Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jódís ArnrúnSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
18. maí 1949. Hún
lést á gjörgæsludeild
Landspítala (Borg-
arspítala) 23. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigrún Pét-
ursdóttir, f. 26. jan-
úar 1912, d. 17. okt.
2003, og Sigurður
Árnason frá Stóra-
Hrauni, f. 15. júní
1904, d. 19. okt.
1978. Alsystir Jódís-
ar er Elísabet, f. 1. júlí 1942, og
hálfsystir, samfeðra er Hulda, f.
30. sept. 1930.
Fyrri maður Jódísar var Jón
Kristinn Cortez, f. 6. febrúar
1947. Sonur þeirra er Axel Örn
Cortez kennaranemi, kvæntur
Arndísi Einarsdóttur. Þau eiga
tvær dætur, Védísi Drótt og Ás-
laugu Hlökk.
Seinni maður Jódísar er Ey-
steinn Óskar Jónasson fram-
haldsskólakennari, f. 10. júní
1947. Börn þeirra eru Sigurður
Jónas, nemi í HÍ, f. 7. maí 1974,
sambýlismaður Kristján Hannes-
son. Arnrún Ósk, nemi í HÍ, f. 8.
júlí 1976, sambýlismaður Halldór
Snær Bjarnason og eiga þau son-
inn Eystein Aron.
Jódís átti öll sín
uppvaxtarár heima
í Stórholti 32 í
Reykjavík. Eftir
framhaldsnám
starfaði hún um
tíma sem skrifstofu-
maður og síðar
læknaritari á Borg-
arspítalanum þar til
hún flutti með
seinni manni sínum
að Reykjum í Hrúta-
firði 1973. Frá þeim
tíma starfaði hún
við kennslu fram til
ársins 1980 að þau fluttu í Reyk-
holt í Borgarfirði. Þar starfaði
hún við bókhald og heimavistar-
gæslu. Einnig starfaði hún fyrir
skiptinemasamtökin AFS í rúm-
an áratug. Sumarið 1985 fluttu
þau til Danmerkur í eitt og hálft
ár en settust síðan að á Selfossi
þar sem Jódís bjó fram í andlátið.
Hún starfaði fyrstu árin við sér-
deild grunnskólans á Selfossi en
síðari árin rak hún mötuneyti
kennara við Fjölbrautaskóla
Suðurlands ásamt því að vera
leiðsögumaður eftir að hún lauk
námi á því sviði.
Jódís Arnrún verður jarðsung-
in frá Selfosskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma. Þar sem við vitum
að þú lætur aldrei minningargrein-
arnar framhjá þér fara og treystum
þar af leiðandi því að þú lesir þínar
eigin, viljum við skrifa þessi orð til
þín og leyfa öðrum að skrifa um þig.
Við söknum þín meira en orð fá lýst
og það er svo erfitt að geta ekki leng-
ur komið og knúsað þig þegar við
viljum eða bara tekið upp tólið og
heyrt í þér hljóðið. Þú varst svo ynd-
isleg, skemmtileg og hlý og sama
hvort það var Jón eða séra Jón, alltaf
komstu eins fram við alla og hleyptir
þeim djúpt að hjartarótum þannig að
við áttum það jafnvel til að hitta vini
okkar við útidyrnar sem höfðu
skroppið í kaffi til þín. Svona heill-
aðir þú alla í kringum þig, enda
örugglega fáir sem eiga jafn stóran
og breiðan vinahóp og þú.
Einhvern veginn kemur matur
alltaf upp í hugann þegar við hugs-
um til þín. Tilraunaeldhúsið, sela-
veislurnar og himnaríkisgrjóna-
grauturinn ættu að slá í gegn þarna
efra. Já, það er sko engum blöðum
um það að fletta hversu mikill snill-
ingur þú ert í matargerðinni og ef
halda átti stórveislur datt engum í
hug að panta einhver veisluborð:
„Nei, hún Jódís gerir það miklu bet-
ur.“ Og ef Jesús er enn að metta
fólkið á fiski og brauði vitum við að
þú verður ekki lengi að taka við elda-
mennskunni og skipta matseðlinum
út fyrir eitthvað fjölbreyttara og
meira framandi.
Við vorum svo stolt af þér þegar
þú kláraðir leiðsögumannanámið því
við vissum að það ætti sko vel við þig.
