Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GUÐRÚN Kristjánsdóttir mynd- listarmaður opnaði tvær sýningar í New York í síðustu viku. Annars vegar er um að ræða innsetningu Guðrúnar í Dandruff Space & Shro- ud í Williamsburg, Brooklyn, og hins vegar gengst listamaðurinn fyrir sinni annarri einkasýningu hjá galleríi Luisu Ross í SoHo-hverfi á Manhattan. Sú sýning ber yf- irskriftina Þíða, eða Thaw, og sam- anstendur af olíumálverkum og tveimur nýjum myndbandsverkum Guðrúnar með tónlist sem samin er af Degi Kára. Það býr léttleiki í þessum nýju verkum Guðrúnar; birta, gleði og dans þiðnandi íshjúps á vatninu og snjóforma sem skreppa saman í fjallshlíðunum. Og jafnvel þó hlíðin sé nánast alhulin snjó svo rétt glittir í dökka stafi, þá hefur lipurt línu- spilið þyngsl fjallsins að engu. † Fjallshlíðin gefur endalaust af sér Guðrún sekkur sér sífellt dýpra í viðfangsefnið: nærmyndir fjallshlíða og síbreytileg form þeirra, letrið í landinu, eins og hún kallar það. „Þetta er opið viðfangsefni sem má heimfæra upp á svo margt,“ segir Guðrún. „Eftir því sem ég kafa dýpra, þeim mun meira finnst mér ég hafa úr að moða.“ Guðrún fór að vinna efni til mynd- sköpunar á vídeó fyrir nokkrum ár- um og stillir hér saman gömlum og nýjum miðlum; myndbandsverkum við hlið olíumálverka. Öll lúta verkin grunnþáttum málverksins og öll bera þau með sér að vera unnin af festu og öryggi. Málað með ólíkum miðlum Af samhenginu má vera ljóst að listamaðurinn forðast að binda sig við einn miðil í sköpun sinni og ber sig eftir því að mála jafnt með nýrri tækni sem aldargömlum aðferðum. Þessi þáttur verkanna verður enn skýrari þegar komið er í innsetn- ingu Guðrúnar í Dandruff Space & Shroud í Williamsburg. Veggfóður hylur endavegg rýmisins. Það er dökk fjallshlíðin með ljósum form- um snjóalaga, sem reynist tölvuunn- in prentun brota úr einu málverka hennar. Framan við annan hlið- arvegg rýmisins hanga síðan gegnsæ form af sama uppruna og form snjóalaganna en þau minna þó meira á form dreka, dýra og drauga þar sem þau bærast til í loftinu og varpa skuggum sínum á vegginn. „Mér þykir spennandi að spila saman ólíkum miðlum, opna sjálfri mér nýjar gættir við myndsköpun þar sem ég get nýtt mér mál- arareynsluna,“ segir Guðrún. „Því þó að aðferðirnar séu mismunandi þá þykir mér ferlið alltaf náskylt því að mála. Að velja brot af því hráefni, þeim hugmyndum og þeirri reynslu, sem maður býr yfir og hafna öðrum. Fikra sig þannig hægt að markinu.“ Nærmyndir af sjónarspili náttúru Innsetning Guðrúnar í Dandruff Space & Shroud í Williamsburg, Brooklyn. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir við opnun annarrar einkasýningar sinnar hjá gall- eríi Luisu Ross í SOHo, New York. Eftir Huldu Stefánsdóttur ENN halda áfram Íslands- frumflutningar klassískra öndveg- isverka. Aðeins fjórum dögum eftir Te Deum Charpentiers var komið að öðru dæmi. Helmingi yngra en fimmfalt stærra í sniðum, því „La damnation de Faust“ (1846) eftir Hector Berlioz tekur nærri 2½ klst. í flutningi og útheimtir þrefalt stærri hljómsveit og kór. Að vísu er konsertóperan, eða „dramatíska þjóðsögnin“ eins og tónskáldið kall- aði hana, mun sjaldnar uppfærð í heild en stök atriði úr henni, líkt og einnig hefur gerzt hér á landi. En nú var sem sé loks komið að því að reiða fram verkið í fullri lengd handa íslenzkum hlustendum. Maður skilur töfina. Verkið er langt og kröfuhart – sérstaklega fyrir einsöngvarana, þar sem eink- um hlutverk Fásts er aðeins á færi örfárra tenóra í heiminum. Slíkur ópus telst því varla árennilegt við- fangsefni, hvað þá hagkvæmt, í fá- menni þar sem dýr undirbúnings- vinna nýtist í hæsta lagi einu sinni á margra ára fresti. Þar við bætist takmörkuð lýðhylli verksins, enda tókst ekki einu sinni þessum merk- isviðburði að fylla alveg Háskólabíó. Um miðlungsvinsældirnar má e.t.v. kenna hvað fyrri helming- urinn er óleikrænn. Það er ekki fyrr en í seinna helmingi (3. og 4. hluta) sem Berlioz nær sér á sviðs- dramatískt flug svo líkist alvöru óp- eru. Fram að því svífur að mestu sinfónískt ljóð (og stundum nokkuð lopateygt) yfir vötnum. Berlioz ætl- aði sér alltaf að gera leikhúsútgáfu af verkinu, en þótt aldrei hafi orðið úr því, mætti ímynda sér að einkum fyrri hlutarnir hefðu sætt grimmri endurskoðun. