Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Sushi sem er sérlega hentugt þar sem það er gott úrval af því. Þá skiptir öllu að vera nálægt lest- arstöðinni því fiskinum er landað í Genóva og kemur beint í lest til Míl- anó, ferskur og fínn. Annað sem þau hafa tamið sér er að skreppa á barinn á morgnana. „Hér fer maður á barinn eldsnemma á morgnana og fær sér kannski cap- pucino og lítið brauð eins og brioche, útskýrir Tinna. Hentugt fyrir Ingva þar sem hann er mikill kaffiunnandi. „Kaffið hér er ógeðslega gott og Ítalir nota rosalega mikinn sykur í það en ég er óvanur því og fannst það fyrst mjög skrýtið,“ segir hann. Og kaffið er greinilega í aðal- hlutverki á Ítalíu að sögn Tinnu „þar sem þeir eiga jafnmörg orð yfir mis- munandi tegundir af kaffi og við eig- um yfir vind á íslensku, allt eftir því hvort það er heitt, kalt eða hvernig mjólkin er hituð o.s.frv.“ Ég kom fyrst til Mílanó árið1999, eftir mennta-skólann, til þess að vera„au-pair“ í sex vikur og fara í ítölskunám og varð bara ást- fangin af borginni,“ segir Tinna Pét- ursdóttir en hún kláraði BA-nám í grafík við Hönnunarháskólann Isti- tuto Europeo Di design í Mílanó síð- asta vor. Hún og Ingvi Þór Guð- mundsson kynntust svo á Íslandi í fyrrasumar og þegar Tinnu bauðst kennslustaða og frítt mastersnám úti ákvað Ingvi að fara með henni. Hann vinnur í fjarvinnu fyrir net- fyrirtækið Atómstöðina/Núlleinn og segist vera að komast inn í menn- inguna smám saman, enda með skrifstofuaðstöðu hjá Fondazione Centro Studi Czar þar sem hann verður að geta bjargað sér sjálfur. „Ég er ennþá að komast inn í hlut- ina og tungumálið. Það helsta sem ég vissi um Ítalíu áður en ég kom hingað var að héðan kemur Ferrari og það er mikið af pítsum og pasta í matinn.“ Hann er fljótur að bæta við að ítalskar pítsur séu allt öðruvísi en heima á Íslandi. „Íslendingar borða amerískar pítsur en Ítalir ítalskar. Eru þær betri en þessar íslensku? „Nei, bara öðruvísi,“ segir Ingvi. Hann og Tinna segjast annars borða mikið af grænmeti og ávöxt- um, það sé svo mikið úrval og skemmtilegir markaðir sem hægt sé að fara á. Það kom þeim þó helst á óvart hvað það er dýrt að kaupa inn enda búi þau í fínu hverfi. „Verðið hækkaði eftir að evran kom aftur og það fer eftir því hvaða hverfi maður er í, hvað hlutirnir kosta. Annars veljum við líka að versla í dýrari búðum,“ segir Tinna kímin. Skreppa á barinn á morgnana Að fara út að borða hins vegar getur verið frekar ódýrt ef maður þekkir réttu staðina, segja þau. Ingvi og Tinna eru bæði sólgin í Parið er duglegt að uppgötva Míl- anó saman og fóru þau fyrir stuttu í 8 klukkustunda göngu um götur borgarinnar „Þetta voru u.þ.b. 14 kílómetrar,“ segir Ingvi stoltur og Tinna bætir við að það sé töluvert auðveldara að ganga svona vega- lengdir á Ítalíu en á Íslandi þar sem borgin sé flöt og svo spilli ekki að vorið sé komið. „Þó svo að Tinna sé búin að vera hérna í 4 ár þá er hún að sjá fullt af nýjum götum og hverf- um,“ segir Ingvi. Meðal annars upp- götvuðu þau „æðislegustu búð í heimi“ en það er alvöru súkku- laðibúð með ekta súkkulaði á boð- stólum sem afgreiðslufólkið tekur upp með bómullarhönskum. Að sögn Tinnu sagði afgreiðslu- konan þeim að viðskiptavinirnir væru ekki bara ánægðir heldur yrðu þeir mjög auðveldlega fastakúnnar. „Við keyptum einn stóran bita á 8 evrur (um 700 krónur) og erum löngu búin með hann,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir gott kaffi og sæluríkar sælkerastundir hefur ítölsk mat- armenning í augum íslensku mat- gæðinganna nokkra ókosti. „Fyrir okkur er pasta pasta, hvort sem það er spaghetti eða penne en fyrir þeim var penne í gær, fusilli í dag og far- felle á morgun og það er ekki pasta á hverjum degi,“ segir Tinna sem er svolítið