Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 65 Lokamyndin á kvikmyndahá-tíðinni IIFF 2005 er Garg-andi snilld, heimildarmynd í fullri lengd sem verður frumsýnd með viðhöfn í Smárabíói kl. 18 í dag. Eftir sýninguna verður veislu- höldunum haldið áfram á Rex með tónlist frá DJ Margeiri og Samma í Jagúar. Leikstjóri og handritshöf- undur myndarinnar er Ari Alex- ander Ergis Magnússon en hún er framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni auk Ergis kvikmyndafram- leiðslu og Zik Zak kvikmyndum. Myndin fjallar um íslenska tón- list í samtímanum og tengsl hennar við fortíðina. Tónlistarfólkið sem fjallað er um í myndinni er það sem hefur ekki síður vakið athygli á erlendri grundu en íslenskri. Fremst í flokki er Björk Guð- mundsdóttir en Slowblow, múm og Sigur Rós koma mikið við sögu. Steindór Andersen opnar og lokar myndinni og myndar ákveðinn ramma um hana og loks er krydd- að með góðum rokksveitum á borð við Mínus og Vínyl, svo eitthvað sé nefnt. Myndin leitar svara við því af hverju svona margar góðar hljóm- sveitir komi frá þessu litla landi. Þessar hljómsveitir virðast vekja sterkar tilfinningar hjá aðdáendum og þykja hafa einstakan stíl. Gwyneth Paltrow hlustaði á Sigur Rós þegar hún var að fæða og múm er með eigin rekka í plötu- búðum í New York.    Ef New York-borg var fimmtaaðalsögupersónan í Beð- málum í borginni má segja að Ís- land sé karakter í þessari mynd. Einhverjum kann að finnast klisju- kennd þessi tilvísun í náttúruna og áhrif hennar. Engu að síður virðast áhrif hennar vera staðreynd en ein skýring þess er að Ísland býr ekki yfir eins mikilli tónlistarhefð og margar aðrar þjóðir. Sumar sveitir leita líka út í náttúruna, múm tók til dæmis upp í Galtarvita og dvaldi þar nokkrar vikur í ein- angrun. Landslagsmyndirnar í Gargandi snilld eru stórfenglegar og bara þær virðast sanna að óendanlegan innblástur sé hægt að fá frá þessu hrjóstruga landi. Það þýðir ekki að álfar eða aðrar yfirnáttúrlegar verur ráði ferðinni heldur segist Mugison horfa til sjómannanna, hins vinnandi fólks í landinu ef svo má segja.    Gargandi snilld tekur samanákveðið tónlistartímabil í ís- lenskri sögu á skemmtilegan hátt. Það er gaman að búið skuli vera að festa þennan tíma á filmu. Oft vill verða að fólk horfi til fortíðar og líti á eitthvert ákveðið tímabil sem hið besta sem hingað til hafi gerst, sama hvort um er að ræða tónlist, tísku eða aðra list. Fólk með nost- algíugleraugu getur gleymt að líta í kringum sig og sjá það frábæra sem er í gangi núna. Þessi heimild- armynd gleymir sér þó ekki í núinu heldur er aðeins kinkað kolli til Rokks í Reykjavík og einnig spilar rímnahefðin stóran þátt í henni og sýnt hvernig hún kallast á við samtímann. Tímasetningin er góð fyrir þessamynd. Hljómsveitirnar sem fram koma hafa náð að sanna sig. Vonandi fara sem flestir að sjá þessa skemmtilegu mynd, ef ekki til að velta sér upp úr uppruna tón- listarinnar, þá til að hlusta á alla þessa góðu tónlist sem heyrist í myndinni. Þetta er mynd sem jafn- vel gegn vilja manns getur látið mann vera stoltan af því að vera Íslendingur. Ef maður verður ekki stoltur er að minnsta kosti hægt að verða ánægður, þetta gæti verið verra. ’Myndin leitar svara við því af hverju svona margar góðar hljóm- sveitir komi frá þessu litla landi.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Lágstemmdur Mugison að spila í Súðavíkurkirkju, sem hann hefur einnig notað sem upptökuver. ingarun@mbl.is Kraftmikil Björk á sviði á stórtónleikum, sem sýnt er frá í myndinni. Organdi gaman APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri HOLLYWOODPARIÐ Tom Cruise og Katie Holmes eru ekkert að leyna sambandi sínu og kysstust meira að segja fyr- ir framan fjölmiðlafólk í Róm. Þau eru stödd þar vegna þess að Cruise fékk afhent ítölsk kvikmyndaverðlaun á föstu- daginn. Rómantíkin blómstrar í Róm en parið dvelur á lúxushóteli í borginni. Leikarinn fyllti svítu þeirra af rósum fyrir elskuna sína auk þess að láta koma með 40 Armani-alklæðnaði svo hún gæti valið eitthvað til að vera í við athöfnina. Nokkur aldurs- og hæðar- munur er á parinu. Cruise er 16 árum eldri. Hann er 1,70 m á hæð en Katie er heilir 1,75 m, þrátt fyrir að hafa leikið mýslu- lega týpu í Dawson’s Creek. Fólk | Ástin blómstrar í Róm Cruise og Katie kyssast AP Tom Cruise og Katie Holmes kysstust að beiðni ljósmynd- ara í Róm.   Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI Kvikmyndir.is Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. Ice Princess Sýningartímar 30. apríl og 1. maí THE JACKET kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 9.20 - 10.30 B.i. 16 THE JACKET VIP kl. 6 - 8.10 - 10.30 B.i. 16 SAHARA kl. 3 - 5.30- 8 - 10.30 ICE PRINCESS kl. 2- 4 - 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 2- 4 - 8.10 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 6 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 BOOGEY MAN kl. 10 B.i. 16. THE PACIFIER kl. 12 - 1.45 - 8.30 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 12 - 2- 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON kl. 2 - 4 -6 Jacket kl. 8 - 10 THE PACIFIER kl. 2 Miðaverð 300 kr SAHARA kl. 3,40 - 8 Les choristes kl. 6 The Motorcycle Diaries kl. 10,20 XXX 2 Kl. 4 - 6 - 8 - 10 Svampur Sveinsson m/ísl.tali Kl. 4 -6 In Good Company Kl. 8 Be Cool Kl. 10 Byggð á metsölubók Clive Cussler4 DAGAR EFTIR! Framlengt til 2. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.