Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 39
ÚR VESTURHEIMI
ÓLYMPÍUSAMBAND fatlaðra í
Manitoba í Kanada hélt upp á 25
ára afmæli sitt um liðna helgi og
við það tækifæri var íþrótta-
frægðarsetur þess stofnað. Vest-
ur-Íslendingurinn Dan Johnson,
fyrsti framkvæmdastjóri sam-
bandsins og helsta driffjöður þess
í um 15 ár, var í hópi fjögurra
fyrstu sem voru teknir inn í setr-
ið, the Special Olympics Manitoba
Heroes Hall of Fame.
,,Þetta er mikill heiður og ég er
sambandinu sérlega þakklátur,“
segir Dan. Hann
var helsti hvata-
maður þess að
sambandið var
stofnað og í
byrjun snerist
starfið um 125
íþróttamenn í
einni grein. Nú
sinnir sam-
bandið um 1.300
íþróttamönnum í 18 greinum og
segir Dan að starfsemin sé eins og
hún gerist best í heiminum.
Dan hefur mikið látið til sín
taka í málefnum íslenska sam-
félagsins í Manitoba. Hann hefur
séð um og skipulagt árlegt styrkt-
argolfmót Lögbergs-Heims-
kringlu, Opna íslenska golfmótið,
síðan 2001 og var í forsvari
nefndarinnar the Falcons Forever
Exhibit Campaign, sem stóð að
söfnun til að koma upp varanlegri
sýningu um íshokkílið Fálkanna
en sýningin var opnuð fyrir
tveimur vikum í MTS-höllinni í
Winnipeg.
Dan Johnson í hópi þeirra fyrstu
í Ólympíufrægðarsetrið
Dan Johnson
Áhugi er á að gefa nýlega bókhennar út á íslensku oghún vill gera stuttmyndum fyrstu ferðina til lands-
ins sem hún er frá í móðurætt.
Það er mikill kraftur í Katrinu
Anderson og svo virðist sem hún geri
það sem hana langar til að gera
hverju sinni. Hún er píanóleikari og
lauk háskólanámi í tónlist 1986. Fyrir
um 15 árum var hún á meðal stofn-
enda sérstaks tónlistarskóla í Tor-
onto, Yellow Dog Music, og í fyrra
tók hún alfarið yfir reksturinn. Skól-
inn veitir henni fjárhagslegt öryggi
og því þarf hún ekki að lifa á listinni.
Hins vegar hefur myndlistin verið
ríkur þáttur í lífi hennar auk þess
sem hún hefur skrifað smásögur og
kvæði og nýlega kom út eftir hana
saga móðurömmu hennar. Hún hefur
haldið margar einka- og samsýningar
síðan hún útskrifaðist frá York-
háskólanum í Toronto, myndskreytt
bækur og skífuumslög, og stýrt lista-
sýningum.
