Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 59
MENNING
TUTTUGASTA og sjöunda starfs-
ári Nýja tónlistarskólans fer senn
að ljúka með röð nemendatónleika.
Af fyrirhuguðum tónleikum má
nefna burtfararprófstónleika Lauf-
eyjar Helgu Geirsdóttur sóprans í
Fella- og Hólakirkju, í dag, 30. apríl,
kl. 13, 8. stigs tónleika Sólveigar
Elínar Þórhallsdóttur mezzósópr-
ans 7. maí í Seltjarnarneskirkju kl.
17, 7. stigs tónleika Þorbjargar Ingu
Þorsteinsdóttur píanóleikara á sal
skólans sunnudaginn 8. maí kl. 14, 7.
stigs tónleika Nathalíu D. Halldórs-
dóttur mezzósóprans í Seltjarnar-
neskirkju 12. maí kl. 20, einsöngv-
araprófstónleika Jónu Fanneyjar
Svavarsdóttur í Laugarneskirkju
laugardaginn 28. maí kl. 14 og sama
dag kl. 18 8. stigs tónleika Huga
Jónssonar baritóns í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar, 8. stigs tónleika
Ólafs Kolbeins Guðmundssonar
píanóleikara í Hásölum í Hafnarfirði
4. júní og að lokum 7. stigs tónleika
Ýmis Vigfússonar píanóleikara 30.
júní.
Nýi tónlistarskólinn var stofn-
aður árið 1978 af Ragnari Björns-
syni, sem jafnframt var fyrsti skóla-
stjóri skólans og gegndi hann því
starfi þar til hann lést árið 1998.
Núverandi skólastjóri er Sig-
urður Sævarsson. Skólinn hefur
vaxið og dafnað jafnt og þétt og
starfa nú 34 kennarar við skólann
en nemendur eru um 200. Kennt er
á öllum stigum tónlistarnáms frá
forskóla- til háskólanáms.
Í skólanum er kennt á píanó,
þverflautu, gítar, harmóniku, fiðlu
og selló, auk þess er starfandi
Suzuki-fiðludeild við skólann og öfl-
ug söngdeild þar sem m.a. er boðið
upp á óperuuppfærslur, kórtónleika,
óratoríunámskeið, tungumála-
námskeið og leiklistarnámskeið.
Forskóli er starfræktur fyrir yngsta
tónlistarfólkið og er hann mjög góð-
ur grunnur fyrir áframhaldandi tón-
listarnám. Ýmislegt fleira er sér til
gamans gert í skólanum og má þar
nefna heimsóknir í aðra tónlistar-
skóla og stofnanir líkt og Barnaspít-
ala Hringsins, ýmiss konar nám-
skeið og þematónleika svo eitthvað
sé nefnt. Auk þess eru almennir
tónleikar haldnir í skólanum í hverj-
um mánuði þar sem nemendur af
öllum stigum koma fram.
Innritun fyrir næsta skólaár er
hafin og lýkur henni 30. apríl. Nán-
ari upplýsingar er að finna á nyi-
tonlistarskolinn.is.
Tónleikaröð Nýja
tónlistarskólans
Einleikarar og einsöngvarar Nýja tónlistarskólans.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122