Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSFUNDUR LANDSPÍTALANS S etjið ykkur í spor sjúk- lingsins þegar þið hannið nýja spítalann ykkar. Sjúklings, sem er veikur, er að ganga í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu og þarfnast þess meira en nokkru sinni að hafa ættingja sína hjá sér og finnast hann vera í öruggu og læknandi um- hverfi,“ sagði Susan Frampton, for- seti Planetree-samtakanna í Banda- ríkjunum, sem hélt erindi, í máli og myndum, á ársfundi Landspítala – háskólasjúkrahúss í gær. Planetree- samtökin starfa með sjúkrahúsum um allan heim að því að bæta að- stöðu sjúklinga og starfsfólks inni á sjúkrahúsum, en sjúklingurinn í miðdepli er sú hugsjón sem sam- tökin vinna út frá. Enda er það álit samtakanna, sem sannað hefur verið með víðtækum rannsóknum, að um- hverfi húsa og hönnun þeirra skipti verulegu máli. Frampton sagði að þegar leitað hafi verið til sjúklinga varðandi hönnun og útlit sjúkrahúsa hafi komið í ljós að þeir lögðu áherslur á aðra hluti en arki- tektar og aðrir sem fyrst og fremst komu að slíkri hönnun áð- ur. „Við þurfum að hlusta á þá sem við höfum tekið of lítið tillit til til þessa, það er að segja sjúk- linganna,“ sagði Frampton. „Sjúklingarnir eru ekki líkt og heilbrigðisstarfsmenn daglega í sjúkrahúsumhverfi og því vanir því. Það sem heilbrigðisstarfsfólki þykir eðlilegt að umgangast, eins og ýmis flókin tæki, snúrur og aðrar lagnir, geta litið út eins og pyntingartól fyr- ir sjúklinginn,“ sagði Frampton. Því væri mikilvægt við hönnun sjúkra- húsa að slíkt væri sem mest falið, t.d. í skápum á veggjum. Þegar farið var að hlusta meira á sjúklingana kom í ljós að þeir vildu hafa umhverfið á sjúkrahúsinu heimilislegt og að mikilvægt væri að sjúkrahúsið tæki vel á móti þeim. Er þar t.d. átt við að anddyrið sé nota- legt og veiti öryggiskennd. Lýsing hefur áhrif á batahorfur Frampton lagði áherslu á nauð- syn góðrar lýsingar á sjúkrahúsum. Náttúrulega birtu ætti að nota sem allra mest við lýsingu enda væri sýnt að birta hefði veruleg áhrif á líðan bæði starfsfólks og sjúklinga- .„Hversu margir hérna inni eru með flúorljós í loftinu heima hjá sér?“ spurði Frampton á fundinum. „Eng- inn væntanlega,“ svaraði hún sjálfri sér og benti á að þetta skipti m.a. máli þar sem sjúklingar eyða mest- um tíma á sjúkrahúsinu liggjandi og horfandi upp í loftið. Frampton sagði einnig að víða væri farið að huga að litum á veggjum og lofti og myndum sem hefðu róandi áhrif á sjúklingana. Tónlist hefði einnig góð áhrif og það bæri að nýta, sjúklingn- um til góða. Þá nefndi hún að teppi væri hægt að leggja á sjúkraganga í stað gólfdúka. Það drægi verulega úr hávaða. Frampton sagði að hönnun sjúkrahúsa ætti að miða að því að ættingjar sjúklinga gætu verið sem mest hjá þeim. Eldhús, tvíbreið rúm á sjúkrastofum og góðar setustofur væru þegar orðnar að veruleika víða. Sex manna stofur sjaldséðar „Ég sá á skoðunarferð minni um spítalann ykkar að þið eruð með nokkur einbýli, einnig tvíbýli og svo líka stofur fyrir sex sjúklinga,“ sagði Frampton. „Það sést orðið sjaldan,“ bætti hún við. Sagði hún ástæðuna m.a. þá að sífellt væri gerð meiri krafa á trúnað við sjúklinga, sem ómögulegt væri að framfylgja bak við eitt léreftstjald. Ræddi hún um kosti einbýla fyrir sjúklinga, þar sem hagur sjúklings- ins