Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is *Innfalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 6 nætur og íslensk fararstjórn. Verðið er er netverð. Bóka þarf og greiða staðfestingargjald, eða fullgreiða ferð á netinu. Ef bókað er er á símleiðis eða á skrifstofu, greiðist bókunar- og þjónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð m. 2 svefnh. á Club Albufeira í 6 nætur, 31. maí. í júní og júlí Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð á: 38.190kr.* Verðdæmi: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 82 44 0 4/ 20 05 Sérlega fjölskylduvænn gististaður, með notalegu andrúmslofti, sem stendur í fallegu gili, beint upp af miðbæ Albufeira. Tveir stórir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og nuddpotti, umgirtir lágreistum smáhýsum. Club Albufeira SÓL 8.000kr. afsláttur á mann BENJAMÍN var ekkert að æsa sig yfir því þótt ókunnugur blaðamaður hafi komið í heimsókn og truflað hann og móður hans frá Stubbunum, eða Teletubbies, þar sem hann er í einangrun á Barnadeild Hringsins. Hann er búinn að vera nokkuð slapp- ur og með hita vegna lyfjameðferðar sem veikt hefur ónæmiskerfi hans. Lyfjameðferðinni er ætlað að drepa krabbameinsfrumurnar en sá böggull fylgir skammrifi að með- ferðin drepur einnig heilbrigðu frum- urnar þannig að það slær út ónæm- iskerfið. Líkaminn á því mun erfiðar með að verjast sýkingum og tekur það sinn toll á svona litlum kroppi. Benjamín tók lífinu því með ró og gæddi sér á súkkulaðimola sem einn hjúkrunarfræðingurinn hafði fært honum. Fékk merg frá stóra bróður Benjamín fæddist 28. júlí árið 2003 en greindist með bráðahvítblæði í eit- ilfrumum aðeins níu vikna gamall og hefur hann verið inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins meira og minna síðan. Hann byrjaði í lyfja- meðferð í október sama ár og fór út til Svíþjóðar í mergskipti í febrúar í fyrra, en merginn fékk hann hjá stóra bróður sínum, Nikulási Inga Björnssyni, sem nú er sex ára. „Hann er alveg ótrúlega seigur,“ segir Eygló, stolt af syni sínum, og bætir því við að það hafi verið mikið afrek fyrir hann að komast í gegnum merg- skiptin. Einnig segir hún Nikulás hafa verið ótrúlega hugrakkan og staðið sig ekki síður vel sem merg- gjafi. Eftir fjögurra mánaða dvöl í Sví- þjóð leit allt vel út og fengu Benjamín og móðir hans að halda aftur heim til Íslands. Eygló segir að í október sl. hafi nýi mergurinn tekið vel við sér og var Benjamín tekinn af ónæm- isbælandi lyfjum. Var það í fyrsta sinn frá því hann var tveggja mánaða gamall sem hann fékk að lifa sem nokkuð eðlilegt barn. Reiðarslagið kom svo nú rétt fyrir páska í ár þegar Benjamín fór út til Svíþjóðar í árs- skoðun en þá kom í ljós að hvítblæðið væri enn til staðar og lyfjameðferð hófst á nýjan leik. Hann hefur nú verið á spítalanum í um fimm vikur og hefur móðir hans hreiðrað um sig þar með honum. Stefnt er að því að fara aftur til Sví- þjóðar eftir hvítasunnu til þess að fara aftur í mergskipti. „Við ætlum að reyna það. Það er í rauninni það eina sem í boði er,“ segir Eygló og bætir því við að hún hafi verið að velta því fyrir sér að Benjamín væri örugglega einn af fáum ein- staklingum sem færu í mergskipti í annað sinn. Áður fyrr hafi menn ein- ungis farið einu sinni í slík skipti en nú hafi tækninni fleygt fram og mögulegt að fara oftar í mergskipti. Eygló segir það hafa verið mikið áfall að heyra það að níu vikna gam- alt barn hennar hefði greinst með hvítblæði. „Ég hélt eins og flestir aðrir foreldrar að ég myndi deyja ef eitthvað svona kæmi fyrir. En svo deyr maður bara ekkert,“ segir Eygló og bætir því við að fyrstu dag- ana eftir fréttina hafi hún og eig- inmaður hennar, Björn Harðarson, verið í miklu uppnámi. Hún segir þó ljóst að taka verði á þessu eins og öðru þrátt fyrir að um gríðarlegt áfall sé að ræða. Jafnframt segir hún það vera afar sjaldgæft að börn undir eins árs greinist með sjúkdóminn. Hvað Benjamín varðar segir hún hann vera með gallaða litninga en að- spurð segir hún sjúkdóminn ekki tengjast fjölskylduarfgengi. Samhent fjölskylda Hún segir fjölskylduna vera sam- henta og er afar stolt af börnunum sínum þremur, sem hún segir vera algjörar hetjur, þeim Benjamín, Nikulási og Hrafnhildi Teklu, sem er að verða fjögurra ára. Þau séu dugleg að styðja bróður sinn og bendir Eygló á þá merkilegu staðreynd að bæði systkini hans henti sem merg- gjafar. Slíkt sé afar fáheyrt. Hún seg- ir börnin dugleg við að spyrja um sjúkdóminn og hafa