Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 63
PLÖTU, sem Björk Guðmunds- dóttir gefur út til styrktar UNI- CEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, verður dreift í verslanir hér á landi á mánudag. Á diskinum er safn af útgáfum annarra á lagi Bjarkar, Army of Me. „Hér er að finna endur- hljóðblandanir sem flæddu inn á vefsíðuna mína fyrir tilstilli skap- andi náttúruafla. Ég beindi svo þessum jákvæðu bylgjum til barna sem liðu þjáningar þegar þau urðu fyrir flóðbylgju eyðileggjandi nátt- úruafla,“ skrifar Björk á hlið plöt- unnar sem hefur að geyma 20 lög frá ýmsum löndum, m.a. eitt frá Ís- landi sem gert var af tónlistar- og blaðamanninum Dr. Gunna. Allur ágóði af sölu geisladisksins mun renna til neyðaraðstoðar UNICEF víðsvegar um heiminn, þar sem UNICEF aðstoðar börn sem hafa lent í hættu líkt og börnin á hamfarasvæðunum í Asíu. Allir sem að verkefninu koma, frá lista- mönnunum til framleiðenda geisla- disksins, hafa gefið vinnu sína til styrktar börnum í neyð. Smekk- leysa gefur út diskinn hér á Íslandi. UNICEF-plata Bjarkar kemur út á mánudag Björk sendir jákvæðar bylgjur til barna á flóðasvæðunum með nýju plötunni. FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! - BARA LÚXUS553 2075☎ JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl. taliSýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 2 og 4 m. íslensku tali Magnaður spennutryllir Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 6 og 8. Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15  Er hægt að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega? Kevin Bacon sýnir stórleik sem dæmdur barnaníðingur er reynir að koma lífi sínu í eðlilegan farveg eftir 12 ára fangelsisvist. Tilnefnd til fjölda verðlauna. Frá framleiðendum Monsters ball Kevin Bacon  HJ. MBL VINSÆLASTA MYNDIN Í USA UM HELGINA Miðasala opnar kl. 15.003 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 10.15 SV. MBL Sýnd kl. 8 og 10. b.i. 12. ára Sýnd kl. 4, 7 og 10. Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. Sýnd kl. 2, 5, 8 og POWERSÝNING.10.10 B.I 12 ÁRA T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Frá leikstjóra Die Another Day Frá leikstjóra Die Another Day Heimsfrumsýning Heimsfrumsýnd í dag Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! 10.10 T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R . A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u Framlengt til 2. maí MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 63 VEGGJAKROT, „grafití“, er jaðarlist sem á sér langa sögu en ber helst fyrir augu í drabbaralegri borgarhverfum þar sem hún lífgar gjarnan upp á grá- mygluna. Oftar en ekki tengist hún pólitík og Blest (Webber), aðal- persóna Bomb the System, er ungur og uppreisnargjarn New York-búi með ótvíræða, listræna hæfileika sem leita útrásar á nöturlegum hús- veggjum á neðri hluta Manhattan- eyju. Þar reikar Blest ásamt vinum sínum um nætur og málar vígorð á veggi. Lögreglan, sem lítur á listina sem skemmdarverk, er á hælum þeirra, móðir Blests vill að hann taki boði frá listaskóla í San Francisco og, Alex (DeSantis), stúlka sem hann verður hrifinn af, reynir að rífa hann upp úr farinu. Sjálfur finnur hann fyrir vax- andi þörf á breytingum. Hér er kominn einn af þessum litlu og óvæntu hátíðarglaðningum sem brúa bilið á milli metnaðarfyllri stór- virkja, heimildarmyndanna og mark- aðsverkanna sem sett hafa talsverðan svip á IIFF. Bomb the System gefur áhorfandanum tækifæri til að skyggn- ast örlítið inn í afmarkað og fjarlægt umhverfi grafitílistamanna og hug- arheim þeirra, skynja hvað það er sem þeir sækjast eftir og knýr þá áfram. Sá þáttur og aðalpersónurnar tvær eru athyglisverðar allt þar til þær kafna í gamalkunnri klisjusúpu og há- dramatík. Bomb the System mun vera fyrsta verk leikstjórans og handritshöfund- arins Lough og verður ekki annað sagt en að árangurinn sé í það minnsta forvitnilegur. Hann kemst vel frá leikurunum og persónu Blest, sem hann byggir sjálfsagt að einhverju leyti á eigin reynslu og heildarsvip- urinn er hrár og kuldalegur eins og ætlast er til. Þrátt fyrir einlægni Loughs og virðingu fyrir viðfangsefn- inu, skortir Blest tilfinningabönd við áhorfandann til að vekja nauðsynlega samúð og skilning á sjálfskaparvítinu sem hann hrærist í. Engu að síður óvenjuleg og minnisstæð mynd og lof- ar góðu um framhaldið. Bandarískt veggjakrot KVIKMYNDIR Regnboginn – IIFF Leikstjóri: Adam Bhala Lough. Aðalleik- endur: Mark Webber, Jaclyn DeSantis, Gano Grills, Jade Yorker. 85 mín. Banda- ríkin. 2004. Niður með kerfið (Bomb the System)  Sæbjörn Valdimarsson FYRIRLIÐINN forkunnarfagri, David Beckham, liðsmaður Real Madrid og enska landsliðsins í fótbolta, hefur ljóstrað upp um leyndarmál fegurðarinnar. Það gerði hann í viðtali við bandaríska tímaritið People sem hefur valið Beckham fallegustu íþróttahetju í heimi. Í viðtali við tímaritið viðurkennir hann að hann leiti gjarnan ráða hjá eiginkonu sinni Victoriu Beckham, þegar kemur að útlitinu. „Ég hef lært mikið. Það að vera oft úti í kulda og regni er ekki gott fyrir húðina og þess vegna er mikilvægt að nota rakakrem,“ segir Beckham í viðtalinu, eins og hann sé að fara með texta í snyrtivöruauglýsingu. „Á kvöldin nota ég svo augnkrem. Handsnyrting er sennilega uppáhaldið mitt þegar ég vil láta dekra við mig,“ bætir hann við. Í viðtalinu skýrir Beckham einnig frá því að Victoria segi rass- inn á honum vera fallegasta líkamshluta hans. Hann neitar því hins vegar alfarið að hann gangi í nærbuxum með g-streng. Beckham er eini breski íþróttamaðurinn sem komst á lista People yfir 50 fallegustu einstaklinga heims en það var Julia Ro- berts sem hafnaði í efsta sæti listans sem valin var af sérfræð- ingum tímaritsins. Í netkosningu voru það Brad Pitt og Angelina Jolie, hið meinta par, sem hrepptu efstu sætin. Reuters Slétt húð og rök, hvítar tennur og hreint hár undir húfu. Það skiptir máli fyrir fótbolta- stjörnur samtímans að líta vel út. Rakakrem, augnkrem og handsnyrting Fólk | David Beckham er fegurstur allra íþróttamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.