Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 26
Dalvíkurbyggð | Það eru oft
fjörugar umræður á bryggjum
landsins og þangað leggja
margir leið sín, daglega jafnvel
til að fylgjast með fréttum af
aflabrögðum. Stefán Steinsson
hafði hjólað niður að höfn og var
þar á spjalli við kallana á Eiði
EA þegar ljósmyndari var þar á
ferð í vikunni. Hermann Daða-
son útgerðarmaður og hans
menn, sonurinn Hermann og
Árni Helgason voru að þrífa
fiskikörin. Þeir stunda drag-
nótaveiðar á Grímseyjarsundi,
veiða kola og rauðsprettu en
aflabrögð hafa verið góð und-
anfarna daga.
Morgunblaðið/Kristján
Ágætt á dragnótinni
Bryggjuspjall
Akureyri | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fremur er kalt norðan heiða þessa síð-
ustu apríldaga. Glænýr snjór niður í miðja
Vaðlaheiði og hálf svona hráslagalegt.
Aldrei hægt að treysta á þetta veður.
Nema það skiptast nokkuð reglulega á
skin og skúrir. Samt einhvern veginn eins
og hitamálin sem til umfjöllunar eru á
hverri kaffistofu, eldhúskrók og kaffihúsi
taki úr mönnum mesta hrollinn.
Dalsbraut og hvort hún verður lögð eður
ei er voða heitt umræðuefni núna. Þessi
stofnbraut í gegnum bæinn hefur verið á
skipulagi í rúm 30 ár, en ekki orðið af
framkvæmdum. Með uppbyggingu
Naustahverfis þar sem þúsundir íbúa
verða innan fárra ára verður æ brýnna að
ráðast í lagningu Dalsbrautar og létta
álagi af Þórunnarstræti. Mikil andstaða er
meðal íbúa í nágrenni Lundarskóla sem
telja lífsgæði sín skerðast verulega og ör-
yggi barna í umferðinni minnka.
Gott og gilt Þannig. Á kaffistofunum
spyrja menn hvers börnin í Gerðahverfi
eigi að gjalda, að þurfa yfir eina hættuleg-
ustu götu bæjarins í skólann, Þingvalla-
stræti. Eða litlu skottin í Holtunum, sem
gert er að fara yfir þjóðveg, Hörgárbraut-
ina, á leið sinni til skóla. Blessuð börnin úr
Mýrunum sem byrja í skóla eftir svona
fimm ár og er stefnt yfir Þórunnarstrætið
með sívaxandi umferðarþunga verða ekki
öfundsverð.
Ofbeldi tengt fíkniefnaheiminum er nú
rætt sem aldrei fyrr í bænum í kjölfar þess
að tvær hrottalegar líkamsárásir hafa ver-
ið kærðar til lögreglu nýlega. Aðstandandi
eins af piltunum í „Vaðlaheiðarmálinu“
skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu
í gær og hittir naglann á höfuðið þegar
hún lýsir þeirri skoðun sinni að allir séu
þeir fórnarlömb. Ofurseldir fíkn sinni
reynir hver að bjarga eigin skinni, að
standa í skilum við þann næsta fyrir ofan
til að forða sjálfum sér frá barsmíðum.
Það er ekkert nýtt að harkalegum að-
gerðum er oft beitt við innheimtu fíkni-
efnaskulda. Meiri neysla, aukið ofbeldi.
Segir löggan. Getur verið, en meirihluti
svona óhefðbundinna innheimtuaðgerða
verður sjaldnast að almæltum tíðindum.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
Iðnaðarsafnið verðuropið á morgun,sunnudaginn 1. maí á
verkalýðsdaginn frá kl. 16
til 20.
Safnið er til húsa við
Krókeyri og var opnað þar
fyrir réttu ári, en hafði um
nokkurra ára skeið verið
starfrækt víða um bæinn.
Þar er margt að sjá sem
minnir á mikilvægi þeirra
starfsmannastétta sem
um áratugaskeið hafa
fagnað 1. maí hér í bæn-
um.
„Það var þeirra verk að
Akureyri var oft á liðinni
öld kölluð iðnaðarbærinn.
Enda var þá lagður grund-
völlur að mörgu því sem til
framfara horfði og sem við
öll njótum góðs af,“ segir í
frétt frá Iðnaðarsafninu
sem verður opið upp á gátt
í tilefni dags verkalýðsins.
Opið 1. maí
Krakkarnir í 6. bekk í Grunnskólanum í Búðardalgengu um þorpið sl. viku með bauka til að safnafyrir hjálparstarfi ABC. Er þau höfðu farið eina
umferð fannst þeim ekki nóg komið og fóru annan hring
og söfnuðu flöskum sem þau seldu og lögðu í sjóðinn. Alls
söfnuðu þau rúmlega 30.000 krónum sem eiga örugglega
eftir að koma í góðar þarfir. Til viðmiðunar má nefna
það að skólaganga í einkaskóla með mat og læknishjálp
kostar 1950 kr. á mánuði fyrir barn í Úganda.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Hugmyndarík börn
Pétur Pétursson velt-ir nöldri fyrir sér:Iðja þeirra er ekki fín,
sem uppi róginn bera.
Til allra nema sjálfra sín
sífellt kröfur gera.
Páll Þórðarson í Sauða-
nesi orti um nýjan Íslend-
ing:
Hleypti lífi í hagvöxtinn
og hagyrðinga snjalla.
Mér finnst það ætti að flytja inn
fleiri rugludalla.
Pétur Pétursson orti um
sölu Símans:
Einkavinir Dabba og Dóra
djarfir eru í sóknum
og næla í bita nokkuð stóra
með nýfrjálshyggjukróknum.
Friðrik Steingrímsson
yrkir af sama tilefni:
Símans verður salan glæst
svo er von um hagnað góð.
Ætli verði ekki næst
að einkavæða ríkissjóð.
Af Símanum
pebl@mbl.is
Dalvíkurbyggð | Samþykkt var á aðalfundi
Sparisjóðs Svarfdæla að gefa Dalvíkur-
byggð upphitaðan og flóðlýstan knatt-
spyrnuvöll í tilefni af góðri afkomu sjóðsins
á síðasta ári. Um er að ræða völl í spark-
vallaátaki KSÍ og rís hann á Dalvík og hefj-
ast framkvæmdir nú þegar. Stærð vallarins
er 18x33 m og er áætlað að hann verði tilbú-
inn um miðjan júní næstkomandi.
Samkvæmt samningi við KSÍ mun sam-
bandið leggja til gervigras af bestu gerð á
völlinn og er það þegar komið til Dalvíkur.
Sparisjóður Svarfdæla kostar allt annað við
framkvæmdina og hefur þegar samið um
framkvæmd verksins. Í heild mun kostnað-
ur við verkefnið um 10 milljónir króna.
Hagnaður af rekstri á liðnu ári nam 184
milljónum króna og segir Friðrik Friðriks-
son sparisjóðsstjóri að sjóðurinn hafi ávallt
lagt mikið upp úr að styðja ungu kynslóðina
„og það er vel við hæfi að leggja henni lið
með þessum hætti í tilefni af góðri afkomu.“
Gefur knatt-
spyrnuvöll
í tilefni af
góðri afkomu
Hrunamannahreppur | Ekki verður nein
breyting á tilhögun veiða á vatnasvæði
Hvítár-Ölfusár í sumar eða á næsta ári.
Var það ákveðið á aðal-
fundi veiðifélagsins sem
haldinn var í Hafsteins-
stofu í Þrastarlundi.
Magnús Jóhannsson
hjá Suðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar
flutti erindi um seiðabú-
skap og aflamagn á síð-
astliðnu ári. Netaveiði
er allnokkuð stunduð á
svæðinu. Veiddust alls
3.939 laxar, þar af 2.961
í net. Um 3.600 til 3.700 silungar veiddust,
þar af voru skráðir 810 urriðar á stöng.
Seiðarannsóknir hafa farið fram síðan
1985 og eru þær taldar marktækar enda
veiði í samræmi við þær rannsóknir. Fram
kom að seiðabúskapur ánna er slakur,
einkum þó í efri hluta Sogsins og Stóru-
Laxár. Bleikju- og urriðaseiðum hefur far-
ið fjölgandi á síðustu árum. Ágæt klakveiði
var síðastliðið haust, á félagið um 213 þús-
und seiði og verður hluti þeirra alinn í
göngustærð og sleppt næsta vor.
Guðmundur Þorvaldsson á Bíldsfelli hef-
ur nú tekið við formennsku í félaginu í stað
Gauks Jörundarsonar sem lést á sl. ári.
Engar
breytingar á
tilhögun veiða
Guðmundur
Þorvaldsson
♦♦♦
Stofnfundur Íslensks-
indversks viðskiptaráðs
Miðvikudaginn 4. maí nk. verður stofnfundur Íslensk-
indverska viðskiptaráðsins. Fundurinn verður hjá FÍS á
9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, og hefst kl. 16.
Tilgangurinn með stofnun ráðsins er fyrst og fremst að hafa forgöngu
um og styrkja verslun og viðskipti milli Íslands og Indlands.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, en
eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku
á netfangið gudmunda@fis.is eða í síma 588 8910.
TIL LEIGU
BÍLDSHÖFÐI 14
- verslunarhúsnæði
550 fm húsnæði
til leigu.
Upplýsingar í síma 898 6377.