Það var líka stríðnisglott á þér þegar
þú sagðir okkur að loksins fengirðu
borgað fyrir að tala. Auðvitað náðir
þú að heilla alla þar eins og annars
staðar og komst heim eftir hverja
ferðina með úttroðna dagbókina af
heimilisföngum ferðalanganna og
eiga örugglega fáir leiðsögumenn
jafn mörg heimboð úti um allan
heim.
Þegar þú greindist með krabba-
meinið vorum við harmi slegin og
vorum svo reið yfir óréttlætinu, en
þú varst svo hugrökk og jákvæð að
það smitaði út frá sér. Töffarinn þú
fórst bara að leiðsögumannast í
fyrrasumar og þegar það fannst svo
enginn krabbi lengur trúðum við á
kraftaverkið. En það blossaði upp
aftur og þú barðist svo vel og varst
alltaf svo jákvæð en það sigraði þig
að lokum.
Elsku besta mamma. Þeir hljóta
að hafa ætlað þér stórt og veigamikið
hlutverk þarna hinum megin fyrst
þú varst svona fljótt tekin frá okkur
og ef hlutirnir eru eitthvað svipaðir
þar og hér vitum við að þú ert með
fullt hús af gestum sem þarf að
sinna, svo við ætlum ekkert að hafa
þetta lengra.
Sendum kossa og knús til allra og
hlökkum til að sjá þig aftur.
Við elskum þig af öllu hjarta.
Þín,
Sigurður Jónas, Arnrún Ó.
og Axel Örn.
Það var eitthvað sérstakt með Jó-
dísi og eldhús. Í eldhúsinu gerast öll
aðalstörf heimilisins, mikilvægar
ákvarðanir eru teknar og síðla
kvölds er það staðurinn þar sem
mjög áhugaverðar umræður eiga sér
stað. Og það var í eldhúsinu (ekki
endilega alltaf hennar eigin) sem
maður fann Jódísi, í essinu sínu þar
sem hún matreiddi hreindýr og
rjúpu, bauð upp á kaffi, heimabakað,
góðar sögur, hlátur og gleði. Hún var
alltaf að færa okkur útlenda tengda-
fólkinu, þessum fáu heppnu, eitthvað
sérstakt, villibráð, dýr sem hún lokk-
aði úr flæðarmálinu eða móanum.
Jódís var í nánu sambandi við landið,
fjöll, ár, jarðfræðina, umhverfið og
söguna og gat haldið fyrirlestra
áreynslulaust um eitt þessara efna
eða öll. Spyrjið einhvern sem hefur
verið með henni í rútuferð um
óbyggðir. Ástríða hennar var smit-
andi og gestrisnin rómuð af öllum.
Hún var einstaklega óeigingjörn í af-
stöðu sinni til allra sem hún kynntist,
þar með talið bros til ókunnra, hug-
rekki í hjarta sínu sem mun verða
mjög saknað.
Jódís tók alveg sérstaklega vel á
móti okkur enskumælandi tengda-
sonunum inn í fjölskylduna. Hún
elskaði að tala ensku við okkur,
tungumál sem hún hafði frábær tök
á. Umræðuefnið var breitt: heim-
speki, dulspeki, bókmenntir, saga og
óendanlenga margt fleira. Jódís
drakk í sig alla þekkingu. Við mun-
um sakna þessara einstöku stunda
með Jódísi í eldhúsum um allan
heim.
Andy Visser og Adrian Brown.
Lítil stúlka dansar tindilfætt um-
hverfis styttuna af Jóni Sigurðssyni
á Austurvelli. Hún er þriggja ára, í
nýjum sumarkjól og sólin skín á ljós-
an hárþyrilinn. Lífsgleði og einlægni
litlu stúlkunnar draga að sér athygli
viðstaddra. Hún kyssir litskrúðug
sumarblómin, spjallar við vegfar-
endur og gamall maður sem situr á
bekk strýkur tár af hvarmi þegar
hún faðmar hann að sér.
Litla stúlkan er orðin fimm ára og
þarf að dvelja á sjúkrahúsi í nokkra
daga. Er svolítið til vandræða af því
hún tollir aldrei í rúminu sínu. Það
var svo miklu notalegra að kúra upp í
hjá gamalli konu sem kunni sögur og
spjallaði.
Unglingsárin tóku við. Bítlatón-
list, stuttpils og litla systir hreifst
með í hópi jafnaldra og vina. Alltaf
glöð, jákvæð og trúði á réttlætið í
heiminum.
