Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is „Skáldið er í ham ... Bítlaávarpið er skemmtileg saga, stráksleg og gosaleg í sprúðlandi stílnum.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Mikið vor og glettni í þessari bók ... skemmtilestur.“ Gauti Kristmannsson, RÚV Komin í kilju „Bítlaávarpið er full með rokk og ról og einlægt bítl ... manifestó um áhrif bítlsins á þjóðarsálina.“ Skafti Þ. Halldórsson, TMM Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004 „Konan mín hélt að ég væri að verða eitthvað skrýtinn. Ég hló svo mikið.“ Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður Það þarf ekkert að koma á óvart þó að talningin í nýjustu límósínu Samfylkingarinnar ruglist örlítið. Engin sérstök venjahefur skapast ídómum um heimil- isofbeldi þar sem ekki er gert sérstaklega ráð fyrir því í lögum. Þetta segir Brynhildur Flóvenz lög- fræðingur en að hennar mati er þörf fyrir sérstaka löggjöf í heimilisofbeldis- málum enda sé erfitt að bera þau saman við önnur ofbeldismál, t.d. slagsmál eða barsmíðar úti á götu. Hæstiréttur dæmdi sl. fimmtudag karlmann í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu sína á heimili þeirra. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði þar sem hann segir að refs- ingin hefði átt að vera 30 dagar. Hann gagnrýnir m.a. ríkissak- sóknara fyrir að hafa ekki tekið mið af áhrifum ósanngjarnrar fjöl- miðlaumfjöllunar eftir dóm í hér- aði þegar tekin var ákvörðun um að áfrýja málinu. Sem kunnugt er féll dómur í þessu máli í Héraðsdómi Reykja- ness í október sl. Dómurinn vakti mikla reiði í samfélaginu og þá sérstaklega vegna þeirrar niður- stöðu að sambúð kæranda og ákærða hafði verið stormasöm og að kærandi kynni að hafa valdið bræði ákærða sem varð til þess að hann réðst á hana. Brynhildur segir að þessi niðurstaða sé ekki í samræmi við framburð kæranda sem talaði m.a. aldrei um storma- sama sambúð heldur einungis of- beldi eiginmanns síns gegn henni. Mikið var fjallað um málið í fjöl- miðlum þar sem kærandi var nafn- greindur og jafnvel birtar af hon- um myndir. Fimmtán félaga- samtök stóðu fyrir mótmælum á Arnarhóli þar sem ofbeldi gegn konum var jarðað og sérstaklega vísað í þennan dóm. Samkvæmt almennum hegning- arlögum er það ákærða í hag ef brotið er framið í mikilli reiði eða geðshræringu sem sá sem verður fyrir brotinu vakti með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Karl- inum og konunni bar saman um að hann hafi reiðst vegna orðaskipta um meint framhjáhald hennar en þau voru ósammála um hvort þeirra hóf umræðuna. Hæstirétt- ur taldi, öfugt við héraðsdóm, að ekki yrði sýnt fram á að konan hefði reitt karlinn til reiði eða að ofbeldinu hefði verið beitt í átök- um þeirra í milli. Drífa Snædal, fræðslu- og kynn- ingarstýra Kvennaathvarfsins, segir að mikilvæg leiðrétting hafi verið í dómi Hæstaréttar þar sem því hafi verið hafnað að konan ætti sök á ofbeldinu. „Þetta er það sem okkar barátta snerist um,“ segir Drífa en gagnrýnir löggjöfina fyr- ir að taka hvergi á kynbundnu of- beldi. „Það er alveg horft framhjá því að 95% þeirra sem beita heim- ilisofbeldi eru karlar og 95% sem verða fyrir því eru konur.“ Lét undan fjölmiðlagagnrýni Í áðurnefndu sératkvæði segir Jón Steinar að umfjöllun fjölmiðla um mál ákærða hafi verið einhliða og ósanngjörn og hafi valdið hon- um þjáningum og skaða. Vísar Jón Steinar til 113. gr. laga um með- ferð opinberra mála þar sem segir að falla megi frá málsókn „ef brot hefur valdið sakborningi sjálfum óvenjulegum þjáningum og mál- sókn þykir ekki brýn af almennum refsivörsluástæðum“. Jón Steinar telur að þetta hefði átt að hafa áhrif á ákvörðun ákæruvaldsins að áfrýja dómi héraðsdóms. Telur Jón Steinar að umfjöllun fjölmiðla hafi frekar haft gagnstæð áhrif, þ.e. ýtt undir ákvörðun ríkissak- sóknara um að áfrýja málinu. Sigurmar K. Albertsson, verj- andi ákærða, segist vissulega sam- mála áliti Jóns Steinars um að rík- issaksóknari hafi í raun látið undan fjölmiðlagagnrýni. „Atvik málsins og málavextir voru með þeim hætti að það gaf ekki tilefni til þessarar óvenju miklu umfjöll- unar,“ segir Sigurmar og bætir við að persónulegar árásir á ákærða hafi farið út yfir öll mörk. M.a. hafi Kvenréttindafélag Ísland staðið ásamt öðrum að útifundi en Sig- urmar segir að formaður félagsins hafi verið réttargæslumaður kær- anda. Brynhildur Flóvenz er ekki sammála rökum Jóns Steinars og segir að 113. greinin taki á allt öðru vísi málum. „Þetta ákvæði á að vera einhvers konar öryggis- ventill ef sakborningur verður fyr- ir einhverjum sérstökum þjáning- um, t.d. ef menn drepa barnið sitt, en ekki það að hann þurfi að taka afleiðingum af gjörð sinni gagn- vart almenningi,“ segir Brynhild- ur og bætir við að í heimilisofbeld- ismálum sé málsókn sannarlega brýn enda um almannahagsmuni að ræða. „Það er orðið algengara að fjöl- miðlar fari harkalegum orðum um menn sem fremja brot, er það ekki svolítið varhugavert að ef t.d. einn fjölmiðill gengur langt í þessu, geti hann haft áhrif á niðurstöðu dóms- mála?“ spyr Brynhildur en áréttar að dómur Hæstaréttar sé í sam- ræmi við löggjöfina og dóma sem hafa fallið í öðrum ofbeldismálum. Fréttaskýring | Löggjöfin gerir ekki ráð fyrir heimilisofbeldi Þrír mánuðir eða 30 dagar? Jón Steinar gagnrýnir ríkissaksóknara fyrir ákvörðun um að áfrýja málinu Frá mótmælunum á Arnarhóli sl. haust. Lítill munur á dómi Hæsta- réttar og héraðsdóms  Hæstiréttur dæmdi sl. fimmtudag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi. Héraðs- dómur Reykjaness hafði áður dæmt hann fyrir sama brot en frestað ákvörðun um refsingu. Sigurmar K. Albertsson, verj- andi ákærða, segir eina muninn vera að í héraði var ekki ákveð- ið hversu löng refsingin yrði ef ákærði bryti skilorðið en í Hæstarétti var ákveðið að hún yrði þrír mánuðir. Skilorðið var jafn langt í báðum tilfellum eða þrjú ár. Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.