Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 27 MINNSTAÐUR Hlaup | 1. maí hlaup UFA fer fram á sunnudaginn og hefst við Gler- ártorg kl. 13. og lýkur við Greifann. þar sem öllum þátttakendum er boð- ið upp á pizzu og drykk. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2, 4 og 10 km. Hlaupið er jafnframt skóla- keppni þar sem keppt er um hlut- fallslega þátttöku nemenda. For- skráning fer fram í Sportveri en einnig er hægt að skrá sig á heima- síðu UFA www.ufa.is. Bein í Skriðu | Steingrímur Ey- fjörð opnar sýninguna „Bein í Skriðu“ í dag kl. 16. í Galleríi+, Brekkugötu 35 á Akureyri. Sýningin er opin laugar- og sunnudaga frá kl. 14 til 16 og aðra tíma eftir sam- komulagi. Sýningin stendur til og með 15. maí. Kassaklifur | Íslandsmeistaramót í kassaklifri verður haldið í KA- heimilinu í dag kl. 14. Keppnin er samstarfsverkefni skáta og Lands- bjargar og hefur verið haldin tvisvar áður. Kassaklifur felst í því að raða sem flestum goskössum einum í einu undir sig án þess að stæðan velti. Fyllsta öryggis er gætt og sér björg- unarsveitarfólk um að keppendur séu tryggilega bundnir í línu á með- an klifrað er. Málþing | Málþing um myndlist verður haldið í Deiglunni í dag kl. 14. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir tal- ar um söfnin og safnfræðslu í Lista- safninu í Gautaborg og á Vatns- litasafninu á Tjörn. Hlynur Hallsson veltir upp spurningunni „Eru mynd- listarmenn aumingjar?“ Alma Dís talar um safnfræðslu og (ó)gjörning. Guðrún Pálína opnar myndlist- arsýningu sína í Galleríi Populus Tremula kl. 16. Aðalfundur og sumarhátíð | Að- alfundur Kaupfélags Eyfirðinga svf. verður haldinn í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 30. apríl kl. 10. Þorsteinn Gunnarsson, formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyja- fjarðar, kynnir samninginn, gerð verður grein fyrir stefnumótun og áherslum stjórnar félagsins, tilkynnt verður um úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins o.fl. Sama dag frá kl. 13.30 stendur KEA fyrir fjölbreyttri sumarhátíð á Glerártorgi. Við það tækifæri verða afhentir styrkir úr annars vegar Menningar- og viðurkenningasjóði og hins vegar Háskólasjóði. Sýning | Steingrímur Eyfjörð sýnir í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri, verður opnuð á morg- un, sunnudaginn 1. maí kl. 11. Steingrímur Eyfjörð hefur verið iðinn við sýningar og hann er einn þeirra myndlistarmanna semtil- nefndir eru til Carnegie verð- launanna í ár. Á sýningunni gefur að líta teikningar af tindátum og stóra kúlu á gólfinu. Sýningin er opin á fimmtudögum frá kl. 15-17 og sam- kvæmt samkomulagi Hreysti | Þrekmeistarakeppni verður haldin í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri í dag kl. 13.00. Yfir 150 kepp- endur frá 16 bæjarfélögum víðs- vegar um landið stefna til Akureyrar um helgina. Keppt er m.a. í fimm manna liðakeppni karla og kvenna og er orðið algengt að fólk sem æfir saman í æfingastöðvum landsins stefni á þessa keppni .                   Tónleikar | Karlakór Eyjafjarðar heldur tónleika í Akureyrarkirkju í dag kl. 17 og í Laugarborg laug- ardaginn 7. maí kl. 20.30. ÞÆR Marjoleine von Schaik og Heidi Johansen hafa verið á þönum um Akureyri, tekið heilan helling af ljósmyndum og myndböndum, aflað sér ýmissa upplýsinga með viðtölum og skoðað margvísleg gögn á Amts- bókasafninu. Báðar eru arkitekta- nemar, Marjoleine, sem er frá Hol- landi, lærir í Newcastle á Englandi, en Heidi er norsk og lærir í Þránd- heimi. Hvorug vissi af hinni, „það var algjör tilviljun að við hittumst hér á Akureyri núna,“ segir Heidi, en stúlkurnar heilluðust báðar af verkefninu Akureyri í öndvegi og ákváðu að taka það fyrir í lokaverk- efni sínu. Akureyri í öndvegi var hleypt af stokkunum síðastliðið haust að loknu víðtæku samráði við íbúa bæj- arins, en 10% þeirra, um 1.600 manns, tóku þátt í íbúaþingi í sept- ember og komu skoðunum sínum um framtíðarskipulag miðbæjarins á framfæri. Alþjóðlegri arkitekta- samkeppni er nú lokið, 147 tillögur bárust, næstum þreföld þátttaka sem mest hefur áður verið í samstari við Arkitektafélag Íslands. Hinn mikli fjöldi tillagna gerði að verkum að fresta þurfi kynningu á verð- launatillögum, en stefnt hafði verið að því að sýna þær á sumardaginn fyrsta. Það verður hins vegar gert 7. maí næstkomandi. Þær Marjoleine og Heidi voru báðar að leita sér að lokaverkefni þegar þær rákust á vefsíðu þar sem Akureyri í öndvegi er kynnt. Og báð- ar heilluðust. „Þetta er mjög áhuga- vert verkefni og ég fékk góðar upp- lýsingar um það á vefsíðunni. Þannig að eftir smáumhugsun ákvað ég að taka það fyrir,“ segir Marjoleine, en einnig kom til greina að taka verk- efni í heimalandinu. „Þetta er auð- vitað erfiðara og dýrara, en um leið mjög ögrandi að takast á við og það er mjög gaman að koma hingað, móttökurnar hafa verið alveg sér- lega hlýlegar,“ segir hún. Heidi tek- ur í sama streng, en hún sagði að í sínum skóla hefði þó nokkur um- ræða verið um verkefnið og fólki þætti mikið til koma, „það eru allir mjög hrifnir af þessu framtaki,“ seg- ir hún. Þær hafa víða farið um bæinn með ljósmynda- og myndbandsupptöku- vélar og eiga því mikið efni að moða úr þegar heim er komið. „Ætli ég sé ekki búin að taka svona 300 ljós- myndir,“ segir Heidi. Nemarnir hafa fengið vinnuað- stöðu hjá arkitektastofunni Koll- gátu, hjá Loga Einarssyni arkitekt, sem ekki er heima um þessar mund- ir. „Ég myndi helst vilja koma aftur og vinna hérna,“ segir Marjoleine og Heidi tekur í sama streng. Báðar hafa mikinn hug á að koma aftur til landsins og skoða sig þá betur um, en vegna anna þurftu þær að hætta við för í Mývatnssveit og þótti mið- ur. Þá hafði einhver greint því mikla fjöri sem jafnan er á Akureyri um verslunarmannahelgi og nefndu stúlkurnar að ekki yrði ónýtt að fá að taka þátt í því. Erfiðara og dýrara en meira ögrandi Morgunblaðið/Kristján Arkitektar Marjoleine van Schaik frá Hollandi t.h. og Heidi Johansen frá Noregi með Ragnari Sverrissyni kaupmanni og forsvarsmanni verkefn- isins „Akureyri í öndvegi“ en hann hefur verið stúlkunum innan handar við vinnu við lokaverkefni sín. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.