Minningarnar um Jódísi, litlu
systur mína, streyma að, fullar af
þeim lífsþrótti, einlægni og trúnað-
artrausti sem einkenndi hana alla
tíð.
Þar kom, að hún eignaðist börn og
buru. Góðan mann og þrjú efnileg
börn. Varð fullorðin. En hún varð-
veitti barnið í hjarta sínu: Skildi ekki
ranglæti og vonsku heimsins. Trúði
bara á hið góða. Hún var svo lánsöm
að eignast góðan lífsförunaut. Þau
leiddust saman gegnum lífið, vin-
mörg, vinsæl, gestrisin og ávallt til
staðar fyrir þá sem þörfnuðust upp-
örvunar og hlýju.
Elsku systir mín, með stóra hjart-
að. Svona man ég þig um alla fram-
tíð.
Vertu sæl og Guði falin.
Elísabet systir.
Elsku Jódís. Við Siggi sitjum sam-
an og erum að rifja upp samveru-
stundirnar með þér. Okkur finnst
það eiginlega óhugsandi að þú verðir
ekki heima í Spóarimanum þegar við
komum næst í heimsókn. Nærvera
þín, óendanleg væntumþykja og
hjartahlýja faðmar okkur á þessari
stund, sem er í senn svo sorgleg og
gefandi. Þú ert gjöfin sem við feng-
um og mikið erum við lánsöm að hafa
fengið að kynnast þér, gullið mitt.
Sorgin minnir á hverfulleikann og
um leið á það að njóta líðandi stund-
ar og meta sérhvert augnablik lífs-
ins. Ég veit að þú ert ekki farin neitt
langt því ég finn svo sterkt fyrir
nærveru þinni. Þótt þú sért móður-
systir mín, litla systir mömmu minn-
ar, hefurðu alltaf verið stóra systir
mín. Þú varst unglingur þegar ég
fæddist og fékkst fljótt það hlutverk
að passa mig. Þú tókst mig með til
vina þinna og þannig urðu vinir þínir
vinir mínir, eins og Stína Ólafs (uppi
á lofti) á æskuheimili okkar í Stór-
holti 32, svo og Helga Þorvarðar-
dóttir sem einnig var tíður gestur
þar. Svona ertu og varst alltaf. Þú
gafst allt sem þú áttir. Mikið leit ég
upp til þín, stóra frænka. Eins og þú
passaðir mig fékk ég að vera með og
passa börnin þín. Ég man þegar ég
fékk fyrst að halda á Axel Erni ný-
fæddum þegar þið Diddi bjugguð í
Skaftahlíðinni. Seinna þegar þið Ey-
steinn voruð gift og bjugguð í
Reykjaskóla í Hrútafirði fæddist
Siggi Jónas og svo Arnrún Ósk
tveimur árum síðar. Tengslin urðu
þannig innan fjölskyldu okkar að all-
ir áttu hlutdeild í lífi hver annars. Ég
er ekki að tala um skyldurækni eða
fjölskyldurækni heldur um ástina
sjálfa, sem á svo eðlilegan hátt leiðir
af sér órjúfanleg tilfinningatengsl
sem aldrei fyrnast, jafnvel þótt kast-
ist í kekki og sársaukafullar aðstæð-
ur syndi upp á yfirborðið öðru hvoru.
Fyrirgefningin er þinn sterkasti
kostur og hún er gjöf sem ekki öllum
er gefin. Mér þykir mest vænt um
þig vegna þess. Núna á þessu augna-
bliki finn ég hvernig ástin og dauð-
inn, ástin og lífið haldast þétt í hend-
ur. Ég þakka þér fyrir að minna mig
á hjartslátt lífsins, flóð og fjöru, vor
og haust, storm og logn. Þakka þér
fyrir að minna mig á það sem aldrei
fer, því ástin deyr ekki þótt dauðinn
komi til að sækja ástvini. Mér verður
hugsað til þeirrar stundar þegar þú í
október 2003 fékkst þær fréttir að
þú værir með ólæknandi sjúkdóm.
Þú ert þeim eiginleikum gædd að
geta tekið á móti þægilegum og
óþægilegum gjöfum, þess vegna
tókst þú á móti með æðruleysi. Þú
sagðir það ekki vera þitt hlutverk að
taka fram fyrir hendurnar á almætt-
inu og sagðist mundu fara þegar
þinn tími væri kominn. Jafnframt því
sagðist þú ekki ætla að fara neitt
langt og lofaðir því með prakkara-
svip og glampanum í fallegu augun-
um þínum að þú ætlaðir í jarðarför-
inni þinni að sitja uppi á kistunni,
dingla fótunum og glettast við okkur
öll. Ég ætla rétt að vona að þú gerir
það.