,,Þegar við byrjuðum með tónlist-
arskólann vorum við með fimm nem-
endur en nú eru þeir um 170 og rekst-
urinn stendur vel undir sér,“ segir
hún. ,,Fyrir vikið get ég verið löngum
stundum með dóttur minni, Rachael
Faith, sem er mjög skapandi eins og
mamman. Myndlistin og skrifin veita
mér mikla ánægju og það eru viss for-
réttindi að geta unnið að listinni að
vild án þess að þurfa að hafa áhyggj-
ur af því að eiga ekki fyrir salti í
grautinn.“
Katrina er frá Winnipeg, en móð-
uramma hennar fæddist í Winnipeg
Beach, rétt sunnan við Gimli í Mani-
toba. Íslenska móðurættin hefur haft
meiri áhrif á Katrinu en úkraínska
föðurættin en listakonan leggur
áherslu á að föðurættin sé henni ekki
síður mikilvæg. ,,Samt sem áður
tengi ég mig meira við Ísland og það
sem íslenskt er,“ segir hún og bætir
við: „Það er ekki bara fjölskyldan
heldur krafturinn sem kemur frá Ís-
landi. Frá Íslandi hafa komið frábær-
ir tónlistarmenn og hljómsveitir eins
og til dæmis Sigur Rós, og Björk er í
algjörum sérflokki. Hún er magnaður
listamaður og hefur haft mikil áhrif á
mig.“
Athyglisverð bók
Fyrir skömmu kom út bókin Bles-
sed: Portrait of Asdis Sigrun And-
erson, eftir Katrinu. Bókin hefur ekki
verið lengi til sölu en hefur fengið
góðar viðtökur og góða dóma og þeg-
ar hefur verið rætt um að þýða hana á
íslensku. David Arnason, yfirmaður
íslenskudeildar Manitobaháskóla,
sem sjálfur hefur gefið út margar
bækur um lífið á sléttunni, ritar for-
mála og fer fögrum orðum um Katr-
inu. ,,Mér finnst mjög gaman að
skrifa en áður en ég skrifaði þessa
bók hafði ég aðeins samið ljóð og
smásögur,“ segir Katrina. ,,Fyrir um
10 árum var ég í heimsókn hjá ömmu
í Winnipeg og sem við sötruðum te og
ræddum um þá gömlu góðu daga
sagði hún: ,,Ég vildi óska að einhver
skrifaði sögu mína.“ Hún vildi að af-
komendurnir þekktu söguna og ég
ákvað að láta draum hennar rætast.
Ég gerði það fyrir hana og fjölskyld-
una. Næstu árin flaug ég oft frá Tor-
onto til Winnipeg til að hljóðrita sög-
ur sem amma sagði mér en það tók
mig mun lengri tíma að púsla brot-
unum saman en ég gerði mér grein
fyrir í byrjun. En erfiðið var þess
virði. Ég hef fengið mjög jákvæð við-
brögð, jafnvel frá fólki utan fjölskyld-
unnar sem hefur aldrei heyrt á okkur
minnst. Slík viðbrögð ókunnugs fólks
gefa mér byr undir báða vængi og
hver veit hvað getur orðið úr þessari
litlu sögu. Við sjáum til.“
Notar sérstakt listamannsnafn
Katrina er sennilega þekktust sem
myndlistarmaður og sérstaklega fyr-
ir ,,vínartertukonurnar“ sem ein-
kenna mörg verk hennar. Í myndlist-
inni gengur hún undir
listamannsnafninu Fontana Swing.
,,Nafnið kom ósjálfrátt og það festist
þegar við mig. Mér fannst frábært að
geta notað annað nafn og mér var
skemmt við tilhugsunina um að vera
tvær persónur. Auk þess eru málverk
mín eitthvað sem mér dettur í hug og
mér hefur aldrei fundist rétt að
merkja þessi verk, þessar ímyndanir,
með eigin nafni.“
Undanfarnar vikur voru hún og
bróðir hennar, ljósmyndarinn Craig
Koshyk, með samsýninguna ,,Ágætis
byrjun“ – a fine beginning – í Paul
Thorlakson-sýningarsalnum í ís-
lenska bókasafninu í Manitobahá-
skóla í Winnipeg. Þau eru farin að
undirbúa að setja sýninguna upp í
Toronto og síðan er hugmyndin að
fara með hana til Íslands og jafnvel
meginlands Evrópu.
Systkinin eru undir íslenskum
áhrifum og ber sýningin þess merki.
