Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svanhildur Ólafs-dóttir fæddist í Vesturholtum Þykkvabæ 22. júní 1951. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Anna G. Markús- dóttir, f. 2. nóv. 1913, d. 11. maí 2001 og Ólafur Guðjónsson, f. 5. apríl 1918, d. 5. júlí 1998. Systkini Svan- hildar eru: Sigmar, f. 1. júlí 1932, Sigrún, f. 18. júní 1940, Margrét, f. 5. júlí 1942, Óskar, f. 7. febr. 1944, Guð- jóna, f. 28. júlí 1945, Ármann, f. 13. okt. 1948, Anna Ólöf, f. 16. júní 1953 og Hulda Katrín, f. 24. sept. 1956. Svanhildur bjó alla tíð með foreldr- um sínum í Vestur- holtum og hjálpaði til við búskapinn eft- ir því sem til þurfti. Eftir lát þeirra bjó hún ein í Vesturholt- um og naut aðstoðar systkina sinna. Útför Svanhildar fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Hetjan okkar hún Svanhildur systir er fallin frá og verður borin til hinstu hvíldar í dag við hlið for- eldra okkar í Þykkvabæjarkirkju- garði. Svanhildur greindist með ill- vígan sjúkdóm í desember sl. og hefur barist hetjulegri baráttu und- anfarna mánuði þar til yfir lauk og hinn grimmi sjúkdómur hafði betur. Við sem höfum fylgst með þessari baráttu höfum undrast það æðru- leysi sem hún hefur sýnt m.a. vegna þess að þrisvar hefur hún misst sjónina, tvisvar fengið hana til baka og að síðustu var um einhverja smá mjög takmarkaða sjón að ræða. Reyndi þetta mjög á hana og von- brigðin gífurleg að geta ekki sinnt sínum hugðarefnum svo sem að lesa, horfa á sjónvarp og vinna við prjónaskap sem var henni svo mik- ils virði. Þau eru ófá sokkaplöggin og vettlingarnir sem systkinabörnin hafa fengið frá henni Svanhildi um tíðina og alveg undir það síðasta var það aðaláhyggjuefnið að geta ekki efnt loforð sem hún hafði gefið um að prjóna sokka fyrir frænku sína en aðalsmerki Svanhildar var að efna alltaf loforð sín. Eftir lát móður okkar árið 2001 sýndi Svanhildur ótrúlegan dugnað, frumkvæði og sjálfstæði með því að búa ein í húsi foreldra okkar, að vísu í skjóli bróður síns. Hún vildi vera sjálfstæð og gera það sem hún kunni best, svo sem að sinna handa- vinnu og hugsa um kindurnar með bróður sínum og þá einkum um sauðburðinn, en henni var ungviðið allt svo kært hvort sem það voru börnin eða dýrin. Nú þegar hún kveður er hennar besti tími að koma, þ.e. vorið og hennar takmark var að komast heim fyrir sauðburð og það má segja að það hafi tekist þó í annarri merkingu sé. Öllu því góða fólki sem annaðist Svanhildi í veikindum hennar skulu færðar hugheilar þakkir og bless- unaróskir fyrir þess störf. Að lok- um þökkum við elskulegri systur okkar allt sem hún var okkur og fjölskyldum okkar og kveðjum hana með þessum ljóðlínum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Guð blessi minningu Svanhildar systur okkar. Systkinin frá Vesturholtum. Svana mágkona mín og vinkona er farin frá okkur. Farin yfir móð- una miklu, þangað sem vel verður tekið á móti henni. Þessi hetja hversdagslífsins sem ekki lét bug- ast, bjó ein á gamla heimili foreldra sinna með aðstoð systkina og vildi hvergi annars staðar vera. Það koma ekki fleiri prjónasokkar á litlu frændsystkinabörnin. Ekki fleiri hringingar til ættinga að morgni afmælisdags. „Sæll væni minn, ég ætlaði bara að óska þér til hamingju með afmælið“. Svona hljómuðu orðin í mínum síma. Af- mæli var nokkuð sem ekki mátti gleymast. Hún unni sveitinni, dýr- unum, sérstaklega litlu lömbunum. Hún kveður núna, þegar lömbin fara að fæðast, gróður og líf kvikn- ar og sveitin er risin úr dimmum vetrardrunga. Allt verður bjart og fagurt. Í byrjun veikinda hennar var sagt við hana. „Þegar farfugla- nir fara að koma færð þú að fara heim aftur.