Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 31
smáauglýsingar mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 31 MENNING 5 0 0 2 b eF/n aJ re pap lla W* Wallpaper* The Design Awards D U X 70 07 : B es ta R úm ið * E I N S T A K T K Y N N I N G A R T I L B O Ð Þú pan tar DUX 70 07 rúm og fæ rð n ýju BM 70 07 luxu s yf irdý nun a m eð í ka upb æti (ve rðm æti 15 3.3 00 í st ærð 18 0x2 00c m) • G ildi r að ein s í 4 d aga : 27 /04 -30 /04 -05 Sér fræ ðin gur frá DU X í Sví þjó ð ve rðu r í v ers lun inn i. Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri BLÁBYRGI er nýr bókaflokkur fyrir börn sem fjallar um íbúa samnefnds þorps, en þar búa ein- ungis álfar og dvergar. Út eru komnar fyrstu tvær bækur flokks- ins en þær munu alls verða tólf talsins. Um er að ræða stuttar sögur í litlu broti og er ein bók fyrir háttinn því tilvalin lesn- ing. Þótt sögurnar séu stuttar eru þær grípandi. Þær eru skemmtilegar af- lestrar, spenn- andi og nokkuð innihaldsríkar. Hver bók er sjálfstæð saga en aðalpersón- urnar eru ávallt þær sömu. Lit- ríkar og fjörugar myndskreytingar prýða bækurnar og hæfa þær frá- sögninni vel. Sögurnar eru ögrandi á köflum. Innan um ærslafull uppátæki krakkanna í þorpinu, af- mælisveislur, galdra og talandi tré má greina alvarlegri undirtón. Fyrstu tvær bækur flokksins taka á samfélagsmeinum á borð við stéttaskiptingu og fordóma. Eins og fyrr segir búa annars vegar álfar í Blábyrgi og hins veg- ar dvergar. Í röndóttu húsi í út- jaðri þorpsins búa bláálfarnir Hab- balú og Ginni sem eiga tvíburana Santon og Piff. Hinum megin við lækinn býr Stumbur, vinur tvíbur- anna, en hann er húsdvergur. Tog- streita ríkir í samband álfa og dverga. Álfum finnst ekki mikið til dverga koma. Þeir telja að dvergar séu ekki jafngáfaðir og álfar og þeim finnst ekki nógu fínt heima hjá þeim.Fordóma gætir fyrst og fremst hjá hinum fullorðnu í Blá- byrgi. Fáfræði þeirra og áhuga- leysi um aðra siði og venjur bitnar þó oft á börnunum. Þegar Stumb- ur býður tvíburunum heim og kynnir vini sína fyrir mömmu sinni hrópar hún: „Vinir, fuss og svei, hvað ertu að leika þér við álfa? Er ekki nóg af dvergakrökkum?“ (1. bók, bls. 19). Móður tvíburanna líkar það jafnilla að leikfélagi sona hennar skuli vera dvergur. „Hann Stumbur vinur þeirra er skelfileg- ur fiktrass, ég veit ekki hvort þeir eiga að vera svona mikið með hon- um,“ segir Habbalú (1. bók, bls. 11). Fátt bendir til þess að hinir full- orðnu í Blábyrgi, hvort sem um ræðir álfa eða dverga, séu líklegir til að láta af hleypidómum sínum. Þótt álfa- og dvergabörnin verði oft vitni að fordómum foreldra sinna virðast þau þó langtum víð- sýnni. Þau hafa vissulega fyrirvara á siðum sem eru þeim ókunnugir en hafa burði til þess að yfirstíga óttann við hið óþekkta. Þegar nokkrum álfabörnum er boðið í af- mæli Stumbs líst þeim ekki á dvergamatinn sem er á boðstólum og þora ekki að smakka hann. Þau taka loks á sig rögg og komast að því að um er að ræða dýrindis kræsingar. Stumbur fær einnig að kynnast nýjum sið sem ekki hefur verið við lýði hjá dvergunum en kemur frá álfunum. Í afmælum álfa eru afmælisbarninu færðar gjafir. Það kemur Stumbi því skemmtilega á óvart þegar Santon og Piff færa honum afmælisgjöf. „Ég vissi alltaf að maður gæti lært eitthvað skemmtilegt af ykkur,“ segir Stumbur um leið og hann þakkar fyrir sig. Mömmu hans þykir einnig mikið til koma, „við þurfum að taka upp þennan sið,“ segir hún (2. bók, bls. 22–23). Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort krökkunum í Blábyrgi muni ef til vill takast að brúa bilið milli ólíkra menningarheima álfa og dverga í næstu tíu bókum. Ein bók fyrir háttinn BÆKUR Barnasaga Höfundur texta: Anna Fr. Kristjánsdóttir. Myndir: Kári Gunnarsson. 1. bók: 34 bls. 2. bók: 34 bls. Eldflugan útgáfa, 2005. Blábyrgi, 1. bók og 2. bók Sif Sigmarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.