á Akureyri um
verslunarmannahelgi og nefndu
stúlkurnar að ekki yrði ónýtt að fá
að taka þátt í því.
Erfiðara og dýrara
en meira ögrandi
Morgunblaðið/Kristján
Arkitektar Marjoleine van Schaik frá Hollandi t.h. og Heidi Johansen frá
Noregi með Ragnari Sverrissyni kaupmanni og forsvarsmanni verkefn-
isins „Akureyri í öndvegi“ en hann hefur verið stúlkunum innan handar við
vinnu við lokaverkefni sín.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is