Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 45
Vesturholtum II í Þykkvabæ hjá
þeim Ármanni Ólafssyni og Bjarn-
veigu Jónsdóttur. Í gamla bænum
að Vesturholtum I bjuggu Ólafur
og Anna foreldrar Ármanns og
dóttir þeirra Svanhildur.
Í gamla bænum átti ég margar
góðar stundir og finnst mér þegar
ég hugsa til baka aðdáunarverður
óþrjótandi áhugi þeirra á að sitja og
spjalla við Reykjavíkurpeyjann sem
gat talað út í eitt um allt og ekkert.
Í sveitinni kenndi Svana mér réttu
handtökin við flokkun á kartöflum
og ef henni fannst ég ekki taka rétt
á þungum kartöflupokunum fékk
maður að finna fyrir öxlinni á henni
þegar hún ýtti mér frá og tók á
vandamálinu eins og manneskja.
Minnisstæður er sá dagur þegar
girða átti við Vesturholt en fjar-
lægja þurfti eldri girðingarstaura.
Eitthvað fór það í taugarnar á
Svönu hvernig ég bar mig að verk-
inu og vissi ég ekki fyrr en Svana
var komin, reif upp gömlu fúnu
staurana, nánast með einu handtaki
en allt var það nú vel meint.
Nánast árlega síðan ég var í
sveitinni í Vesturholtum II hef ég
heimsótt Ármann og fjölskyldu og
hefur það verið fastur liður hjá mér
líta inn í gamla bæinn til skrafs og
ráðagerða.
Þá kosti hafði Svana að hlusta
með athygli á allt sem maður hafði
að segja og hafði þau áhrif að
manni leið vel í návist hennar. Hall-
aði hún sér iðulega fram á borðið í
eldhúsinu og beið frétta eins og
henni var lagið.
Á ég hugljúfar og góðar minn-
ingar um Svönu, blessuð sé minn-
ing hennar.
Vil ég að lokum votta ættingjum
og vinum innlega samúð mína.
Þórólfur Jóhannesson.
Við bræðurnir kveðjum í dag föð-
ursystur okkar, Svanhildi Ólafs-
dóttur. Svana, eins og hún var jafn-
an kölluð, bjó alla tíð heima í
Vesturholtum og hafði því töluvert
af okkur bræðrunum að segja. Það
er skrýtið til þess að hugsa að eng-
inn búi nú lengur í gamla húsinu í
Vesturholtum. Á tæpum sjö árum
hafa þau kvatt okkur; afi, amma og
Svana.
Svana tók sinn þátt í uppeldi okk-
ar bræðranna og stundum meira en
við kærðum okkur um í þá daga.
Hún lagði okkur ósjaldan lífsregl-
urnar en oft með litlum árangri.
Vildi hún að við töluðum rétta ís-
lensku, færum ekki í molakarið og
aldrei upp á háaloft. Vegna þessa
kastaðist stundum í kekki. Stundir
okkar með Svönu voru ekki síst við
þau störf sem til falla á stóru
sveitaheimili. Þar munaði heldur en
ekki um Svönu. Hún var verklagin,
dugleg og snyrtileg við það sem
hún tók sér fyrir hendur. Naut hún
sín sérstaklega vel við sauðburðinn
á vorin. Af einlægri umhyggjusemi
við litlu lömbin gekk hún t.d. með-
fram hverjum skurðinum á fætur
öðrum til að ganga úr skugga um
að ekkert lambið hefði þar fallið of-
an í.
Svana var sérstök manneskja í
mörgum skilningi þess orðs. Ef við
gerðum Svönu greiða þá gaf hún
okkur alltaf eitthvað í staðinn. Oft
fengum við þó hart tyggjó en það
skipti ekki máli því það var hug-
urinn sem gilti. Svana átti iðulega
miklar tyggjóbirgðir en um dagana
sankaði hún að sér ýmsu dóti. Oft
án tillits til notagildis.
Svana var stálminnug og lét sér
mjög annt um frændgarð sinn.
Kvöldin fyrir afmælin okkar var t.d.
algjör óþarfi að stilla vekjara-
klukku. Það mátti treysta því að
Svana hringdi með heillaóskir
snemma morguns. Skipti þá engu
hvort við værum staddir erlendis
eða hún á sjúkrahúsi.
Við kveðjum þig nú, Svana, og
þökkum þér innilega fyrir þau ár
sem við áttum saman. Þú varst góð-
ur nágranni, umhyggjusöm frænka
og munt alltaf skipa sérstakan sess
í hugum okkar. Nú siturðu eflaust
inni í eldhúsi himnaríkis að spjalla
við ömmu. Afi situr í stólnum sínum
og hlustar á milli þess sem hann
dottar. Hjá þeim naustu þín best.