væri hafður að leiðarljósi, t.d. með því að gera ættingjum kleift að dvelja hjá sjúklingnum. Frampton sagði að nýjar hug- myndir gengju út á að hjúkr- unarstöðvar, eða vaktherbergi, þar sem starfsmenn á ákveðnum sjúkra- göngum héldi fyrir, væru brotnar upp. Vinnustöðvar starfsfólksins væru minni og færðar nær sjúkling- unum. Í ljós hefur komið að hennar sögn, að ef sjúklingur sér hjúkr- unarfræðinginn sitja við vinnu sína skammt frá sér, minnkaði álag á starfsfólki verulega hvað varðar beiðni um aðstoð frá sjúklingum. Frampton sagði að með því að skapa út frá þessum þáttum það sem hún kallaði læknandi umhverfi, hefði árangur orðið margvíslegur. „Eitt atriðið er ánægja sjúklinga og starfsfólks,“ sagði Frampton. Annað væri minni hætta á meðferð- armistökum, t.d. lyfjagjöfum, sér- staklega þegar sjúklingar fengju góðar upplýsingar um sjúkdóm sinn og þá meðferð sem þeir ættu fyrir höndum á sjúkrahúsinu. „Þá hafa mörg sjúkrahús sem við höfum unn- ið með komist að því að það kostar ekki meira að byggja og reka spítala í þessum anda en hefðbundin sjúkrahús,“ sagði Frampton. Susan Frampton segir sjúklinga vilja heimilislegt umhverfi á sjúkrahúsum „Er einhver með flúorljós í loftinu heima hjá sér?“ Máli skiptir að að- standendur sjúkra geti dvalið hjá þeim á sjúkrahúsinu og þarf að taka tillit til þess í hönnun spítala. Sunna Ósk Logadóttir sat ársfund LSH þar sem framtíðarspítalinn var til umræðu. sunna@mbl.is Sama starfsstöð hjúkrunarfræðinga – fyrir og eftir breytingu. Á myndinni til hægri er umhverfið orðið mun heimilislegra enda innréttingar í þeim anda sem fólk á að venjast inni á heimilum og lýsingin sömuleiðis. Breytingar sem þessar geta haft mikil áhrif á líðan bæði starfsfólks og sjúklinga. Susan Frampton MAGNÚS Karl Magnússon, sér- fræðingur í blóðmeinafræði, hlaut vísindaverðlaunin 2005 sem af- hent voru á ársfundi Landspít- alans í gær. Verðlaunin nema 2,5 milljónum króna og voru veitt úr verðlaunasjóði í læknisfræði sem stofnaður var af læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni fyrir um 20 árum. Fyrsta styrk úr sjóðnum hlaut Ingileif Jónsdóttir, líffræðingur og ónæmisfræð- ingur, á síðasta ári. Magnús Karl hefur verið sér- fræðingur í blóðmeinafræði á blóðmeinafræðideild og erfða- og sameindalæknisfræðideild við Landspítalann frá árinu 2002, eða þegar hann kom heim að loknu sérnámi og vísindastörfum í blóð- meinafræði við National Institute of Health (NIH) í Maryland í Bandaríkjunum. Magnús Karl út- skrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1991 og þrátt fyrir ungan aldur hefur mikið verið vitnað í hans rannsóknir í erlend- um tímaritum. Eru skráðar um 400 tilvitnanir. Við afhendingu verðlaunanna í gær kom fram að rannsóknir Magnúsar Karls í Bandaríkjunum hefðu verið vel heppnaðar. Ein- angraði hann sjúkdómsgen í hvít- blæði og sýndi fram á lykilhlut- verk þessa gens með því að flytja það inn í músamódel og framkalla þannig sjúkdóminn. Sýndi Magn- ús fram á notkunarmöguleika sérhæfðs lyfs gegn þessu sjúk- dómsgeni og notaði það síðan í meðferð á sjúklingi með góðum árangri. Magnús Karl segir í samtali við Morgunblaðið það vera mikinn heiður fyrir sig að taka við verð- laununum. Hann taki við þeim fyrir hönd þeirra á spítalanum sem stunda rannsóknastörf. Mik- ilvægt sé að einblína á þau störf á tímum niðurskurðar í heilbrigð- iskerfinu. Segir Magnús Karl starfsbræður sína binda miklar vonir við byggingu nýs hátækni- sjúkrahúss og í tengslum við það verði vonandi reist öflugt lífvís- indasetur í samstarfi við Háskóla Íslands. Magnús Karl þakkar þeim Árna og Þórði fyrir að hafa komið verðlaunasjóðnum á laggirnar á sínum tíma. Þeir hafi sýnt þar mikla framsýni. „Það er frábært tækifæri að fá að gera hluti sem annars hefði ekki verið unnt, bæði með því að komast í kynni við starfsbræður erlendis og kynna sér nýjar rannsóknir og að- stæður,“ segir Magnús Karl sem ætlar að nota verðlaunin fyrst og fremst til vísindastarfa, flytja inn í landið nýja þekkingu, tækni og aðferðafræði í krabbameinsrann- sóknum, en starf hans í dag snýst aðallega um grunnskilning á eðli krabbameina. Magnús Karl hefur verið virkur í að afla styrkja og stofna tengsl- anet vísindamanna. Hann stýrir nú stórri rannsókn sem snýr að þróun á svonefndum genaör- flögum til sjúkdómsgreininga. Rannsóknin er unnin í samvinnu við líftæknifyrirtæki og banda- rískan háskóla með styrk frá tækniþróunarsjóði upp á 30 millj- ónir króna. Markmiðið er að bæta sjúkdómsgreiningu og fá mark- vissari meðferð fyrir krabba- meinssjúklinga. Þá er Magnús þátttakandi í samevrópskum hópi sem vinnur að þróun á genaörflögutækni til sjúkdómsgreiningar og tekur einnig þátt í norrænum ráð- gjafahópi vísindamanna á sviði rannsókna á krabbameinsgenum af flokki svonefndra týrósín kínasa. Magnús Karl Magnússon fékk vísindaverðlaun verðlaunasjóðs í læknisfræði Mikill heiður og gefur frá- bær tækifæri Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Magnús Karl Magnússon (t.v.) tekur við hamingjuóskum með verðlaun- in frá Jóhannesi M. Gunnarssyni, settum forstjóra Landspítalans. Morgunblaðið/Þorkell ENGINN gerði ráð fyrir að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík tækist átaka- laust, sagði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra á ársfundi Landspítalans í gær en á fundinum var sérstaklega litið til þess að fimm ár eru nú liðin frá sam- einingu sjúkrahúsanna. Í erindi sínu sagði ráðherrann að þjóðin bæri mikið traust til heilbrigð- isþjónustunnar í landinu og mikilvægt væri að svo yrði áfram. Kom hann í kjöl- farið inn á gagnrýni á yfirstjórn spít- alans sem áberandi hefur verið í fjöl- miðlum í vetur. „Ég vona og þykist sjá þess merki að menn vilji setja niður deilur sínar og ég bið um að það verði gert. Og ég bið jafnframt um að menn finni sér vettvang til að leysa ágrein- ingsmál sín. Þar verður hver maður að sýna sanngirni.“ Benti hann á að nú væri nauðsynlegt að endurnýja húsakost spítalans, bæði vegna sjúklinganna og starfsmannanna og til að bæta reksturinn. Sagði hann stóran áfanga hafa orðið á fimmtudag, er samkeppnishópum hafi verið afhent gögn til skipulagningar svæðisins. „Það sem næst kemur í minn hlut sem heilbrigðisráðherra er að berjast fyrir því á hinum pólitíska vettvangi að sam- fella verði í uppbyggingarferlinu. Þar mun ég gera mitt til að tryggja að fram- vindan verði í samræmi við þær áætlanir sem menn hafa stillt upp.“ Jón tók fram að þó að hann notaði orðalagið að „berj- ast fyrir málinu“ teldi hann ekki að ágreiningur væri um verkið. Biður menn um að setja niður deilur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.