Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Djásn og dýrgripi fann Pétur HoffmannSalómonsson á ruslahaugum Reykja-víkurborgar um miðbik síðustu aldar, safnaði þeim og hélt sýningar. Og enn í dag sér fólk djásn og dýrgripi í því sem öðrum finnst kannski bölvað drasl. Og hjá hinum sömu vakn- ar þörf til að bjarga þessum verðmætum frá glötun og þeir byrja að safna þeim. Aðrir safna af þörf til að skapa sér sinn eigin heim, enn aðrir safna einhverju til að endurvinna úr því eitthvað nýtt. Stundum er það fortíðarþráin sem knýr söfnunina áfram, þörfin til að halda í minningar liðins tíma. Og svo er það gamla góða nýtnin sem liggur djúpt í mannssálinni. Sálfræðingur nokkur segir að söfnunarárátta geti ýmist staf- að af fátækt fyrr á ævinni eða þörf til að hafa vald yfir kringumstæðum. Jafnvel losti getur orðið til þess að einhver safnar einhverju ákveðnu. Af þessu öllu má sjá hversu ólíkar ástæður geta legið að baki söfnun. Söfnun getur verið kerfisbundin, en hún getur líka verið hrein ástríða og stundum hvort tveggja. Hluti af íslenskri þjóðmenningu Ólafur Engilbertsson sýningarstjóri segir að samskonar sýning í fyrra hafi fengið gríðarlega aðsókn og því hafi verið ákveðið að gera Stefnu- mót við safnara að árlegum viðburði í Gerðu- bergi. „Og það er af nógu að taka. Á safnaralista Gerðubergs í fyrra skráðu sig hátt í þrjú hundr- uð manns sem þó er eflaust aðeins brot af þeim söfnurum sem fyrirfinnast hér á landi. Þetta er fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum stéttum. Okkur finnst nauðsynlegt að koma þessum einkasöfnum á framfæri með svona sýningum, því þau eru eitt af leyndarmálum ís- lenskrar þjóðmenningar. Og núna erum við með sérstaka áherslu á endurvinnslu, því fjölmargir listamenn safna ólíklegustu hlutum til að nota þá í verk sín og þannig ganga þeir í endurnýjun lífdaga. Hér eru meðal annars listaverk úr vír- herðatrjám, brúðupörtum og brotajárni.“ Skrímsli og stríðsminjar Ólafur segir að sýningin nú sé að hluta til af- mælissýning, því tveir safnarar séu með hluti sem eigi merk afmæli. „Hið japanska Godzilla- skrímsli varð fimmtugt í fyrra en Ómar Örn Hauksson, söngvari í Quarashi, hefur safnað ýmsu um þá ófreskju, bæði kvikmyndum, tón- list og ólíkum útgáfum af dýrinu sjálfu. Á ferð- um sínum til Japans hefur Ómar líka safnað smáfígúrum sem fást þar í sjálfsölum. Allt þetta gefur að líta hér á sýningunni og einnig verða Godzilla-kvikmyndir sýndar.“ Safn lögreglu- mannsins Sævars Þ. Jóhannessonar á einnig einhvers konar afmæli á þessu ári, en hann hef- ur safnað munum frá stríðsárunum. „Í ár eru sex áratugir síðan stríðinu lauk og munir Sæv- ars hafa mjög mikið sögulegt gildi. Hann hefur safnað einstökum jólakortum sem teiknuð voru hér á Íslandi sérstaklega fyrir erlenda hermenn til að senda til síns heima. Einnig hefur hann komist yfir skrautvasaklúta úr silki sem mör- landinn seldi breskum og bandarískum her- mönnum til að senda heim til gjafa. Mikið af þessum munum hefur Sævar nálgast í gegnum Internetið og flestir koma úr dánarbúum frá Bandaríkjunum.“ Fyrirlestrar og markaðstorg Ólafur segir að ekki sé einungis hægt að koma og skoða söfn þeirra 19 aðila sem að þessu sinni taka þátt í sýningunni, heldur verður líka komið á fót markaðstorgi safnarans þar sem safnarar geta keypt, selt og skipt. Einnig verða flutt fimm erindi á sýningartímanum í Gerðubergi og eru þau um söfnun og safnara. „Og á lokahelgi sýningarinnar, 10. september, verður haldið málþing í ReykjavíkurAkademíunni, einnig um söfnun og safnara, en sú stofnun er í samstarfi við okkur um þessa sýningu auk Sorpu og um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar.“ Kvikmyndir um Godzilla-skrímslið eru ekki einu bíómynd- irnar sem sýndar verða í tengslum við Stefnu- mót við safnara, því einnig verða í Gerðubergi sýndar Elvis Presley-kvikmyndir, en á sýning- unni eru munir úr safni Baldurs Garðarssonar frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd, sem hefur í áratug safnað alls konar munum sem tengjast Elvis. Til að gefa hugmynd um fjölbreytni þeirra muna sem hægt er að berja augum á Stefnu- móti við safnara er vert að telja upp þá sem ekki hefur verið getið um hér að framan: Bangsar, „skrítnir“ minjagripir, kaffipokar, kaffikönnur, kaffikvarnir, dúkkulísur, matseðlar, pipar- og saltstaukar, plattar, innkaupapokar, munkar, tölur og útsaumur, endurunnin föt og endur- unnar bókakápur.  SÝNING | Margskonar munir, markaðstorg og nokkrir fyrirlestrar um söfnun og safnara Að safna í sarpinn Stefnumót við safnara verður opnað í dag í Gerðubergi kl. 15:00. Hægt er að heilsa upp á safnarana við opnunina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verk eftir myndlistarkonuna Guðrúnu Öyahals þar sem hún notar brúðuparta en hún safnar m.a. brúðum. Gosdrykkjar- og ölflöskumiðar úr safni Bald- vins Halldórssonar. Kaffikönnur úr safni Guðrúnar Þ. Guðmundsdóttur sem tengist kaffi- og mjólkurmenningu. Gamlir innkaupapokar úr safni Sigríðar Hallgrímsdóttur en hún hefur safnað þeim í 25 ár. Að safna getur ýmist verið ár- átta, þörf eða þrá og með ólík- indum hverju fólki dettur í hug að safna. Ælupokar, brotajárn og ölflöskumiðar voru á meðal þess sem Kristín Heiða Kristinsdóttir skoðaði með Ólafi Engilbertssyni sýning- arstjóra á Stefnumóti við safn- ara sem verður opnað í Gerðu- bergi í dag. khk@mbl.is HEILSUÁTAK póstmanna hefur nú staðið yfir í tvo vetur og var önnur uppskeruhátíð þeirra haldin með pomp og prakt fyrir skömmu. Mark- miðið átaksins í upphafi var að fá sem flesta starfsmenn Póstsins um land allt til að taka fyrstu skrefin í átt að eigin lífsstílsbreytingu með því að huga að markvissri hreyfingu og bættu mataræði. Alls hafa um 460 starfsmenn af nærri 1.100 tekið virkan þátt í átak- inu og hefur þyngd og ummál reglu- lega verið mælt auk fitu- og vöðva- massa. Tæp 800 kíló af fitu hafa fokið af starfsmönnum Póstsins frá upphafi átaksins og á annað hundrað kíló af vöðvamassa hafa komið í staðinn. Ekki má svo gleyma hinum óáþreif- anlega árangri átaksins sem felur í sér bætta líðan og aukna liðsheild, aukna starfsánægju og betri starfs- anda, að sögn Hörpu Helgadóttur hjá Póstinum. Tilbúnir í stafgönguna Í uppskeruhátíðina mættu starfs- menn vopnaðir göngustöfunum sín- um sem Pósturinn gaf þeim í sum- argjöf, tilbúnir á stafgöngunámskeið. Vel viðraði til útivistar og komu þátt- takendur hressir, sveittir og svangir til baka eftir rúmlega klukkustundar göngu og nutu léttra veitinga, sem biðu þeirra. Stiklað var á stóru varð- andi framkvæmd heilsuátaksins og góð ráð voru gefin til að koma í veg fyrir „sukk og svínarí“ í sumar. Til að hvetja fólk til dáða var verð- launum heitið þeim einstaklingum, sem næðu af sér mestum fitumassa og byggðu upp mestan vöðvamassa auk þess sem sá vinnustaður Póstsins skyldi verðlaunaður sem næði best- um heildarárangri. Það voru starfs- menn dreifingarstöðvarinnar á Mýr- argötu sem náðu besta samanlagða árangrinum í vetur, en þar minnkaði fitumassinn að meðaltali um tæplega eitt kíló á mann á sama tíma og vöðvamassinn jókst um tæplega eitt kíló á mann að meðaltali. Allir vinnu- staðir Póstsins, sem þátt tóku í heilsuátaki vetrarins, fengu inn- rammað viðurkenningarskjal. Fann- ey Egilsdóttir, bréfberi í Hafnarfirði, náði bestum árangri kvenna þar sem hún minnkaði fitumassann um 5,6 kíló og bætti við sig vöðvamassa um 2,5 kg. Albert Eiðsson, bréfberi við Mýrargötu, náði bestum árangri karla, en hann minnkaði fitumassann um 4,1 kg á meðan vöðvamassinn jókst um 1,5 kg.  HEILSA | Sæla og sviti á uppskeruhátíð heilsuátaks Póstsins Fitan fýkur og vöðvarnir stækka Starfsmenn Póstsins fengu stafgöngustafi frá fyrirtækinu í sumargjöf.join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.