Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga sér varðandi kostnað við framboð Ís- lendinga og setu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Í utanríkisráðuneytinu hefði verið áætlað að kostnaðurinn gæti numið rúmum sex hundruð milljónum króna. Sá kostnaður gæti þó aukist, að sögn Davíðs, þegar liði á kosn- ingabaráttuna. Þeir þingmenn stjórnarandstöð- unnar sem fjölluðu um þetta mál í umræðum á Alþingi í gær lýstu allir yfir efasemdum um réttmæti þess að Ísland sæktist eftir sæti í öryggis- ráðinu. Enginn þingmaður Fram- sóknarflokksins tók þátt í umræðun- um. Ríkisstjórnin tók formlega ákvörð- un um að sækjast eftir sæti í öryggis- ráðinu árið 1998. Þá var Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Davíð forsætisráðherra. Sá síðarnefndi sagði hins vegar undir lok umræðn- anna í gær, að hann sem þáverandi forsætisráðherra bæri ekki síst ábyrgð á þeirri ákvörðun að sækjast eftir sætinu í ráðinu. Áfram unnið að framboðinu Davíð flutti munnlega skýrslu um utanríkismál í upphafi þingfundar og stóðu umræður um hana fram eftir degi. Þegar hann vék að framboði Ís- lands til öryggisráðsins sagði hann að áfram væri unnið að framboðinu. Áleitnar spurningar hefðu hins vegar komið upp í huga sér varðandi kostn- að. „Ljóst er að á brattann verður að sækja gegn keppinautunum, en auk Íslands eru Austurríki og Tyrkland í framboði til þeirra tveggja sæta sem tilheyra Vesturlandahópnum svo- nefnda. Það er óneitanlega miður að honum skuli ekki hafa tekist að kom- ast að samkomulagi um að einungis tvö ríki væru í framboði þannig að smærri aðildarríkjum gæfist kostur á að taka þátt í störfum öryggisráðsins án þess að þurfa að leggja í dýra og erfiða kosningabaráttu,“ sagði hann. „Í utanríkisráðuneytinu var gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir króna vegna kosningabar- áttunnar og setunnar í ráðinu. Gera verður ráð fyrir að þegar líður á kosningabaráttuna aukist harkan í henni enn frekar en orðið er og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæð- um öllum hefur framboð Íslands ver- ið til skoðunar, sem lýkur á næstu vikum. Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða miklu lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti.“ Miklar efasemdir um framboðið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði eftir ræðu ráðherra að hann hefði einnig efa- semdir um réttmæti framboðsins. „Ég hef miklar efasemdir um að það sé þúsund milljóna króna virði að ráðast í kosningabaráttu þegar ekki er samstaða í Vesturlandahópnum.“ Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kvaðst sömuleiðis hafa miklar og mjög vaxandi efa- semdir um framboðið. Velti hann því fyrir sér hvort ekki færi betur á því að verja fjármununum, sem áætlað er að fari til kosningabaráttunnar og setunnar í ráðinu, til annarra verk- efna, s.s. til rannsókna við Háskóla Íslands og aðrar rannsóknarstofn- anir. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, tók í svipaðan streng. „Mér finnst þessum fjár- munum mjög illa varið. Íslendingar ættu frekar að verja þeim til annarra verkefna.“ Hann kvaðst einnig þeirr- ar skoðunar að Íslendingar hefðu ekki mikið vit á þeim ákvörðunum sem öryggisráðinu bæri að taka. Ís- lendingar væru um þrjú hundruð þúsund og ættu því ekki marga sér- fræðinga í þeim málum sem öryggis- ráðið fjallaði um. Davíð Oddsson utanríkisráðherra um framboð Íslands til öryggisráðs SÞ Áleitnar spurningar hafa vaknað um kostnað Stjórnarandstæðingar segjast hafa efasemdir um réttmæti framboðsins Morgunblaðið/Golli Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MARGÆSIR eru árvissir gestir hér á landi vor og haust á leið sinni milli vetrarstöðva í Írlandi og varpstöðva í heimskautahéruðum Norðaustur- Kanada. Gæsirnar hvílast hér og safna kröftum og forða fyrir áfram- haldandi flug vestur yfir Grænlands- jökul og til Kanada. Flestar þeirra hafa viðdvöl á innnesjum við Faxa- flóa. Gæsin Finnur kom til Íslands í vikunni og hitti þar fyrir konu sína, U2, sem hann hafði ekki séð allan veturinn. Guðmundur A. Guðmundsson, fuglafræðingur á Náttúrufræði- stofnun Íslands, vinnur ásamt fleiri vísindamönnum að rannsóknum á margæsinni. Í gærkvöldi voru þeir að merkja gæsir á Álftanesi sem fangaðar voru í sérstakt net. Gæs- irnar eru merktar með lituðum fót- hringjum sem smeygt er á fætur þeirra eftir sérstöku kerfi. Þannig má þekkja einstaklingana við skoð- un í sjónauka. Að sögn Guðmundar hafa verið lit- merktar 153 margæsir hér á landi frá árinu 2001 og 454 á Írlandi á sama tímabili. Þau árin sem merk- ingar hafa verið stundaðar hafa ver- ið merktar 40 til 60 gæsir hér á landi. Merkingar hafa aldrei verið gerðar jafn snemma ársins og nú hér á landi. Á árum áður var venju- lega merkt 15.