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að þó að smíðin sem hann skildi eftir sé einhvers staðar á milli hljómsveitarverks með söng og óperu, er hún drekk- hlaðin stórkostlegri músík og sér- staklega frábærri orkestrun. Enda var Berlioz eitt helzta fram- úrstefnutónskáld hárómantíska tím- ans og hafði djúpstæð áhrif á m.a. Richard Wagner. Ótalmargt hefði getað farið úr- skeiðis í slíku risaverki, sérstaklega úr því manni skildist að stjórnand- inn hefði aldrei stýrt því áður. Svo fór hins vegar ekki. Í fyrsta lagi var það hárréttur póll í hæðina tekinn hjá Rumon Gamba (skv. útvarps- viðtali sama dag) að ýkja róm- antískt inntakið í allar áttir, veiku sem sterku, og fleytti sú stefna hlustendum farsællega yfir lang- drægnustu staði fyrri hlutanna. Hitt var ævintýri líkast hvað bók- staflega allt var svo lygilega vel leikið að halda mætti að um klippta og skorna stúdíóupptöku væri að ræða. Hljómsveit allra landsmanna fagnaði stórsigri þetta kvöld með músíkalskri og hársamstilltri inn- lifun sem einkum eftir hlé var engu lík. Svona á að leika! Af lífi og sál – en um leið af jafnhnitmiðaðri ná- kvæmni og banvænustu Kung Fu spyrnur Bruce Lee. Að augljósum hæfileikum ein- söngvaranna ólöstuðum er ég ekki frá því að neistagjöfin frá hljóm- sveitinni hafi tendrað í þeim túlkun fyrir ofan meðallag, enda mætti skrifa langt mál um marga staði þar sem voldugar raddirnar skóku mann beinlínis inn að beini. Tilfinn- ingarrófið spannaði allt frá frum- stæðri angist að kýnísku háði. Kór- arnir tjölduðu sömuleiðis frábærri frammistöðu til marks um pott- þéttan undirbúning er skilaði eld- snarpri samstillingu þegar á hólm- inn kom. Og hvað manninn í öndvegi varðar bar úrvalsárangur kvöldsins ótvíræðan vott um fag- mennskan eldhuga sem kunni að nýta æfingatímann út í æsar með því að fá mannskapinn 100% með sér þegar í upphafi. Aðeins einn skugga bar á þennan Íslandsfrumflutning, og það var söngtextaleysi tónleikaskrár, enda er frönsk tunga fáum töm hér um slóðir. Lauslegur söguþráðurinn kom óvönum hlustendum ekki nema að litlu haldi. En þó að SÍ hafi skiljanlega veigrað sér við að eyða tugum aukasíðna í komplett söngrit á frummáli með þýðingu, hefði vel mátt koma helztu atrið- isheitum fyrir á 2–3 síðum með númeratilvísunum í söguþræði. Fordæming af lífi og sál TÓNLIST Háskólabíó Berlioz: Fordæming Fásts. Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Beatrice Uria-Monzon og Donald Kaasch. Óperukórinn í Reykjavík & Unglingakór Söngskólans í Reykjavík (kórstj. Garðar Cortes), Karlakórinn Fóstbræður (kórstj. Árni Harðarson) og Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Ru- mons Gamba. Fimmtudaginn 28. apríl kl. 19:30. SINFÓNÍNUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Eyþór Söngvarar og stjórnendur á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar. Ríkarður Ö. Pálsson MÉR varð aldeilis á í messunni í leikdómi mínum um sýningu á verki Birgis Sigurðssonar Dínamíti hér í Mbl. í gær. Af einskærum dugnaði gerði ég Jóhann G. Jóhannsson að Ríkarði Wagner og Ríkarð Wagner að Jóhanni G. Jóhannssyni. Þar sem stóð „undir penum útsetningum á tónlist Wagners sem Nietsche fyr- irleit“ átti að standa „undir tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar“. Þótt með góðum vilja megi rekja þessa fljótfærni til þeirrar afskræm- ingar sem Wagner annars verður fyrir í sýningunni og þeirra auðveldu leiða sem þar eru hvarvetna valdar – þá skortir þarna eftirtekt og vand- virkni og bið ég bæði tónskáldin af- sökunar á því. María Kristjánsdóttir Tónskáldum víxlað LEIÐRÉTT ♦♦♦ Bókaforlagið Bjart- ur hefur gefið út ljóðabókina Út- gönguleiðir eftir Steinar Braga. Sá sem talar er mjög drukkinn og yfirgefur barinn með sköllóttum, andlitsþrútnum manni. Í millilendingu á flugvellinum í H*** kaupir hann sér kaffi og sam- loku og finnur sér sæti innan um fleira þreytulegt fólk sem angar af kæfisvefni. Hann vaknar um nóttina við dynk, utan við kýraugað er myrkur. Hann heyrir lágværan þyt og þegar hann lítur yfir öxlina á sjálfum sér, að glugganum, molnar flöturinn, dúkkan skellur á gólfinu; höfuðið hangir við búkinn á vír, glerbrotin snúast hægt og glitra eins og stjörnur. Steinar Bragi hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur, þar á með- al Turninn, Ljúgðu, Gosi, ljúgðu, Áhyggjudúkkur og Sólskinsfólkið. Kápuhönnun: Ásta S. Guðbjarts- dóttir. Verð kr. 1.680. Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.