Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 59 MENNING TUTTUGASTA og sjöunda starfs- ári Nýja tónlistarskólans fer senn að ljúka með röð nemendatónleika. Af fyrirhuguðum tónleikum má nefna burtfararprófstónleika Lauf- eyjar Helgu Geirsdóttur sóprans í Fella- og Hólakirkju, í dag, 30. apríl, kl. 13, 8. stigs tónleika Sólveigar Elínar Þórhallsdóttur mezzósópr- ans 7. maí í Seltjarnarneskirkju kl. 17, 7. stigs tónleika Þorbjargar Ingu Þorsteinsdóttur píanóleikara á sal skólans sunnudaginn 8. maí kl. 14, 7. stigs tónleika Nathalíu D. Halldórs- dóttur mezzósóprans í Seltjarnar- neskirkju 12. maí kl. 20, einsöngv- araprófstónleika Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur í Laugarneskirkju laugardaginn 28. maí kl. 14 og sama dag kl. 18 8. stigs tónleika Huga Jónssonar baritóns í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar, 8. stigs tónleika Ólafs Kolbeins Guðmundssonar píanóleikara í Hásölum í Hafnarfirði 4. júní og að lokum 7. stigs tónleika Ýmis Vigfússonar píanóleikara 30. júní. Nýi tónlistarskólinn var stofn- aður árið 1978 af Ragnari Björns- syni, sem jafnframt var fyrsti skóla- stjóri skólans og gegndi hann því starfi þar til hann lést árið 1998. Núverandi skólastjóri er Sig- urður Sævarsson. Skólinn hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og starfa nú 34 kennarar við skólann en nemendur eru um 200. Kennt er á öllum stigum tónlistarnáms frá forskóla- til háskólanáms. Í skólanum er kennt á píanó, þverflautu, gítar, harmóniku, fiðlu og selló, auk þess er starfandi Suzuki-fiðludeild við skólann og öfl- ug söngdeild þar sem m.a. er boðið upp á óperuuppfærslur, kórtónleika, óratoríunámskeið, tungumála- námskeið og leiklistarnámskeið. Forskóli er starfræktur fyrir yngsta tónlistarfólkið og er hann mjög góð- ur grunnur fyrir áframhaldandi tón- listarnám. Ýmislegt fleira er sér til gamans gert í skólanum og má þar nefna heimsóknir í aðra tónlistar- skóla og stofnanir líkt og Barnaspít- ala Hringsins, ýmiss konar nám- skeið og þematónleika svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru almennir tónleikar haldnir í skólanum í hverj- um mánuði þar sem nemendur af öllum stigum koma fram. Innritun fyrir næsta skólaár er hafin og lýkur henni 30. apríl. Nán- ari upplýsingar er að finna á nyi- tonlistarskolinn.is. Tónleikaröð Nýja tónlistarskólans Einleikarar og einsöngvarar Nýja tónlistarskólans. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.