Nafnið er tekið frá Sigur Rós og
Katrina segir að það sé líka táknrænt
fyrir samvinnu systkinanna. ,,Þetta
er fyrsta samsýning okkar og hún lof-
ar góðu. Við viljum halda áfram á
þessari braut og höfum verið hvött til
þess að fara með hana til Íslands. Við
stefnum að því og þar sem við höfum
gefið nokkur verk til góðgerðastofn-
unar verður sýningin á Íslandi ekki
alveg eins. Hún verður líka stærri og
næsta skref er að finna sýningarsal í
Reykjavík.“
Ísland er ofarlega í huga þessarar
kjarnorkukonu og hún hlakkar mikið
til að heimsækja landið. ,,Þetta er
ekki bara spurning um að fara og
setja upp sýningu heldur skrásetning
reynslunnar. Ekkert jafnast á við að
koma til lands í fyrsta sinn, að ég tala
ekki um landið sem þú ert frá, og því
er mikilvægt að halda viðbrögðunum
til haga. Ég vil tjá þau í myndlistinni
og ég vil taka mikið af myndum. Síð-
ast en ekki síst vil ég kvikmynda
þessa reynslu og búa til stuttmynd
um hana. Þetta verður ævintýraferð
sem verður aldrei endurtekin sem
slík.“
Fjöllistakonan Katrina Anderson segist vera undir miklum áhrifum frá
Björk og hefur sett stefnuna á Ísland. Steinþór Guðbjartsson hitti þessa
vestur-íslensku konu í Toronto þar sem hún ætlar að setja upp mynd-
listarsýningu sem hún vill síðan fara með til Íslands.
Björk gefur henni tóninn
Morgunblaðið/Steinþór
Verk eftir Katrinu á sýningunni.
steg@mbl.is_
Katrina Anderson í tónlistarskóla sínum í Toronto.
SÓFA-
DAGAR
Seljum nokkra sýningasófa
með allt að 25% afslætti.
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
15% afsláttur af öllum
sérpöntuðum sófum.
MÁLÞING UM HÁSKÓLA
FRAMTÍÐARINNAR
Málþing á vegum Háskólans og Magna Charta-stofnunarinnar
um málefni háskóla. Til þingsins koma nokkrir af helstu
sérfræðingum Evrópu í málefnum æðri menntastofnana og
þinghaldið er liður í stefnumótunarstarfi á þessu sviði.
Málþingið er öllum opið og fer fram í Odda, stofu 101.
Mánudagur 2. maí
kl. 13:30-15:00
VERKEFNI HÁSKÓLA Í BREYTTUM HEIMI
Ingjaldur Hannibalsson prófessor við Háskóla Íslands
Andrei Marga fyrrv. rektor Háskólans í Cluj-Napoca í Rúmeníu
Francisco Naishtat prófessor við Háskólann í Buenos Aires
í Argentínu
kl. 15:30-18:00
YNGRI FRÆÐIMENN UM MÁLEFNI HÁSKÓLA HORFA TIL
FRAMTÍÐARINNAR
Henrik Enroth frá Stokkhólmsháskóla
Diego Lucci frá Háskólanum í Napólí
Guðrún Geirsdóttir dósent við Háskóla Íslands
Þriðjudagur 3. maí
kl. 13:30-15:00
HUGMYNDIR UM HÁSKÓLA FRAMTÍÐARINNAR
Roderick Floud rektor London Metropolitan University á
Englandi og varaforseti Samtaka evrópskra háskóla
Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands
kl. 15:30-17:00
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Madeleine Green forstöðumaður Center for Institutional
and International Initiatives við American Council on
Education í Washington
Germain Dondelinger yfirmaður málefna æðri menntunar
hjá ráðuneyti menningar og rannsókna í Lúxemborg
Roderick Floud rektor London Metropolitan University
Kristín Ingólfsdóttir verðandi rektor Háskóla Íslands
Hélène Lamicq fyrrv. rektor Université Paris XII í Frakklandi
Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands
Magna Charta-stofnunin var sett á laggirnar árið 1998 á
vegum Samtaka evrópskra háskóla (EUA) og Háskólans í
Bologna. Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast með fram-
kvæmd þeirra meginmarkmiða um skipulag og rekstur háskóla
sem skilgreind eru í Magna Charta Universitatum (yfirlýsingu
um markmið og forsendur háskóla). Frekari upplýsingar um
stofnunina má finna á www.magna-charta.org.
Í Háskóla Íslands 2.-3. maí