Elsku hjartað mitt, ég þakka þér
fyrir tímann sem við áttum saman
fyrir rúmum tveimur vikum. Þegar
við kvöddumst vissum við báðar að
við myndum ekki hittast aftur í
þessu lífi. Geymi þig Guð og góðar
vættir þar sem þú ert núna.
Elsku Eysteinn, Axel Örn, Siggi
Jónas, Arnrún Ósk, barnabörnin öll
og mamma mín, megi lífið og ástin
gefa ykkur styrk í sorginni.
Sigrún.
Styð ég mig að steini,
stirðnar tunga,
blaktir önd í brjósti.
Hnigið er heimsljós,
himinstjörnur tindra.-
Eina þreyi eg þig.
(J. H.)
Farðu í friði, elsku frænka mín.
Eysteinn, Axel, Siggi, Arnrún og
elsku mamma, ég veit að hún verður
alltaf með ykkur. Umvefur ykkur og
okkur öll í kærleika sínum þangað til
við hittum hana aftur. Mikið hlakka
ég til.
Guðlaug Elísabet.
Lítill drengur, á að giska fimm ára
gamall, skríður upp í fangið á
frænku sinni heima hjá afa og ömmu
í Stórholtinu og hún strýkur honum
um hár og vanga uns hann hverfur
inn í draumalandið. Þetta eru mínar
fyrstu minningar um hana Jódísi og
sú minning mun fylgja mér alla tíð.
Sami drengur situr álútur við dán-
arbeð frænku sinnar, heldur í hönd
hennar og strýkur henni um vang-
ann þar til hún sofnar.
Í dag hefur dregið fyrir sólu og
hún Jódís mín, hetjan með stóra
hjartað sitt, lætur undan í barátt-
unni við erfiðan sjúkdóm. En það
birtir aftur, það birtir vegna þess að í
hugum allra sem hana þekktu er
Jódís ekki farin, hún er hérna hjá
okkur. Hjartahlýja og væntumþykja
hennar vakir yfir okkur svo sterk.
Elsku Eysteinn minn, Axel Örn,
Siggi Jónas, Arnrún Ósk og barna-
börn, falleg minning um góða eig-
inkonu, móður og ömmu mun
styrkja ykkur í sorginni.
Ottó Valur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Ólafur Snorri, Sigrún Aagot
og Elísabet Eva.
Það er oft erfitt á miðjum vetri,
þegar stormar næða og kuldinn
sverfur inn að beini, að muna eftir
sólríkum sumardögum með blómstr-
andi beðum og ilmi trjánna. Nú þeg-
ar sumarið er að sýna sinn fyrsta lit,
er sem lyfti af okkur byrði vetrarins.
Allt í einu virðist það svo augljóst að
eftir storm og snjó, stytti upp með
logni og betri tíð. Jódís var svo sann-
arlega búin að þreyja þorrann sinn,
æðrulaus og með mikilli reisn og er
gott að vita að nú taki sumarið loks-
ins við hjá henni. Við sem eftir sitj-
um með söknuðinn huggum okkur
við það að tíminn græðir sárin og að
undir þunga sorgarinnar lifir vonin
um að hennar bíði betra líf annars
staðar.
Jódís kom inn í fjölskyldu okkar
fyrir rúmum þrjátíu árum þegar Ey-
steinn bróðir okkar stoltur sem hani
og ástfanginn upp fyrir haus kynnti
hana sem unnustu sína. Við urðum
dolfallnar systurnar fjórar yfir þess-
ari glæsilegu ungu konu í þykkbotna
leðurstígvélum með 20 cm háum
hælum, kjól sem rétt náði niður að
lærum, allt tískufatnaði frá London
þar sem hún hafði verið við tungu-
málnám.
Skarpgreind kona, yndisfögur,
gestrisin og greiðagóð. Eysteinn
náði sér í mannbætandi betri helm-
ing.
Þær eru óteljandi samverustund-
irnar sem koma upp í hugann, veisl-
urnar sem Jódís galdraði fram af
einstakri lagni og var hún óþreyt-
andi í eldhúsinu, jafnt heima sem og
að heiman. Alltaf hrókur alls fagn-
aðar, sagði einatt sögur þar sem ætt-
ir manna og hesta voru raktar þar til
allir voru orðnir ruglaðir nema hún.