Bræðurnir í Vesturholtum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 45
MINNINGAR
✝ Eysteinn Geirs-son fæddist á
Sleðbrjót í Jökulsár-
hlíð 10. maí 1954.
Hann lést á heimili
sínu hinn 23. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Geir
Stefánsson frá Sleð-
brjót, f. 19.7. 1915, d.
11.7. 2005, og Elsa
Ágúst Björgvinsdótt-
ir frá Ketilsstöðum í
Jökulsárhlíð, f.
1.8.1920, d. 30.8.
1977. Systkini Ey-
steins eru Stefán, f.
4.2. 1944, Björgvin Vigfús, f. 18.3.
1945, og Björg, f. 3.7. 1950.
Eysteinn var kvæntur Guðfinnu
B. Hjarðar frá
Hjarðargrund á Jök-
uldal, f. 20.12. 1957.
Þau áttu tvær dætur,
Elsu Ágústu, f. 31.3.
1980, og Antoníu
Benediktu. f. 11.1.
1990.
Eysteinn bjó
ásamt fjölskyldu
sinni á Sleðbrjót og
stundaði þar búskap.
Jafnframt starfaði
hann sem vörubíl-
stjóri.
Útför Eysteins fer
fram frá Egilsstaða-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14. Jarðsett verður í
Sleðbrjótskirkjugarði.
Nei, nú er ég ekki hress, Ey-
steinn minn. Þú varst vanur að
spyrja mig að því með glettni í aug-
unum í hvert sinn sem við hittumst.
Ég á erfitt með að sætta mig við að
þú sért farinn fyrir fullt og allt.
Aldrei aftur á ég eftir að taka í þína
sterku hönd, heyra innilegan hlátur
þinn eða spjalla við þig um heima
og geima yfir kaffi á Sleðbrjót. Þú
varst minn uppáhaldsfrændi, vinur
og félagi. Ég ætla ekki að fara að
lýsa þér hér í smáatriðum en þú
varst ofurmenni að burðum, hand-
laginn og duglegur en fyrst og
fremst drengur góður, greiðvikinn
og sannur vinur sem talaði ekki illa
um aðra. Þú varst góður húmoristi
og alltaf léttur í skapi. Þó að lífsins
vindar hafi ekki alltaf blásið þér
byr í seglin síðustu ár barstu ekki
mál þín eða tilfinningar á torg. Ég
veit að þér leið ekki alltaf vel þó að
það sæi það enginn og ég skamm-
ast mín fyrir að hafa ekki getað
hjálpað þér, kæri vinur, það hefðir
þú gert í minni stöðu. Nú tekur þú
þín Grettistök annars staðar og
ferð kannski í krók eða sjómann við
Svarta-Hall, í mínum huga er eng-
inn vafi á því hver myndi hafa bet-
ur.
Elsku Elsa og Benný, þið voruð
augasteinarnir hans pabba ykkar
og hann var afskaplega stoltur af
ykkur enda mátti hann vera það.
Ykkar missir og mömmu ykkar er
stór og votta ég ykkur mína dýpstu
samúð. Því miður kemst ég ekki til
jarðarfararinnar en hugur minn er
á Sleðbrjót í dag eins og svo oft áð-
ur.
Um leið og ég vil þakka frænda
mínum fyrir alla gæskuna í minn
garð og minnar fjölskyldu, kveð ég
hann með sömu orðum og hann
kvaddi mig í síðasta sinn: ,,Bless-
aður, vinur. Farðu svo bara gæti-
lega, gæskur.“
Garðar Smári Björgvinsson.
Skjótt skipast veður í lofti í Hlíð-
inni enn sem fyrr. Eysteinn, minn
gamli félagi, burt kallaður líkt og
þegar stormsveipur hrífur með sér
laufblað af grein.
Ef til vill var þetta brottkall
nokkuð í hans stíl og þannig var
hans háttur í lifanda lífi.
Hann vildi að hlutirnir gerðust
snöggt og vann af krafti og snerpu
að sínum hugðarefnum strax í
æsku, þegar ég kynntist honum
fyrst.
Ég trúi að mín fyrsta ferð í af-
mælisveislu hafi verið í afmæli til
Eysteins á Sleðbrjót þann 10. maí.
Ekki man ég lengur hvað afmæl-
isbarnið var þá gamalt en trúlega
að nálgast fyrsta tug ævi sinnar.
Fyrir tæpu ári þáði ég svo aftur
boð Eysteins og mætti í fimmtugs-
afmæli hans, sem jafnframt var
fermingarveisla yngri dóttur hans.
