Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 33 FERÐALÖG 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 27 28 4 02 /2 00 5 Netsmellur Alltaf ód‡rast til Evrópu á netinu Verð frá 15.900 kr.* *N et sm el lu r til G la sg ow .I nn ifa lið :F lu g og flu gv al la rs ka tt ar .VÍNARBORG - KRISTINN SIGMUNDSSON NOKKUR SÆTI LAUS VEGNA FORFALLA Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir ferð í Óperuna í Vínarborg 2. – 6. júní nk. Kristinn Sigmundsson, bassi, syngur hlutverk Mustafà í Ítölsku stúlkunni í Alsír. Gist verður á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Vínar. Eftir sýninguna gefst hópnum tækifæri að hitta Kristin Sigmundsson á nærliggjandi veitingastað. Upplýsingar og skráning er hjá Eddu Jónasdóttur, starfsmanni markaðssviðs Íslensku óperunnar, símar 562-1077 og 848-3890. Einnig er hægt að senda tölvupóst á edda@opera.is. Upplýsingar um ferðina á www.opera.is undir Vinafélagið Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Hjóla- og gönguferðir Bændaferðir eru með hjólaferð til Hol- lands dagana 11.–18. júní Fararstjóri er Þórður Höskuldsson Um er að ræða hjólaferð sem öll fjöl- skyldan getur tekið þátt í. Hjólað verð- ur um sveitir landsins.Gist verður í fljótabát og er fullt fæði innifalið. Ferðin kostar 92.800 á mann. Þá bjóða Bændaferðir gönguferð um ítölsku Alpana 21.– 28. júní og far- arstjóri er Sævar Skaptason. Landslagið er fjölbreytt, allt frá miklu fjalllendi til gróinna dala og gilja. Ferðin er létt til miðlungs erfið og hentar því öllum sem eru í ágætis formi. Morg- unverður og kvöldverður innifalinn. Gist verður í 7 nætur fjallaskálum og á hótelum. Verð er 109.600 kr á mann Önnur hjólaferð er á boðstólum til Austurríkis og Slóveníu 26. júní – 5. júlí Fararstjóri er Þórður Höskuldsson Hjólað er eftir svokallaðri MUR leið sem hefst við upptök árinnar MUR, hátt í fjöllum Austurríkis. Svæðið sem hjólað er um er gróskumikið, farið er úr fjallendi Austurríkis og niður á sléttur austurhlutans. Farið verður í dagsferðir yfir til Slóveníu og eru flestar dagleiðir um 60 km. Þetta er ferð fyrir allt úti- vistarfólk, miðlungs erfið og hentar þeim sem finnst gaman að hjóla. Gist verður í 3* – 4* hótelum, morg- unverður og kvöldverður innifalinn. Verð: 124.500 á mann. Þá er boðið upp á gönguferð yfir Alp- ana 16.–23. ágúst. Fararstjóri er Sævar Skaptason. Gengið frá Þýskalandi, yfir hluta sem tilheyrir Austurríki og til Ítal- íu. Þetta er miðlungs erfið ferð og hentar öllu göngufólki í góðu formi. Gist verður í 7 nætur í fjallaskálum og hótelum. Morgunverður og kvöldverð- ur innifalið. Verð: 108.200 kr á mann Dekurvika í Portoroz Þann 29. júní býðst Úrvalsfólki vikuferð til Portoroz í Slóveníu. Þetta er í frétta- tilkynningu frá Úrvalsfólki kölluð dek- urvika en í Portoroz er ýmislegt í boði til að hressa líkama og sál. Bærinn er lítill og á sér langa sögu sem ferða- manna- og baðstaður. Í næsta ná- grenni er miðaldabærinn Piran en þröng, steinilögð stræti, kirkjur og torg einkenna hann. Bæirnir eru tengdir saman með gönguleið sem liggur með fram sjónum. Rebekka Kristjánsdóttir mun leiða þessa ferð til Slóveníu. Hún ætlar að bjóða upp á ferðir í Bled- og Bohinjdal- ina en þeir eru stundum kallaðir Perlur Alpafjallanna. Einnig verður ferð í hell- ana í Postojna og ætlunin er að skreppa saman til Piran með strætó, fara til Trieste sem er aðeins um hálf- tíma akstur frá Portoroz. Fundur