–20. maí. Auk þess að merkja gæsirnar í gær kannaði Guð- mundur holdafar þeirra. „Ég fylgist með holdafari gæs- anna úr fjarlægð. Það er hægt að greina það með sjónmati. Mig langar að vigta fuglana sem við litmerkjum og kvarða skalann sem stuðst er við í sjónmatinu miðað við þyngd. Aftur- hlutinn á gæsunum verður kúptari og síðari eftir því sem þær eru feit- ari. Við skiptum þeim í sjö þyngd- arflokka, frá mjög horuðum upp í akfeitar,“ sagði Guðmundur. Hittust aftur á Íslandi Merkingarnar hafa leitt ýmislegt skemmtilegt í ljós. Settir voru gervi- hnattasendar á fjóra fugla á Írlandi 1. apríl sl. og er hægt að fylgjast ná- kvæmlega með ferðalögum þeirra, meðal annars á sérstakri heimasíðu. Gæsirnar með sendana heita Finn- ur, Rowan, Mac og Monty eftir hundum vísindamannanna sem vinna við verkefnið. Rowan er einn ókominn til landsins. Tekin var ljósmynd af Finni á griðastað margæsa í Castle Espie á Írlandi síðastliðinn laugardag kl. 16.00. Samkvæmt gervihnatta- sendinum var hann þar enn kl. 18.50 um kvöldið. Klukkan 23.20 var hann út af Antrim-strönd á Norður- Írlandi, vestur af Suðureyjum kl. 4.20 á sunnudagsmorgun og tíu stundum síðar var hann hálfnaður til Íslands. Finnur var lentur á Njarð- víkurfitjum kl. 20.09 á sunnudags- kvöld. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu um farflug margæsanna lagði Finnur að baki 1.310 km á 20 klukkustundum og 45 mínútum. Meðalhraði hans var 63 km/klst. Guðmundur fylgdist með ferðum Finns í tölvunni, fann hann og myndaði á Álftanesi á mánudags- morgun. Þá var Finnur kominn í fé- lagsskap kvenfugls með fótmerkið „U2“ sem kominn var þremur dög- um fyrr til landsins. Þetta virtust vera endurfundir því þessir fuglar voru merktir úr sama hópi 1. apríl síðastliðinn í Wexford á Írlandi. Á Írlandi sáust engin merki þess að Finnur væri „á föstu“ og fuglarnir höfðu ekki samflot yfir hafið. En nú leynir sér ekki að Finnur er ást- fanginn. Finnur fann ástina á Íslandi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is                !" #  #$%&'#( )   *" +   , -.   $%"$ #  #(-  +,     '"$  ,, /  '"$   #$'&'    )0 1     ,   / $"2 (-    #   . (3 ,    4 ,  $ "          !"    #    #$ %  & '           Morgunblaðið/RAX Margæsirnar eru fangaðar í sérstakt net sem skotið er yfir hópinn, þær síðan merktar og vegnar og síðan sleppt. Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur við rannsóknir. ÞINGMENN minntust Helga Bergs, verkfræðings og fyrrverandi alþingismanns, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Helgi lést aðfara- nótt fimmtudags- ins 28. apríl, átta- tíu og fjögurra ára að aldri. Sólveig Péturs- dóttir, varaforseti þingsins, fór yfir starfsferil Helga og sagði m.a. að hann hefði notið trausts til vandasamra verka. Hún sagði að mannkostir hans og dugn- aður hefðu komið einkar vel í ljós þegar hann hefði valist til forystu Viðlagasjóðsins, sem stofnaður var til að bæta tjón af völdum eldgossins í Vestmannaeyjum. „Það starf rækti hann með afburðum vel.“ Er hún hafði flutt minningarorð um Helga minntust þingmenn hans með því að rísa úr sætum. Minntust Helga Bergs Helgi Bergs DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að friðar- gæsluliðar væru aldrei í fríi þegar þeir væru að störfum á vegum Ís- lensku friðargæslunnar. Tilefni þessara orða er sú ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) að synja þremur íslensku friðar- gæsluliðunum, sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrrahaust, um bætur. Davíð sagði að friðargæsluliðar væru tryggðir sérstaklega á vegum ríkisins en að auki kæmi til almennur bótaréttur sem hægt væri að sækja til TR. Þetta væru aðskildir þættir. Kvaðst hann vona að við áfrýjun málsins yrði tekið á því af meiri sanngirni. Friðargæslu- liðar ekki í fríi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.