þreytt á kolvetnunum. „Ítal- ir borða risa hádegismat og risa kvöldmat og það er mjög ein- kennilegt hvernig þetta litla, mjóa fólk getur torgað þessu öllu,“ segir hún tortryggilega. Svo virðist sem Ingvi og Tinna eigi ekki í neinum erfiðleikum með að halda í Ítalina hvað þetta varðar, svo lengi sem þau ná að halda aftur af súkku- laðifíkninni og eyða ekki aleigunni í „krúttlegustu búðinni“ í Mílanó. Rækju-spaghettí fyrir 2 Rétturinn hennar Tinnu – mjög ein- faldur, segir hún. 200 g rækjur 200 g niðursoðnir tómatar svolítið af púrrulauk 200 g spaghettí smávegis salt smávegis olía örlítið af chillípipar svolítil steinselja Púrrulaukur er léttsteiktur og síðan er niðursoðnum og sneiddum tómötum bætt út á pönnuna. Steikt í tíu mínútur við frekar há- an hita. Rækjunum bætt út í og ör- litlu salti. Á meðan er spaghettíið soðið. Þegar það er tilbúið er því skellt út á pönnuna og velt í púrr- unni og rækjunum og bragðbætt með örlitlu chillí og steinselju.  MÍLANÓ Varð ástfangin af borginni Tinna Pétursdóttir og Ingvi Þór Guðmundsson eru tiltölulega nýflutt til Mílanó á Ítalíu. Hvað fær ungt fólk til að fara frá Íslandi til Ítalíu um miðjan vetur? Gæti ást þeirra á mat spilað þar inn í? Sara M. Kolka spjallaði við Ingva og Tinnu í gegnum tölvu- undrið Skype. Í Mílanó er æðislegasta súkkulaðibúð í heimi segja Tinna og Ingvi. Ingvi segir að ítölsku pítsurnar séu töluvert frábrugðn- ar þeim pítsum sem Íslendingar eiga að venjast. Sushi er í miklu uppáhaldi hjá Tinnu og framboðið af Sushi-veitingahúsum er töluvert í Mílanó. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. ÍBarnalandi Bertu, Bertas Kin-derland, er sannkölluð skíðapa-radís fjölskyldunnar. Svæðið er í 1450 metra hæð yfir sjávarmáli, rétt fyrir ofan bæinn Fiss í Týrol í Aust- urríki. Á svæðinu er skíðaskóli fyrir alla sem vilja, en þar er meðal annars hægt að taka við um 1300 börnum á aldrinum þriggja ára og upp úr í hverri viku. Skíðakennarar eru um 150 talsins og af þeim eru um 120 sem kenna börnum, en auk þess að vera kennarar er starfsfólkið í Barnalandi Bertu þjálfað sérstaklega í umönnun barna. Er talið að flestir ferðamennirnir sem eyða samtals 450.000 gistinóttum á Serfaus – Fiss – Ladis svæðunum komi þangað vegna þess hversu mik- ið er um að vera fyrir börnin. Hótelherbergi eru fá, en flestar fjölskyldurnar búa í íbúðum sem leigðar eru út til skemmri tíma. Fyrir börn sem enn eru of lítil til að fara á skíði er boðið upp á barnagæslu. Þar geta börn allt frá þriggja mánaða aldri dvalið í allt að sex klukkustund- ir, en opið er frá kl. 9 á morgnana til 4 eftir hádegi. En hver er þessi Berta? Hún er ekki manneskja heldur kýr. Þó ekki lifandi kýr heldur bólstruð eða uppblásin og myndir af henni prýða veggi og hús víða á skíðasvæð- inu. Í Barnalandi Bertu er sérstakur veitingastaður, Kinderplanet, eða barnaplánetan, bara fyrir börnin. Borð og stólar eru hönnuð fyrir fólk sem ekki er miklu meira en einn metri á hæð. Þangað fá bara börn að koma og kokkurinn veit hvað þeim líkar best. Barnaland Bertu býður líka upp á alls konar gaman og þar er hægt að gera margt fleira en að skíða eða vera í skíðakennslu. Til dæmis er hægt að fara að leita að sælgætispokum í æv- intýraskóginum, fara í fjársjóðsleit, sjá brúðuleikhús og smakka rétti með óþekktu innihaldi. Eldri krakkarnir geta verið með í táningaklúbbi, en þau grilla saman, halda partý, fara í feluleiki og fleira. Ekki má svo gleyma indíánasvæðinu með indí- ánatjaldi og fleiru og á öðrum stað er hægt að láta festa á sig snjósegl og láta það feykja sér áfram á skíðunum. Semsagt skíðaparadís barnanna.  AUSTURRÍKI Áhersla lögð á yngstu skíðakappana Meira um Barnaland Bertu á www.sunkid.at
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.