Svo góð var hún heim að sækja að
það var sjaldgæft að koma þangað
og vera einn um hituna, það eru
sennilega vandfundin heimili á land-
inu þar sem fleiri gestir fara um.
Jódís kom svo víða við að það yrði
allt of langt mál að telja það upp. En
alls staðar eignaðist hún góða vini og
ræktaði þá vel, hvort sem það voru
gamlir skiptinemar sem höfðu gist
hjá þeim hjónum í lengri eða
skemmri tíma, vinir sem hún hafði
eignast þegar hún bjó erlendis eða á
ferðalögum hérlendis sem leiðsögu-
maður. Öllum tók hún vel og var ætíð
einlæg og hún sjálf. Þegar hún fékk
úrskurð um að hún væri komin með
krabbamein tók hún því með ótrú-
legum krafti og notaði hverja stund
til að njóta lífsins og gefa vinum og
fjölskyldu af styrk sínum.
Við systurnar sitjum eftir með
minninguna um einstaka mágkonu
og vitum að af henni má margt læra.
Við sendum bróður okkar og börnum
þeirra innilegar samúðarkveðjur, og
einnig systur Jódísar, Betu, sem var
einnig besta vinkona hennar og ná-
granni.
Rósa, Aðalheiður,
Erla og Sigrún.
Jódís Sigurðardóttir vinkona mín
er látin. Okkar kynni hófust fyrir um
20 árum þegar ég og systir hennar,
verðandi konan mín, heimsóttum
þau hjónin í Reykholt. Milli mín og
þeirra heiðurshjóna upphófst góður
vinskapur, eins og er með alla þá
sem kynnst hafa þeim. Ekki er hægt
annað en minnast á höfðinglegar
móttökur á þeirra góða heimili, eng-
inn fór frá þeim svangur. Að bjóða til
stórveislu var ekkert mál hjá Jódísi.
Hjálpsemi og heiðarleiki var aðals-
merki hennar. Alltaf boðin og búin.
Við ferðuðumst líka oft saman,
bæði utanlands og innan.
Hún var frábær fararstjóri. Ég
kynntist því þegar við fórum saman
með fjölskyldum okkar í Þórsmörk.
Ég var búinn að flækjast þetta
margoft á rútum, en í þetta sinn fór-
um við saman á nokkrum jeppum.
Hún sýndi okkur inn í nýjan heim.
Hún sagði okkur frá jarðfræði, nátt-
úrufræði og kunni ótal sögur frá
fornri tíð sem hún deildi með okkur
þar sem við stoppuðum. Ég var ekk-
ert hissa á að hún væri vinsæl hjá
túristunum sínum. Um jól fylltist
alltaf forstofan hjá henni af jóla-
kveðjum frá ánægðum farþegum
hennar.
Góð landkynning.
Og þegar þetta fólk kom aftur til
Íslands birtist það oftar en ekki á
tröppunum hjá henni.
Þarna var heiðarleikinn að verki.
Jódís var skarpminnug og gat
leikið sér með ættfræði fram og til
baka. Þar kom enginn að tómum kof-
unum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kæri Eysteinn og fjölskylda. Guð
veri með ykkur.
Gunnþór Gíslason.
Nóvemberkvöld árið 2003. Við
frænkurnar erum rammvilltar í nýju
hverfi, þar sem engin götuljós vísa
okkur leið. Regnið lemur bílrúðurn-
ar og bíllinn kippist til í verstu hvið-
unum. Þú hlærð og spyrð út í hvaða
vitleysu við séum nú búnar að koma
okkur. Við erum á leið á bænastund,
til fundar við Guð sem við ætlum að
ákalla og biðja um hjálp. Þú hafðir
nýverið greinst með krabbamein í
brisi. 53 ára yndisleg manneskja,
hjartans frænka mín og vinkona. Þér
var ekki gefin nein von, en við frænk-
urnar vorum staðráðnar í að Drott-
inn myndi heyra bænarhróp okkar.
Ákall um að taka þig ekki frá ynd-
islegum og ástríkum eiginmanni,
börnunum og barnabörnunum.
Við vorum bænheyrðar að miklu
leyti. Þú fékkst eitt og hálft ár til við-
bótar. Tíma sem þú gast notað til að
undirbúa þig og okkur öll sem elsk-
um þig fyrir ferðina til hins eilífa lífs.
JÓDÍS ARNRÚN
SIGURÐARDÓTTIR