verð- ur haldinn með hópnum nokkrum dög- um fyrir brottför. Gist verður á Hótel Riviera sem er fjögra stjörnu heilsu- hótel. Innifalið í verði er hálft fæði. Skemmtidagskrá er á hótelinu og boð- ið upp á leikfimi við sundlaugina alla virka daga og gönguferðir um ná- grennið. Innan hótelsins er heilsu- miðstöð þar sem boðið er upp á nudd, slökun og aðrar heilsu- og fegr- unarmeðferðir. Nánari upplýsingar um Úrvalsferð til Slóveníu er hægt að fá á www.uu.is/urvalsfolk/ Sími:585 4000. Netfang: info@urvalutsyn.is Nánari upplýsingar um ferðir hjá Bændaferðum er hægt að nálgast hjá www.baendaferdir.is. Netfang: bokun@sveit.is – Sími: 570 2790 Fax: 570 2799 Hvers vegna fórstu til Aspen? Ég á auglýsingu frá GB-ferðum um ferð þangað og ákvað að skella mér. Þetta var rúmlega þrjátíu manna hópur sem fór með ferða- skrifstofunni og við gerðum töluvert af því að halda hópinn. En ég fór þetta fyrst og fremst sem skíðaferð, ég er ástríðuskíðamaður. Hvernig var aðstaðan? Fyrir skíðaáhugamann í efri- milliklassa, og alveg upp undir keppnisklassa, er þetta algjör draumur. Aspen hefur orð á sér fyrir að vera það allra flottasta, frægasta og fínasta og ég verð að viðurkenna að ég fór með létta fordóma og hélt að þetta gengi dálítið út á að vera flott og fínt. En það sem kom mér á óvart varðandi sjálfa skíðamennsk- una var hvað svæðið er virkilega stórt og rúmgott og brekkurnar breiðar og langar, um tvöfalt lengri en víðast hvar í Evrópu. Svo er eins og það sé hreinlega skammtað hve margt fólk fer í brekkurnar, þannig að maður hefur þær nánast út af fyr- ir sig. Síðan eru engar biðraðir í lyft- urnar og því er maður að renna sér hér um bil allan daginn. Einu pásurnar eru rétt á meðan maður situr í lyftunni. Þess vegna er um að gera að vera búinn að koma sér í gott form áður en maður fer út því þunna loftið tekur líka sinn toll. Hvernig var umhverfið? Við gistum á hóteli sem var rétt fyrir utan bæinn og var eins og lítil raðhús í þyrpingu inni í skógi. Þar er öll frístundaaðstaða til fyrirmyndar, með heitum potti, ilmgufu, nudd- stofu, íþróttasal og tækjasal. Her- bergin voru virkilega rúmgóð og rúmin góð sem skiptir miklu máli þegar þarf að hvílast vel. Orkan fyrir daginn datt svo ofan í mann við morgunverðarhlaðborðið sem gerði helstu árbítshefðum vesturlanda góð skil. Ferðaskrifstofan skipulagð- istundum ferðir út að borða á kvöld- in og þá var alltaf farið á mjög góða veitingastaði. Ég mæli sérstaklega með Matsuhisa, sem er mjög góður japanskur staður, og Pinons, steik- húsi sem sérhæfir sig í villibráð – þar borðaði ég buffalosteik sem bráðnaði í munni. Það sem sló mig við veitingastaðina þarna er hvað maður fékk mikið af öllu, manni féll- ust stundum hendur, og í heimsend- um mat geta tveir auðveldlega borð- að sig sadda af einum skammti. Síðan er þarna mikið af listagall- eríum og fínum verslunum, eins eru haldnar góðar kvikmyndahátíðir þarna, þannig að ef fólk hefur áhuga á slíku er nóg í boði í Aspen.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Þorsteinn Geirharðsson Draumur skíðamannsins Þorsteinn Geirharðsson er hér á skíðum í Aspen í Colorado. Þorsteinn Geirharðsson, arkítekt fór á dögunum í skíðaferð til Aspen í Colorado í Bandaríkj- unum. Hótel: Aspen Meadows, 845 Mea- dows Road, Aspen Veitingahús: Matsuhisa, www.nob- umatsuhisa.com Pinons, 105 S. Mill St., Aspen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.