Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 55
DAGBÓK
Frábær viðbrögð
ÞAÐ ER nú svo oft sem fólk kvartar
en sjaldnar sem fólk lætur heyrast
það sem vel er gert.
Mig langar að koma á framfæri
þakklæti til starfsmanna Bílabúðar
Benna (notaðir bílar). Þannig er mál
með vexti að ég keypti þar bíl um
daginn, 1999 árgerð. Þegar ég var
rétt kominn út af planinu hjá þeim
sprakk dekk hjá mér. Mér fannst
þetta eitthvað skrýtið svo að ég
hringdi í þá og bað þá að senda ein-
hvern til að líta á þetta hjá mér, það
sprakk nefnilega svolítið furðulega
dekkið. Þeir sendu mann sem sá
strax að það hafði brotnað gormur
sem reif dekkið í sundur. Ég var nátt-
úrlega frekar reiður og bað um að
eitthvað yrði gert í þessu.
Það þarf ekki að orðlengja það en
þeir óku mér bara í burtu af staðnum,
buðu mér annan bíl á meðan ég biði
eftir að gert væri við hinn. Svo skiptu
þeir um báða gormana, en ekki bara
þann sem brotnaði, og umfelguðu fyr-
ir mig yfir á sumardekkin.
Góð viðbrögð og greinilega menn
sem er annt um viðskiptavini sína.
Kærar þakkir fyrir mig.
Vignir Daði.
Fordómar
ÉG VAR rosalega ósátt um daginn
þegar ég leit í Fréttablaðið, sem er nú
annars fínt blað. Ekki nóg með það að
daginn áður var viðtal við Gunnar í
Krossinum, nú var honum hrósað
(aftarlega í blaðinu „Hrósið fær …
Gunnar í Krossinum fyrir að hafa
húmor fyrir sjálfum sér“). Ég sé ekk-
ert athugavert við að hrósa fólki fyrir
húmor, en þessi maður hefur lengi
reynt að brjóta niður samkynhneigt
fólk með því að segja því að það sé
öðruvísi. Um tíma vildi hann útskúfa
það úr samfélaginu. Hvað er hann að
hnýsast í annarra manna líf? Getur
hann ekki bara einbeitt sér að sínu
lífi? Ég skil vel að fordómar eru eitt-
hvað sem allir þurfa að kljást við ein-
hvern tímann en þetta finnst mér nú
bara fullmikið. Sjálf á ég samkyn-
hneigða og tvíkynhneigða vini og þeir
eru ekkert öðruvísi en aðrir.
16 ára Reykjavíkurmær.
Týnd gleraugu
NÚ ER það blint! Sl. laugardag töp-
uðust herragleraugu, þau eru með
lespunkti og dökkna í sólarljósi. Finn-
andi vinsamlegast hafi samband í
síma 8221461.
Köttur á villigötum
UNDANFARNA tvo daga hefur lítil
krúttleg kisa mjálmað ámátlega
hérna í garðinum hjá mér. Hún er
hvít, með gulbrúna flekki og skott –
og með gula hálsól. Á hálsólinni er
málmspjald með bókstafnum „S“.
Ef einhver vill kannast við hana, þá
er ég í síma 5511397 og 6981397.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Við viljum gjarnan gera okkur gildandimeðal þjóða í rannsóknum á ýmsumvísindasviðum og vonumst til, að þærgeti síðan skilað sér út í samfélagið, til
dæmis í auknum atvinnutækifærum og einkaleyf-
um,“ sagði Rúnar Bachmann en mennta-
málaráðherra hefur skipað hann formann í stjórn
sérstakrar markáætlunar til fimm ára. Tekur hún
annars vegar til rannsókna og þróunar á erfða-
fræði í þágu heilbrigðis og hins vegar til rann-
sókna á örtækni, svokallaðri nanótækni. Með
Rúnari í stjórninni eru þau dr. Þorgeir Þorgeirs-
son, líffræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og
dr. Fjóla Jónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.
Hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja 200 millj. kr.
til þessa verkefnis á næstu tveimur árum.
„Markmiðið er að efla rannsóknir og stöðu ís-
lenskra vísindamanna í alþjóðlegum vísindarann-
sóknum en hvað örtæknina varðar, þá er þar um
að ræða svið í mikilli mótun. Forsendurnar eru
því dálítið aðrar en í gamalgrónum greinum en
markmiðið er ekki síst að treysta rannsókna-
grundvöll á þessu sviði hér á landi,“ segir Rúnar.