“ Hún tók þetta bók- staflega og hún fer heim í sveitina þegar farfuglarnir eru að koma, en ekki eins og hún ætlaði sjálf, það fór á annan veg. Margs er að minnast á langri leið og mörg gullkorn komu frá henni á góðri stundu, hún fór til Bandaríkj- anna í heimsóknir til Önnu frænku og hafði gaman af, brá stundum fyrir sig ensku eftir það. Hún ferð- aðist með okkur hjónunum svolítið innanlands og á skipum til Eng- lands og Hollands. Þar stóð hún í brúnni löngum stundum, horfði á fuglalífið, fylgdist með sjávarspen- dýrum með sinn eigin sjónauka og lét fátt fram hjá sér fara. Ferð var áætluð með skipi sl. sumar. Þeirri ferð var frestað um eitt ár, engan grunaði það sem framundan var. Svona er lífið. Svana á stóran hóp systkina, ættinga og vina, allir fylgdust vel með í veikindum henn- ar og stóðu þétt við bakið á henni. Það er mikils virði. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Svönu mágkonu mína og vinkonu og bið henni Guðs bless- unar. Minningin mun lifa. Gunnar Baldursson. Í dag verður til grafar borin vin- kona mín og mágkona Svana í Vest- urholtum og langar mig að mynnast hennar í örfáum orðum. Það eru rúmlega 30 ár síðan kynni okkar hófust, þegar ég og Lóa systir þín vorum að byrja okkar samband. Elsku Svana, guð hafði ekki gefið þér þann andlega þroska sem við flest höfum frá hans hendi, en hann gaf þér miklu meira af ýmsu öðru sem við gætum af þér lært. Trygg- lyndari og trúfastari manneskju hef ég aldrei kynnst. Þú ólst upp í for- eldrahúsum, í Vesturholtum, varst sjöunda í röðinni af níu systkinum. Þú tókst virkan þátt í lífinu og dag- legu störfunum í sveitinni af mikl- um dugnaði, þær eru margar kart- öflurnar sem þú hefur handfjatlað um æfina, setja niður, taka upp, flokka og pakka. Þetta voru kannski ekki uppáhaldsstörfin, en þau voru unnin af mikilli samvisku- semi. Skemmtilegast fannst þér á vorin þegar lömbin voru að fæðast, þá var gaman og mikið að gera, þitt hlutverk var að hugsa um „gems- ana“, þar varst þú drottning í ríki þínu og ekkert fékk þig að heiman á þeim tíma. Þú hafðir yndi af því að ferðast og þær voru ófáar ferð- irnar með rútunni austur á Horna- fjörð að heimsækja okkur og flestir bílstjórarnir urðu þínir bestu vinir, að vera á Hátíð á Höfn og koma svo milli jóla og nýárs og vera yfir ára- mótin það voru fastir punktar. Þú ferðaðist líka til útlanda, sigldir með Nunna og Möggu á Ms. Sel- fossi til Englands og Belgíu og svo fórst þú til Ameríku með Didda og Sigrúnu að heimsækja Önnu og fjöldskyldu. Þú hafðir frá svo mörgu að segja á eftir og það var svo gaman að skoða myndirnar þín- ar úr þessum ferðalögum. Þú hafðir yndi af ungbörnum og þekktir með nafni og vissir fæðingardaga og -ár allra í stórfjölskyldunni, og svo varðst þú að prjóna sokka og vett- linga og peysur og senda öllum, núna síðast fyrir jólin til Danmerk- ur. Já, minningarnar eru margar og allar góðar. Nú hefur þú verið leyst frá líkamlegu þrautunum og ert komin í faðm mömmu og pabba laus við