hún og eig- inmaður hennar rætt opinskátt við börnin um hvaða afleiðingar sjúk- dómurinn geti haft í för með sér. Á meðan Eygló býr með Benjamín á spítalanum og er frá vinnu sér Björn eiginmaður hennar um hin börnin tvö heima ásamt því að vera fyrirvinnan. Hún neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þetta með þess- um hætti. Það hafi hins vegar verið sameiginleg niðurstaða þeirra að best væri að hafa hlutina svona. Foreldrar Benjamíns halda úti meðferðardagbók þar sem Benjamín segir frá hvernig honum gangi frá degi til dags. Benjamín hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmargar tölvupóstsendingar gengið á milli manna þar sem vísað er á síðuna www.medferd.com/Benjamin og fólk hvatt til þess að sýna Benjamín og fjölskyldu hans stuðning. Aðspurð segist Eygló ekki vita hvernig það hafi farið af stað en bendir á að fólk hafi verið afar duglegt við að styðja við bakið á þeim. T.a.m. hefur fjár- söfnun verið komið á laggirnar enda ljóst að mikill kostnaður fylgi því að vera með langveikt barn á spítala og aðeins annað foreldrið útivinnandi. Reikningsnúmerið er 1185-15-200300 og kennitalan er 120771-5159 fyrir þá sem vilja leggja fjölskyldunni lið. Eygló segist þakklát fyrir þann stuðning sem fjölskyldan hefur feng- ið hvort sem um sé að ræða fjár- stuðning, góðar kveðjur eða bæna- hópa en víða biðja margir fyrir Benjamín og fjölskyldunni að sögn Eyglóar. Síðast en ekki síst segir Eygló móttökurnar á Barnaspít- alanum hafa verið frábærar. „Hér er alveg yndislegt starfsfólk. Alveg frá ritaranum niðri í móttöku til læknanna. Við höfum fengið gríð- arlega góða þjónustu,“ segir hún að lokum. Benjamín Nökkvi Björnsson er tæplega tveggja ára snáði sem greindist með bráðahvítblæði níu vikna gamall. Hann stefnir nú á að fara í sinn annan beinmergsflutning í Svíþjóð eftir hvítasunnuna. Jón Pétur Jónsson hitti Benjamín og móður hans, Eygló Guðmundsdóttur, á Barnadeild Hringsins. „Hann er alveg ótrúlega seigur“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eygló Guðmundsdóttir ásamt syni sínum, Benjamín Nökkva Bjarnasyni. Benjamín hefur háð baráttu við hvítblæði í tæp tvö ár, farið í ein beinmergsskipti og stefnir á önnur. Hann hefur staðið sig eins og hetja að sögn móður hans. jonpetur@mbl.is VEITINGASTAÐNUM Hard Rock Café verður lokað 31. maí nk. en staðurinn hefur verið í Kringlunni í Reykjavík frá því að verslunarmið- stöðin var opnuð árið 1987. Að sögn Elísar Árnasonar, framkvæmda- stjóra Hard Rock Café, hefur rekst- urinn ekki verið með blómlegasta móti að undanförnu þannig að sú ákvörðun var tekin að loka staðnum. Aðspurður segir Elís ekki búið að ákveða hvað komi í staðinn fyrir Hard Rock í Kringlunni. Hann á ekki von á að nýr veitingastaður verði opnaður þar en það muni skýrast á næstunni. Elís segir ákvörðunina hafa verið erfiða en eiga sér talsverðan að- draganda. Tekur hann fram að ekki sé verið að loka staðnum vegna gjaldþrots. „Það er sárt að gera þetta en það er svona þegar manni finnst reksturinn ekki alveg ganga upp, þá verður maður að láta tilfinn- ingarnar sitja eftir,“ segir Elís. Aðspurður segir hann ekkert hafa verið ákveðið með nýjan Hard Rock Café-stað en hugmyndir eru uppi um að opna nýjan stað í miðbæ Reykjavíkur. „Við erum ekki búnir að taka neina ákvörðun með miðbæ- inn en hann er klárlega staðurinn þar sem Hard Rock á að vera,“ seg- ir Elís. Elís segist hafa átt góðan fund með starfsmönnum veitingastaðar- ins, sem eru 34 talsins, á fimmtu- dagskvöld þar sem þeim var til- kynnt ákvörðunin, þeim afhent uppsagnarbréf og þökkuð vel unnin störf. Spurður hvað verði um starfs- fólkið segir Elís flesta hafa verið ungt fólk í hlutastarfi. Eitthvað verði þó um tilfærslur hjá öðrum starfsmönnum í föstu starfi, t.d. á aðra staði sem hann rekur. „Það ætla allir að taka höndum saman og loka þessu með stæl.“ Hann segir erlendu poppminjarn- ar verða fluttar út, enda í eigu Hard Rock-keðjunnar. Hugmyndir eru uppi varðandi íslensku poppminj- arnar, sem hafa verið í vörslu Hard Rock á Íslandi, að koma þeim jafn- vel fyrir á Poppminjasafni Íslands ef þeir verða ekki geymdir þangað til og ef nýr staður verður opnaður. Elís segir viðræður við íslenska poppara sem eiga munina standa yf- ir varðandi framhaldið. Hard Rock Café í Kringl- unni lokað með stæl Morgunblaðið/Þorkell Elís Árnason, framkvæmdastjóri Hard Rock, segir ákvörðunina erfiða. Skýrist á næstunni hvaða rekstur kemur í staðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.