Þá rifjaðist upp þegar við litlir
strákpjakkar vorum að fara heim í
helgarfrí úr skóla á Hallgeirsstöð-
um síðla hausts. Þangað hafði kom-
ið stór og mikill fullorðinn hrútur
sem Geir, faðir Eysteins, átti og
vildi Eysteinn ólmur taka hann
með sér heim. Mér leist ekkert allt
of vel á að reka þetta flikki á undan
okkur á milli bæjanna en Eysteinn
lét hrútinn fljótt skilja hver réði
för. Með hann kom strákur í Sleð-
brjót þegar komið var fram í rökk-
ur. Kappið var oft mikið og ekki
skorti aflið þegar taka þurfti til
hendinni.
Mörg fleiri minningabrot koma
upp í hugann nú er leiðir skilja.
Flest frá æsku og unglingsárum
þegar við áttum saman margar
stundir við leik og störf. Allt rifjast
þetta upp og vermir um stund.
Eysteinn hélt tryggð sinni við
heimahagana þó stundum blési þar
af norðan og stormur væri í fang.
Hann var hvergi banginn við þau
átök og undi sér þar best.
Hratt og snöggt voru hans ein-
kunnarorð og þannig lauk hans lífs-
hlaupi. Mér finnst að þessi fimmtíu
ár sem hann átti hér með okkur
hafi þotið hjá og erfitt til þess að
hugsa að þau verði ekki fleiri. Fyr-
ir þau og viðkynningu alla vil ég
hér þakka.
Ég votta Guðfinnu, dætrum
þeirra og fjölskyldu Eysteins heit-
ins mína dýpstu samúð.
Stefán Bragason.
EYSTEINN
GEIRSSON
Vinur minn, Auðunn
Sveinbjörnsson, er lát-
inn. Fáum dögum áður
en hann lést naut ég
þess að hann leit inn
til mín. Hann vann
mig í nokkrum skákum, síðan
ræddum við áhugamál okkar og
rifjuðum upp sameiginlegar gleði-
AUÐUNN KL.
SVEINBJÖRNSSON
✝ Auðunn KlemenzSveinbjörnsson
fæddist í Reykjavík
12. apríl 1941. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu sunnu-
daginn 17. apríl síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Bessa-
staðakirkju 26. apríl.
stundir frá liðnum ár-
um. Allar stundir með
honum voru gleði-
stundir því vinátta
hans var traust og gef-
andi. Sérstaklega eru
mér minnisstæð haust-
og miðsvetrarboð hjá
Auðuni og Ingibjörgu
á heimili þeirra. Það
voru stundir sem lýstu
upp skammdegið.
Það er skammt milli
gleði og trega.
Ég þakka gleði-
stundirnar en votta
ekkju Auðuns, börn-
um, öðrum ættingjum og vinum
innilega samúð.
Einar Gíslason.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við útför besta
vinar míns og eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS EIRÍKSSONAR
frá Þrasastöðum
í Fljótum.
Sérstakar þakkir til starfsfólk líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun.
Inger Marie Arnholtz
Elín Jóhannesdóttir Arnholtz,
Gísli Sigurjón Jónsson,
Axel Jónsson, Inga Dóra Hrólfsdóttir,
Hilmar Jónsson, María Helga Hróarsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
SNORRI PÉTURSSON,
til heimilis í Hátúni 10b,
lést miðvikudaginn 13. apríl.
Útförin fór fram í kyrrþey, föstudaginn 22. apríl,
að ósk hins látna.
Snorri var jarðsunginn frá Krirkjubæ í Hróars-
tungu og jarðsettur í heimagrafreit að Litla
Bakka í sömu sveit.
Aðalbjörg Pétursdóttir,
Margrét Pétursdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON,
Víkurbraut 30,
Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánu-
daginn 2. maí klukkan 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta hjúkrunardeild Skjólgarðs
njóta þess.
Aðalheiður Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn, afa- og langafabörn.
Eiginmaður minn,
EYJÓLFUR BJARNASON
frá Kyljuholti,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju þriðju-
daginn 3. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðrún Kristjánsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN B. KRISTINSSON
húsasmíðameistari,
Nónvörðu 2,
Keflavík,
lést á dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
fimmtudaginn 28. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Halldóra Kristín Björnsdóttir,
Loftur Hlöðver Jónsson,
Kristján Már Jónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir, Kristmundur Árnason,
Ásta Margrét Jónsdóttir, Sigurður H. Jónsson,
Dóra Brynja Jónsdóttir, Hermann Waldorff,
barnabörn og barnabarnabörn.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista