Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Sushi sem er sérlega hentugt þar
sem það er gott úrval af því. Þá
skiptir öllu að vera nálægt lest-
arstöðinni því fiskinum er landað í
Genóva og kemur beint í lest til Míl-
anó, ferskur og fínn.
Annað sem þau hafa tamið sér er
að skreppa á barinn á morgnana.
„Hér fer maður á barinn eldsnemma
á morgnana og fær sér kannski cap-
pucino og lítið brauð eins og brioche,
útskýrir Tinna. Hentugt fyrir Ingva
þar sem hann er mikill kaffiunnandi.
„Kaffið hér er ógeðslega gott og
Ítalir nota rosalega mikinn sykur í
það en ég er óvanur því og fannst
það fyrst mjög skrýtið,“ segir hann.
Og kaffið er greinilega í aðal-
hlutverki á Ítalíu að sögn Tinnu „þar
sem þeir eiga jafnmörg orð yfir mis-
munandi tegundir af kaffi og við eig-
um yfir vind á íslensku, allt eftir því
hvort það er heitt, kalt eða hvernig
mjólkin er hituð o.s.frv.“
Ég kom fyrst til Mílanó árið1999, eftir mennta-skólann, til þess að vera„au-pair“ í sex vikur og
fara í ítölskunám og varð bara ást-
fangin af borginni,“ segir Tinna Pét-
ursdóttir en hún kláraði BA-nám í
grafík við Hönnunarháskólann Isti-
tuto Europeo Di design í Mílanó síð-
asta vor. Hún og Ingvi Þór Guð-
mundsson kynntust svo á Íslandi í
fyrrasumar og þegar Tinnu bauðst
kennslustaða og frítt mastersnám
úti ákvað Ingvi að fara með henni.
Hann vinnur í fjarvinnu fyrir net-
fyrirtækið Atómstöðina/Núlleinn og
segist vera að komast inn í menn-
inguna smám saman, enda með
skrifstofuaðstöðu hjá Fondazione
Centro Studi Czar þar sem hann
verður að geta bjargað sér sjálfur.
„Ég er ennþá að komast inn í hlut-
ina og tungumálið. Það helsta sem
ég vissi um Ítalíu áður en ég kom
hingað var að héðan kemur Ferrari
og það er mikið af pítsum og pasta í
matinn.“ Hann er fljótur að bæta við
að ítalskar pítsur séu allt öðruvísi en
heima á Íslandi. „Íslendingar borða
amerískar pítsur en Ítalir ítalskar.
Eru þær betri en þessar íslensku?
„Nei, bara öðruvísi,“ segir Ingvi.
Hann og Tinna segjast annars
borða mikið af grænmeti og ávöxt-
um, það sé svo mikið úrval og
skemmtilegir markaðir sem hægt sé
að fara á. Það kom þeim þó helst á
óvart hvað það er dýrt að kaupa inn
enda búi þau í fínu hverfi. „Verðið
hækkaði eftir að evran kom aftur og
það fer eftir því hvaða hverfi maður
er í, hvað hlutirnir kosta. Annars
veljum við líka að versla í dýrari
búðum,“ segir Tinna kímin.
Skreppa á barinn á morgnana
Að fara út að borða hins vegar
getur verið frekar ódýrt ef maður
þekkir réttu staðina, segja þau.
Ingvi og Tinna eru bæði sólgin í
Parið er duglegt að uppgötva Míl-
anó saman og fóru þau fyrir stuttu í
8 klukkustunda göngu um götur
borgarinnar „Þetta voru u.þ.b. 14
kílómetrar,“ segir Ingvi stoltur og
Tinna bætir við að það sé töluvert
auðveldara að ganga svona vega-
lengdir á Ítalíu en á Íslandi þar sem
borgin sé flöt og svo spilli ekki að
vorið sé komið. „Þó svo að Tinna sé
búin að vera hérna í 4 ár þá er hún
að sjá fullt af nýjum götum og hverf-
um,“ segir Ingvi. Meðal annars upp-
götvuðu þau „æðislegustu búð í
heimi“ en það er alvöru súkku-
laðibúð með ekta súkkulaði á boð-
stólum sem afgreiðslufólkið tekur
upp með bómullarhönskum.
Að sögn Tinnu sagði afgreiðslu-
konan þeim að viðskiptavinirnir
væru ekki bara ánægðir heldur yrðu
þeir mjög auðveldlega fastakúnnar.
„Við keyptum einn stóran bita á 8
evrur (um 700 krónur) og erum
löngu búin með hann,“ segir Ingvi.
Þrátt fyrir gott kaffi og sæluríkar
sælkerastundir hefur ítölsk mat-
armenning í augum íslensku mat-
gæðinganna nokkra ókosti. „Fyrir
okkur er pasta pasta, hvort sem það
er spaghetti eða penne en fyrir þeim
var penne í gær, fusilli í dag og far-
felle á morgun og það er ekki pasta á
hverjum degi,“ segir Tinna sem er
svolítið þreytt á kolvetnunum. „Ítal-
ir borða risa hádegismat og risa
kvöldmat og það er mjög ein-
kennilegt hvernig þetta litla, mjóa
fólk getur torgað þessu öllu,“ segir
hún tortryggilega. Svo virðist sem
Ingvi og Tinna eigi ekki í neinum
erfiðleikum með að halda í Ítalina
hvað þetta varðar, svo lengi sem þau
ná að halda aftur af súkku-
laðifíkninni og eyða ekki aleigunni í
„krúttlegustu búðinni“ í Mílanó.
Rækju-spaghettí fyrir 2
Rétturinn hennar Tinnu – mjög ein-
faldur, segir hún.
200 g rækjur
200 g niðursoðnir tómatar
svolítið af púrrulauk
200 g spaghettí
smávegis salt
smávegis olía
örlítið af chillípipar
svolítil steinselja
Púrrulaukur er léttsteiktur og
síðan er niðursoðnum og sneiddum
tómötum bætt út á pönnuna.
Steikt í tíu mínútur við frekar há-
an hita. Rækjunum bætt út í og ör-
litlu salti. Á meðan er spaghettíið
soðið. Þegar það er tilbúið er því
skellt út á pönnuna og velt í púrr-
unni og rækjunum og bragðbætt
með örlitlu chillí og steinselju.
MÍLANÓ
Varð ástfangin af borginni
Tinna Pétursdóttir og
Ingvi Þór Guðmundsson
eru tiltölulega nýflutt til
Mílanó á Ítalíu. Hvað
fær ungt fólk til að fara
frá Íslandi til Ítalíu um
miðjan vetur? Gæti ást
þeirra á mat spilað þar
inn í? Sara M. Kolka
spjallaði við Ingva og
Tinnu í gegnum tölvu-
undrið Skype.
Í Mílanó er æðislegasta súkkulaðibúð í heimi segja Tinna og Ingvi.
Ingvi segir að ítölsku pítsurnar séu töluvert frábrugðn-
ar þeim pítsum sem Íslendingar eiga að venjast.
Sushi er í miklu uppáhaldi hjá Tinnu og framboðið af
Sushi-veitingahúsum er töluvert í Mílanó.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
ÍBarnalandi Bertu, Bertas Kin-derland, er sannkölluð skíðapa-radís fjölskyldunnar. Svæðið er
í 1450 metra hæð yfir sjávarmáli, rétt
fyrir ofan bæinn Fiss í Týrol í Aust-
urríki. Á svæðinu er skíðaskóli fyrir
alla sem vilja, en þar er meðal annars
hægt að taka við um 1300 börnum á
aldrinum þriggja ára og upp úr í
hverri viku. Skíðakennarar eru um
150 talsins og af þeim eru um 120 sem
kenna börnum, en auk þess að vera
kennarar er starfsfólkið í Barnalandi
Bertu þjálfað sérstaklega í umönnun
barna.
Er talið að flestir ferðamennirnir
sem eyða samtals 450.000 gistinóttum
á Serfaus – Fiss – Ladis svæðunum
komi þangað vegna þess hversu mik-
ið er um að vera fyrir börnin.
Hótelherbergi eru fá, en flestar
fjölskyldurnar búa í íbúðum sem
leigðar eru út til skemmri tíma. Fyrir
börn sem enn eru of lítil til að fara á
skíði er boðið upp á barnagæslu. Þar
geta börn allt frá þriggja mánaða
aldri dvalið í allt að sex klukkustund-
ir, en opið er frá kl. 9 á morgnana til 4
eftir hádegi.
En hver er þessi Berta?
Hún er ekki manneskja heldur kýr.
Þó ekki lifandi kýr heldur bólstruð
eða uppblásin og myndir af henni
prýða veggi og hús víða á skíðasvæð-
inu. Í Barnalandi Bertu er sérstakur
veitingastaður, Kinderplanet, eða
barnaplánetan, bara fyrir börnin.
Borð og stólar eru hönnuð fyrir fólk
sem ekki er miklu meira en einn
metri á hæð. Þangað fá bara börn að
koma og kokkurinn veit hvað þeim
líkar best.
Barnaland Bertu býður líka upp á
alls konar gaman og þar er hægt að
gera margt fleira en að skíða eða vera
í skíðakennslu. Til dæmis er hægt að
fara að leita að sælgætispokum í æv-
intýraskóginum, fara í fjársjóðsleit,
sjá brúðuleikhús og smakka rétti með
óþekktu innihaldi. Eldri krakkarnir
geta verið með í táningaklúbbi, en
þau grilla saman, halda partý, fara í
feluleiki og fleira. Ekki má svo
gleyma indíánasvæðinu með indí-
ánatjaldi og fleiru og á öðrum stað er
hægt að láta festa á sig snjósegl og
láta það feykja sér áfram á skíðunum.
Semsagt skíðaparadís barnanna.
AUSTURRÍKI
Áhersla lögð
á yngstu
skíðakappana
Meira um Barnaland Bertu
á www.sunkid.at