Hvernig nýtist örtæknin?
„Hún hefur margar skírskotanir og þvert á
hefðbundna skiptingu vísindasviða í dag. Teygir
sig inn í læknistækni og efnatækni og að sjálf-
sögðu í rafeindaiðnaðinn svo eitthvað sé nefnt.
Við þessar rannsóknir nýtist ýmis menntun en í
áætluninni er svo líka lagt mikið upp úr vísinda-
rannsóknamenntun og umsóknir, sem hafa hana
að markmiði öðrum þræði, verða vel séðar.
Hvað með tækjabúnað til þessara rannsókna?
„Tækjasjóður Vísinda- og tækniráðs mun
koma að þeim málum og steig raunar stórt skref í
þá átt í þessum mánuði þegar hann úthlutaði 40
millj. kr. til tækjakaupa á sviði örtækninnar,“
sagði Rúnar.
„Á hinu sviðinu, erfðatækni í þágu heilbrigðis,
er gert ráð fyrir nokkrum breiðum verkefnum
góðra vísindamanna hér.“
Hvenær verður verkefnastyrkjum úthlutað?
„Umsóknarfrestur er til 10. júní og stefnt er að
því að úthluta styrkfénu að mestu í haust. Seinni
lotan er frá 2007 til 2009 en óvíst er hvaða fé
verður þá til ráðstöfunar. Gefið hefur verið í
skyn, að það verði veruleg upphæð en það er þó
ekki ákveðið enn.“
Rúnar segir, að markáætlunin nú sé frábrugð-
in þeim fyrri í því, að Vísinda- og tækniráð hafi
óskað eftir tillögum um hana frá vísindasamfélag-
inu.
„Við fengum 35 tillögur og urðu þessi tvö svið
fyrir valinu. Tillögurnar voru margar mjög
áhugaverðar og við vonum, að það eitt að velta
þeim upp, muni leiða til aukinna rannsókna á
þeim sviðum,“ sagði Rúnar Bachmann að lokum.
Vísindi | Markáætlun til fimm ára um eflingu íslenskra vísindarannsókna
Þróun í erfðafræði og örtækni
Rúnar Bachmann er
fæddur árið 1950, raf-
virki að mennt. Síðast-
liðin 19 ár hefur hann
unnið hjá verk-
fræðistofunni Raf-
teikningu í Reykjavík.
Var hann skipaður
stjórnarmaður í Rann-
sóknaráði árið 1993 og
var í ráðinu þar til það
var lagt niður. Á hann
nú sæti í stjórn Vísinda- og tækniráðs. Rúnar
hefur verið stjórnarmaður í Rafiðnaðarsam-
bandi Íslands allt frá árinu 1976 eða í tæp 30
ár. Eiginkona Rúnars er Guðrún Björk Hauks-
dóttir hárgreiðslukona.
80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. apríl, er áttræð Jóhanna Alexand-ersdóttir. Eiginmaður hennar, Eyjólfur Jónsson, verður áttræður 10. júní
nk. Af þessu tilefni er boðið til kaffisamsætis í Seljakirkju í dag frá kl. 15 til 18.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Skagstrendingaball!
Halló halló!
Skagstrendingar
ungir sem aldnir!
Nú endurvekjum við gömlu góðu stemmninguna
með stórdansleik laugardaginn 7. maí kl. 22.00 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Hljómsveit Hilmars Sverrissonar sér um fjörið.
Óvæntar uppákomur að hætti Skagstrendinga.
Mætum öll með góða skapið
Nefndin.
Valdi Hún sími 894 1388 og Reynir Sig. sími 820 6006
STANGAVEIÐI
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs-
björgu, unglingar (innan 16 ára ald-
urs) og ellilífeyrisþegar úr Reykja-
vík og Kópavogi fengið afhent
veiðileyfi án greiðslu.
80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 30. apríl, er áttræð Bjargey
Fjóla Stefánsdóttir, Norðurbrú 5,
Garðabæ.
Íslandsmótið í tvímenningi.
Norður
♠D542
♥K84 A/AV
♦64
♣ÁKD5
Vestur Austur
♠K ♠G109876
♥ÁDG97652 ♥10
♦985 ♦K3
♣8 ♣G432
Suður
♠Á3
♥3
♦ÁDG1072
♣10976
Þegar neikvæða doblið kom fyrst fyrir
alvöru á markaðinn í kringum 1960 þótti
það slík bylting í sagntækni að því var
líkt við Spútnik-tungl Rússa og nefnt
Spútnik-dobl. Sú nafngift hefur glatast í
tímans rás, en neikvæða doblið hefur
haldið stöðu sinni og vel það – nú orðið
spila flestir dobl til úttektar eftir opnun
makkers og innákomu millihandar (sem
sagt, neikvætt) allt upp í innákomu á
fjögur hjörtu. En allt kostar sitt – líka
Spútnik-doblið.
Spilið að ofan er frá úrslitum Íslands-
mótsins. Einhverjir kusu að opna á
veikri spaðasögn í austur, en þar sem
austur sagði pass í byrjun, fóru sagnir
víða í þennan farveg
Vestur Norður Austur Suður
Guðm. V. Guðm. P Stefán Ásmundur
– – Pass 1 tígull
4 hjörtu Dobl * Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Ásmundur Pálsson og Guðm. P.
Arnarson voru með spil NS gegn Guð-
mundi Víði og Stefáni Vilhjálmssyni.
Dobl norðurs er neikvætt og þess vegna
segir Ásmundur fimm tígla. Fjögur
hjörtu fara þrjá niður (800), svo það
hefði gefist vel fyrir NS að spila vörnina,
en það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Guðmundur Víðir spilaði út einspilinu
í laufi gegn fimm tíglum. Ásmundur
drap í borði með ás og svínaði tígul-
drottningu. Spilaði svo hjarta að blind-
um. Guðmundur tók með ás og spilaði
aftur hjarta, kóngur úr borði og Stefán
trompaði með tígulkóng. Ásmundur yf-
irtrompaði og tók trompin af vörninni.
Spilaði svo laufi á kóng og sá leguna.
Stakk hjarta heim og spilaði síðasta
trompinu.
Austur varð að hanga á Gx í laufi, svo
hann gat aðeins verið á tveimur spöðum.
Ásmundur tók á spaðaás og hugðist
senda austur inn á kónginn til að spila
laufi í lokin, en spaðakóngurinn kom
blankur úr vestrinu, svo innkastið
reyndist óþarft.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5.
Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. Bd3 dxc4 8. Bxc4
0–0 9. 0–0 b6 10. Bg5 Bb7 11. Re5 Bxc3
12. bxc3 Rbd7 13. De2 Dc7 14. Rxd7
Rxd7 15. Hac1 Hfe8 16. Bb3 Dc6 17. Dg4
h6 18. Be3 Rf6 19. Dh3 De4 20. Bd1 Dg6
21. c4 Hac8 22. Be2 Bc6 23. Hfe1 Hed8
24. Hed1 Hb8 25. Bf4 Hb7 26. f3 b5 27.
Be5 bxc4 28. Bxc4 Ba4 29. He1 Hb4 30.
a3 Hb7 31. Dh4 Hc8
Staðan kom upp á Sigeman-mótinu
sem lauk fyrir skömmu en það var að
þessu sinni haldið bæði í Málmey og
Kaupmannahöfn. Sune Berg Hansen
(2.553), hvítt, sneri laglega á Emil Her-
mannsson (2.432). 32. Bd3! Dxd3 33.
Hxc8+ Re8 34. Dg4 g5 35. De4 Dd2 36.
De3 Da2 37. d5! Dxd5 38. h4 Bd7 39. Hc5
Db3 40. Hc3 Db6 41. Bd4 Da5 42. Hc5 og
svartur gafst upp. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1.–2. Jan Timman (2.617) og
Krishnan Sasikiran (2.642) 6½ vinning af
9 mögulegum 3. Hikaru Nakamura
(2.657) 6 v. 4. Curt Hansen (2.633) 5½ v. 5.
Jonny Hector (2.513) 5 v. 6.–7. Viorel Ior-
dachescu (2.609) og Davor Palo (2.525) 4
v. 8. Sune Berg Hansen (2.553) 3½ v. 9.
Emil Hermannsson (2.432) 2½ v. 10.
Tiger Hillarp-Persson (2.533) 1½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is