Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ GEFST möguleiki á að kaupa á mbl.is stök tölublöð af Morgun- blaðinu á pdf-sniði. Á pdf-sniði sjást síðurnar eins og þær líta út í blaðinu sjálfu og getur notandinn lesið þær á skjánum eða prentað þær til eigin nota. Verð blaðsins í lausasölu á mbl.is er það sama og prentaða blaðs- ins á sölustöðum, 350 krónur á sunnudögum en 220 krónur aðra daga. Ennfremur er hægt að kaupa áskrift að Morgunblaðinu og fá þá að- gang að blaðinu á pdf-sniði eða í textaútgáfu, en þar er hver grein opnuð sérstaklega þegar hún er lesin í fullri lengd. Slík áskrift hentar vel fólki sem getur ekki fengið blaðið sent til sín eða vill ekki fá prentuðu útgáfuna. Aðgangur fyrir áskrifendur án endurgjalds Aðgangur að Morgunblaðinu á raf- rænu formi býðst áskrifendum að blaðinu prentuðu án endurgjalds. Þjónustan gildir fyrir fólk þá daga sem það er áskrifendur. Þannig fá helgaráskrifendur aðgang að raf- rænni útgáfu Morgunblaðsins um helgar, en þeir sem eru með áskrift alla daga fá óheftan aðgang, o.s.frv. Í nóvember á síðasta ári kynnti Morg- unblaðið áskrifendum sínum þann möguleika að sjá blaðið í tölvunni sinni án viðbótargjalds. Viðbrögðin við þessari viðbótarþjónustu hafa verið gríðarlega góð, en núna hafa yf- ir 10 þúsund áskrifendur skráð sig og opnað fyrir aðgang að efni blaðsins. Aðspurður segir Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, við- brögðin hafa verið mest á strjálbýlli svæðum landsins þar sem sam- göngur eru með þeim hætti að blaðið sjálft í pappírsformi berst í seinna lagi. „Einnig finnum við fyrir miklum áhuga hjá fólki sem er á ferðalagi, hvort heldur er innan- eða utanlands, að geta skoðað blaðið á Netinu þegar tækifæri gefst til,“ segir Örn og tekur fram að búast megi við því að skrán- ingin muni aukast til muna þegar nær dregur sumri og áskrifendur verði meira á ferðinni. Til að virkja aðgang að blaðinu á rafrænu formi þarf áskrifandi að skrá sig á mbl.is og fá lykilorð sent í tölvupósti. Það er gert á þann veg að smella á mynd af forsíðu Morgun- blaðsins sem er að finna í hægri dálki undir flipanum Morgunblaðið á mbl.is. Að því loknu getur áskrifandi skoðað blaðið á rafrænu formi, hvort sem er á textasniði eða pdf-sniði. Blaðið verður þannig aðgengilegt áskrifendum kl. sex á morgnana, að íslenskum tíma, hvar sem er í veröld- inni. Til að kaupa stök tölublöð eða til að gerast áskrifandi að Morgunblaðinu á rafrænu formi er farið á síðuna sem birtist undir flipanum Morgunblaðið á mbl.is. Morgunblaðið í lausasölu á mbl.is GERT er ráð fyrir að fyrri hópurinn af tveimur frá Íslensku friðargæsl- unni sem mun taka þátt í svonefnd- um uppbyggingarsveitum NATO Í Afganistan verði kominn til borg- arinnar Meymana í norðurhluta landsins hinn 15. september og hinn hópurinn verði í Chaghcharan í vesturhluta Afganistan mánuði síð- ar. Áður hljóta hóparnir fimm vikna þjálfun í Noregi sem er um þriggja vikna lengri þjálfun en talin var nægjanleg áður en Íslendingar tóku við stjórn flugvallarins í Kabúl. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar, skrifstofustjóra Íslensku friðargæsl- unnar, verða átta manns í hvorum hóp til að byrja með og skiptast verkefni hópsins þannig að sex verða sendir út frá aðalbækistöðv- unum á tveimur jeppum til að kanna ástandið í nærsveitum. Í hvert skipti verði úthaldið um 2–5 dagar. Með þeim í för verður afganskur túlkur. Verkefni hinna tveggja, fjölmiðla- fulltrúa sem jafnframt sér um að koma upplýsingum frá hópnum til hjálparsamtaka og vélvirkja, verða að öllu jöfnu innan bækistöðvanna. Ein kona er í hvorum hópi og gegna þær störfum fjölmiðla- og þróunar- samvinnufulltrúa. Gert er ráð fyrir að hver hópur verði í Afganistan í fjóra mánuði og þá taki nýir menn við. Aðspurður sagði Arnór að tildrög þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að taka að sér þessi tilteknu verkefni hefði annars vegar verið beiðni litháíska utanríkisráðherrans til Davíðs Oddssonar um að Íslending- ar tækju þátt í verkefninu í Vestur- Afganistan og hins vegar óformleg beiðni Norðmanna um framlag frá Íslendingum. Aðspurður sagði Arnór að jeppar Íslendinganna yrðu ekki brynvarðir, ekki væri talin þörf á því þó svo að einhverjar af bifreiðum Norðmanna sem hefðu verið við störf í norður- hlutanum hefðu brynvörn. „Hættu- matið er það lágt að menn telja það ekki nauðsynlegt. Svo er það hitt að þetta eru mjög erfiðar fjallaslóðir og öll þyngd á bílunum gerir það erf- iðara að komast um og við höfum þurft að taka tillit til þess líka,“ sagði hann. Á þessu svæði væru vegaslóðar afar grófir og varla hægt að tala um akvegi í því sambandi. Sérþekking Íslendinga á hálendis- akstri og að breyta jeppum til slíks aksturs kæmi sér því vel í þessu verkefni og með því væru Íslend- ingar að leggja fram mikilvæga sér- þekkingu. Jepparnir sem friðar- gæsluliðarnir hafa til umráða eru af gerðinni Nissan Patrol sem verður breytt þannig að þeir geta ekið á 44" hjólbörðum, þó að yfirleitt verði 38" hjólbarðar látnir nægja. Arnór sagði að Norðmenn sem hefðu verið að störfum í norðurhlutanum komist lítið áleiðis á óbreyttum „slyddu- jeppum“ og því kæmu íslensku jepp- arnir sér vel. Arnór sagði að íslensku friðar- gæsluliðarnir yrðu vopnaðir með svipuðum hætti og þeir hefðu verið í Kabúl, þ.e. þeir munu bera öflugar vélbyssur og skammbyssur. Engin varnarsveit fer með þeim í ferðirnar út fyrir bækistöðvarnar en Arnór sagði að friðargæsluliðið réði yfir hraðsveitum sem gætu komið þeim til hjálpar á hálftíma þegar aðstæð- ur væru hagstæðar en í mesta lagi eftir tvo klukkutíma. Aðspurður sagði hann að ekki væri gert ráð fyr- ir að friðargæsluliðarnir yrðu þung- vopnaðri en áður. Það yrði þó skoð- að betur eftir því sem nær dregur. Aðspurður sagði hann að þetta verkefni væri ekki frekar hernaðar- legt í eðli sínu en t.d. stjórnun flug- vallarins í Kabúl. Íslensku friðar- gæsluliðarnir væru borgaralegir sérfræðingar þó þeir væru í herbún- ingum og bæru vopn sér til varnar. Fimm vikna þjálfun Áður en friðargæsluliðarnir halda utan fara þeir í fimm vikna þjálfun til Noregs en áður en Íslenska frið- argæslan tók við stjórn Kabúl-flug- vallar var tveggja vikna þjálfun talin nægjanleg. Arnór sagði að ástæðan fyrir lengri þjálfun væri sú að frið- argæsluliðarnir yrðu að vera utan bækistöðva í talsverðan tíma og þyrftu því að hljóta góða þjálfun á fjarskiptatæki, þjálfun í vali á næt- urstað og ýmsu fleiru. Þá hefðu menn talið, í ljósi reynslunnar frá Kabúl, að þörf væri á meiri þjálfun og verið væri að bregðast við því. Að sögn Arnórs er að mestu búið að ráða fólk í störfin í Afganistan. Ekki var auglýst eftir öllum þeim störfum heldur var leitað til ákveðinna aðila, m.a. til björgunarsveita og Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og sagði Arnór að slíkur háttur hefði verið hafður á við fyrri verkefni. Hluti af hópnum hefur áður starfað í Afgan- istan og hlotið þjálfun í meðferð skotvopna en aðrir hafa aldrei kom- ið nálægt slíkum tólum. Yfir hundr- að Íslendingar hafa hlotið slíka þjálfun á vegum friðargæslunnar frá 1994. Sextán friðargæsluliðar og fjórir fjallajeppar fara til Afganistan í haust Fara sex saman í nokkurra daga ferðir Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Íslenskir friðargæsluliðar í Kabúl. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is        !   "! #$   "%# $    &    '(         ÞAÐ vantaði ekki stælta kroppa í Íþróttahúsinu við Varmá í gær- kvöldi þar sem fram fór sam- anburður á keppendum í hreysti. Bæði kynin komu þar til þess að láta vega og meta árangur sinn í að stæla líkamann og ná honum í gott form. Í dag kl. 15 verður síðan að- alkeppni bikarmóts Ice Fitness í hreysti og verður m.a. keppt í arm- beygjum, upphífingum, „ofur- greip“, dýfum og hraðaþraut. Keppnin fer sem áður fram í Íþróttahúsinu við Varmá. Morgunblaðið/Golli Stæltir kroppar bornir saman DAGSKRÁ 1. maí-hátíðarhaldanna í Reykjavík hefst að venju með kröfu- göngu frá Skólavörðuholti. Safnast verður saman framan við Hallgríms- kirkju klukkan 13 og leggur gangan af stað klukkan 13.30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svan- ur munu leika fyrir göngunni. Úti- fundur hefst á Ingólfstorgi klukkan 14.10. Ræðumenn verða Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varafor- maður Eflingar stéttarfélags, Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, og Hulda Katrín Stefánsdóttir, for- maður Iðnnemasambands Íslands. Fundarstjóri verður Súsanna B. Vil- hjálmsdóttir, formaður Félags hár- snyrtisveina. Hljómsveitin Jagúar leikur og Karl Ágúst Úlfsson og Sig- urður Sigurjónsson fara með gam- anmál. Kröfuganga frá Skólavörðuholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.