alla óvissu og kvalir. Ég sendi samúðarkveðju til allra. Guð veri með þér.Við söknum þín öll. Garðar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Það er komið að kveðjustund hjá okkur, Svana mín. Það er mikill söknuður og sorg sem fyllir hjarta mitt en þó er ég þakklát að þú þurfir ekki að kvelj- ast lengur. Það er búið að vera erfitt að sjá þig glíma við þennan sjúkdóm und- anfarna mánuði og enn erfiðara að reyna skilja hvers vegna þetta fór svona. Ég er búin að rökræða mikið við Guð undanfarið varðandi veik- indi þín, ég er meira að segja búin að reyna að fá Hann með mér í samningaviðræður þar sem ég hef lofað hinu og þessu bara ef Hann læknar þig í staðinn. En það er eitt sem maður gleymir á svona stund- um og það er að vegir Guðs eru órannsakanlegir og Hans vilji er ekki alltaf í takt við minn vilja. Hann hefur verið með nýtt hlutverk fyrir þig Svana mín og við sem eftir sitjum verðum að reyna skilja það. Það er mikill fjársjóður í öllum minningunum sem ég á síðan ég var lítil stelpa í Vestó. Þessar minn- ingar munu ylja mér um hjartaræt- ur og ókomna tíð og hjálpa mér í söknuðinum. Elsku Svana, þú varst sérstök, einstök manneskja sem áttir engan þinn líka. Ég þakka þér fyrir sam- fylgdina og allt sem þú hefur gefið mér. Megi Guð blessa minningu þína kæra frænka og takk fyrir allt. Þín Hrafnhildur. Þú stóðst á tröppunum og veif- aðir til mín. Þannig man ég þig. Hvernig þú svaraðir í símann, hvernig þú arkaðir eftir götunni á leiðinni í búðina, hvernig þú slóst við kindurnar, hvernig þú vannst verkin þín úti án þess að kvarta, þegar við horfðum á sjónvarpið saman, þegar ég fékk að lesa Vik- urnar þínar, þegar við hlustuðum á hljómplöturnar, óskalög sjúklinga og útvarpsleikritin saman; þannig man ég þig. Allt eru þetta ómet- anlegar minningar sem ég geymi vandlega með mér. Sumar eftir sumar var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara í sveit að Vesturholtum. Ég beið alltaf spennt eftir brottfarardeginum, fannst við alltaf lengi á leiðinni en um leið og ég sá skiltið „Þykkvibær 16“ þá vissi ég að það var stutt eftir og spennan jókst. Og alltaf tókstu vel á móti mér. Þið voruð ljósið í til- veru minni á sumrin. Ég á þrjú systkini og ég man hvað mér þótti gott að komast í sveitina, úr fjörinu heima og í „rólegheitin“ hjá ykkur. Mér var alltaf óskaplega vel tekið og ég var svona eins og prinsessan á bauninni. Fékk að gera það sem mig langaði til, hvort sem það var að leika mér eða taka þátt í sveita- störfunum. Kraftar mínir fóru nú samt aðallega í leik. Á svona stundum rifjast alls kon- ar minningar upp. Mér finnst ég finna lyktina úr fjósinu og hesthús- inu, lyktina af pelanum sem við gáf- um heimalningunum, bragðið af grjónagrautnum hennar Önnu og svo ég tali nú ekki um hrossakjötið og fituna. Ég þyki stundum und- arleg í fæðuvali, frekar sveitó, en ég segi bara, ég var náttúrlega í sveit og maður bara borðaði það sem sett var á borðið. Ljósin ykkar hafa verið slökkt í kotinu, fyrst slokknaði ljósið hans Óla, þá Önnu og nú síðast ljósið þitt. Þið hafið nú sameinað ljósin ykkar og ég veit að það verða fagn- aðarfundir. Þú ert umvafin öllum fallegu ljósunum sem hafa slokknað í kringum mig, ljósum sem ég elsk- aði og þótti vænt um og ég veit það verður tekið vel á móti þér. Ég hef engu að kvíða þegar minn tími kemur því ég veit þú munt standa í tröppunum og veifa til mín. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig að sinni og þökkum þér sam- fylgdina. Við vottum systkinum þín- um öllum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Foreldrar mínir og systkini senda einnig sam- úðarkveðjur og þakka samfylgdina. Hrafnhildur Viktoría Garðarsdóttir. Nú hefur hún elsku Svana frænka kvatt okkur. Það er sárt að sjá á eftir henni og margar góðar minningar sitja eftir. Ég minnist þess þegar ég var lítil hversu gam- an það var að koma í Vesturholt. Svana beið alltaf á tröppunum tilbúin að taka á móti okkur. Eft- irvæntingin skein úr augunum, það var svo gaman að fá gesti. Svana veiktist í haust stuttu eftir að Freyja dóttir mín fæddist. Kær- ustu minningarnar eru frá þeirra samskiptum. Svana var svo barn- góð og öllum börnum fannst hún svo skemmtileg. Þau voru ansi mörg brosin sem hún Svana fékk frá Freyju og gáfu þau henni mikla gleði á erfiðum tímum. Ég vildi að Freyja hefði fengið að kynnast henni betur en ég þakka fyrir þenn- an stutta tíma sem við fengum. Það er sárt að geta ekki verið viðstödd þegar hún Svana verður borin til grafar en það er gott að hafa getað kvatt hana nokkrum klukkustundum fyrir andlátið. Takk fyrir allt elsku Svana mín, ekki síst alla góðu hlýju sokkana. Sigurlín Gunnarsdóttir. Elsku besta frænka, nú er fátt um orð. Eitt er víst að þín er sárt saknað, en sem betur fer eigum við svo margar ljúfar og góðar minn- ingar með þér sem við getum hugg- að okkur við. Þú hefur alltaf verið stór partur í okkar fjölskyldu. Þegar við komum í sveitina og það var keyrt í gegn- um hliðið þá varst þú komin hlaup- andi í bláa kindagallanum og grænu stígvélunum að taka á móti okkur. Á haustin komst þú svo alltaf aust- ur til að passa okkur meðan mamma var í síldinni þegar við vor- um litlar. Svo þegar við stækkuðum þá áttir þú þína föstu tíma á ári hjá okkur, sérstaklega á haustin eftir vor- og sumarvertíð í sveitinni. Þá þótti þér rútuferðarnar ekki sístar þar sem þú þekktir alla bílstjórana. Og í seinni tíð áttir þú Humarhátíð- ina og áramótin hjá okkur og þar varst þú ómissandi partur af fjör- inu. Það var mjög skrítið þegar þú gast ekki komið um síðustu áramót, en þá var meinið þitt að hellast yfir, en ekki hugsaði maður það svo langt að þú kæmir bara alls ekki framar austur til okkar, svona breytist nú margt skyndilega og erfitt að skilja afhverju. Einhver- staðar er sagt að þeir sem guðirnir elska deyja ungir og á það við um þig elsku Svana, sem varst öllum svo góð, mönnum og dýrum, þú sást um að öllum væri alltaf hlýtt á höndum og tám. Frændsyskinamótin verða öðru- vísi án þín, þar sem þú áttir oft heiðurssess sem Svana (gamla) frænka okkar allra og varst ómiss- andi. Það verður tómlegt að koma í Vestó, bara góðar minningar sem fylgja okkur áfram. Þér líður vel núna Svana mín, ert komin í faðm afa og ömmu. Elsku besta Svana (gamla) okk- ar, minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Frænka, opinn faðmur, elskandi hjarta, traust hjálparhönd. Þú ert meira en yndisleg frænka, þú ert sannur vinur. Þínar frænkur, Guðbjörg, Sonja, Ólöf Ósk, Svanhildur og fjölskyldur. Sumarið 1981 var ég svo lánsam- ur að fá pláss í sveit, nánar tiltekið í SVANHILDUR ÓLAFSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.